Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
31
AKUREYRI
Morgunblaðid/Rúnar Þór
Góð þátttaka var í fallhlífastökkmótinu „Twin Otter Boogie" hjá Fallhlífaklúbbi Akureyrar um helgina.
í lausu lofti um helgina
„Twin Otter Boogieu-mót
Fallhlífaklúbbur Akureyrar hélt um helgina fallhlífastökkmót sem
bar heitið „Twin Otter Boogie" og er þetta í þriðja sinn sem mótið
er haldið. Jafnframt fór fram vígsla á nýju æfingasvæði fallhlífastök-
kvara að Hamraborgum við Akureyri sem nýlega var úthlutað til
klúbbsins.
Mótið hófst sl. fimmtudagskvöld
og stóð fram á sunnudag. Að sögn
Sigurðar Baldurssonar fallhlífastök-
kvara standa engir sigurvegarar uppi
eftir mótið, heldur er það aðeins
haldið stökkvurum til skemmtunar —
meira til gamans en í alvöru. Um
það bil 30 stökkvarar tóku þátt í
mótinu og í ráði er næsta ár að halda
alþjóðlegt mót með svipuðu sniði.
Tvær vélar af gerðinni Cessna 180
og 185 voru notaðar auk Twin Ott-
er-vélar frá Flugfélagi Norðurlands.
Sigurður sagði að veður hefði ekki
verið upp á sitt besta fyrir fallhlífa-
stökkvara um helgina því lágskýjað
hefði verið mjög. „Við viljum hins-
vegar hafa mjög léttskýjað og um-
fram allt gott skyggni þar sem fjöll
eru nálæg. Þrátt fyrir þetta voru
stokkin um 100 stökk og á laugar-
dagskvöldinu var haldin heilmikil
grillveisla á nýja svæðinu okkar,
Hamraborgum."
Svæðið verður notað undir kennslu
í sumar og hófst námskeið sl. mánu-
dagskvöld. Bóklegt nám fór fram í
gærkvöld og fyrrakvöld í Dynheim-
um og síðan er hver nemandi tekinn
fyrir og honum kennt að stökkva.
Unnið er eftir bandarískri fyrirmynd
sem tekið hefur nokkur ár að þróa
upp. Hún byggist á sjö stökkum og
þarf nemandinn að útskrifast úr
hverju stökki fyrir sig áður en hann
getur haldið í það næsta. Námskeið-
ið er kallað hraðþjálfun í frjálsu falli
og stekkur nemandinn úr 12.000
Vélhjólaknapi tekinn á
160 km hraða innanbæjar
ÖLVUN var heldur meiri en venja
er á Akureyri um síðustu helgi.
Níu manns fengu að gista fanga-
geymslur lögreglunnar aðfara-
nótt laugardags. „Við erum alls
ekki glaðir yfir þvi að þurfa að
stinga fólki inn, en gerum það í
neyð þegar fólk getur ekki gert
grein fyrir sér vegna drykkju og
þegar það er með einhvern dólgs-
hátt,“ sagði Gunnar Randversson
varðstjóri á Akureyri.
feta hæð í fyrsta stökki með tvo
kennara sér við hlið. Þá sagði Sigurð-
ur að Fallhlífaklúbburinn byði upp á
farþegastökk, sem hægt væri að
panta hjá sér í síma 24464. Far-
þeginn væri spenntur framan á
stökkvarann og færi í 20-30 sek-
úndna frjálst fall. Þá myndi stökkv-
arinn opna fallhlífina og farþeginn
fengi að stýra niður.
Stökkvararnir fóru um 100 stökk um helgina þrátt fyrir frekar
óhagstætt veður.
Iðandi grasmaur á tún-
um bænda Norðanlands
Bændur slá hálf sprottin tún og treysta á seinni slátt
MIKIÐ hefur borið á grasmaur, svokölluðum roðamaur, á túnum á
Norðurlandi. Mest ber á maurnum á túnum bænda í Suður-Þingeyjar-
sýslu og nokkuð er um hann í Eyjafirði, en minna virðist uin hann á
túnum er liggja nálægt sjó. Maurinn gerir mikinn usla á túnunum.
Hann nærist á grasinu og hafa sumir bændur gripið til þess ráðs að
úða hjá sér túnin með lyfinu Permetryn og aðrir hafa slegið túnin
hálfvaxinn í þeirri von að minna beri á maurnum við seinni slátt.
Byggðasafnið
á Grenjaðar-
stað 30 ára
ÞRJÁTÍU ár eru liðin nk. laugar-
dag 9. júlí frá því að Byggðasafn
Þingeyinga var formlega opnað í
gamla torfbænum á Grenjaðar-
stað. Þann dag verður þessara
tímamóta minnst með hátíðardag-
skrá á Grenjaðarstað og eru allir
velunnarar safnsins velkomnir.
Dagskráin hefst kl. 14.00 með
guðsþjónustu í Grenjaðarstaðar-
kirkju. Séra Halldór Gunnarsson í
Holti predikar, en séra Benedikt
Kristjánsson á Grenjaðarstað var
langafi hans. Að guðsþjónustunni
lokinni er viðstöddum boðið að skoða
byggðasafnið, en kl. 16.00 hefst af-
mælisdagskrá í kirkjunni, með tónlist
og töluðu máli. Dagskránni stýrir
Finnur Kristjánsson. Kaffiveitingar
verða seldar á staðnum á vægu verði
til styrktar byggðasafninu.
Gunnar sagði að einn hefði verið
tekin fyrir ölvun við akstur og átta
fyrir of hraðan akstur innanbæjar
og utan. Þar af var einn vélhjóla-
knapi tekin á 160 km hraða á Drottn-
ingarbrautinni, sem liggur frá flug-
velli inn í bæ og er því innanbæjar.
Þar er hámarkshraði 70 km.
Gunnar sagði að töluvert væri
fylgst með umferð á vegum úti enda
væri mikið um ferðafólk í nágrenn-
inu. Lögreglan á Akureyri hefur tvo
radarmæla á sínum snærum sem eru
í notkun á daginn inni í bænum og
beggja vegna við Akureyri.
„í þurru veðri eins og verið hefur
siðustu vikumar hér norðanlands er
alveg krökkt af iðandi maurum. Strá-
in eru alveg þakin af þessu. Grasið
visnar í toppinn og að lokum hvítnar
það hreinlega upp. Maður fær nær
skófylli af maur á sig ef gengið er
um sum tún hér. Bændur hér í ná-
grenninu urðu fyrst varir við gras-
maurinn fyrir um það bil tveimur
árum. I fyrra ágerðist hann enn frek-
ar og nú eru allar sveitir gjörsamlega
að kafna í maur,“ sagði Stefán
Skaftason, bóndi í Straumnesi í Að-
aldal, Suður-Þingeyjarsýslu, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Bjarni Guðleifsson, framkvæmda-
stjóri Ræktunarfélags Eyjafjarðar,
vinnur við rannsóknir á mítlinum,
eins og hann vildi kalla hann, í sam-
vinnu við Rannsóknastofnun land-
búnaðarins. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að maurinn ylli mestu
tjóni á vorin og haustin. Hann þrifist
best í kulda og þurru verði, en sól,
rigning og rok virtist halda honum
niðri. „Maurinn leggst aðallega á
tvær grastegundir, vallarfoxgras og
háliðagras. Túnamítillinn er dökk-
brúnn með ljósa fætur. Hann skefur
upp yfirborð plantnanna og fjarlægir
grænu kornin og frumusafann þann-
ig að plönturnar fá gráleitan blæ og
blöðin verða hangandi. Einkennin eru
greinilegust á breiðblaða grasteg-
undum. Mergðin getur orðið svo mik-
il að skófatnaður þeirra, sem ganga
um túnin, tekur lit. Fjölgun þessa
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sjálfstæðiskonur úr Vörn gróðursettu tré i Kjarnaskógi og með
þeim var Tómas Ingi Olrich, formaður Skógræktarfélags Eyjafjarð-
ar.
Gróðursettu
300 tré í
Kjamaskógi
Sjálfstæðiskvennafélagið
Vörn á Akureyri stóð fyrir gróð-
ursetningu sl. fimmtudagskvöld.
Konurnar gróðursettu 300 tré,
aspir og birki, í Naustaborgum,
sem er hluti af Kjarnaskógi.
Gróðursetning trjáa á árinu er
sameiginlegt átak allra sjálfstæðis-
kvenna á landinu og hafa konur í
hveiju kjördæmi séð um skipulagn-
ingu gróðursetningarinnar í sínum
heimahéruðum, að sögn Bjargar
Þórðardóttur, formanns Varnar.
skaðvaldar er breytileg frá ári til árs
og ræðst það af veðurfari hveiju
sinni. Yfirleitt veldur hann mestu
tjóni á þurrum túnum og skemmdir
eru meiri á Norðurlandi en á Suðurl-
andi. Hann kemur í túnin fyrst á
vorin, hverfur yfir hásumarið, en
birtist síðan aftur með haustinu."
Bjarni sagði að úðun með lyfinu
Permetryn hefði gefið góða raun og
skipti í því sambandi mestu máli að
úða strax á vorin þegar fyrstu
mítlamir færu að láta á sér bæra
því lyfið ynni ekki á eggjum maurs-
ins sem klekktust ýmist út að hausti
eða á næsta sumri. Bjarni sagði að
hver grasmaur verpti allt að 30 eggj-
um og væri því nauðsynlegt að vinna
á honum áður en hann næði að fjölga
sér. Bjarni sagði að fyrst hefði borið
á roðamaurnum hér á landi í kringum
1970 og ylli hann einnig usla hjá
Grænlendingum og í Norður-Noregi.
Þar standa menn jafnberskjaldaðir
gagnvart honum og við og ætla ég
að leyfa mér að vona að haldinn
verði norrænn fundur um þetta mál
þar sem við rannsóknarmenn getum
borið saman bækur um þetta vanda-
mál. Bjami sagði mítilinn hafa kom-
ið heldur seinna í ár en í fyrra og
vildi hann rekja ástæðuna til veður-
farsins. Hann væri ekki í rénum í
Eyjafirði, heldur hefði sólin og rokið
hjálpað til við að halda honum niðri.
Feröa
tryggmgar
SJIII