Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MEÐVKUDAGUR 6. JÚIÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Þorbergur kominn á fulla férð •* Fertil A-Þýskalands með lands- liðinu. Sautján ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik mun taka þátt í 8-liða móti í A-Þýskalandi í næstu viku. Meðal liðsmanna er Þor- bergur Aðalsteinsson, sem er kominn aftur í landsliðshópinn. Mótið er mjög sterkt, en Is- lendingar leika í riðli með Pólverjum, A-Þjóðverjum og Kínverjum, en í hinum riðlinum eru Sovétmenn, V-Þjóðverjar, Kúbu- menn og B-lið A-Þjóðverja. Landsliðið heldur út í fyrramálið og mun leika einn vináttulandsleik gegn V-Þjóðverjum í Hamborg á föstudaginn, áður en farið verður til A-Þýskalands. Mótið, sem hefst 11. júlí, fer fram í Leipzig og ná- greni. Hópurinn sem fer út er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val Brynjar Kvaran, Stjömunni Hrafn Margeirsson, ÍR Aðrir leikmenn: Kristján Arason, Tecea Sigurður Sveinsson, Val Páll Ólafsson, KR Sigurður Gunnarsson, IBV leikmenn fara Atli Hilmarsson, Fram Alfreð Gíslason, KR Júlíus Jónasson, Val Þorbergur Aðalsteinsson, Saab Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Jakob Sigurðsson, Val Karl Þráinsson, Víkingi Bjarki Sigurðsson, Víkingi Þorgils Óttar Mathiesen, FH Geir Sveinsson, Val Valdimar Grímsson er meiddur og getur því ekki leikið með liðinu. Þeir leikmenn sem ekki fara með landsliðinu til Þýskalands munu æfa með U-21 árs landsliðinu. Áferöogflugi Næstu verkefni landsliðsins eftir keppnisferðina, eru landsleikir gegn V-Þjóðverjum hér á landi í lok júlí. Þá verður haldið til San Sebastian á Spáni 1. ágúst, þar sem landslið: ið mun leika í sex þjóða móti. I heimleiðinni frá Spáni verður komið við í París og leiknir tveir leikir gegn Frökkum. Sex landa keppni verður svo á ís- landi í ágúst og áður en landsliðið heldur á Ólympíuleikana í Seoul, koma Danir hingað og leika tvo landsleiki í byijun september. Þorbergur AAalsteinsson er kominn á fulla ferð á ný með landsliðinu. Bogdan, landsliðsþjálfari, sést hér með þremur landsliðsmönnum sem fara til Þýskalands. Atla Hilmarssyni, Sigurði Sveinssyni og Geir Sveinssyni. Einar lagði kunna spjótkast- ara að velli Einar Viihjálmsson lék sama ieikinn i Stokkhóimi, eins og í Helsinki. Röð spjótkastaranna var þessi: EINAR VILHJALMSSON..........83.44 Mike Hill, Englandi.........81.30 Peter Borglund, Svíþjóð.....80.00 DagWennlund, Svíþjóð........78.26 Dsvid Ottley, Englandi......77.40 SIGURÐUR EINARSSON..........76.34 Tom Petranoff, Bandaríkin...74.34 Petranoff er besti spjótkastari Banda- ríkjanna, Wennlund er sænskur methafi og Hill er breskur methafí. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR AP Einar Vllhjálmsson hefur unnið örugga sigra í tveimur stórmótum í röð. Hér á myndinni sést hann kasta spjótinu 83.44 m í gærkvöldi. Glæsilegur sigur hjá Einari Vilhjálmssyni Einar náði að kasta þremur köstum yfir 82 m í mótvindi í Stokk- hólmi í gærkvöldi. „Þýðir ekkert að ofmetnast," sagði Einar EINAR Vilhjálmsson kom svo sannarlega, sá og sigraði á Grand Prix-frjáisíþróttamóti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Einar, sem er í miklum vígamóði um þessar mundir, náði þremur lengstu köstunum í spjótkast- skeppninni - kastaði lengst 83.44 m. Mótvindur var, en það eru erfíðar aðstæður fyrir spjót- kastara. „Hinir spjótkastaramir horfðu á Einar með undrun, þegar hann kastaði spjótinu þrisvar sinn- um í röð yfir 82 m við mikinn fögn- uð áhorfenda. Það var eins og hann væri ofurmenni á vellinum,“ sagði Sigurður Einarsson, sem tók einnig þátt í sþjótkastskeppninni. „Mikil stemmning" „Stemmningin var geysileg hérna, en fimmtán þúsund áhorfendur voru á vellinum. Þeir hvöttu mig ákaft, þannig ég gaf allt sem ég átti - orkukrafturinn flæddi út um allan líkamann eins og spenna, sem erfitt var að hemja,“ sagði Einar, sem var mjög ánægður með árang- urinn. „Þetta er allt í rétta átt hjá mér - á sama tíma og aðrir spjótkastarar virðast eiga í vandræðum með tæknilegu hliðarnar. Nú er bara að halda sig á jörðinni. Ég má ekki Sigurður Elnarsson ofmetnast, heldur að halda áfram á sömu braut - ákveðinn að gera betur,“ sagði Einar, sem á við smá- vægileg meiðsli að stríða í hné. „Ég var smeykur í fyrstu köstunum. Lét reyna á hnéð í fyrstu köstunum. Kastaði fyrst 79.20 og síðan tvisvar 76 metra. Þá fann ég að ég væri klár í slaginn og kastaði 83.34. Spjótið fór hátt. Já, himinhátt. Eft- ir það kastaði ég 82.20 m og síðan gaf ég allt sem ég átti í síðasta kastið, vel studdur af áhorfendum. Það kast mældist lengst, eða 83.44 metra,“ sagði Einar, sem kemur heim í dag. „Ég mun fara strax til sérfræðing, til að láta hann líta á hnéð,“ sagði Einar. „Sigurður getur betur“ Sigurður Einarsson hafnaði í sjötta sæti. Hann kastaði 76.34 m. „Það vantar enn ýmisleg í tæknilegu at- riðin hjá mér. Ég hef ekki náð mér á strik eftir að að ég tók mér hvíld í tvær vikur í maí, vegna meiðsla. Þetta gengur ekki sem best nú, en ég er ekki farinn að örvænta. Ég er í góðu formi og það gengur vel á æfingum, en árangurinn lætur á sér standa í mótum,“ sagði Sigurð- ur. „Sigurður getur mikið betur. Hann er hrikalega sterkur, en vantar viss- an takt - til að klára dæmið,“ sagði Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.