Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 Alþjóðlega ólympíukeppnin í stærðfræði: Fjórir framhaldsskóla- nemar halda til keppni ÍSLENSKA keppnissveitin í stærðfræði, skipuð þremur fram- haldsskólanemum og einum ný- stúdent, leggur í dag af stað til Ástralíu til þess að keppa í 29. alþjóðlegu ólympíukeppninni i stærðfræði. Keppnin fer fram í höfuðborg Ástralíu, Canberra, dagana 9. til 21. júlí. Islensku keppendumir eru Ásta Kristjana Sveinsdóttir og Halldór SAMKOMULAG varð á fundi Verðlagsráðs í gær um að gefa verðlagningu á loðnu til bræðslu frjálsa. Ákvörðun þessi gildir fyrir Amason úr MR, Guðbjöm Freyr Jónsson úr MA og Sverrir Örn Þor- valdsson, nýstúdent úr MR. Farar- stjóri er Kristín Halla Jónsdóttir dósent við Kennaraháskóla íslands, og fulltrúi íslands í dómnefnd er Reynir Axelsson, dósent við Há- skóla íslands. Keppendumir vom valdir eftir árangri í Stærðfræðikeppni fram- haldsskólanna, sem íslenska stærð- sumarvertíð, haustvertíð og vetrar- vertíð 1988 til 1989. Verðalagning á loðnu til bræðslu hefur jafnan verið gefín frjáls undanfarin miss- eri. fræðafélagið og Félag raungreina- kennara í framhaldsskólum stóðu fyrir í vetur, og einnig eftir árangri í Ólympíukeppni Norðurlanda í stærðfræði, sem haldin var í apríl síðastliðnum. Keppendur mega ekki hafa náð 20 ára aldri er keppnin hefst. Þjálfun fyrir keppnina hófst 1. júní og hefur staðið sleitulaust síðan. Hún hefur verið skipulögð af Reyni Axelssjmi, en margir há- skólakennarar hafa gefið vinnu sína og tekið þátt í þjálfuninni. Keppend- umir láta sig heldur ekki muna um að afsala sér sumarvinnunni í júní og júlí til þess að undirbúa sig sem best undir keppni við þá bestu með- al erlendra jafnaldra sinna. Undirbúningsnefnd hefur unnið að fjáröflun til fararinnar umfram 150.000 króna styrk, sem Alþingi veitti á fjárlögum. Mörg fyrirtæki hafa stutt keppnina. Loðna: Verðlagning’ frjáls VEÐUR Heimild: Veðursiofa islands (Byggi á veðurspá kl. 16.15 i gær) ÍDAGkl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 6. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Yfir Skotlandi er nærri kyrrstæð 997 mb. lægð en grunnt lægðar- drag yfir Grænlandshafi þokast austur. Skammt fyrir suðaustan land er hæðarhryggur. Áfram verður frerriur hlýtt í veðri. SPÁ: Breytileg átt, viðast gola. Skýjað við vesturströndina, en annars léttskýjað. Hitl 10 til 14 stig við sjóinn, en vfða 15 til 20 stig inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUOAG OG FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt. Þurrt og bjart veður um land allt. Hlýtt inn til landsins, en svalara við sjóinn. TAKN: Heiðskirt ggjj Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað f">,5Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma o Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 21 12 veóur skýjað skyjað Bergen 17 hálfskýjað Helsinki 28 skýjað Jan Mayen 6 lóttskýjað Kaupmannah. 23 skýjað Narssarssuaq 9 rigning Nuuk S skýjað Osló vantar Stokkhólmur 25 hálfskýjað Þórshðfn 9 skýjað Algatve 21 láttskýjað Amsterdam 18 mistur Aþena vantar Barcelona vantar Chicago 21 heiðskfrt Feneyjar 27 hálfskýjað Frankfurt 25 skýjað Glasgow 17 úrk. í grennd Hamborg 20 rtgning Las Palmas 25 léttskýjað London 20 hálfskýjað Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg vantar Madrfd 19 skýjað Malaga vantar Mallorca 28 heiðskírt Montreal 21 hálfskýjað New York 21 mistur París 16 rigning Róm 33 hálfskýjað San Diego 18 alskýjað Winnipeg vantar Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Litlu munaði að illa færi þegar stæða féll ofan á bifreið við Reykjavíkurhöfn á mánudagskvöld. Hlass féll á bifreið við Reykjavíkiirhöfn TVEGGJA tonna hlass af áburði féll á mánudagskvöld á nýja Toy- ota-bifreið sem starfsmaður Skipadeildar Sambandsins á. Bif- reiðin er talin gjörónýt og mesta mildi var að ekki hlaust af slys á mönnum. Atvikið átti sér stað við athafna- svæði Ríkisskips við Grófarbryggju rétt fyrir kl. 23 um kvöldið. Bifreið- inni hafði verið lagt við áburðar- bretti sem staflað hafði verið í þrjár hæðir. Eigandi bifreiðarinnar var á leið að henni og sá stæðuna falla. Aðeins munaði sekúndubrotum að hann væri sestur undir stýri. Að sögn eigandans, var bifreiðin góðan spöi frá stæðunni en bil var á milli stæðanna og þær hölluðust jafn- framt fram á við. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni. Reykjavík: Gjald í stöðumæla og sektir lækka Á FUNDI borgarráðs í gær, var samþykkt tillaga Davíðs Odds- sonar borgarstjóra um að gjald í stöðumæla verði kr. 50 fyrir hveija klukkustund í stað hálftíma áður. Þá lækka einnig sektir fyrir ólöglega stöðu bif- reiða úr kr. 750 í kr. 500. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að gildistími stöðumæla, sem gilda í hálfa klukkustund verði breytt þannig að þeir gildi fram- vegis í eina klukkustund og að gjaldið verði kr. 50. Ennfremur er gert ráð fyrir að sektir vegna aukastöðugjalds og ólöglegrar stöðu lækki í kr. 500. Ef sekt er greidd innan 3ja virkra daga frá dagsetningu sektar, er veittur afsláttur og skal þá greiða kr. 300 en ef hún er ekki greidd innan tveggja vikna, hækkar hún um 50%. í bókun með tillögunni segir: „Ofangreindar tillögur um lækkun gjalda vegna bílastæða eru gerðar til að koma til móts við óánægju fólks vegna mikillar hækkunar þeirra og herts aðhalds. Hið aukna aðhald var hinsvegar orðið brýn nauðsyn bæði vegna misnotkunar á stöðumælastæðum og íjölgun á þeim bílum sem lagt var ólöglega í miðborginni. Af því gat stafað slysahætta og auk þess tafir og óþægindi m.a. fyrir vagna S.V.R.“ Þá segir að fréttir af lélegri frammistöðu eða mistökum stöðu- varða séu ýktar en að farið verði yfir starfsreglur þeirra og þær sam- rýmdar. Fram kemur að borgar- verkfræðingi hefur verið falið að kanna möguleika á bifreiðastæðum til bráðabirgða nálægt miðborginni til að brúa það bil sem verður þar til fyrirhugaðara bifreiðageymsur verða teknar í notkun. Neskaupstaður: Heimavist byggð fyrir V erkameimtaskólann BÆJARRÁÐ Neskaupstaðar hefur ákveðið að semja við Valma hf. á Neskaupstað um byggingu heimavistar fyrir Verkmenntaskóla Austurlands en Baldur og Óskar hf. á Egils- stöðum buðu lægra í bygging- una. Heimavistarbyggingin verður reist á kostnað ríkisins, en samið var um að bæjarráð Neskaupstað- ar hefði umsjón með byggingunni. 2. maí síðastliðinn var bygging hússins boðin út, og gert ráð fyrir að því yrði skilað fullbúnu. Kostn- aðaráætlun og tilboð verktaka reyndust langt yfir fjárveitingu ríkisins til verksins, svo útboðið var ógilt. Eftir endurskoðun á hönnun hússins og byggingaráætluninni, var verkið boðið út aftur. Að þessu sinni var gert ráð fyrir að verk- taki skilaði byggingunni fokheldri. Þijú tilboð bárust, og bauð fyrir- tækið Baldur og Óskar á Egils- stöðum lægst, eða 24.835.512 kr. Næst kom byggingarfélagið Valmi hf. á Neskaupstað með 25.125.915 kr. og Brúnás á Egilsstöðum bauð hæst, eða 25.637.269 kr. Bæjarráð Neskaupstaðar ákvað svo á fundi nú í vikunni, að ganga til samninga við Valma hf, þrátt fyrir að Baldur og Óskar hefðu boðið tæplega 300.000 krónum lægra. Ásgeir Magnússon bæjar- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið, að venjulega væri þeirri reglu fylgt í útboðum á vegum bæjarfélagsins, að heimamenn yrðu að vera samkeppnisfærir miðað við aðra. Hins vegar hefði munað svo litlu á tilboðum Valma og Baldurs og Óskars, að ákveðið hefði verið, að ganga til samninga við heimamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.