Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 Reuter Louvre-pýramídinn PÝRAMÍDI úr jámi og gleri, er reistur hefur verið á tveim ámm í garði Napóleons við Louvre- listasafnið í París, var formlega tekinn i notkun á sunnudaginn. Það var sjötugur, kínverskættað- ur arkitekt, Ieoh Ming Pei, sem teiknaði pýramídann. Fjöldi fólks var viðstaddur þegar pýramíd- inn var lýstur upp í fyrsta sinn á sunnudagskvöldið og Franska ríkishljómsveitin lék í garðinum. Svíþjóð: •• Oryggislögreglan viðriðin hneykslið Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. YFIRSTJÓRN sænsku öryggislögreglunnar dregst nú meir og meir inn í hneykslið vegna leynilegrar og að sumu leyti ólöglegrar rannsóknar á morðinu á Olof Palme. Svenska Dagbladet upplýsti á mánudag að einn af bílum öryggis- lögreglunnar hefði verið notaður þegar reynt var fyrr í sumar að smygla ólöglegum hlerunarbúnaði frá Danmörku til Svíþjóðar. Ók einn starfsmanna öryggislögregl- unnar, SÁPO, bílnum og hafði áður verið lífvörður bókaútgefandans Ebbes Carlssons þegar hann ferð- aðist um Evrópu í leit að upplýsing- um um hugsanlega banamenn Palme. Þá hefur einnig komið fram, að fyrrverandi lögreglumaður, sem situr nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa útvegað hlerunartækin, segist hafa aðhafst það eitt, sem hann taldi vera í sámræmi við óskir yfir- manna öryggislögreglunnar. Yfirmenn sænsku öryggislög- reglunnar segjast hvergi hafa kom- ið nærri einkarannsókn Ebbes Carlssons og hafa yfirvöld viljað trúa því. Þessar nýju upplýsingar kunna þó að neyða þau til að skoða málið betur. í skoðanakönnun, sem birt var í gær, kom fram að þrír af hveijum fjórum Svíum telja að aldrei verði upplýst hveijir stóðu að baki morð- inu á Palme. Fólk var einnig spurt álits á framgöngu lögreglu og rann- sóknaraðila í málinu. Aðeins 30% sögðu að þeim fyndist lögregla hafa unnið gott starf við rannsókn málsins. í sams konar könnun í febrúar sögðust 50% vera sátt við rannsóknina. Fyrir tveim vikum sagði Anna Greta Leijon af sér starfi dómsmálaráðherra vegna áðurnefnds smyglhneykslis. Waldheim-deilan: Fallið frá ákæruum rógburð Vín, Reuter. KURT Waldheim, forseti Aust- urrikis, hefur fallið frá ákæru á hendur forseta Alþjóðasam- bands gyðinga, Edgars Bronf- mans. Waldheim hugðist kæra Bronfman fyrir rógburð eftir að hann sagði að Waldheim hefði verið „hluti af vígvél nas- ista“ á ráðstefnu gyðinga í Búdapest í maí. Talsmaður Waldheims, Gerold Christian, sagði að ástæður þess að forsetinn hætti við að kæra Bronfman væru að hann vildi halda friðinn og teldi að langvinn réttar- höld vegna þessa máls væru ekki til þess fallin. Auk þess teldi forset- inn að bandaríska dómsmálaráðu- neytið hefði ekki gert það sem því bæri til að aðstoða austurríska dómstóla til að rannsaka málið. Teldi forsetinn slíkt aðeins auka á úlfúð vegna ásakana um aðild hans að stríðsglæpum og því teldi hann engum til góðs að halda málssókn áfram. Talsmaður fosetans sagði að í þriðja lagi teldi forsetinn að þegar hefði verið sýnt fram á að hann væri saklaus af þessum ásökunum Kurt Waldheim og vitnaði þar til niðurstöðu sagn- fræðinganefndar sem rannsakaði aðild Waldheims að stríðsglæpum nasista og komst að þeirri niður- stöðu að ekki væri hægt að sak- fella hann fyrir stríðsglæpi. Talsmaður forsetans benti einnig á að breskir og bandarískir fjölmiðl- ar hefðu sýnt fram á sakleysi for- setans í sjónvarpsþáttum þar sem sett voru á svið réttarhöld yfir for- setanum. Fimm fyrrverandi dómar- ar tóku þátt í sjónvarpsréttarhöld- unum og niðurstaða þeirra var að ekki væri hægt að sanna að forset- inn hefði átt þátt í þeim glæpum sem hann var sakaður um. Rannsóknir á líkklæði Krists vekja efasemdir: Fölsun frá miðöldum? Tórínó, frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgfunblaðsins. HÖRKLÆÐI, sem um aldabil hefur verið talið likklæði Krists, en hefur þó vakið efasemdir sérfræðinga á undanförnum árum, hefur nú verið rannsakað í þremur mismunandi stofnunum og virðast niðurstöðurnar benda til þess að hér sé ekki um að ræða likklæði frá 1. öld heldur fölsun frá miðöldum. Að sjálfsögðu er hér um afar viðkvæmt mál að ræða, en líkklæð- ið, sem opinberlega er enn líkklæði Krists, hefur á undanförnum árum verið mikið til umfjöllunar og vilja margir sérfræðingar meina að hér sé um grófa fölsun að ræða. Fram á 15. öld voru margir færir falsar- ar á Italíu sem sérhæfðu sig í að falsa trúarleg verk, og gæti líkklæðið hugsanlega verið ein af ótal mörgum fölsunum þess tíma. Sumir telja jafnvel að hér sé ekki um líkklæði að ræða, heldur hafi hinir skýru andlits- og líkams- drættr sem sjást í klæðinu, verið málaðir á efnið. Tvær milljónir sáu líkklæðið Líkklæðið er varðveitt í St. Sin- dome dómkirkjukapellunni í Tórínó og er afar sjaldan til sýnis fyrir almenning. Síðast var það til sýnis fyrir tíu árum og komu alls um tvær milljónir ferðamanna til borg- arinnar á þeim mánuði sem klæðið var til sýnis, en það er afar mikill fjöldi, þar sem tiltölulega fáir ferðamenn koma til Tórínó undir venjulegum kringumstæðum. Mikil leynd hefur hvílt yfir síðustu rannsóknum á líkklæðinu, en fyrir skömmu birtist í breska La Stampa Líkklæði Krists, sem varðveitt er í St. Sindome dómkirkjukap- ellunni í Tórínó. Senn mun koma i ljós hvort um er að ræða grófa fölsun frá miðöld- um eða hvort þetta er raun- verulega líkklæði frá timum Krists. blaðinu Daily Telegraph grein eftir hinn virta sagnfræðing Kenneth Rose, þar sem hann segist sann- fæður um að líkklæðið sé falsað. Unnið er að því að aldursgreina það í þremur virtum rannsóknar- stofnunum, í háskóla í Arizona, Ríkistækniskólanum í Zúrich og háskóla í Oxford. 14 sýnishorn voru tekin úr líkklæðinu í Tórínó hinn 21. apríl sl. með mikilli leynd og fékk hver rannsóknarstofa þrjú sýnishorn til rannsókna. Einnig voru send sýnishorn úr hörklæði frá miðöldum, sem fengið var frá British Museum í London, en þeir sem annast rannsóknirnar vissu ekki fyrirfram hvort þeir höfðu undir höndum sýnishorn úr líkklæðinu eða úr klæðinu frá Brit- ish Museum. Gert er ráð fyrir að í aldursgreiningu sem þessari geti skeikað um 200 ár eða svo, sem virðist mikið, en getur í það minnsta leitt í ljós hvort um er að ræða klæði fá 1. öld eða frá miðöld- um. Af skrifum Kenneths Rose verð- ur ekki annað séð en niðurstöðurn- ar sem háskólinn í Arizona hefur sent British Museum í London leiði í ljós að sýnishornin sem þar voru rannsökuð séu frá miðöldum. Þá er spumingin sú: Hafði háskólinn eingöngu sýnishornin frá miðöld- um (fengin hjá British Museum) til rannsóknar eða reyndist líkklæðið sjálft vera frá miðöldum? Sérfræðingar British Museum í London munu ásamt sérfræðing- um Tækniskólans í Tórínó bera saman bækur sínar þegar niður- stöður frá öllum þremur rannsókn- arstofnununum hafa borist og þá fyrst verður hægt að gera raun- hæfa áætlun um aldur líkklæðis- ins. Ljúffengt gæðakex! Það ber öllum saman um að GRANOLA heilhveitikexið frá LU er eitt það besta sem þú get- ur vahð, hvort heldur þú velur það með dökkri eða ljósri súkku- laðihúð. EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.