Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 43
V
fjir.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
Ur Davíðsborg
eftir Sigurð
Antonsson
Hér á árum fyrr þegar sjálfstæð-
ismenn réðu borginni og Kringlu-
mýrin var óvefengjanleg mýri og
kartöflugarður auglýsti borgar-
stjórinn eftir kaupmönnum til að
byggja í framtíðarlandinu.
Fáir gáfu sig fram og þeir sem
svöruðu auglýsingu sjálfstæðis-
manna voru ekki svo mikið sem
virtir viðlits með svörum við um-
sóknum þeirra.
Eftir að núverandi borgarstjóri
náði aftur meirihlutanum fyrir sjálf-
stæðismenn og eftir að öll bygging-
aráform höfðu legið í láginni í ijög-
ur ár hjá vinstri mönnum tók Davíð
Oddsson upp þráðinn að nýju í
mýrinni.
Nýr kaupmannsaðili var nú kom-
inn til skjalanna, Hagkaupsmenn
með um 10% af allri matvöruverslun
borgarbúa. Hagkaup er þá var allra
manna „kjarabót“ vildi fá allra
mýrina undir aukna útþenslu sína
(verslun sína) og borgin vildi láta
byggja og fá þannig til borgarinnar
ný og ómæld fasteigna-, aðstöðu-
og útsvarsgjöld án þess að kosta
miklu til. Einfaldara var fyrir borg-
ina að semja við einn sterkan aðila
heldur en að standa í samningum
við marga smærri umsækjendur.
Borgarstjóri fullvissaði kaup-
menn á sérstökum fundi að Hag-
kaup væri síst of stórt á þessum
stað. Kaupmenn báru upp mótmæli
við því að uppbygging á verslunar-
húsnæði tæki svo stórt stökk og
að einu fyrirtæki væri veitt slík
aðstaða. Davíð virti skoðanir kaup-
manna ekki viðlits frekar en sjálf-
stæðismenn fyrrum og fór sínu
fram. Nú er komið á daginn að
Hagkaupsmenn eru með um 25%
af verslunarveltu í matvöru á höfuð-
borgarsvæðinu. Þeir stefna í að ná
enn meiri ítökum og markaðshlut-
deild á svæðinu.
SIS þykir stórt í sniðum með sinn
verslunarrekstur, en það er nú einu
sinni samvinnufélag sem lifir betur
af kynslóðaskipti en hlutafélögin í
núverandi löggjöf. Einhvern tíma
kemur að því að Hagkaupsættingj-
arnir vilja skipta upp fyrirtækinu.
Þegar Hagkaupsrisinn fellur þá
verður fallið því stærra. Hugsanlegt
er einnig að fyrirtæki með tugi pró-
sentna af verslunarveltu lands-
manna geti og náð einokunarvaldi
í skjóli stærðar sinnar og lifað leng-
ur. Engu skal um það spáð. Þegar
Silli og Valdi komu til skiptanna
varð menningarveisla og öll njótum
við góðs af uppbyggingu feðranna,
enda voru þeir aldrei ýkja stórir í
sniðum. T.d. hefur borgin eignast
mörg stórhýsi Thors eins og Korp-
úlfsstaði og íbúðarhús hans við
Tjörnina.
Tjörnin lifi
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
stakk ábendingum og óskum kaup-
manna, smna stuðningsmanna, nið-
ur í sk..r'fur og komst upp með
það. En í dag hittir hann fyrir harð-
ari andstöðu, manna sem ekki vilja
gefa láta undan. Andstaða íbúðar-
samtaka við Tjörnina er vel skiljan-
leg. Þeir vilja ekki láta borgina
komast upp með lögleysur í bygg-
ingamálum, þegar borgararnir hafa
árum saman þurft að ganga í gegn-
um nálaraugu með sín byggingar-
áform. T.d. hafa eigendur lóða í
miðborginni þurft í áraraðir að bíða
eftir skipulagi og svörum frá ýms-
um ráðum og nefndum. Þegar
skipulagið er svo loks samþykkt er
mönnum hótað hækkuðum gatna-
gerðargjöldum byggi þeir ekki fyrir
næstu áramót. Margir hafa gefist
upp eins og SH í Aðalstræti. Leitun
er að höfuðborg þar sem miðborgin
er í jafn mikilli niðurníðslu og hjá
Reykjavíkurborg. Gömul og illa við-
haldin hús og auðar lóðir blasa
hvarvetna við. Gatnakerfið er
sprungið til miðborgarinnar og far-
ið er að bera. á fjölda húsa sem
standa auð í miðborginni.
Fólkið í samtökunum Tjörnin lifi
vill ekki lengur við una hvernig
ráðhússmálið er rekið áfram af
þjösnaskap og lögleysum og í engu
samræmi við hagsmuni íbúanna.
Ástæða er til að óska samtökunum
við tjörnina til lukku með staðfestu
sína og áhuga fyrir að vernda og
fá ráðið að einhverju um umhverfi
sitt. Nýjasta uppákoman er nú að
gera gömlu slökkvistöðina að bíla-
geymslu og sýnir hve ráðþrota ráð-
hússmenn eru orðnir.
Nær hefði verið fyrir borgina að
byggja bílageymslur á lóð sinni við
Lækjargötu í stað þess að gefa
hana skjólstæðingi sínum fyrir lítið.
Á fleiri stöðum mætti borgin byggja
bílageymslur eins og við Laugaveg-
inn, lífga þar með upp á vérslunina
sem borgin hefur ærnar tekjur af.
Unglingasveitir Davíðs
Samkvæmt nýjum umferðarlög-
um getur borgin látið bjóða upp
bíla séu stöðumælasektir ekki
greiddar. Okumaðurinn þarf ekki
að vera ábyrgur en bíleigandinn
alltaf. Hífibílar eru látnir fjarlægja
ólöglega bíla og stöðumælasektum
er beitt í auknum mæli. Sektir og
stöðumælagjöld hafa verið hækkuð
um mörg hundruð prósent í mið-
borginni en aðrir hlutar hennar búa
við enga stöðumæla. Slíkar hækk-
anir eru verðbólguhvetjandi og eru
í andstöðu við ummæli borgarstjóra
að ekki ríki þensla í borgarmálefn-
um.
Meðal stöðumælavarða eru hafð-
ir í hópum óþroskaðir unglingar,
„sérsveitir Davíðs" til að líta eftir
stöðumælum og skrifa út sektir.
Oft eru þessi ungmenni vart skrif-
andi og ekki að sjá nema undir lög-
aldri. Spyija mætti hvort hér sé
ekki verið að misnota skólaæskuna
og hvort gjörningar þessir séu ekki
lögleysur?
Að sekta menn vegna lagabrota
er ábyrgðarstarf sem verður að
vera í höndunum á embættismönn-
um sem eru til þess menntaðir og
komnir af skólaaldri.
Miðbæjarsamtökin undir forystu
Sigurður Antonsson
„Leitun er að höfuð-
borg þar sem miðborg-
in er í jafn mikilli nið-
urníðslu og- hjá
Reykjavíkurborg. Göm-
ul og illa viðhaldin hús
og- auðar lóðir blasa
hvarvetna við.“
Guðlaugs Bergmanns hafa háð
langa baráttu til að fá bílastæðis-
málin í viðunandi horf. Margt hefur
áunnist og ber það að þakka. Hins
vegar er leitt til þess að vita að
undirskriftasöfnun þurfi til að koma
þessum málum áleiðis hjá borgar-
yfirvöldum. Sýnir það best hvernig
borgaryfirvöld hafa íjarlægst borg-
arana. Til að miðbærinn og starf-
semi þar geti staðið jafnfætis öðrum
borgarhlutum verður að koma til
stórátak af hálfu borgarinnar í bíla-
geymslumálum. Gjald við stöðu-
mæla verður að vera frítt fyrsta
hálftímann eins og gert er víða í
Evrópu með klukkukortum.
Eigendur fasteigna í miðbænum
hafa í áraraðir greitt einhver hæstu
fasteignagjöld í borginni. Auk þess
kemur um hálf milljón á degi hveij-
um út úr stöðumælabröltinu og allt
það fé og gott betur rennur í
Egilsstaðir:
Hjálparsveitin fær
nýjan beltabíl
Egilsstöðum.
HÉRAÐSBÚAR hafa nú fengið
nýtt og fullkomið björgunartæki
i þjónustu sína. Er hér um að
ræða sænskan beltabíl sem getur
athafnað sig jafnt á láði sem legi,
auðri jörð eða snjó. Það er Hjálp-
arsveit skáta á Fljótsdalshéraði
sem keytpi þennan bíl sem kostaði
rúmar þijár milljónir án aðflutn-
ingsgjalda og rúmar allt að 16
manns.
Beltabíllinn er af Hágglund-gerð,
búinn fjórum beltum með drifi á þeim
öllum og liðstýrður. Á landi nær
bíllinn um 550 km hraða en í vatni
um tveggja mílna hraða. Bíllinn er
sérstaklega hannaður fyrir notkun í
miklum kulda og hefur sænski herinn
notað bíla af þessari gerð um árabil
við ólíklegustu aðstæður. Einng á
Landsvirkjun þijá svona bíla sem
notaðir eru við línueftirlit og snjó-.
og vatnamælingar á hálendinu að
vetrarlagi með góðum árangri.
Bíllinn kostaði í innkaupum rúmar
þijár milljónir króna með öllum bún-
aði og var fjár til kaupanna aflað
með almennri fjársöfnun á meðal
einstaklinga og fyrirtækja á Héraði.
Einnig veitti Skipadeild Sambandsins
vildarkjör á flutningi bílsins til lands-
ins og Flugleiðir veittu aðstoð vegna
kaupanna. Stefán Guðmundsson,
formaður Hjálparsveitar skáta á
Fljótsdalshéraði sagði, að þeir hjálp-
arsveitarmenn væru ákaflega þakkl-
átir öllum þeim sem lagt hefðu þess-
um kaupum lið. Reynslan undanfarin
ár hefði sýnt að full þörf væri fyrir
tæki sem þetta á svæðinu og sú
þörf væri vaxandi með síauknum
vélsleða- og jeppaferðum inn á há-
Morgunblaðið/Bjöm
Nýi láðs og lagarbíll Hjálparsveitar skáta á Fljótsdalshéraði. Birgir
Símonarson og Stefán Guðmundsson formaður Hjálparsveitar skáta
á Fljótsdalshéraði.
lendið að vetrarlagi. Nú lægi næst
fýrir að þjálfa áhafnir á bílinn en
ætlun þeirra væri að hann væri
ávallt reiðubúinn með sem stystum
fyrirvara.
Að sögn Stefáns Guðmundssonar
eru 28 félagar starfandi í Hjálpar-
sveitinni og er hún ágætlega búin
tækjum til skyndihjálpar og sjúkra-
flutninga. Einng eiga þeir klifurbún-
að og tæki til leitar og björgunar í
snjófljóðum. Síðar í sumar fá þeir
svo nýjan fjórhjóladrifsbíl af gerðinni
Ford Econoline. Næsta átak í tækja-
kaupum yrði líklega að efla fjar-
skiptabúnað sveitarinnar.
- Björn
43
draumakjallara Davíðs borgarstjóra
undir ráðhúsinu. Óskandi væri að
þar með setti Davíð punktinn yfir
i-ið og tyrfti bílakjallarann og frest-
aði öllum áformum með ráðhúsið.
Þensla
Gífurleg þensla ríkir í borginni.
Steypusala hefur sjaldan verið meiri
og fjöldinn allur af utanbæjarmönn-
um vinnur við ráðhússkjallarann
sem annars staðar. Verslunar- og
atvinnuhúsnæði stendur út um alia
borg ónotað, eigendum til skulda
og gjalda. Samt er enn ráðist í
nýjar atvinnuhúsabyggingar. Of-
fjárfesting er þar engu síður en í
landbúnaði, sjávarútvegi eða heil-
brigðisgeiranum, ef ekki meira
áberandi.
Af öllu þessu nýja húsnæði verð-
ur að greiða fasteignagjöld að öllu
óbreyttu og ólíklegt er að borgar-
stjóri slaki á innheimtunni á meðan
ráðhúsið rís.
Segja má að borgin sendi aldrei
frá sér innheimtubréf án þess að
hótun um kostnaðarsamar inn-
heimtuaðgerðir ekki í kjölfarið.
Skyldi þannig eiga að reka skuld-
lausa borg og hæla sér á eftir að
allt sé í stakasta lagi? Eru stjórn-
endur borgarinnar komnir úr
tengslum við þá sem þeir eiga að
þjóna? Sjálfstæðismenn bera mikla
ábyrgð á ástandinu eins og það er
í dag, því þeir hafa með langri
meirihlutasetu í borgarstjórn ráðið
stefnunni, engu síður en í þjóðmál-
um þar sem þeir hafa ráðið mestu
um árabil.
Davíð Oddsson, borgarstjóri, er
nú orðinn hinn nýi stefnumálaleið-
togi sjálfstæðismanna og á að skýra
stefnu flokksins til aldamóta. Von-
andi ber hann gæfu til að taka
mark á rökum og skoðunum sinna
manna. Leiðara er að uppgötva eft-
ir á að tengslum við kjósendur hafi
verið ábótavant. Eftir hrakfarir er
betra að láta ósagt hvað hefði átt
að gera fyrir kosningar.
Höfundur er kaupmadur.
ÚTSALA FULLT HÚS FLÍSA8 ÚTSALA
Vegna hagstæöra innkaupa sjáum viö okkur fært aö gefa
15% AFSLÁTT á allar marmaraflísar borðplötur og sólbekki.
<%> ALFABORG J?
BYGGINGAMARKAÐUR
SKÚTUVOGI 4-104 REYKJAVÍK
SÍMI 686755