Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjörnuspekingur. Gæt-
ir þú séð eitthvað um persónu-
leika minn útfrá fæðingardegi
og merki. Ég er fædd 27.
apríl 1968 kl. 23.50 á Vopna-
fírði. Með fyrirfram þökk.
Svar:
Þú hefur Sól, Tungl, Merkúr
og Mars f Nauti, Venus í Hrút,
Neptúnus Rísandi í Sporð-
dreka og Vog á Miðhimni.
Júpíter myndar sfðan spennu-
afstöðu á Mars og Neptúnus
frá Ljónsmerkinu.
Dœmigert Naut
Þú ættir að vera dæmigert
Naut, að þvf undanskildu að
þú ert kannski eilítið draum-
lynd og ekki alltaf mjög jarð-
bundin, eða hefur áhuga á
dularfullu og yfirskilvitlegum
málum (Neptúnus rísandi).
Þegar Naut og Neptúnus eru
sterkir í sama korti verður
útkoman áhugi á andlegum
og listrænum málum og einn-
ig hjálparstarfi, en þannig að
útkoman verði hagnýt.
Föst fyrir
Hvað varðar Nautið og grunn-
eðli þitt má segja að þú sért
föst fyrir, eilítið þung og jafn-
framt þijósk. Þú ert friðsöm
og þægileg í daglegri um-
gengni.
Þarft öryggi
Tungl í Nauti táknar að þú
hefur þörf fyrir öryggi í dag-
legu lífi. Það skiptir þig t.d.
töluverðu að eiga fallegt
heimili. Tilfinningalega ert þú
róleg og yfirveguð. Hugsun
þín er raunsæ og þú trúir fyrst
og fremst á það sem þú sérð
og getur snert á. Eigi að síður
hefur þú ágætt ímyndunarafl
(Tungl/Merkúr).
Framkvœmdir
Sterkasti orkuþátturinn í
korti þfnu er spennuþríhym-
ingur milli Mars-Júpíters-
Neptúnusar. Það táknar að
þú hefúr sterka framkvæmda-
orku en að sú orka beinist að
töluverðu leyti inn á hagnýt,
listræn eða andleg svið.
Sköpurt
Það að sól er í 5. húsi sköpun-
ar, ástar og barna, Neptúnus
Rfsandi og Vog á Miðhimni
ásamt framangreindu táknar
að þú býrð yfir töluverðum
listrænum og skapandi hæfi-
leikum. Vegna Nautsins þarft
þú hins vegar að beina þessum
hæfileikum inn á hagnýtar
brautir.
Fegrunarstörf
Störf sem hafa með fegrun
að gera gætu þvf komið til
greina. Hárgreiðsla, snyrting,
hönnun, leikhúsvinna o.þ.h.
gæti átt við þig.
Framtakssemi
Það sem helst gæti háð þér
er að Naut og Sporðdreki eru
þung saman og eiga til að
vera stöð og ekki nægilega
drífandi og framtakssöm. Þú
þarft þvf að varast að bíða
eftir þvf að tækifærin komi
upp í hendumar á þér, heldur
þarftu að sækja þau sjálf. Þú
þarft einnig að gæta þess að
vera sveigjanleg og breyta til
svona annað slagið a.m.k.
HeilbrigðissviÖ
Hvað varðar aðra starfs-
mörguleika má nefna að Mars
er f 6. húsi og það ásamt
Neptúnusi rísandi getur gefið
hæfileika á heilbrigðissviðum,
t.d. í hjúkrun eða sálfræði.
Sól f 5. húsi gefur einnig
hæfileika til að vinna með
bömum. Að lokum má geta
þess að Sporðdreki Rfsandi
gefur til kynna að þú sért
næm og tilfinningarík.
GARPUR
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJOSKA
FERDINAND
SMAFOLK
I cam mear my
5T0MACW GR0WLIM6
r CAN HEAR MY
TEETH 6RINPIN6 ANP
MV J0IMT5 CREAKIN6..
MY 60DY5 50 N0I5V
I CAN'T SLEEP'
Ég heyri hjartslátt minn Ég heyri magann urra Ég heyri gnístran tanna Það er svo mikill hávaði í
og brak í liðamótunum ... likama mínum að ég get
ekki sofið!
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Danski bridsblaðamaðurinn
Ib Lundby, sem meðal annars
ritstýrir danska bridsblaðinu
(Dansk Bridge), var staddur hér
á Norðurlandamótinu og lagði
sitt af mörkum til að auka á
Qölbrejrtni mótsblaðsins. Svo
sem að líkum lætur, fylgdist
hann best með leikjum landa
sinna, og hér er spil úr viðureign
Dana og Svía, sem Lundby var
hrifinn af:
Austur gefur; AV á hættu.
Norður
♦ -
¥D875
♦ DG982
♦ G1032
Vestur
♦ 94
♦ 1093
♦ K106543
♦ D4
Austur
♦ G106
♦ ÁK42
♦ Á7
♦ ÁK98
Suður
♦ ÁKD87532
♦ G6
♦ -
♦ 765
Á báðum borðum vakti austur
á einu laufi og suður stökk í fjóra
spaða. Það var passað yfír til
austurs sem doblaði. Daninn
Ame Mohr f vestur kaus að sitja
í doblinu og fann auk þess besta
útspilið: laufdrottningu.
Vörnin var nákvæm. Fyrst
voru þrír slagir teknir á lauf.
Mohr henti tígulþristi í þriðja
laufíð, sem sýnir jafna tölu í litn-
um, samkvæmt samkomulagi
parsins. Villy Dam í austur tók
þá tvo efstu í hjarta og spilaði
síðan fjórða laufínu og upphóf
trompslag fyrir vömina: þrír nið-
ur og 500 í AV.
Á hinu borðinu tók Anders
Wirgren í vestur dobl makkers
út í fimm tígla. Norður sleikti
út um og doblaði, en varð þó
fyrir vonbrigðum með „veisluna"
þegar upp var staðið.
Norður átti engan spaða og
valdi að koma út í hjarta. Wir-
gren drap á ásinn og komst að
raun um trompleguna í næsta
slag þegar hann tók ásinn í
blindum. Það leit út fyrir að
hann yrði að gefa þar þrjá slagi
til viðbótar við tvo tapara í hálit-
unum. En bíðum við.
Wirgren spilaði næst þrisvar
laufí og henti hjarta heima.
Trompaði svo lauf. Því næst fór
hann inn á hjartakóng og tromp-
aði hjarta. Norður átti þá eftir
flögur tromp og hjartadrottn-
ingu, en Wirgren þijú tromp og
tvo spaða. Hann spilaði spaða
og norður kastaði hjartadöm-
unni. En næsta slag varð norður
að trompa. Hann reyndi að kom-
ast út á tfguldrottningu, en fékk
að eiga þann slag og varð svo
að gefa Wirgren þá tvo síðustu
á K10 í trompi. Aðeins einn nið-
ur, en eigi að síður 13 IMPar
til Dana.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á heimsbikarmótinu i Belfort f
Frakklandi, sem nú stendur yfir,
kom þessi staða upp f skák þeirra
Borís Spasskfj, fyrrum heims-
meistara, sem hafði hvtt og átti
leik, og Arturs Júsúpov frá Sov-
étrkjunum
39. Hxg7+!og svartur gafst upp,
því eftir 39. - Kxg7 40. Hf7+ -
Kh8 41. R6g6 er hann mát. 39.
— Kh8 40. Hh7+ leiðir til sömu
niðurstöðu.