Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 1988 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 1988 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Hagkvæmni nýsálvers Akvörðun fjögurra álfyrir- tækja um að sameinast um hagkvæmniskönnun á smíði nýs álvers í Straumsvík er fagnað- arefni. í fyrsta lagi höfum við þörf fyrir nýjan stóran orku- kaupanda, svo að unnt sé að þróa raforkukerfið með eðlileg- um hætti. I öðru lagi er nauð- synlegt að haga álbræðslu í landinu jafnan með þeim hætti, að þar sé nýtt fullkomnasta tækni. í þriðja lagði byggist góð verkmenntun þjóðarinnar og tækniþekking á því að jafnan sé unnt að takast á við verkefni innan lands, sem gera miklar kröfur á þessu sviði. í fjórða lagi er nauðsynlegt að skjóta fleiri styrkum stoðum undir efnahags- og atvinnulíf þjóðar- innar. Að könnuninni á því, hvort hagkvæmt sé að reisa hér nýtt álver, standa fyrirtæki frá fjór- um Evrópulöndum, þijú þeirra eru í EFTA-löndum: Austria Metall í Austurríki, Grángers Alumnium í Svíþjóð og Alu- suisse í Sviss; eitt er í Evrópu- bandalagsríki: Alumined Beheer í Hollandi. Með hliðsjón af þeim breytingum sem nú eru á döf- inni í markaðs- og efnahags- samvinu Evrópuríkja er heppi- legt að fyrirtæki frá fleiri en einu ríki og markaðssvæði taki höndum saman. Akvörðun Alusuisse um að ganga til liðs við fyrirtækin þijú ætti að tryggja betur en ella, að þau fái staðgóða vitneskju um hvernig er að standa að slíkum atvinnu- rekstri hér á landi. Alusuisse hefur nú átt sam- starf við íslendinga og íslensk stjómvöld í meira en tvo ára- tugi. Það gekk ekki þrautalaust á hinum pólitíska vettvangi að fá samþykki Alþingis fyrir samningnum við Alusuisse. Það voru Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur í viðreisnarstjóm- inni, sem vildu að samningurinn yrði gerður, en Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag vom á móti honum. Var ekki aðeins barist gegn því að álver- ið yrði reist heldur einnig hinu að ráðist yrði í stórvirkjunina við Búrfell, en án álversins hefð- um við aldrei haft bolmagn til að ráðast í þá miklu fram- kvæmd. Alverið í Straumsvík er eins og kunnugt er alfarið í eigu Alusuisse. Jámblendiverk- smiðjan á Gmndartanga var reist í samvinnu íslenska ríkis- ins og norska fyrirtækisins EI- kem, í þeirri samningsgerð varð það sjónarmið ofan á, að Islend- ingar ættu að eiga meirihluta í slíkum fyrirtækjum. Var gengið frá þeim samningi 1976, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sat við völd. 1978 komst iðnaðarráðuneyt- ið í hendur Hjörleifs Guttorms- sonar og Alþýðubandalagsins og fór hann með stjórn þessara mála nær samfellt til 1983. í stuttu máli má segja að það hafi verið tími stöðnunar, svo að notað sé nútíma hugtak frá Kreml um þessi stóriðjuár Al- þýðubandalagsins. Af hálfu ráð- herra flokksins og samstarfs- manna hans var allt gert til að sverta Alusuisse og gera fyrir- tækið sem tortryggilegast í aug- um landsmanna og annarra. Er ekki að efa, að þessi stefna Hjörleifs Guttormssonar og málatilbúnaður hans hefur orðið til þess að fæla erlend fyrirtæki frá samstarfi við íslenska aðila um orkufrekan iðnað og stór- iðju. Ætti að skrá alla þá sögu og hafa hana sem fyrirmynd um það, hvemig ekki á að standa að málum á þessu sviði. Strax eftir að Hjörleifur Guttormsson var farinn úr iðn- aðarráðuneytinu var hafist handa við að koma samskiptun- um við Alusuisse í viðunandi horf að nýju og ræða um sölu á orku til annarra erlendra að- ila. Hefur gengið á ýmsu í þeim viðræðum og þær náð misjafn- lega langt. Voru um tíma tölu- verðar vonir bundnar við kísil- málmverksmiðju við Reyðar- fjörð. Frá þeim áformum hefur nú verið fallið og fyrirtækið um þá starfsemi hefur verið lagt niður. Af stjómmálaflokkunum er Kvennalistinn nú eindregnastur í andstöðu við stóriðju á íslandi og hefur þar tekið við af Al- þýðubandalaginu, sem hefur haft hægar um sig en áður eft- ir reynsluna af Hjörleifi Gutt- ormssyni. Samtímis því sem hin erlendu fyrijtæki gera það upp við sig, hvort hagkvæmt sé að reisa hér nýtt álver, þurfum við að átta okkur á því, hvað við þurfum að gera til að fyrirtækin komist að hagkvæmri niður- stöðu fyrir okkur og ákveði að ráðast í framkvæmdir. Heima- smíðaðar pólitískar hindranir kunna að ráða úrslitum að lok- um um það, hvort hagkvæmt verður talið að ráðast í hið nýja stórfyrirtæki hér. Opinber heimsókn forseta Islands til Vestur-Þýskalands Borgarstjóri Kölnar vill íslenskt menningarsetur Ahugamál mitt og Weizsácker- hjónanna, segir forseti íslands Bonn. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RICHARD von Weizsacker, forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands, fjallaði um mikilvægi menningarstofnana i samskiptum þjóða, i ræðu sinni í veislu sem hann hélt forseta Islands á mánudagskvöld. Hann sagðist fagna áhuga forseta á „að koma á fót menningarstofnunum í ýmsum Evrópulöndum, svo að rödd íslands megi heyrast víðar og skýrar en hingað til“. Vigdís Finnbogadóttir sagði í gær að hugmyndin að slíkum stofn- unum væri sameiginlegt áhugamál hennar og Weizsácker-hjónanna og að þau hefðu áður rætt gagnsemi slíkra stofnana.- „Hugmyndin er eins og fræ sem getur skotið rótum ef því er sáð í góðan jarðveg," sagði forseti ís- lands í samtali við Morgunblaðið. „Orð eru til alls fyrst og mér virð- ist sem orð Weizsáckers hafi vakið mikla athygli og áhuga. Nú nefna þetta allir við mig. Þjóðveijar vilja að við reynum þetta ef við getum og eru reiðubúnir að taka okkur opnum örmum. Þeir rétta okkur hönd sína og útrétt hönd er gjöful hönd.“ Norbert Burger, borgarstjóri Kölnar lýsti sérstökum áhuga á að íslenskt menningarsetur yrði stofn- að í Köln ef úr hugmyndinni yrði. „Lista- og menningarborgin Köln væri tilvalinn staður fyrir íslenska menningarstofnun vegna legu sinnar í Þýskalandi og Evrópu“ sagði hann þegar hann bauð Vigdísi velkomna til Kölnar í gær. Forset- inn þakkaði honum fyrir áhugann sem hann sýndi málinu og benti á að hugmyndin hefði komið fram í einkasamræðum. Hún sagði að gott gæti verið að reisa eins konar Norr- ænt hús í Þýskalandi. „Evrópa er alltaf að sameinast meir og meir og við það eykst mikilvægi þess að styrkja séreinkenni þjóðanna.“ Hún sagði að ólík menning þjóða væri mjög áhugaverð og að Norrænt hús myndi geta stuðlað að því að styrkja og kynna norræna menningu. Morgunblaðið/Zik-Express Vigdís Finnbogadóttir sést hér með borgarstjóra Kölnar, Norbert Burger og framkvæmdastjóra borgarinnar, Kurt Rosse fyrir framan dómkirkjuna i Köln. Fundur með Helmut Kohl: Skilningnr á sér- stöðu íslands gagnvart EB Þjóðverjar vilja veiðirétt við ísland Morgunblaðið/Zik-Express Vigdís boðin velkomin til Kölnar Rannveig Guðmundsdóttir afhenti forseta íslands sem forsetinn hélt síðdegis í gær. Sendiráðið í blómvönd við komuna til Kölnar í gær. Rannveig Bonn sendi út 300 boðsbréf en allir íslendingar var ein þeirra 120 íslendinga sem komu í móttöku búsettir í Vestur-Þýskalandi voru velkomnir. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, lýsti yfir fullum skilningi á sérstöðu íslands gagn- vart Evrópubandalaginu á fundi með forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og Steingrími Hermannssyni, utanríkisráð- herra, í kanslaraskrifstofunni í Bonn í gær. Hátíðleg stund við gröf Nonna FORSETI íslands lagði blóm- sveig að leiði Jóns Sveinssonar, Nonna, í Melatenkirkjugarði í útjaðri Kölnar í gær. Norbert Burger, borgarstjóri Kölnar, hópur gesta og fjöldi blaðamanna fylgdu forseta þang- að. Athöfnin við gröf Nonna var stutt en hátíðleg. Vigdís stóð hljóð við leiðið nokkra stund áður en hún hélt úr kyrrð garðsins í skark- ala borgarinnar. Nonni er vel þekktur í þýskumælandi löndum þar sem hann naut mikilla vin- sælda áður fyrr. í stuttu ávarpi sem Vigdís hélt í ráðhúsi Kölnar sagði hún að aukins áhuga gætti nú á verkum hans á ný. í ráðhúsinu var forsetanum færð að gjöf listaverkaskrá Róm- versk-þýska safnsins. Hún ritaði nafn sitt í hina gullnu gestabók borgarinnar og skoðaði sýningu á „gleri keisaranna" í áðurnefndu safni áður en hún hélt í kirkjugarð- inn. Hún gaf borgarstjóranum landkynningarbók um Island og áritaða litmynd af sér. I ræðu sinni sagði Norbert Burger, borgarstjóri, að fyrir sig væri það eins og ferð til æskuár- anna að fara að leiði Nonna. Á þriðja og fjórða áratugnum hefðu öll þýsk börn þekkt hann. Köln- arbúar hefðu enn ekki gleymt hon- um, gosbrunnur væri nefndur eftir honum og gata í vesturhluta borg- arinnar. Morgunblaðið/Zik-Express Forseti Islands lagði blómsveig að leiði Jóns Sveinssonar, Nonna, í Köln í gær. Kohl sagðist vera reiðubúinn að styðja áform íslendinga um að koma á sem nánustu samstarfi við bandalagið. Utanríkisráðherra vitn- aði í orð kanslarans á fundi í þýska iðnaðar- og verslunarráðinu síðdeg- is og sagðist vera bjartsýnn á að eftir fundinn með kanslaranum myndi fínnast sameiginleg lausn sem hæfði sérstöðu íslands og eðli- legum kröfum Evrópubandalagsins. í samtalinu fagnaði Kohl framlagi íslendinga til sameiginlegra varna Vesturlanda. Forsetinn og utanríkisráðherra snæddu morgunverð með Dr. Irmg- ard Adam-Schaetzer, varautanrík- isráðherra, í Gymnich-kastala í gærmorgun. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra, og Martin Bangemann, fyrsti vara- maður hans, eru báðir erlendis. Adam-Schwaetzer er nú í framboði í formannskjöri innan Ftjálslynda flokksins, FDP. Steingrímur Hermannsson átti fund með sjávar- og landbúnaðar- ráðherra Þýskalands eftir að hafa flutt kynningarfyrirlestur um íslensk viðskiptamál í verslunarráð- inu. Hann sagði að ráðherrann hefði óskað eftir að Þjóðveijar fengju einhvem rétt til veiða innan íslenskrar fiskveiðilögsögu en Steingrímur svaraði því til að ákaf- lega erfitt yrði að veita slíka heim- ild nema þá til kolmunnaveiði. Hann sagði að ráðherrann hefði sagt að Þjóðveijar hefðu ekki beinan áhuga á veiðunum sjálfum heldur myndi slík heimild auðvelda þeim að styðja málstað Islendinga í Evrópubanda- laginu. AF ERLENDUM VETTVANGI „ eftir ÁSGEIR SVERRISSON Bandaríkjameim hætta við þróun og smíði geislavopns EMBÆTTISMENN í bandaríska varnarmálaráðuneytinu hafa afráðið að hætt skuli við þróun eina nothæfa geislavopnsins, sem tekist hefur að smiða fyrir herafla Bandaríkjamanna. Flest bend- ir til þess að í haust verði frekari fjármunum ekki varið til verk- efnisins. í grein sem nýlega birtist í dagblaðinu The Wall Street Journal andmælir höfundurinn, Bruce Berkowitz, þessari ákvörð- un og segir hana sýna ljóslega að ekki sé heil brú í framkvæmd og skipulagningu rannsóknarverkefna á vegum varnarmálaráðu- neytisins. Deilur um fjárveitingar til varnarmála á Bandaríkja- þingi, hafi gert það að verkum að gífurlegn fjármagni hafi verið úthlutað til tiltekinna verkefna - og hér nefnir höfundur sérstak- •ega geimvarnaráætlunina - og hafi önnur ekki siður mikilvæg verkefni setið á hakanum sökum þessa. Vopnið sem hér ræðir um nefnist „Skylite" en Banda- ríkjafloti hóf á síðasta áratug að framkvæma tilraunir vegna þró- unar og smíði þess. Upprunalega var „Skylite" hannað sem varnar- kerfi gegn stýriflaugum og mið- uðu tilraunir að því að hanna út- búnað sem gæti grandað þeim á flugi með leysigeisla. Komið hefur flestra þingmanna á gildi „Sky- lite“-kerfisins varð banabiti þess. Þrátt fyrir þetta segir Berkowitz embættismenn í varnarmálaráðu- neytinu bera ábyrgðina því ofurá- hersla hafi verið lögð á rannsókn- ir í tengslum við geimvarnaráætl- unina umdeildu. Þetta hafi verið gert á kostnað annarra mikil- vægra rannsóknarverkefna, eink- mikill því „Skylite“-kerfið er eina leysi-varnarkerfið sem unnið hef- ur verið að fyrir flotann. Komist ráðamenn að þeirri niðurstöðu í nánustu framtíð að slíkt kerfi sé í raun ómissandi hefur dýrmætur tími farið forgörðum auk þess sem kostnaðarsamt verður að hefja vinnu við verkefnið á ný. Þá er þess að gæta að flotinn getur ekki nema að litlu leyti nýtt sér þau varnarkerfi sem hönnuð eru fyrir land- og flugherinn. Síðast en ekki síst verður ákvörðun þessi til þess að erfiðara verður að fylgj- ast með framförum í Sovétríkjun- um á sviði geislavopna því þróun „Skylite“-kerfisins gaf sérfræð- ingum vísbendingu um stöðu þess háttar rannsókna eystra. Sovétmenn höfðu jafnan neitað því að unnið væri að tilraunum með slíkan búnað í Ráðstjóm- arríkjunum og því vakti það mikla Frönsk herþota af gerðinni Mirage F1 hleypir af „Exocet“-flugskeyti. Tvö slík skeyti hæfðu banda- rísku freigátuna „Stark“ er írakar gerðu á hana árás fyrir misskilning á Persaflóa i maí á síðasta ári með skelfilegum afleiðingum. Núverandi varnarkerfi Bandarikjaflota gegn flugskeytum er sagt koma að takmörkuðum notum en nú hafa embættismenn afráðið að hætt skuli við þróun og smíði fullkomnara kerfis eftir miklar og árangursríkar rannsóknir. í ljós að mjög erfítt er að veijast eldflaugaárásum á hafí úti og er þess skemmst að minnast er Irak- ar réðust á bandarísku freigátuna „Stark“ á Persaflóa fyrir rúmu ári. Reynslan sýnir að núverandi varnarkerfi flotans, sem nefnist „Phalanx“ og er í einfölduðu máli ratsjárstýrð byssa, dugar skammt ef riokkrum flugskeytum er skotið samtímis að einu skipi eins og raunar sannaðist í fyrrnefndri árás er tvö flugskeyti af gerðinni „Exocet" hæfðu „Stark“. 37 sjó- liðar féllu í árásinni, sem að sögn íraka var gerð fyrir misskilning. Deilt um fjárveitingar Að sögn Bruce Berkowitz, sem er sérfróður um öryggis- og varn- armál og hefur ritað bækur um efnið auk greina í blöð og tíma- rit, gekk „Skylite“-verkefnið mjög veí. Óllum tímamörkum hafði ver- ið náð og kostnaður hafði ekki farið fram úr áætlunum. Mestu skipti þó að tilraunir sýndu að kerfið gat grandað skotmörkum á flugi. Flugskeyti hefur á hinn bóginn aldrei verið grandað með „Phalanx“-kerfinu í raunveruleg- um bardaga. Berkowitz segir leysivopn taka núverandi kerfi fram að öllu leyti. Miðunartími sé mun styttri og meiri nákvæmni náist með þess háttar búnaði auk þess sem skotfærin þrjóti aldrei líkt og I „Phalanx“-kerfinu, sem aðeins er unnt að beita í 30 sek- úndur í einu. Endalaust þref á Bandaríkja- þingi um fjárveitingar til varnar- mála og takmarkaður skilningur um og sér í lagi undanfarin þrjú ár. Þróun geimvarna Það vakti gífurlega athygli er Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lýsti yfir því 23. mars 1983 að hann hygðist beita sér fyrir þróun og smíði varnarkerfis í geimnum gegn langdrægum kjarnorkueld- flaugum, öflugustu gereyðingar- vopnunum. Þegar tóku að heyrast raddir - og heyrast raunar enn - um að ekki væri fræðilega hugs- anlegt að hanna slíkt kerfi og margir lýstu því einfaldlega yfir að manninum gæti ekki verið al- vara. Að sögn Berkowitz var hug- myndin um geimvarnir ekki úr lausu lofti gripin. Þvert á móti fól hún í sér að öll rannsóknarverk- efni á sviði varnarkerfa gegn langdrægum kjarnorkueldflaug- um voru sett undir eina yfirstjórn. Þar sem menn töldu að hugsan- lega mætti beita „Skylite“-kerf- inu, í breyttri mynd að sjálfsögðu, gegn kjarnorkueldflaugum var það fellt undir geimvarnaráætlun- ina. Þetta varð til þess að áfram var unnið að tilraunum með kerf- ið þar til í ár. Afdrifarík ákvörðun Ákvörðun þessi þýðir í raun að Bandaríkjamenn munu ekki geta unnið að rannsóknum og tilraun- um á nothæfu leysivopni í varnar- skyni fyrr en í fyrsta lagi um miðjan næsta áratug. Að líkindum verður ekki unnt að taka slíkt vopn í notkun fyrr en eftir alda- mót. Missir Bandaríkjaflota er athygli er Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étleiðtogi lýsti yfir því í viðtali við bandarískan sjónvarpsmann skömmu fyrir leiðtogafundinn í Washington í desember á síðasta ári að Sovétmenn hefðu hrundið eigin geimvarnaráætlun af stað. Þá má nefna að í nýjustu árs- skýrslu bandaríska varnarmála- ráðuneytisins segir að Sovétmenn vinni ötullega að þróun og smíði leysigeislavopna og svipi einu þeirra mjög til „Skylite“-kerfisins. Loks er þess að geta að banda- rískir sérfræðingar hafa fullyrt að Sovétmenn hafi þegar smíðað geislavopn sem hugsanlega geti grandað gervihnöttum á braut umhverfis jörðu og megi í framtíð- inni ef til vill beita þeim gegn kjarnaoddum. Hermt er að þegar hafi verið reistar tvær slíkar „stöðvar“ og mun önnur þeirra vera í fyalllendi skammt norðui af landamærum Sovétríkjanna og Afganistan. Mistök á mistök ofan Bruce Berkowitz segir ákvörð- un embættismanna í varnarmála- ráðuneytinu mikið áfall því „Sky- lite“-kerfið hefði hugsanlega get- að bjargað mannslífum í framtíð- inni. Átakanlegast sé þó að verða vitni að afdrifaríkum mistökum embættismanna, sem hafi það hlutverk með höndum að ákveða hvaða rannsóknarverkefni eigi að ganga fyrir. Ákvörðunin varðandi „Skylite" sé aðeins eitt dæmi af mörgum og það sorglega sé að gera megi ráð fyrir sambærileg- um mistökum í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.