Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 35 Heimsbikarmótið í Belfort: Kasparov og Karpov unnu báðir í síðustu umferð Skák Margeir Pétursson Frá Margeiri Péturssyni á heimsbikar- mótinu í Belfort. SÍÐASTA umferðin hér á heimsbikarmótinu var geysi- lega spennandi eftir að Borís Spasskíj lék hrikalega af sér gegn Karpov. Þar með náði Karpov Kasparov að vinningum og allra augu beindust að skák heimsmeistarahs við landa hans Andrei Sókólov. Þar hafði Kasparov alltaf frumkvæðið og sýndi mikla hörku með því að vinna skákina í fjörutíu og tveimur leikjum. Honum nægði hinsvegar jafntefli til þess að tryggja sér sigur á mótinu. Kasparov hlaut ll>/2 vinning sem er fáséður árangur á svo sterku móti. Karpov hlaut 10'/2 vinning. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Englending- inn Speelman í síðustu um- ferðinni og hafnaði í 14.-16. sæti ásamt Júsúpov og Timm- an. Önnur úrslit í síðustu umferð- inni urðu þau að Arthur Júsúpov tapaði mjög illa fyrir Nigel Short. Sovétmaðurinn lék af sér manni í óljósri stöðu. Júsúpov var eini þátttakandinn á mótinu sem ekki náði að vinna skák og kemur þetta mjög á óvart eftir öruggan sigur hans í einvíginu við Ehlvest í jan- úar. Skákum Ehlvests og Nogu- eiras, Anderssons og Húbners, Ljúbójevítsj og Timmans lauk öll- um með jafntefli. Eini taplausi þátttakandinn á mótinu var Ungveijinn Ríblí en hann varð einnigjafntefliskóngur, gerði 14 jafntefli. Skákir hans voru þó ekki eins litlausar og Spasskíjs, sem virtist ávallt fús til að semja frið eftir fáa leiki. Vinningsskákir Spasskíjs gegn þeim Júsúpov og Jóhanni Hjartar- syni tefldu andstæðingar hans mjög illa. Nærri lá að þessi jafn- teflapraktík Spasskíjs færði hon- um 4. sætið á mótinu en hrikaleg- ur afleikur gegn Karpov kom í veg fyrir það. Höfðu sumir á orði að Spasskíj hafi verið kominn úr æfingu vegna allra stórmeistara- jafnteflanna. Lokastaðan á mótinu 1. Kasparov 11‘/2 vinningur 2. Karpov IOV2 vinningur 3. Ehlvest 9 vinningar 4. -7. Spasskíj, Ríblí, Húbner og Sókólov 8 vinningar 8. Short 7>/2 vinningur 9. Speelman, 7 vinningar 10. -13. Nogueiras, Beljavskíj, Andersson og Ljúbójevítsj, 6V2 vinningur 14.-16. Jóhann Hjartarson, Jús- úpov og Timman 5'/2 vinningur. Það sem hvað mest kom á óvart var að neðstu menn eru allir 3 í 8 manna úrslitum í heimsmeist- arakeppninni. Þó Jóhann sé í góð- um félagsskap veldur árangur hans auðvitað vonbrigðum. Hann var heillum horfinn í upphafi mótsins, en náði sér síðan nokkuð á strik er hann vann Short og hélt jöfnu við Kasparov með svörtu. Þegar hann virtist vera kominn í gang, skipti það sköpum að hann náði ekki að koma unn- inni skák við Júsupov í höfn og tapaði daginn eftir mjög illa gegn Nogueiras. Úrslit mótsins staðfesta fyrst og fremst mikla yfirburði þeirra Kasparovs og Karpovs yfir aðra skákmenn. Kasparov átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hann tapaði fyrir Karpov. Karopv var seinn í gang á mótinu og virtist oft í erfiðleikum. Hann náði hins- vegar að ljúka mótinu glæsilega með því að vinna þá Kasparov og Spasskíj. Þessi árangur Kasparovs þýðir það að hann hækkar um 15 Eló- stig og er því í raun kominn með 2.775 stig. Stigamet Bobby Fish- ers frá 1971 er hins vegar 2.785 stig. Næst teflir Kasparov á sov- éska meistaramótinu síðar í þess- um mánuði, og síðan á heims- bikarmóti Stöðvar 2 í Reykjavík í nóvember. Kasparov á mögu- leika á því að slá met Fishers á öðru hvoru þessara móta. Hvítt: Borís Spasskíj Svart: Anatolí Karpov Caro-kann-vörn 1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - dxe4, 4. Rxe4 — Rd7, 5. Rg5 - Rdf6, 6. Bc4 - Rd5, 7. Rlf3 - g6, 8. 0-0 - Bg7, 9. Hel - h6, 10. Re4 - Bg4, 11. a4 - Rgf6, 12. Rxf6+ - Bxf6, 13. Ha3 - Kf8, 14. h3 - Bxf3, 15. Hxf3 - Kg7, 16. c3 - Dd7, 17. Dd3 - Had8, 18. He4 - Dc8, 19. b4 - Hd6, 20. Hg3 - He6. fSrtfí! j i .. mm m AIM í þessari stöðu sem er um það bil í jafnvægi, kom Spasskíj með ljótasta afleik mótsins: 21. Heg4?? - Hel+, 22. Kh2 - Hxcl og Spasskíj gafst upp. Ef til vill hefur hann gleymt að eftir 23. Hxg6 — fxg6, 24. Dxg6+ — Kf8 hefur hann engan biskup til að drepa með á h6. Garrí Kasparov blés nýju lífi í peðsfóm í enska leiknum sem var vinsæl fyrir u.þ.b. 10 árum. Hann fékk öflugt frumkvæði og þótt Sókólov verðist vel, lenti hann í endatafli þar sem sterkt biskupa- par heimsmeistarans réð lögum og lofum á borðinu. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Andrei Sókólov Enski leikurinn 1. c4 - Rf6, 2. Rc3 - e6, 3. e4 - c5, 4. e5 - Rg8, 5. Rf3 - Rc6, 6. d4 — cxd4, 7. Rxd4 — Rxe5, 8. Rdb5 — a6, 9. Rd6n— Bxd6, 10. Dxd6 - f6, 11. Be3 - Re7,12. Bb6 - Rf5,13. Dc5! Hér var venjulega skipt upp á drottningu og leikið 13. Bxd8 — Rxd6, 14. Bc7, því svartur má ekki drepa peðið á c4. 13. - d6, 14. Da5 - De7, 15. 0-0-0 - 0-0, 16. f4 - Rx6, 17. Da3 — e5 Hvítur fær nú d5-reitinn, en svartur átti ekki önnur úrræði til að halda í peðið. 18. g4 - Rfd4, 19. Rd5 - Df7, 20. f5 - G6!? Svartur er lentur í mjög slæmri klemmu og var að tapa peðinu á d6. Sókólov reynir því að grugga vatnið, en veikir um leið kóngs- stöðu sína. 21. Hgl! - gxf5, 22. g5 - Kh8! Hvíta drottningin hefði komist í sóknina eftir 22. — fxg5, 23. hxg5+ — Kh8, 24. Dxd6. Nú nær Sókólov drottningarkaupum en það dugir ekki til að stöðva hvíta frumkvæðið. 23. gxf6 - Be6, 24. Dxd6 - Bxd5, 25. cxd5 — Dxf6, 26. Dxf6+ - Hxf6. Hugmynd svarts er sú að eftir 27. Dxc6?? — Hxc6 vinnur hann manninn til baka. Að finna þessi varnarúrræði hafði tekið mikinn toll á klukku Sókólovs og hann var nú kominn í tímahrak. 27. Kbl! - Rd8, 28. Bc5 - Hc8, 29. Be7 - Hf7, 30. Bd6 - Rf3, 31. Hg3 - e4, 32. Be2 - Hf6, 33. Bf4! - Hg6, 34: Bxf3 - Hxg3, 35. Bxe4! Þessi glæsilegi millileikur tryggir hvíti léttunnið endatafl. 35. — fxe4, 36. Hxg3 — Kg7, 37. Hd4 - Rf7, 38. Hxe4 - Hd8, 39. He7 - Hxd5, 40. Hxb7 — h5, 41. Ha7 — a5, 42. a4 og Sókólov gafst upp. ST/6- 1 2 3 V 5 é 7 8 9 10 11 11 13 19 15 16 vim KÖÐ i SOKOLOV (Sosihr) 2S9S 3, % O 'Zz Zz 1 Zz Zz /2 1 '/2 Zz Zz 'k 0 i 8 7-7. 2 JUSfýpOVCSovlU) 2620 7//r /2 Zz Zz •Zz Zi 0 Zz Zz Zz 0 Zz Q. 0 Zz S'Zz N-16. 3 UO&UElfWSCKúhJ) 2560 f 'k 1 Zz 0 0 Zz •k i Zz Zz Zz íz Zz 0 0 (Zz 10-ti. H RlfSLlC Unqve/itj) 2620 k íz /2 YcY/ Zz Zz i k 'Zz k k k Zz 'Zz Zz Zz 2 y-?. 5 HOíSfVER CK-þýM) 2595 Zz 'k -i 'k É i Zz /z •k 0 'Zz Zz Zz Zz Zz Zz 8 7-1, <o T/MMfíN ÍHolla^') 2615 O Zz 1 Zz 0 m Q' /2 ± /4 0 i 0 (z 0 0 SZz 11-16. 1 SPEELMRN(E«H) 2625 /2 'Zz 'Zz 0 Zz 1 É Zz Zz /2 Zz /z 0 Zz 'Zz Zz 1 9. S SPPSSKY (Fmkk/) 2565 /2 i •/z 'Zz 'k Zz 'k v/// /7/ i Zz Zz Zz Zz 'k 'Zz 0 8 7-7. 9 JÓHftNH HJfifUMs. 2510 Zz 'Zz 0 Zz /z 0 •k O M k i 0 0 i Zz 0 5‘k 17-16. 10 L JUPOJEV/C/Jj/) 26/0 0 Zz Zz •k 1 Zz Zz Zz Zz 277/ //// 'Zz 'Zz Zz 0 0 /2 (ó/z 10-1 3 11 PnjerssonCHU) 2605 /2 Zz 'Zz. Zz 'k i Zz Zz 0 Zz WA 7Y/ Zz 0 Zz 0 &k 10-13 11 (3E L JRVS^y(Sovi.Lr) 2615 k i Zz 'k Zz 0 Zz Zz i Zz Zz V/A // 0 Zz 0 b'k 10-/3. 15 EHL VEST(CqvHr.) 2sí5 'k 'k iz !Zz Zz 1 i Zz i 'Zz i i /7//y yy// Zz 0 0 9 3. 17 SHOR J(Enq/ar)cE,) 2630 'k 1 Zz Zz Zz Zz Zz Zz 0 i Zz Zz Zz (7/ 0 HZz S. 15 KHSPfíPOV (SovH,) 2ls0 i i Zz Zz i Zz Zz 'Zz i i i i 1 0 1i7z i 16 KHPPOVCSovUr) 21/5 0 •Zz 1 Zz Zz L 'Zz i i Zz Zz i i Zz i 1 10Zz 2. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins: 8.-10. júlí: Landmannalaugar - Eldgjá. Glst í sæluhúsi F.f. í Laugum. Ekið í Eldgjá og gengiö að Ofærufossi. 8.-10. júlí: Þórsmörk. Glst í Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina. At- hugið að auövelt er að fram- lengja helgarferöina og dvelja lengri eða skemmri tíma í Þórs- mörk. Aðbúnaöur fyrir gesti Ferðafélagsins i Skagfjörösskála er sá besti sem gerist í óbyggð- um. Það er full ástæða til þess að kynna sér hvernig hægt er að skipuleggja skemmtilegt og ódýrt sumarleyfi. 8.-10. júlf: Hveravellir. Glst f sæluhúsi F.í. á Hveravöllum. Það er ótrúleg fjölbreytni í ná- grenni Hveravalla. Skoðunarferð sem borgar sig. 8.-10. júlí: Hagavatn - Jarlhettur. Gist i sæluhúsi F.f. við Einifell og í tjöldum. 8.-10. júlf: Hagavatn - Hlöðu- vellir - Geysir (gönguferð). Gengið frá Hagavatni að Hlöðu- völlum og gist i sæluhúsi F.f. þar. Næsta dag er gengiö að Geysi. 15.-17. júlf: Þórsmörk - Telgs- tungur. Gist í tjöldum í Stóraenda og farnar gönguferðir þaðan. 22.-24. júlf: Hveravellir - grasa- ferð. Brottför í helgarferðirnar er kl. 20.00. Farmiðasala og upplýs- ingar á skrifstofu Ferðafélags- ins, Öldugötu 3. Feröafélag fslands. Útivist, c>o<< Helgarferðir 8.-10. júlf: 1. Þórsmörk - Goðaland. Mjög góð gistiaöstaða í Útivistarskál- unum Básum. Gönguferöir við allra hæfi m.a. í Teigstungur. Útitónleikar þýsks kórs frá Hamborg verða á laugardag kl. 16 við Útivistarskálana. Sumardvöl. Dveljiö milli ferða i Básum td. frá sunnud.-miðvikud. eða miðvikudegi til föstudags. friösæll staður fyrir alla fjölskyld- una. Tilboðsverð. Dagsferð f Þórsmörk sunnu- daginn 10. júlf kl. 8. 2. Núpsstaðarskógar. Aukaferð í þessa náttUruperlu Suöurlands sem allir ættu að kynnast. Tjöld. Brottför kl. 18. 3. Jökulheimar - Hraunvötn Veiðivötn. Tilkomumikil óbyggðaferð. G/gvötn og gróð- urvinjar. Útivistarfélagar: Vinsamlegast greiðið árgjald 1988 og fáið nýja ársritið. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf- inni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumstl Útivist. l^) ÚtiVÍSt,C,o,.oo„ Sérstakar sumarleyfi sferðir 1. Esjufjöll 13.-17. júlí. Gengiö um Breiðamerkurjökul i Esju- fjallaskála. Kynnist þessum undraheimi Vatnajökuls. Farar- stjóri Reynir Sigurðsson. 2. Strandir - ísafjarðardjúp 16.-20. júlf. Markverðustu staðir skoðaðir t.d. Ingólfsfjörður, Djúpavík, fuglaparadisin Æðey, Kaldalón. Nýr spennandi mögu- leiki í ferðinni er sigling í Reykja- fjörð á Hornströndum og ganga yfir Drangajökul (jafnvel skiöa- ganga). Gist i svefnpokaplássi. Fararstjóri Þorleifur Guömunds- son. 3. Hornstrandir III - Kvfar - Homvfk - Reykjafjörður 14.-22. júlf. Bakpokaferð. 4. Hornstrandir IV: Strandir - Reykjafjörður. Tjaldbækistöð I Reykjafirði. 5. Hornstrandir VI: Aðalvfk. Tjöld og hús. Gönguferðir. Uppl. og farm. á skrifstofunni, Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Sam Daníel Glad. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. H| Útivist,.— , Miðvikudagur 6. júlí. Kl. 20: Lundeyjarsigiing - Viðey. Kynnist lundabyggð i nágrenni Reykjavikur. Brottför frá korn- hlöðunni, Sundahöfn. Verð 400 kr., fritt fyrir börn yngri en 12 ára meö foreldrum. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Miðvikudagur 6. júlf, kl. 08. Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1200. Miðvikudagur 6. júlf, kl. 20. Ketilstígur - Krýsuvfk. Létt kvöldganga. Verð kr. 800. Laugardagur 9. júlf, kl. 08. Veiðivötn/ökuferð. Verð kr. 1200. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Ferðafélag íslands. Sumarnámsk. í vélritun Vélritunarskólinn, sími 28040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.