Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 AÐ LOKNU LÖNGU OG STRÖNGU HÁSKOLANAMI HÁSKÓLI fslands útskrifaði 384 kandítata laugardaginn 25. júní sl. Þetta er einhver mesti fjöldi sem útskrifast hefur frá skólanum í einu. En hvað tekur við þegar þessum áfanga er náð? Sumir eru eflaust þegar búnir að fá vinnu í sínu fagi, aðrir snúa sér kannski að einhveiju allt öðru, en svo eru þeir sem ætla sér í frekara framhaldsnám erlendis. Til að forvitnast nánar um þetta náði blaðamaður tali af örfáum úr þessum stóra hópi og átti við þau stutt spjall. Þau koma úr mismunandi deildum innan háskólans, en eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr í sínum hópi. Þau segja hér stuttlega frá náminu og því sem nú tekur við. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ásgeirsson Viðamikil lokaritgerð ÓLAFUR Ásgeirsson lauk kandídatsprófi í sagnfræði nú í vor, en sjö ár eru síðan hann hóf námið. Lokaritgerðin hans fja.ll- ar um áhrif byggðaröskunar á íslensk stjórnmál í byijun aldar- innar. Ólafur hyggst halda rann- sóknum sínum áfram í Edin- borgarháskóla í haust og Ijúka doktorsprófi þaðan. Það vakti athygli Morgunblaðs- ins að aðeíns einn nemandi, Ólafur Ásgeirsson, útskrifaðist í sagnfræði í vor og var hann því tekinn tali. „Það má eiginlega segja að forsend- umar fyrir sagnfræðináminu séu rangar," sagði Olafur, þegar blaða- maður ræddi við hann. „Ef þetta er tekið í einni lotu tekur það fínun ár, þrjú ár í B.A.-prófið og tvö í magisterinn. Hjá flestum tekur námið þó lengri tíma. Ég er t.d. fyrstur að ljúka magistemum af þeim sem byijuðu um leið og ég, haustið ’81. Það sama á reyndar við um (slehskuna. Það útskrifaðist engin þar núna.“ En hvaða ástæða er fyrir því að námið tekur svona langan tíma? „Það strandar allt á ritgerðinni. Það tekur oft áraraðir að Ijúka henni og margir klára hana aldrei. Ástæðan er held ég sú, að þetta eru viðamiklar ritgerðir, miklar rannsóknir og fólk gerir kröfur til sjálf sín. Þetta vill því dragast á langinn." Eins og fram kom hér áðan ætl- ar Ólafur í frekara nám til Edin- borgar í haust. „Ég ætla í doktors- nám í Edinborgarháskóla, sem tek- ur þijú ár. Þar ætla ég að halda áfram þeim rannsóknum sem ég er byijaður á. Magister-ritgerðin fjallar um íslenska stjómmálasögu, frá aldamótum til ársins 1940. I henni tel ég mig vera að greina pólitíkina á annan hátt en áður hefur verið gert. Hún er ekki um flokkapólitík, heldurýmis vandamál sem skapast hafa með breyttum þjóðfélagsaðstæðum og þau áhrif sem þær hafa haft á stjómmálin. Þá á ég m.a. við byggðaröskunina, þegar fólk flutti í stórum stíl úr sveitinni yfir á mölin. Þessi vand- mál hafa fylgt íslenskum stjóm- málunum alla tíð og í rauninni ver- ið þungamiðja þeirra. I doktorsnáminu ætla ég taka að fyrir árin milli 1940-60. Skoða þetta í víðara samhengi og sjá hvort þróunin hér er öðruvísi en annars- staðar." Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú velur Edinborg? „Ég hef eiginlega alltaf ætlað til Bretlands. Ég hef búið í Noregi og tel mig vera búinn að fá minn skammt af Skandinavíu. Edinborg varð fyrir valin frekar en London af því ég vildi ekki vera í stórborg. Ég er með tvö böm, annað þeirra á skólaskyldualdri, og þá er stór- borg ekki heppilegur valkostur. Þar fyrir utan vissi ég af mönnum sem hafa verið þar og látið vel af, þar á meðal em tveir sagnfræðingar. Svo ímynda ég mér að þama geti ég fundið landshlutatogstreitu, sem ég get borið saman við ísland. Eins og ríginn milli Skotlands og London. Menningarlegar forsendur réðu einnig vali mínu.“ landanna, þar sem mörg íslensk lög em samin af danskri eða norskri fyrirmynd. Ég hef ekki hugleitt neitt slíkt, enda ekki margir sem fara í framhaldsnám að því er ég best veit. Ég er búin að fá vinnu hjá inn- heimtudeild Búnaðarbankans þar sem ég er að leysa af annan lög- fræðing. Vinnan felst aðallega í innheimtustörfum og því sem þeim fylgir.Ég hef eiginlega meiri áhuga á starfi sem reyndi á fleiri svið lög- fræðinnar, en það em margir lög- fræðingar hér á landi sem fást við innheimtustörf. Morgunblaðið/Emilla Ólöf á skrifstofu sinni í Búnaðar- bankanum Lögfræðin skemmtileg NÝBAKAÐUR lögfræðingur, Ól- öf Finnsdóttir er ekki sammála þeim sem segja að lögfræin sé þurrt fag. Þvert á móti telur hún það mjög skemmtilegt auk þess sem það tengist náið daglegu lífi. „Eins og margir þá stóð ég í þeirri trú að lögfræðin væri þurr og leiðinlegt. Ég held mér hefði aldrei dottið í hug að leggja hana fyrir mig ef vinkona mín, sem var í laganámi, hefðj ekki vakið áhuga minn á henni. Ég tók mér frí frá námi í eitt ár eftir stúdentspróf og notaði tímann til að taka ákvörðun um hvað ég vildi gera. Vinkonan vakti lögfræðiáhugann, ég kynnti mér hana og sé ekki eftir valinu þó auðvitað hafí verið misgaman. Fyrir utan námið sem byggist mikið upp á sjálfsnámi, því fáir fyrirlestrar eru í lögfræðideildinni, þá er félagslífið líka mjög gott. Mikið af skemmtilegu fólki." Ertu búin að fá vinnu eða kemur framhaldsnám til greina? „Það er hægt að fara í fram- haldsnám í lögfræði, t.d. til Norður- Fór ekki í viðskipta- fræði af áhuga VIÐSKIPTADEILD Háskólans hefur dregið til sín ófáa nýstúd- enta á hveiju hausti undanfarin ár. Hvers vegna viðskiptafræðin hefur átt svo miklum vinsældum að fagna skal ósagt látið, enda vafalaust margar skýringar til á því. Nú í vor luku 39 nemendur kandídatsprófi í deildinni og meðal þeirra var Björn Jonsson, sem náði bestum árangri i sínum árgangi. Blaðamaður náði tali af Bimi, sem starfar nú sem ráðgjafí hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans. Hann var fyrst spurður að því hvers vegna hann hafi valið viðskipta- fræði þegar hann hóf nám ( Há- skólanum? „Það var allavega ekki af brenn- andi áhuga svona í upphafi. Ætli það hafi ekki frekar verið af skyn- semi og með atvinnumöguleika í huga. En áhuginn vaknaði þegar leið á námið. Fyrstu tvö árin í deild- inni eru almenn, það sem allir verða að taka, og það leiðist mörgum. Á þriðja ári breytist þetta og menn geta valið meira úr. Það eru tveir kjamar, fyrirtækjakjarni og þjóð- hagskjami, en svo er hægt að sér- hæfa sig innan þeirra. Ég lagði mesta áherslu á stjórnunarsvið inn- an fyrirtækjakjarnans." Hefur viðskiptafræðin haft eitt- hvað að segja þegar þú hefur þurft að leyta þér að vinnu? „Já, mér fínnst hún hafa haft jákvæð áhrif. Það að hafa verið í vipskiptafræði skiptir meira máli, en t.d. hvað valið var innan deildar- innar. Það virðist ekki hafa nein áhrif á atvinnumöguleika viðskipta- fræðinga. Enda er maður ekki að vinna við nákvæmlega það sem maður lærir í skólanum. Það á ekki alltaf við í raunveruleikanum, en það nýtist manni engu að síður í starfí." Nú ert þú kominn í starf hjá verðbréfamarkaði sem óneitanlega tengist náið því sem þú hefur verið að læra. Líturðu á þetta sem fram- tíðarstarf eða ætlarðu í frekara framhaldsnám ? „Ég býst nú við að verða hér næstu árin þó flestir í viðskipta- fræði fari í framhaldsnám erlendis. Þá bætir maður við sig master eða MBA-gráðu eins og það er kallað, sem veitir meiri möguleika í sam- bandi við vinnu. Ég hef reyndar áhuga á að fara í slík nám, annað- hvort til Bandankjanna eða Evrópu. Lang flestir íslendingar fara til Bandaríkjanna, en Evrópa heillar mig meira. Efnahags- og hagkerfin þar eru líkari því sem er hér á landi. Auk þess gæti ég vel hugsað mér að búa einhversstaðar í Evrópu þann tíma sem framhaldsnámið tekur, en það eru tvö ár. Þar gef- ast líka betri tækifæri á að ferðast til annarra landa og skoða sig um.“ Morgunblaðið/KGA Björn starfar nú þjá Verðbréfa- markaði Iðnaðarbankans. Morgunblaðið/Sverrir Jón Helgi Einarsson Róbótar og gervigreind JÓN HELGI Einarsson er úr hópi þeirra sem luku prófi frá Háskólanum í vor. Hann útskrif- aðist í rafmagnsverkfræði og vinnur nú hjá Upplýsinga- og merkjafræðistofu Háskólans. Jón Helgi var fyrst beðinn um að gefa lesendum smá hugmynd um hvað felst í þessu starfi. „Eitt af verkefnum Merkjafræðistofunn- ar um þessar mundir, er að finna aðferðir til að greina orma í físki með merkjafræði, sem þýðir að notaðar eru tölvur til að greina orm- inn. Það er því verið að leita að leiðum til auka gæðaeftirlit á fiski, svo ekki komi upp mál eins og orma- málið ( Þýskalandi í fyrra.“ Ætlarðu f framhaldsnám? Og hvað ætlarðu þá að læra? „Já, ég fer til Indiana-fylkis í Bandaríkjunum í ágúst til að Ijúka master-námi, sem tekur tvö ár. Það veitir mér ekki meiri réttindi né hærri laun, þetta er eins og tveggja ára vinna. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að öðlast meiri þekk- ingu og styrkja þar með stöðu mína. Lokaverkefnið mitt í háskólanum fjallaði um myndmerkjafræði, en ég reikna með því að leggja mesta áherslu á tölvusvið. Það má kannski kalla það tölvuverkfræði og me.-kja- fræðin fellur undir hana. Annað svið innan tölvufræðinnar er gervi- greind, en henni svipar til merkja- fræðinnar. í báðum tilvikum er ver- ið að greina eitthvað með tölvum. Það má taka róbot sem dæmi. Til að hann geti séð hvað hann er að gera er notuð myndavél. Tölvan greinir síðan myndimar eða vinnur úr þeim, og kemur skilaboðum áfram til róbotsins. Annars ákveð ég þetta nú ekki endanlega fyrr en ég kem út.“ Ein sígild spurning að lokum. Hvað dró þig í verkfræði? „Áhugi á faginu fyrst og fremst." Hef áhuga á skipu- lagningu fyrirtækja Kristján B. Einarsson náði best- um árangri þeirra er tóku loka- próf í vélaverkfræði í vor. Hann ætlar ekki að láta þar við sitja og hyggur á framhaldsnám í Danmörku nú í haust. Kristján ætlar í nám við Dansk Teknisk Hojskole í Kaupmanna- höfn, en þar hefja yfirleitt um tíu íslenskir verkfræðinemar fram- haldsnám á ári hveiju. „Ég ætla í framhaldsnám í rekstrarverkfræði og ljúka mastersnámi, en það gefur mér öll réttindi, eins og þau að opna stofu. Ég hef þó ekki áhuga á að vinna á stofu í framtíðinni, heldur við skipulagningu hjá fyrir- tækjum . Það eru margir sem halda að viðskiptafræðingar séu í slíkum störfum, en það eru oft verkfræð- ingar. Áhuginn minn er því tengdur skipulagningu fyrirtækja hvort sem er hjá framleiðslu- eða þjónustu- fyrirtæki.“ / hveiju fólst námið í háskólan- um? „Ég ætlaði alltaf í nám í iðnverk- fræði í Þýskalandi, en það gekk ekki upp,“ sagði Kristján. „Ég fór því í vélaverkfræðina hér heima þar sem ekki er boðið upp á iðnverk- fræði. En það er hægt að velja kúrsa í iðnverkfræði og ég hallaðist meira ( þá áttina. Iðnverkfræði er aðallega framleiðsla og stjómun og á því hef ég mestan áhuga eins og ég sagði áðan.“ Verkfræðinámið íháskólanum er búið að taka fjögur ár og nú ætlar þú að bæta við þig tveimur árum í Danmörku. Hvað tekur svo við? „Ég býst við að koma heim og byija að vinna. Það gæti þó verið að ég færi til Bandaríkjanna í mast- ersnám í viðskiptum." Morgunblaðið/Einar Falur Kristján B. Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.