Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR MrovntUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 55 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN KR fékk skell á Sauðárkróki Leikmenn Tindastóls komu skemmtilega á óvart og slógu KR-inga út úr bikarkeppninni TINDASTÓLL frá Sauðár- króki, sem leikur í 2. deild, gerði sér lítið fyrir og sigraði KR 4:3 á heimavelli sínum í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. í leikslok brauzt út gífurlegur fögnuður meðal þeirra mörg hundruð áhorfenda, sem komið höfðu til að berja viðureignina aug- um. Sigur Tindastóls á KR er sennilega bezti árangur, sem Tindastóll hefur nokkurn tíma náð í knattspyrnu en liðið vann sig upp úr 3. deild síðasta sumar. KR-ingar vanmátu greinilega andstæðinga sína í upphafi leiksins. Leikmenn Tindastóls nánast yfírspiluðu KR-inga fyrsta hálftímann. A 14. Bjöm mínútu skoraði Bjömsson Eyjólfur Sverris- skrifar son beint úr auka- spymu utan teigs og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Guðbrandur Guðbrandsson við öðru marki eftir þvögu í teig KR. Guðbrandur var síðan aftur á ferðinni á 25. mínútu og skor- aði þá gott skallamark. Þar með var staðan orðin 3:0 fyrir Tinda- stól og þá loksins komust KR- ingar inn í leikinn én ekkert var skorað eftir þetta fram að leikhléi. í seinni hálfleik mættu KR-ingar ákveðnir til leiks, staðráðnir í að vinna upp þriggja marka forskot Tindastóls. Sóttu þeir ákaft en Tindastóll dró sig til baka á vellin- um. Gunnar Oddssón minnkaði muninn á 64. mínútu með skoti af stuttu færi og sjö mínútum síðar skoraði hann fallegt skalla- mark. Á 76. mínútu jöfnuðu KR- ingar og var Bjöm Rafnsson þar að verki. Héldu nú flestir að KR-ingar myndu vinna sigur en annað kom í ljós. Aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmark KR fékk Ey- jólfur Sverrisson góða sendingu inn fyrir vörn KR og vippaði knettinum snyrtilega yfír mark- vörðinn í netið og kom þar með Tindastól yfir að nýju, 4:3. Eftir þetta sótti KR en Tindastól tókst að halda sínu og vinna sigur. Leikmenn Tindastóls börðust vel í leiknum með Eyjólf Sverrisson, Guðbrand Guðbrandsson og Gísla markvörð sem beztu menn. Gunn- ar Oddsson var beztur KR-inga, sem annars voru frekar daufir. Jósteinn Einarsson, KR, meiddist snemma í leiknum og varð að fara af leikvelli en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Áhorfendur skemmtu sér konung- lega á leiknum í frábæm veðri. Stemningin í leikslok var ólýsan- leg og eftir leikinn brauzt út gífur- legur fögnuður á Sauðárkróki. Bæjarbúar vonast nú til að fá aftur eitt af toppliðum 1. deildar heim á Krókinn í næstu umferð. Leiftur gerði góðaferð til Húsa- víkur LEIFTURSMENN slógu þar Völsunga út í 16 liða úrslitum bikarsins með 3:1 sigri ítil- þrifalitlum leik. Leikurinn fór rólega af stað og var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik. Spilið einkenndist af mik- illi baráttu á miðju vallarins. Strax í upphafi fékk Völs- Anton ungur aukaspymu Benjaminsson rétt fyrir utan víta- skrifar teig Leiftursmanna. Snævar Hreinsson átti þmmuskot að marki Leifturs en Þorvaldur Jónsson markvörður varði vel. Á 42. mínútu fékk einn vamar- manna Leifturs boltann í hendina inni í teig og Guðmundur Haralds- son dómari benti umsvifalaust á vítapunktinn. Jónas Hallgrímsson var ömggur í vítaspymuni og kom Völsungi yfir, 1:0. Á síðustu sek- úndum fyrri hálfleiks kom annað víti. í þetta sinn var það leikmaður Völsungs sem handlék knöttinn inn- an vítateigs. Gústaf Ómarsson skor- aði og jafnaði leikinn fyrir Leiftur. MorgunblaðiÖ/Bjarni Karl Þórðarson og Aðalsteinn Víglundsson sjást hér fagna sigurmarki Aðalsteins gegn KA á Akranesi í gærkvöldi. Mjólkurbikarinn 16-liða úrslit Tindastóll — KR.....4:3 Eyjólfur Sverrisson 2, Guð- brandur Guðbrandsson 2 — Gunnar Oddsson 2, Björn Rafnsson. ÍBV —Fram...........1:2 Ólafur Árnason — Pétur Arn- þórsson, Ómar Torfason. IA-KA...............1:0 Aðalsteinn Víglundsson. Þór — Víkingnr......1:2 Siguróli Xristjánsson — Hlyn- ur Stefánsson, Bjöm Bjartm- arz. Völsungur—Leiftur .1:3 Jónas Hallgrímsson (vsp.) — Gústaf Omarsson (vsp.), Steinar Ingimundarson, Markús Geirsson. Reynir — FH.........0:5 Hörður Magnússon 3, Jón Erling Ragnarsson, sjálfs- mark. Einherji — Valur....0:6 Jón Grétar Jónsson 3, Tryggvi Gunnarsson 2, Siguijón Kristjánsson. ÍBK— Selfoss..(0:0) 2:1 „Stórkostlegt að sjá knöttinn í netinu“ Síðari hálfleikur var öllu líflegri en sá fyrri og sóknir liðanna mun bein- skeyttari. Á 60. mínútu átti Völ- sundur góða sókn. Henni lauk með því að Kristján Olgeirsson fékk sendingu utan af kanti sem hann afgreiddi viðstöðulaust í átt að marki, en boltinn smaug fram hjá stönginni. Tveimur mínútum seinna var Stein- ar Ingimundarson á auðum sjó hin- um megin á vellinum. Hann fékk langa sendingu þvert yfrir völlinn og var ekki í vandræðum með að koma boltanum í neti fram hjá Þorfinni Hjaltasyni markverði Völs- unga. Daufir Völsungar tóku við sér síðustu fimmtán mínútur leiksins. Leikmennimir fóru mun framar á völlinn í því skyni að freista þess að jafna, en við það opnaðist vömin illilega og rétt fyrir leikslok skoruðu Leiftursmenn sitt þriðja mark eftir skyndiupphlaup. Steinar Ingimund- arson óð upp kantinn og sendi fyrir markið. Boltinn barst inn í vítateig og eftir töluvert hnoð skoraði Mark- ús Geirson af stuttu færi. „ÉG náöi að renna mér á knötttinn og það var stórkost- legt að sjá hann hafna í netinu. Þetta var mark sem ég hef beðið lengi eftir. ÉG hef ekki skorað mark í fimm deildar- leikjum í röð,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, sem tryggði Skagamönnum sigur, 1:0, yfir KA á elleftu stundu á Akranesi í gærkvöldi. að vom aðeins þtjár mín. til leiksloka þegar Aðalsteinn sendi knöttinn fram hjá Hauki Bragasyni, markverði KA. eftir sendingu frá Heimi Sigþór Guðmundssyni. Eiríksson Flestir þeirra 859 skirfar áhorfenda sem sáu leikinn, fögnuðu og fóru ánægðir heim. Skagamenn eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikar- keppninnar. Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, sem þjálfaði Skagamenn sl. keppn- istímabil, var ekki ánægður. „Við fengum tvö bestu marktækifæri leiksins, sem nýttust ekki - því fór sem fór,“ sagði Guðjón. Það var mikil bikarstemmning yfír leiknum sem var nokkuð harður á köflum. Skagamenn byijuðu leikinn af miklum krafti og fengu tvö góð I tækifæri. Karl Þórðarson einlék í gegnum vörn KA, en honum brást bogalistin. Rétt á eftir átti Karl sendingu til Gunnars Jónssonar, sem skallaði knöttinn að marki KA. Haukur Bragason varði vel. Eftir þetta jafnaðist leikurinn og harka færðist í hann. Leikmenn lið- anna fengu lítið svigrúm til að spila. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleik- inn eins og þann fyrri. Haukur Bragason varði gott skot frá Mark Duffíeld á 59. mín., með því að slá knöttinn yfír þverslá. Það var svo á 72. og 74. mín. sem leikmenn KA fengu.tvö gullin tækifæri til að setja mark. Heimir Guðmunds- son bjargaði skalla frá Anthony Karli Gregory, með því að skalla knöttinn frá á marklínu. Rétt á eft- ir var Anthony Karl í dauða færi fyrir framan opið mark Skaga- manna, eftir að Þorvaldur Örlygs- son hafði sent knöttinn fyrir mark- ið. Anthony Karl var of seinn til að ná til knattarins. Undir lok leiksins sóttu Skagamenn meira og þegar framlenging blasti við náði Aðalsteinn að skora sigur- markið, eins og fyrr segir. Erlingur Kristjánsson var besti maður KA - mjög sterkur í vöm- inni. Gunnar Jónsson og Guðbjöm Tryggvason voru bestir hjá Skaga- mönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.