Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Möguleiki á að byggja upp þorskstofninn 1991 „ÞETTA er ekkert nýtt, það eru almenn sannindi að það er hag- kvæmara að veiða fiskinn þegar hann er þyngri og það hefur orðið töluverð röskun á þessu á undanförnum áratugum," sagði Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra, aðspurður um hug- myndir Ragnars Árnasonar, fiskihagfræðings, um friðun smá- þorsks. „Helsta von okkar er að þorskseiði sem fóru til Græn- lands 1984 komi aftur inn í hrygningarstofninn árið 1991, en við getum vænst þess samkvæmt fyrri reynslu. Þá er mjög áríðandi að við notum það tækifæri til að byggja stofninn upp, en ekki til að auka við veiðamar." Samkvæmt útreikningum Ragnars Ámasonar ætti tveggja ára friðun smáþorsks að geta leitt til 50-60.000 tonna aflaaukningu á ári til frambúðar, sem skilaði 3 milljörðum króna. Ragnar segir þetta mögulegt með 70-80.000 tonna aflaminnkun fyrsta árið og 15-20.000 minnkun annað árið, en hugsanlega verði að bíða og sæta lagi þegar nýir, stórir ár- gangar komi inn í þorskstofninn. „Vaxandi togaraveiðar áttu að koma í staðinn fyrir veiðar er- lendra togskipa, en ég er þeirrar skoðunar að við höfum gengið heldur langt í þessum efnum. Við sjáum það núna að uppistaðan í aflanum er fjögurra og fimm ára fiskur. Það er ekki nægilega góð samsetning í veiðunum, það vant- ar eldri fiskinn, en að mínu mati verður aldrei komist hjá því að verulegur hluti veiðinnar sé þessir yngri árgangar. Við eigum að halda veiðunum í skefjum eins og við frekast get- um og auka þær ekki þó að þessi nýi fiskur komi inn. Til þess þurf- um við að standast ýmsar freist- ingar og það er gott að ræða það fyrirfram, en ekki eftir að það er búið að moka öllu á land,“ sagði sj ávarútvegsráðherra. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Þyrftí að halda þorsk- aflanum betur niðri „ÉG HEF sagt það margsinnis að við nýtum þorskstofninn óskynsamlega með því að veiða þorskinn allt of smáan. Þegar ekki hefur verið gengið eins nærri honum og nú er gert höfum við fengið afrakstur af stofninum,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, er hann var spurður álits á þeim hugmyndum Ragnars Arnasonar, fiskihag- fræðings, að með tveggja ára friðun á smáþorski væri hægt að uppskera 50-60.000 tonnum meira af þorski á ári í framtiðinni, sem þýddi 3 milljarða í auknar þjóðartekjur. „Ég er algjörlega ósammála að það er hægt að ala fiskinn leng- þeim hugmyndum að grisja fisk- inn í sjónum vegna þess að það sé of mikið af honum, ég held að við höfum margsinnis séð að það er hægt að ala fiskinn upp í sjón- um. Það munu hafa verið veidd um 550.000 tonn um 1950 eftir friðunina í stríðinu, eða um 200.000 tonnum meira en nú, þó að það hafi verið veiddir jafn margir fiskar. Þetta segir okkur ur upp í sjónum og ná betri nýt- ingu út úr stofninum." Kristján kvaðst sammála Ragnari um að besta aðferðin til að friða smá- þorsk væri að draga úr sókninni og þá sérstaklega sumarsókninni. Kristján var spurður um hvar helst mætti vænta fyrirstöðu gegn því að þessum hugmyndum yrði hrint í framkvæmd. „Það er hjá þjóðinni sjálfri, sem gerir svo miklar kröfur að það má ekki slaka á nokkrum hlut. Ætli þjófé- lagið sé nokkuð tilbúið að viður- kenna slíka þörf og draga saman seglin í samræmi við það.“ Kristján sagði að auðveldast væri að sæta lagi og auka ekki veiðina þegar stórir árgangar af þorski kæmu inn, eins og Ragnar Árnason benti á í samtaii við Morgunblaðið. „Við höfum fiskað 50-60.000 tonnum of mikið síðustu ár. Við hefðum aldrei átt að fara yfir 3Ó0.000 tonn á með- an við vorum að ná þessu upp. Það þyrfti að halda niðri heildar- aflanum og það þyrfti að gera í meira mæli en gert er. Það hefur ýmislegt verið gert til að draga úr sókninni, en það má gera enn- þá betur." , Morgunblaðið/Ámi Helgason Ferðaþjónustan Langholt, Görðum í Staðarsveit. Ferðaþjónusta efld í Staðarsveit Stykkishólmi. STÁÐARSVEITIN á Snæfellsnesi er með fegurstu og hlýlegustu byggð- um þessa lands og þar hefur fólk um aldir lifað góðu lífi. I miðri sveit- inni er jörðin Garðar, gjöful og gróðursæl. Þangað kom sem bóndi 1948 Sigurmon Símonarson og kona hans, Jórunn Helgadóttir, með börnum sínum. Sonur þeirra Símon býr nú þar ásamt konu sinni, Svövu Guðmundsdóttir frá Dalsmynni. Sl. 20 ár hafa þau búið á jörðinni sem hann tók við af móður sinni þá. Dugnaðarfólk. Undanfarin ár hefir hann verið að koma þarna upp ferðaþjónustu sem virðist njóta vaxandi vinsælda enda hefír hann og þau hjón aukið við hana og endurbætt, þau nefna ferða- þjónustuna Langholt. Árið 1984 var fyrsta áfanga komið í gagnið og þá gengið frá fyrstu innréttingum og síðan hefír þetta þróast í rétta átt. { fyrra var svo nýbyggingu Iokið og allt þar gert sem viðkunnanlegast fyrir gestina. Nú er hægt að taka á móti 26 gestum í rúm, og eru í báð- um álmum 8 herbergi, bæði tveggja og fjögurra manna. Styrtiaðstaða hin fullkomnasta, alls 5 snyrtingar með sturtum, sólstofu, sjónvarpsherbergi og setustofu. Þá er eldhús sem gest- ir geta fengið til afnota með öllum tækjum, og eins er annað eldhús þar sem matur og kaffi er lagað. Borð- stofur eru rúmgóðar og þægilegar. Á efri hæð nýbyggingar eru tvær baðstofur ætlaðar sem svefnpoka- pláss. Vistlegar og rúmgóðar. Allt er húsið þannig til að gera gestum sem ánægjulegasta dvölina. Sjór og sendin strönd er í nálægð og útsýni fagurt til allra átta. Það hafa marg- ir komið og notfært sér þetta. Að- sókn er vaxandi. Auðvelt að taka á móti ferðahópum. í eldhúsinu eru Rotaryklúbbur Selfoss40ára Selfossi. ROTARYKLÚBBUR Selfoss hélt nýlega upp á 40 ára afmæli sitt með hátíðafundi á Hótel Sel- fossi. Klúbburinn var stofnaður 4. júní 1948, rúmu ári eftir að Selfoss varð sjálfstætt sveitarfé- lag. Á hátíðafundinum rakti Páll Jónsson sögu klúþbsins og félagar minntust ýmissa atburða og tíma- móta í starfsemi hans. Fyrsti for- seti klúbbsins var Lúðvík Norðdal héraðslæknir. Núverandi forseti er Jónas Magnússon. Starfandi félag- ar í Rotaryklúbbi Selfoss eru 33. Fundir eru haldnir vikulega á þriðjudögum þar sem flutt eru er- indi um hina ýmsu málaflokka. Á hátíðafundinum var eini starf- andi stofnfélagi klúbbsins, Gísli Bjamason, gerður að heiðursfélaga- — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá hátíðafundinum, Jónas Magnússon forseti klúbbsins í ræðustól. íbúar aldrei verið fleiri á Akranesi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jónas Magnússon afhendir Gísla Bjarnasyni heiðursfélagaskjalið. Akranesi. IBÚAR á Akranesi hafa aldrei verið fleiri heldur en nú. Þeir teljast vera 5.426 en flestir hafa þeir áður verið 5.420 árið 1982. Sjálfsagt koma þessar tölur ýms- um heimamanninum á óvart því mikið hefur verið talað um að fólks- flótti sé frá Akranesi til Reykjavík- ursvæðisins. Sem betur fer á það ekki við rök að styðjast. Vissulega eru þetta góðar fréttir sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi í samtali við Morgunblaðið. Það er ljóst að þrátt fyrir tímabil vandræða í atvinnurekstri á síðari hluta ársins 1987, þá hafa bæjarbúar engan bilbug látið á sér finna og ákveðið að taka sameiginlega á vandamál- unum. Gísli sagðist að lokum vona að árangur yrði í uppbyggingu at- vinnulífsins í bænum svo að íbúa- fjö'lgun megi halda áfram. — JG ísskápar sem ferðamenn geta nýtt. Hægt er að afgreiða mat og kaffí í rúmgóðum matsal. Fréttaritari ræddi við þau hjón um allar aðstæður. „Ég veit ekki annað en héðan hafi allir farið ánægðir. Ég hefi sjálfur unnið talsvert að þess- um byggingum með ágætum smið- um, þeim Þórði Gíslasynin í Mýrdal og Hauki Þórðar. frá Ölkeldu. Þeir eru traustir menn. Mér telst til að allt svæðið sem þjónustan hefir til afnota séu um 400 fermetrar," segir Símon. „Við seldum búið og leigðum full- virðisréttinn og þar kom umtalsverð fjárhæð. Byggðastofnun veitti okkur lán til 10 ára og í þriðja lagi höfum við látið allt sem inn hefur komið í rekstrinum ganga til að gera hann betri og þægilegri og síðast en ekki síst viljum við taka það fram að við höfum lagt til hliðar allt sem við teljum að við hefðum eytt í tóbaki og áfengi og það hefir verið okkur mikil fjármögnun. Sjálf neytum við hjónin hvorki tóbaks né áfengis og það er sú fjárfesting sem er best í öllum okkar búskap og rekstri. Ómælanleg og ómetanleg. Og er það ekki ánægjuefni að sjá fyrirtæki og hús rísa til hagsbóta, eða hitt að láta allskyns eiturefni ráða ferðinni og grafa undan allri framtíð og leggja lífsgæfuna að velli. Þetta er okkar gæfa og gleði", sögðu hjónin og ljómuðu af ánægju. Jú, vissulega og mættu landsmenn taka þetta til athugunar og fyrirmyndar. „Þá vil ég sérstaklega vekja athygli á því,“ segir Símon, „að þetta er ánægjuleg atvinnugrein. Hingað koma svo margir skemmtilegir og fróðir gestir og veita manni innsýn í ótal viðhorf og auka manni bjartsýni. Þetta tekið með í reikninginn eru þau andleg verðmæti sem ekki eru á hveiju strái. Þá höfum við ágæt samskipti við Eyjaferðir í Stykkishólmi sem ná meiri vinsældum með hveiju ári. Samstarf okkar við hótel Búðir er gott og óborganlegt. Svo fer best á að við styðjum hver annan. Eins vil ég geta þess að samstarf er gott milli okkar og hótelsins í Stykkis- hólmi." Fréttaritari skoðaði byggingar og alla tilhögun og dáðist að hversu góðu og veglegu framtaki hér er lyft af stokkunum og vel hefði verið að öllu staðið. Þetta var ánægjuleg heimsókn. Árni Leiðrétting Á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær urðu þau mistök að í um- íjöllun um fyrirtækið Starfsþjón- ustuna hf. var það kynnt sem nýtek- ið til starfa. Þetta var á misskiln- ingi byggt, fyrirtækið hefur verið starfrækt í rúm tvö ár. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.