Morgunblaðið - 06.07.1988, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
47
Lionsmenn og -konur á hafnarbakkanum á Seyðisfirði.
Morgunblaðið/Garðar Rúnar
LIONSHREYFINGIN
Lionsmenn o g konur í ferð
með Norrönu
Seyðisfirði.
Lionsklúbbur Seyðisfjarðat4 efndi
í vor til hópferðar með bílferj-
unni Norrönu og var ferðinni heitið
til Færeyja, Danmerkur og Noregs.
Það voru 24 Lionsmenn og konur
sem fóru í þessa ferð. Vinabæir
Seyðisfjarðar í Danmörku og Nor-
egi voru heimsóttir og einnig var
litið inn í Lionsklúbba í þessum
löndum.
Það hefur mjög færst í aukana
síðustu árin að Seyðfirðingar og
Austfirðingar nýti sér þann mögu-
leika að ferðast til nágrannalanda
okkar með Norrönu. Sérstaklega
hefur það verið áberandi að allskon-
ar félagasamtök og hópar hafa far-
ið með fyrstu ferðunum á vorin en
þá hafa verið í boði lægri fargjöld.
Þegar ferðalangarnir komu til
Hamsthólm í Danmörku var haldið
áleiðis til Kaupmannahafnar þar
sem dvalið var í nokkra daga. Með-
an á þeirri dvöl stóð var farið í eins
dags heimsókn til Lyngby sem er
vinabær Seyðisfjarðar í Danmörku.
Þar voru Lionsmenn í boði borgar-
stjórnar Lyngby og Lionsmanna
þar.
Frá Danmörku var síðan haldið
áfram til Noregs. Þá var farið til
Osló og dvalið þar í fjóra daga.
Meðan á dvölinni stóð var farið til
Askeim sem er vinabær Seyðisfjarð-
ar í Noregi. Þar tóku Lionsmenn
staðarins og borgarstjórn á móti
komumönnum og var dvalist þar í
einn dag í boði heimamanna.
Frá Osló var síðan ekið norður
Noreg til Bergen þar sem ferða-
langarnir héldu til í nokkra daga
áður en haldið var heim á leið með
viðkomu í Færeyjum.
Þessi ferð þeirra Lionsmanna
tókst með afbrigðum vel. Menn
voru ánægðir með alla ferðatil-
högun oggóðar móttökur hjá Lions-
félögum í Danmörku og Noregi og
móttökur hjá borgarstjórnum vina-
bæja Seyðisfjarðar.
Garðar Rúnar Sigurgeirsson
Morgunblaðið/Garðar Rúnar
Hjörtur Hjartarson, forstjóri Skeljungs á Seyðisfirði, og Jóhann
Grétar Einarsson, símstöðvarstjóri, í farþegaafgreiðslu Norrönu á
Seyðisfirði.
Morgunblaðið/Garðar Rúnar
Óskar Þórarinsson.verkstjóri í Fiskvinnslu Seyðisfjarðar.og Ásgeir Ámundason.framkvæmdastjóri Fjarð-
arnets, komnir um borð í Norrönu.