Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Þessir krakkar héldu tombólu á Flateyri til styrktar kaupum á björgunarþyrlu. Þau heita, frá vinstri: Sigurður Hafsteinn Mark- ússon, Jón Trausti Reynisson, Hrefna Sigríður Reynisdóttir og Þórir Traustason. Hlutavelta á Flateyri Flateyri. FJÓRIR duglegir krakkar á Flateyri héldu tombólu á dög- unum og söfnuðu rúmum þrjú þúsund krónum til kaupa á nýrri björgunarþyrlu. Peningarnir voru lagðir inn á gíróreikning sem Siýrimannaskól- inn stofnaði nýlega til kaupa á björgunarþyrlu. Krakkarnir láta þetta mál sig miklu skipta enda eru þijú þeirra böm sjómanna og einn þeirra á bræður á sjó. Fjórtán Islendingar sjávar- útvegsfræðingar frá Tromsö HÉR á landi er staddur sjávarút- vegsfræðingurinn Karin Ridder- vold og er hún að kynna islensk- um stallsystrum sínum nám í sjávarútvegsfræðum við háskól- ann í Tromsö. Til langs tíma sótti engin ísiensk stúlka um nám í sjávarútvegsfræði við háskólann, en að sögn Bjarna Sigurðssonar, sem nam sjávarútvegsfræði í Tromsö og starfar nú sem mark- aðsstjóri Islandslax h.f., hefur ein íslensk stúlka sótt um nám á næsta skólaári. 1986 var sett reglugerð um kynskiptingu og skyldu konur vera 40% nemenda. Karin Ridd- ervold var tilnefnd af norskum yfirvöldum til að kynna námið fyrir konum, einkum í strand- héruðum Noregs, sem byggja afkomu sína á fiskveiðum. Er það viðleitni Norðmanna til að halda uppi byggð í strandhéruðunum en mikill flótti er frá þeim héruð- um til borganna. Seinna i þessum mánuði heldur hún fyrirlestur á Norrænu kvennaráðstefnunni í Osló og auk þess ætlar hún að ferðast vítt og breitt um ísland og kynna konum þetta nám. Nám í sjávarútvegsfræði tekur fimm ár og skal nemandi hafa minnst 12 mánaða starfsreynslu úr sjávarútvegi og þriggja ára nám að baki úr framhaldsskóla. Að sögn Karinar býður námið upp á góða Búðardal. DVALARHEIMILIÐ Silfurtún var vígft á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Skrúðganga var um Búðardal og endaði við dvalarheimilið þar sem vígsluathöfn fór fram. Kristinn Jónsson bauð alla við- stadda velkomna. Því næst tók til máls Sigurbjörn Sveinsson héraðs- læknir sem er formaður byggingar- nefndar og rakti undirbúning og byggingarframkvæmdir. Fyrsta skóflustungan var tekin 6. september 1982 af bræðrunum Aðalsteini og Guðjóni Skúlasyni frá Homstöðum, þá þegar var farið að vinna að grunn- plötu og í febrúar 1983 var gerður samningur við Kaupfélag Hvamms- fjarðar um að taka að sér byggingar- framkvæmdir og í ágúst 1984 fluttu fyrstu íbúarnir inn í A-álmu, síðan var framkvæmdum haldið áfram og B-álma var svo tekin í notkun smám saman á árinu 1985. Búseta í húsinu hófst því tæpum tveimur árum eftir að fyrsta skófl- ustungan var tekin. Einstaka verk- þættir hafa dregist, svo sem eldhús, þar sem ekki var þörf fyrir það eins og er, því vistmenn fá sendan heitan mat frá Dalabúð og þykir það mjög notalegt. Ymsirhafalagtfram vinnu, má þar nefna Lionsklúbb Búðardals og ýmis félagasamtök hafa unnið í sjálfboðavinnu. Bygging Silfurtúns hefur verið fjármögnuð mest með lánum frá Húsnæðisstofnun ríkisins, Lífeyrissjóði Vesturlands, Búnaðar- bankanum í Búðardal, Brunabótafé- lagi Islands og mörgum einstakling- um og framlagi úr framkvæmdar- sjóði aldraðra. Sigurbjörn þakkað öllum sem hafa lagt fram fé og vinnu því margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við um byggingu þessa ' húss, en ekki er hægt að nefna nöfn allra sem hér hafa komið við sögu. En sérstakar þakkir fengu tvær konur, Bima Lárusdóttirog Jakobína Jóhannesdóttir, sem höfðu forgang um víðtæka söfnun hér í sýslunni, til að fullgera þjónustuhúsnæði, þá gaf Kristmundur Guðbrandsson frá Skógskoti um það bil andvirði einnar ■ íbúðar til minningar um konu sína Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal. M°rgunbiaðið/KHstjana R. Ágústsdðttír Kristínu Magnúsdóttur sem lést árið 1984. Verður Kristmundi seint þakk- að allt sem hann hefur gert fyrir Dvalarheimilið Silfurtún. Það er alveg ljóst að án allrar þeirrar vinnu og aðstoðar sem Dval- arheimilinu hefur verið veitt hefði þetta átak ekki orðið að veruleika á svo stuttum tíma sem raun ber vitni. Jökull Sigurðsson frá Vatni flutti kveðju og árnaðaróskir frá Lions- félögum. Formaður kvenfélagsins, Þorgerður Egilsdóttur, færði heimil- inu klukku að gjöf, formaður er Svanhvít Sigurðardóttir. Hrafn Pálsson fulltrúi heilbrigðis- ráðherra tók til máls og flutti kveðj- ur frá Guðmundi Bjarnasyni ráðherra og óskaði Dvalarheimilinu allra heilla. Sóknarpresturinn Jens H. Níelsen las úr ritningunni og bað húsinu og íbúum þess Guðs blessunar. Söngfé- lagið Vorboðinn söng við athöfnina. Að því loknu afhenti Sigurbjörn Sveinsson Þrúði Kristjánsdóttur sem er formaður rekstrarnefndar Silfurt- úns, umsjá heimilisins. Sýning var á handavinnu og föndri vistfólks, og var hún áhugaverð. Um föndurkennslu sá Víví Kristóberts. Gestir við vígsluna voru nokkuð margir þar á meðal þingmenn kjör- dæmisins, Friðjón Þórðarson, Skúli Alexandersson, Alexander Stefáns- son sem flutti heimilinu ámaðaróskir og kveðjur þeirra þingmanna sem ekki gátu verið viðstaddir. Að end- ingu var boðið uppá veitingar í húsa- kynnum Dvalarheimilisins Silfurt- úns. Forstöðukona er Sigríður Arna- dóttir sjúkraliði, sem hefur kynnt sér sérstaklega öldrunarmál. Aðrir starfskraftar eru Sigríður Eiríks- dóttir sjúkraliði og Guðbjörg Jóns- dóttir. _ Kristjana i \ * i í V %| 1 . P !||| ; \ j ' 1 in |® | U ; 1 * - (| ¥' t t t % IIÍÁS 1 1 Morgunblaðið/KGA Karin Riddervold og Bjarni Sigurðsson, sjávarútvegsfræðingar sem kynna íslendingum námið í Háskólanum í Tromsö. Dvalarheimilið Silf- urtún í Búðardal vígt atvinnumöguleika, allt frá stjómun og markaðsmálum að ýmiss konar rannsóknarstörfum sem tengjast fiskiðnaðinum. Nám í sjávarútvegs- fræðum hófst við skólann árið 1972 og hafa 113 sjávarútvegsfræðingar útskrifast þaðan, þar af fjórtán ís- lendingar og em fimm í námi þar sem stendur. Karin telur að dræm aðsókn kvenna í námið stafi af þeirri firru að þeirra bíði aðeins venjuleg fiskvinnslustörf, eins og flökun og snyrting. Reyndin er sú að þeir sem ljúka námi bjóðaát störf við fiskeldi, markaðsmál eða stjórn- un svo á fátt eitt sé minnst. Nemendur velja á milli almenns náms i sjávarútvegsfræðum eða sérhæfa sig á hagfræði- eða stjórn- unarsviði. Fyrstu fjögur árin fer fram kennsla í stærðfræði, efna- fræði, líffræði, fískeldi, hagfræði og fleiri greinum en síðasta árið vinna nemendur að rannsóknar- verkefni. Nemendur velja sér verk- efni og fá aðstoð vísindamanna við háskólann til að vinna þau. Oft hefur verið stuðst við rannsóknir nemenda við skólann og má þar taka sem dæmi notkun ensíma við roðflettingu sem nemendur áttu dijúgan þátt í að rannsaka. Rann- sóknarverkefni Bjarna Sigurðsson- ar fólst í könnun á grásleppuveiðum á svæði við Norður-Noreg þar sem grásleppa hefur aldrei verið veidd. I könnuninni var jafnframt farið inn á markaðsmál og er skemmst frá því að segja að nú hafa norskir grásleppukarlar hafið veiðar á svæðinu. Aðspurður um hvort ekki væri skynsamlegt að hefja sambærilega kennslu hér á landi, sagði Bjarni að hugmyndir um það hefðu verið reifaðar og þá í tengslum við há- skólann á Akureyri. Hér á landi væri hins vegar ekki það umhverfi fyrir hendi sem nauðsynlegt er til að námið verði sambærilegt við það sem gerist í Tromsö. í Tromsö eru nemendur í tengslum við vísinda- menn í flestum greinum sem tengj- ast sjávarútvegsfræði og njóta leið- sagnar þeirra og fræðslu. Bjarni sagði ennfremur að námið gæti haft jákvæð áhrif á þróun sjáv- arútvegs hér á landi því nemendur koma inn í greinina með nýjar hug- myndir og ef til vill lærist Islending- um að líta frá markaðnum að öngl- inum, eins og hann orðaði það. Norskir sjúkraþjálf- arar kenna íslensk- um starfsbræðum FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara hélt í júnímánuði vikulöng námskeið í greiningu og meðferð einkenna frá stoðkerfi líkamans, einkum hálsi, herðum, baki og mjöðmum. Þrír norskir sjúkraþjálfarar, sem eru sérmenntaðir á þessu sviði, kenndu á námskeiðinu. Þá var í byij- un júnímánaðar, haldinn árlegur samvinnufundur norrænna sjúkra- þjálfara í Finnlandi, þar sem rædd voru sameiginleg málefni, m.a. vinnumarkarður, menntun og rannsóknir, auk samskipta við Efnahags- bandalag Evrópu. Á námskeiðum Norðmannanna Ove Hagen, Alf Sigurd, Solberg og Trond Wiesner, var aðaláherslan lögð á mjög nákvæma skoðun og rétta greiningu sjúkraþjálfara, enda er það grundvöllur markvissrar og árang- ursríkrar sjúkraþjálfunar, segir í Merkimiðar fyrir glutenlausar vörur FÓLK með glutenóþol ætti bráð- lega að eiga auðveldara með að þekkja þær vörur sem eru glut- enlausar því nú er farið að fram- leiða sérstaka límmiða til að auð- kenna glutenlausar matvörur. Það er fyrirtækið Rökrás, Bíldshöfða 18 í Reykjavík, sem sér um dreifingu þessara merkimiða og voru þeir hjá Síld og fisk fyrstir til að merkja sínar vörur með þessum miðum. I frétt frá Samtökum fólks með glutenóþol segir að þessi nýj- ung komi sér mjög vel og auðveldi fólki, jafnt Islendingum sem útlend- ingum, að sjá hvort óhætt sé að neyta viðkomandi fæðutegundar. frétt frá Félagi íslenskra sjúkraþjálf- ara. Var þáttakan góð en af 187 félagsmönnum, sóttu um 60 nám- skeiðin. Á fundi norrænna sjúkraþjálfara í Finnlandi 4.-6. júní var samþykkt ályktun þess efnis, að félögin vildu bæta framhaldsmenntun og auka rannsóknir í sjúkraþjálfun. Auk þess leggja áherslu á mikilvægi þess að menntun sjúkraþjálfara á Norðurl- öndum væri sambærileg. Þá álíta sjúkraþjálfararnir að þeir gegni mikilvægu hlutverki við for- varnir, meðhöndlun sjúklinga og í almennri endurhæfingu. Enda sé það í samræmi við markmið Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar um heilbrigði allra árið 2000, þar sem áhersla sé lögð á forvarnarstarf. Þetta merki táknar að varan er glutenlaus. Gluten er efni sem finnnst í korni og kornvörum og er glutenóþol ólæknandi ofnæmi fyrir þessu efni. Of mörg- kíló í FRÉTT Morgunblaðsins í gær, þar sem skýrt var frá nýrri leigu- flugvél Arnarflugs, misritaðist tala. Sagt var að vélin gæti borið tæp- lega 4300 kílóa þyngri arðfarm en eldri Twin Otter vél félagsins, en hið rétta er að vélin ber um 400 kílóa þyngri arðfarm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.