Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 47 Lionsmenn og -konur á hafnarbakkanum á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Garðar Rúnar LIONSHREYFINGIN Lionsmenn o g konur í ferð með Norrönu Seyðisfirði. Lionsklúbbur Seyðisfjarðat4 efndi í vor til hópferðar með bílferj- unni Norrönu og var ferðinni heitið til Færeyja, Danmerkur og Noregs. Það voru 24 Lionsmenn og konur sem fóru í þessa ferð. Vinabæir Seyðisfjarðar í Danmörku og Nor- egi voru heimsóttir og einnig var litið inn í Lionsklúbba í þessum löndum. Það hefur mjög færst í aukana síðustu árin að Seyðfirðingar og Austfirðingar nýti sér þann mögu- leika að ferðast til nágrannalanda okkar með Norrönu. Sérstaklega hefur það verið áberandi að allskon- ar félagasamtök og hópar hafa far- ið með fyrstu ferðunum á vorin en þá hafa verið í boði lægri fargjöld. Þegar ferðalangarnir komu til Hamsthólm í Danmörku var haldið áleiðis til Kaupmannahafnar þar sem dvalið var í nokkra daga. Með- an á þeirri dvöl stóð var farið í eins dags heimsókn til Lyngby sem er vinabær Seyðisfjarðar í Danmörku. Þar voru Lionsmenn í boði borgar- stjórnar Lyngby og Lionsmanna þar. Frá Danmörku var síðan haldið áfram til Noregs. Þá var farið til Osló og dvalið þar í fjóra daga. Meðan á dvölinni stóð var farið til Askeim sem er vinabær Seyðisfjarð- ar í Noregi. Þar tóku Lionsmenn staðarins og borgarstjórn á móti komumönnum og var dvalist þar í einn dag í boði heimamanna. Frá Osló var síðan ekið norður Noreg til Bergen þar sem ferða- langarnir héldu til í nokkra daga áður en haldið var heim á leið með viðkomu í Færeyjum. Þessi ferð þeirra Lionsmanna tókst með afbrigðum vel. Menn voru ánægðir með alla ferðatil- högun oggóðar móttökur hjá Lions- félögum í Danmörku og Noregi og móttökur hjá borgarstjórnum vina- bæja Seyðisfjarðar. Garðar Rúnar Sigurgeirsson Morgunblaðið/Garðar Rúnar Hjörtur Hjartarson, forstjóri Skeljungs á Seyðisfirði, og Jóhann Grétar Einarsson, símstöðvarstjóri, í farþegaafgreiðslu Norrönu á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Óskar Þórarinsson.verkstjóri í Fiskvinnslu Seyðisfjarðar.og Ásgeir Ámundason.framkvæmdastjóri Fjarð- arnets, komnir um borð í Norrönu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.