Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 53 KNATTSPYRNA / MJÓLKURBIKARKEPPNIN „Gátum ekki annað en leikið vel á Akureyri" - sagði Júrí Sedov, þjálfari Víkings, sem lagði Þór VÍKINGAR gerðu góða ferð til Akureyrar í gær er þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum bikar- keppninnar með sigri á Þór, 2:1. Aðstæður voru hinar bestu, gott veður og frábær völlur, en það Víkingar sem virtust kunna betur við sig og höfðu mikla yfirburði. Vilji og baráttugleði aðkomu- manna kom heimapiltum úr jafnvægi, því þeir, hinir síðar- nefndu, voru ætíð skrefínu seinni HBHi og gátu þakklátir Magnús gengið til hvíldar Már einungis 0:1 undir í skrifar leikhléi. Víkingar náðu for- ystunni á 28. mínútu eftir vel út- færða sókn. Trausti Ómarsson skallaði fyrir fætur Hlyns Stefáns- son sem skoraði með góðu skoti. Víkingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og Hlynur Stefánsson átti m.a. skot í stðng og á 61. mínútu skoraði Björn Bjartmarz framhjá uppgefnum vamarmönn- um Þórs. Eftir mörk Víkinga jafnaðist leikur- inn nokkuð og á 82. mínútu minnk- aði Siguróli Kristjánsson muninn með hörkuskoti. A síðustu mínútum leiksins var mikið um færi á báða bóga. Kristj- án Kristjánsson átti skot í stöng og hinum megin varði Baldvin Guð- mundsson vel frá þeim Lárusi Guð- mundsssyni og Trausta Ómarssyni. Á síðustu mínútu leiksins varði Guðmundur Hreiðarsson svo glæsi- lega aukaspymu frá Guðmundi Val Sigurðssyni, sló boltann í þverslá og yfir markið. Sigur Víkinga var sanngjam og lið- ið átti sinn besta leik í sumar. Atli Einarsson átti mjög góðan leik í framlínunni og þeir Bjöm Bjart- marz, Andri Marteinsson og Hlynur Stefánsson stóðu sig einnig vel. Hjá Þór stóðu þeir upp úr Baldvin Guðmundssson, Birgir Skúlason og Guðmundur Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður með leikinn. Við spiluðum vel, en mörkin vora of fá,“ sagði Júrí Sedov, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Völlurinn og aðstæður vora það góðar að við gátum ekki annað en spilað vel.“ Morgunblaðið/Rúnar Hlynur Birgirsson sést hér sækja að marki Vikinga. Guðmundur Hreiðars- son og Atli Helgason eru til vamar. Tómas Tómasson sést hér sækja að marki Framara. Kristján Jónsson er til vamar. Mor9unblaðlð/S|9urgeir Jónsson Omar Torfason opnaði markareikning sinn Skoraði sigurmark Fram, 2:1, íVestmannaeyjum ÓMAR Torfason opnaði marka- reikning sinn hjá Fram í gær- kvöldi, þegar hann setti sigur- mark bikarmeistarana, 2:1, gegn Vestmannaeyingum í Eyj- um. Ómar skoraði markið með skalla á 61. mín., eftir sendingu frá Ormarri Örlygssyni. Fram- arar gátu vel við unað, því að Eyjamenn veittu þeim harða keppni. Pétur Amþórsson opnaði leikinn strax á 17. mín., þegar hann sendi knöttinn í netið með góðu skoti utan vítateigs - knötturinn ^^■g^ hafnaði f bláhorn- Sigtús inu. óverjandi fyrir Gunnar Adolf Óskarsson, Guómundsson markvörð Eyja- skidar manna, sem varði vel í leiknum. Adolf var í sviðsljósinu stuttu seinna. Fyrst varði hann vel skqt frá Pétri Ormslev og síðan aftur frá Ómari Torfasyni. Eyjamenn náðu að jafna metin, 1:1, á 33. mín. Hlynur Elísson renndi knettinum þá til Ólafs Ámason, sem þramaði knettinum upp í bláhomið á marki Framara. Sannkallað glæsimark, sem hinir 457 áhorfend- ur kunnu vel að meta. Framarar fengu tvo góð marktæki- færi fyrir leikshlé. Fyrst varði Adolf þramuskot frá Pétri Amþórssyni og síðan brást Ómari Torfasyni bogalistin fyrir opnu marki, eftir mikinn einleik Péturs Ormslev, sem sendi knöttinn til hans. Strax í upphafi seinni hálfleiksins átti Páll Grímsson gott skot að marki Fram, en knötturinn fór rétt yfír. Ómar Torfason skoraði sigur- mark Fram á 61. mín. eins og fyrr segir. Birkir Kristinsson, markvörð- ur Fram, átti síðan eftir að koma mikið við sögu. Hann varði þrisvar sinnum mjög vel. Fyrst skot frá Hlyni Elfssyni, síðan skot frá Páli Grímssyni og Ólafi Árnasyni. Birkir og Viðar Þorkelsson voru bestu leikmenn Fram, en bestir hjá Eyjamönnum vora Adolf Óskars- son, Ingi Sigurðsson og Páll Grímsson. 4. DEILD Friðrik setti tvö mörk Arvakur sigraði Hauka með tveimur mörkum gegn einu er liðin áttust við f gærkvöldi. Frið- rik Þorbjörnsson skoraði bæði mörk Árvakurs, en Páll Poulsen setti mark Hauka. Hörður með þrennu í Sandgerði Reynismenn léku FH—INGAR unnu öruggan sig- ur á Reynismönnum f Sand- gerði í gærkvöldi. Fimm sinn- um hafnaði boltinn í marki Sandgerðinga sem voru heill- um horfnir í þessum ieik. Sand- gerðingar komu FH-ingum á bragðið með sjálfsmarki og á eftir fylgdu þrjú mörk frá Herði Magnússyni. I sfðari hálfleik var einum úr liði Reynis vísað af leikvelli og þrátt fyrir umtals- verða yfirburði tókst FH-ingum aðeins að skora eitt mark í hálfleiknum. Fyrstu mínútur sóttu FH-ingar stíft, en Reynismenn fóra þá að láta meira að sér kveða og jafn- ræði var með liðunum. En á 24. •■■■■■ mínútu náðu FH- Bjöm ingar forystunni Blöndal með sjálfsmarki skrifar Þóris Eiríkssonar. Boltinn var gefínn fyrir markið og Þórir sneiddi bolt- ann í bláhornið. Við markið var sem allur vindur væri úr heimamönnum og fjóram mínútum síðar skoraði Hörður Magnússon gott mark með skalla eftir homspymu. Hörður var aftur á ferðinni einni mínútu síðar og skoraði þá með þramuskoti eftir fyrirgjöf og á 43. mínútu skoraði tíu í síðari hálfleik Hörður Magnússon skoraði þtjú mörk fyrir FH hann sitt þriðja mark eftir að hafa stungið sér inn fyrir vöm Reynis. í síðari hálfleik var Siguijóni Sveinssyni í liði Reynis vikið af leik- velli á 51. mfnútu. Fyrst fékk Sigur- jón gult spjald, hann mótmælti og það kostaði brottvísun. Þrátt fyrir að Sangerðingar væra aðeins 10 það sem eftir var leiksins tókst þeim furðu vel að verjast. FH-V ingum tókst aðeins að bæta einu marki við og var þar að verki Jón Erling Ragnarsson sem skoraði með þrumuskoti af stuttu færi. Jón Grétar skoraði þrjú mörk fyrir Val Veörið lék við íbúa Vopnafjarð- ar í gærkvöldi er Valsmenn sóttu heim knattspyrnulið staðarins, Einherja. Valsmenn unnu öruggan sigur - settu sex mörkum gegn engu. Strax í byrjun var ljóst hvert stefndi. Valsmenn voru frískir frá fyrstu mfnútu og átti þriðju deildar lið Einhetja í vök að vetj- ast. Valur skoraði þtjú mörk í hvor- um hálfleik og hefðu þau hæglega getað orðið fleiri eftir gangi leiksins að dæma. Jón Grétar Jónsson, framhetjinn knái í Val átti góðan leik og skor- aði sína fyrstu þrennu fyrir liðið. Tryggvi Gunnarsson setti tvö mörk og Sigutjón Kristjánsson skoraði eitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.