Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 27 Tékkóslóvakía: Gífurlegt fjölmenni á trúarhátíð kaþólskra Levoca, Tékkóslóvakía. Reuter. YFIR 100.000 kaþólikkar komu saman í útjaðri smábæjarins Levoca í Tékkóslóvakíu á sunnudag til þess að taka þátt í einni mestu trúar- hátíð sem haldin er í Austur-Evrópu. Þátttaka í hátiðarhöldunum þykir sýna vel hversu mikil gróska er nú á meðal kaþólikka í landinu. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar hafa að undanförnu farið fram á aukið fijálsræði kirkjunni til handa. Fólkið kom flest gangandi til Levoca, lítils bæjar við rætur Tatra-fjalla, en hann hefur verið AskaBartoks flutt til Ung- verjalands Hegyeshalom, Ungverjalandi. Reuter. UNGVERSK yfirvöld tóku í gær með mikilli viðhöfn við ösku tón- skaldsins Belas Bartoks, 48 árum eftir að hann varð að flýja landið vegna ofsókna þarlendra fasista. Bartok settist að í Bandaríkjun- um. Bartok lést árið 1945 í New York. Tveir synir hans sáu um að flytja duftkerið með jarðneskum leifum tónskáldsins sjóleiðis frá New York til Evrópu. Við ung- versku landamærin var hátíðleg athöfn sem sjónvarpað var frá. Flutt var ljóð til heiðurs Bartok og kór söng verk eftir tónskáldið. í tónlist sinni notaði Bartok þjóð- lög frá Ungveijalandi og fleiri Mið- Evrópulöndum sem undirstöðu. Hægrisinnaðir valdamenn millistr- íðsáranna gagnrýndu hann fyrir nútímalega uppbyggingu tónverka sinna og skort á eindreginni þjóð- rækni. Kommúnistastjórnin, sem tók völdin 1948, var einnig lítt hrif- in af Bartok en á sjöunda áratugn- um breyttist sú afstaða og hann var tekinn í tölu þjóðhetja. helgistaður pílagríma allt frá því á 13. öld. Fremst fór ungt fólk sem bar róðukrossa þakta blómum. Göngufólkið hélt síðan rakleiðis í gegnum bæinn og að styttu af Maríu mey sem stendur efst á lítilli hæð rétt fyrir utan bæjarmörkin en þar fóru aðalhátíðarhöldin fram. Það sem vakti sérstaka athygli í ár var hversu mikið af ungu fólki tók þátt í hátíðarhöldunum. Fólkið, sem flest var komið á samkomustaðinn á laugardag, vakti aðfaranótt sunnudagsins. Þá voru haldnar messur á tveggja klukku- stunda fresti og skriftað undir ber- um himni. Þess á milli voru sungn- ir sálmar og hluti unga fólksins fór í fylkingum um hæðimar í kring, veifandi gulum og hvítum fána Páfagarðs. „Svona sýnum við trú okkar og okkur finnst við vera sterk, svona mörg saman,“ sagði hagfræðistúdent frá Bratislava í samtali við Reuter-fréttastofuna. „Okkar guð er guð unga fólksins," sagði ungur gítaristi við sama tæki- færi. Enda þótt trúfrelsi sé bundið í tékkneskum lögum þá vantar enn nokkuð á að það standist í raun, að minnsta kosti hefur þótt ástæða til að hafa lögregluvörð á þessum árvissu samkomum kaþólikka í landinu. Að sögn þátttakenda var þó návist þeirra í ár ekki jafn trufl- andi og oft hefur verið. Stjórn kommúnistaflokksins í landinu lagði blátt bann við að Jóhannesi Páli páfa yrði boðið til samkomunn- ar og harmaði einn aðstandenda hennar þá ákvörðun í ræðu sem hann flutti fyrir þátttakendur á sunnudag. Eins og áður sagði hefur ka- þólska söfnuðinum í Tékkóslóvakíu aukist fylgi að undanförnu og sífellt fleiri úr röðum kaþólikka hafa orðið til að benda á þörfina fyrir raun- verulegt trúfrelsi í landinu. Nú ligg- ur t.a.m. fyrir stjómvöldum bænar- skjal undirritað af hálfri milljón manna sem krefjast skilyrðislauss trúfrelsis í landinu. Kaþólskir menn segja bænarskjalið hafa átt stóran þátt í að yfírvöld lögðu blessun sína yfir vígslu þriggja nýrra biskupa fyrir stuttu. Þá hafði ekki verið vígður biskup í landinu síðan 1973. Reuter Milli Asíu og Evrópu Síðastliðinn sunnudag vígði Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrk- lands, nýja brú yfir Sæviðarsund (Bosporus). Liggja nú tvær brýr yfir sundið sem aðskilur Evrópu og Asíu. Öryggisráðstafanir tyrknesku lögreglunnar við vígsluna voru þær mestu i manna minnum enda stutt siðan forsætisráðherranum var sýnt banatil- ræði. A myndinni sjást nokkrir öryggisverðir við brynvarinn vagn. Sovétríkin: Liðhlaupum heitið sakaruppgjöf Moskvu, Reuter. SOVÉSKUR embættismaður skýrði frá því á blaðamanna- fundi í Moskvu á mánudag að V estur-Þýskaland: Níu farast í flugslysi Weilheim, V- Þýskaland. Reuter. NÍU farþegar, þar á meðal tvö börn, létu lífið á sunnudag þeg- ar vestur-þýsk herþyrla hrapaði nærri Weilheim í Garmisch- Partenkirchen í þýsku Ölpun- um. Talið er að slæmt skyggni hafi valdið því að þyrlan rakst á klett, sprakk í loft upp og hrapaði 200 metra niður í þéttan skóg. Að sögn talsmanns lögreglu í Weilheim fannst brak þyrlunnar, sem var af gerðinni Bell UH-ID, á dreif um 500 fermetra svæði í skóginum. ákveðið hefði verið að veita sovéskum hermönnum, sem gerst hefðu liðhlaupar í Afgan- istan, uppgjöf saka. Kvað emb- ættismaðurinn sakaruppgjöfina án allra skilyrða og sagði hana taka til allra þeirra sem flúið hefðu og vildu snúa aftur heim til ætljarðarinnar. Alexander Sukharev, sem gegn- ir embætti ríkissaksóknara, sagði 312 sovéska hermenn hafa verið tekna til fanga í Afganistan og talið væri að rúmlega 200 þeirra væru enn á lífi. Margir þeirra væru enn í fangabúðum í Afganist- an og Pakistan en öðrum hefði verið sleppt úr haldi og hefðu þeir farið til Bandaríkjanna, Kanada og ríkja Vestur-Evrópu. „í nafni ríkisins lýsi ég yfir því að þeir hermenn sem gegndu herþjónustu í Afganistan og snúa aftur til hei- malands síns, erlendis frá eða úr fangabúðum, munu njóta allra þeirra réttinda sem þeim eru tryggð samkvæmt stjórnarskrá Sovétríkjanna," sagði Sukharev. Hann bætti við að þeir sem ekki hefðu fengið „staðist erlendan áróður" og gerst hefðu sekir um lögbrot með því að vinna gegn hagsmunum Sovétríkjanna yrðu einnig náðaðir. í máli Sukharevs kom fram að sovéskir hermenn hefðu margir hveijir sætt pyntingum í fangabúð- um afganskra skæruliða auk þess sem þeir hefðu mátt þola skipuleg- an „heilaþvott". Almenningur í Sovétríkjunum gerði sér ljóst að hermennirnir í Afganistan hefðu liðið miklar hörmungar og alþýða manna vonaði að áralöng vera þeirra fjarri föðurlandinu hefði ekki orðið til þess að breyta sýn þeirra til lífsins, sósíalismans og ættjarðarinnar. Bretland: Þekktir rithöfundar stofna hugmyndabanka St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NOKKRIR í h ópi þekktustu rithöfunda í Bretlandi hafa ákveð- ið að stofna hugmyndabanka fyrir vinstrimenn og Verka- mannaflokkinn til að vinna gegn áhrifum Margaretar Thatc- her. forsætisráðherra Bretlands. Hugmyndabankar hafa verið áhrifamiklir í stefnumótun íhaldsflokksins í næstum tvo áratugi. Þekktastir þeirra eru Centre for Policy Studies og Institute for Economic Affairs. Thatcher hefur sótt flestar af sínum bestu hugmyndum til þeirra og þeir móta mjög alla stjórnmálaumræðu í landinu. Verkamannaflokkurinn hefur ekki brugðist við þessu, en álormar nú að koma nokkmm slíkum stofnunum á fót. Rithöf- undarnir John Mortimer, Lafði Antonia Fraser og eiginmaður hennar, Harold Pinter leikskáld, Margaret Drabble og eigin- maður hennar, Michael Holroyd, og Anthony Howard, aðstoðar- ritstjóri The Observer, hafa bundist samtökum um að stofna hugmyndabanka, að sögn Sunday Telegraph síðastliðinn sunnudag. Rithöfundarnir vonast til að efla nýjar hugmyndir meðal vinstrimanna. Margir þeirra telja verkalýðshreyfinguna og Verkamannaflokkinn skorta þá fijósemi, sem einkennt hefur Íhaldsflokkinn á valdatíma Thatcher. John Mortimer, sem einu sinni kallaði sig kampavínssósíalista, vildi ekkert um málið segja við Sunday Telegraph á þessu stigi. n Jeep Wagoneer - Cherokee - ekki bara glæsilegir heldur gædin í gegn Fyrir þá sem vilja það besta. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.