Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 SUMARHÚSIÐ DALESMAN WÉBmmwÍmmm Allt í ferðalagið frá Seglagerðinni Ægi Paradísófellihýsið - uppsett á hálfri mínútu. Tökum í umboðssölu notuð og ný hjólhýsi, tjaldvagna og kerrur. Opið laugardag frá kl. 10.00-19.00. FERÐAMARKAÐURINN, Bíldshöfða 12, sími680003, v/hliðina á Bifreiðaeftirlitinu. KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar sími 686988 VEXTIR Á VERÐBRÉFAMARKAÐI n Víkan 10. — 16. júl! 1988 Vextirumfram Vextir Tegund skuldabréfa verðtryggingu % alls % Bníngabréf Einingabréf 1 13,1% 55,6% Bningabréf2 9,4% 50,5% Bningabréf3 12,5% 54,7% Lífeyrisbréf 13,1% 55,6% Skammtímabréf 8,0% áætlað Spariskírteini ríkissjóðs Iægst 7.2% 47,4% hæst 8,5% 49,2% Skuldabréf banka og sparisjóða lægst 9,7% 50,9% hæst 10,0% 51,3% Skuldabréf stórra fyrirtækja Lind hf. 11,5% 53,4% Glitnir hf. 11,1% 52,8% Verðtryggð veðskuldabréf lægst hæst Fjárvarsla Kaupþings 12.0% 15,0% 54.1% 58,2% mismunandi eftir samsetn- ingu verðbréfaeignar. Heildarvextir annarra skuldabréfa en Bningabréfa eru sýndir rniðað við hækkun lánskjaravísitölu siðastliðna 3 mánuði. Raun- og nafnávöxtun Hningabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fVrirvara. Bn- ingabréf er innleyst samdægurs gegn 2% innlausnárgjaldi hjá Kaupþingi og nokkrum sparisjóðanna. Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í Fjátvörslu Kaupþings er oftast hægt-að losa innan viku. Öskrað úr sandkassa Mörg stórtíðindi hafa verið að gerast á alþjóða- vettvangi á undanföm- um vikum og mánuðum. Athyglin beinist ekki síst að þróuninni innan Sov- étríkjanna. Arás banda- riska beitiskipsins Vin- cennes á írönsku far- þegaþotuna yfir Persa- flóa og dauði 290 sak- lausra manna um borð í henni ýtti þó öilu öðm tíl hliðar. í ieiðara Morg- unblaðsins þriðjudaginn 5. júli sagði meðal annars um þetta hörmulega at- vik: „Forkastanlegur at- burður af þessu tagi vek- ur fyrst og siðast óhug og fordæmingu . . . Það er fráleitt að ætla að Bandaríkj amenn sjái nokkum hemaðarlegan tílgang í þvi að ráðast á óvopnaða iranska far- þegavél í áætlunarflugi og granda henni. Líti Bandarikjamenn á slikt sem nauðsynlegan þátt í eftirliti sínu með sigling- um á Persaflóa eiga þeir að hypja sig þaðan þegar í stað. Óhæfuverk em aðeins til þess fallin að festa öfgamenn í íran í sessi og gefa þeim tílefni til að herða enn á stríðsrekstrinum. Hann hefur þegar staðið alltof lengi og sannað tilgangs- leysi sitt." í Morgunblaðinu á miðvikudag birtist síðan fréttaskýring, þar sem blaðamaður veltir fyrir sér spumingu, sem sett er fram i fyrirsögn greinar hans með þess- um hættí: Hvað er svona forkastanlegt við árásina á irönsku þotuna? Spum- ingin byggist á þvi að árásin hafi verið forkast- anleg en hún vekur hins vegar lesandann til um- hugsunar um allar hliðar þessa hörmulega máls. Skal efni þeirrar greinar ekki rakið hér. Blaða- maður við Dagblaðið-Vísi (DV) hefur á hinn bóginn lesið fyrirsögnina og greinina með sérkenni- legum hætti. I dálkinum Sandkomi, sem almennt er ástæðulaust að gera sér rellu út af, stendur þessi klausa á fimmtu- Hörmungar á. Persaflóa Að hafa rétt eftir Eftir því sem fjölmiðlar verða fleiri eru menn í meiri vafa hvar þeir heyrðu eða sáu eitthvað, sem vakti athygli þeirra, þótt ekki vaeri nema í framhjáhlaupi. Oft leggja menn ekki við hlustir eða lesa frétt eða grein af athygli fyrr en það hefur verið áréttað við þá af öðrum, að ástæða hafi verið að staldra sérstaklega við ákveðið efni. Þeir sem þekkja til allra málavaxta verða oftar en ekki undrandi, þegar þeir átta sig á því, hve auðvelt er fyrir aðra að misskilja eða skilja ekki til fulls það sem sagt er eða skrifað í fjöl- miðla. Allt er þetta skiljanlegt í hraða dagsins, hitt er verra að skilja, þegar blaðamenn taka sig til og hafa rangt eft- ir eða afflytja að því er virðist markvisst það, sem sagt er annars staðar á prenti. Er staldrað við þetta í Staksteinum í dag. dag: „„Hvað er svona forkastanlegt við árásina á írönsku þotuna?" spyr Moggi í fyrirsögn á fréttaskýringarpistli I gær, í heilagri vandlæt- ingu yfir því fjaðrafoki sem skotæfing banda- ríska flotans á Persaflóa olU.“ Leitast blaðamaður- inn siðan við með útúr- snúningi að gera allt það, sem Morgunblaðið eða blaðamenn þess hafa sagt um þetta hörmulega mál, tortryggilegt. Og lætur eins og Morgun- blaðinu sé óljúft að um þetta voðaverk sé rætt, þótt enginn fjölmiðill hérlendur hafi gert því eins ítarleg skil. Erfitt er að átta sig á því, hvað fyrir blaða- mönnum vakir, þegar þeir grípa til jafn lúa- legra vinnubragða og gert var i þessu Sand- komi. Eitt er vist að þeim er ekki efst i huga að skýra satt og rétt frá. Ef fyrir höfundi Sand- koms hefði vakað að lýsa afstöðu Morgunblaðsins til árásar Bandaríkja- manna á farþegaþotuna hefði hann auðvitað átt að vitna i forystugrein- ina, þar sem henni er lýst sem forkastanlegri. Ef blaðamaðurinn hefði viljað segja frá skoðun- um sem fram komu í nið- urstöðum fréttaskýring- arinnar hefði hann átt að vitna beint i þær. Blaðamanni DV var ekki efst i huga að hafa það sem sannara reynist heldur hitt að aia á tor- tryggni og kasta rýrð á starfsbræður. • • Oskra hver áannan íslensk blöð hafa löng- um einkennst af þvi, að andstæðingar hafa notað þau tíl að öskra hver á annan. Áður en mál fóm að þróast til samninga um afvopnunarmál milli austurs og vesturs um miðjan þennan áratug, einkenndi þetta sama samskiptí rikjanna i austri og vestri, að þau hrópuðu hvert á annað. Um tíma virtust Sovét- menn álíta að með því að öskra nógu hátt um leyndar ráðagerðir Reagans og hans manna um að hefja kjamork- ustrið, heyja „takmarkað kjamorkustríð“ og slá „fyrsta kjamorkuhögg- ið“ gætu þeir náð þvi markmiði að einoka með- aldræg kjamorkuvopn i Evrópu; friðarhreyfing- amar svonefndu störf- uðu undir þessu merki. Þegar þessar deilur stóðu hvað hæst komst Carrington lávarður, þá- verandi framkvæmda- stjóri NATO og núver- andi listaverkasali, þann- ig að orði, að enginn árangur næðist, ef ætlun- in væri að rækta stjóm- málasamband milli hinna stríðandi fylkinga með þvi að hrópa hvor á ánn- an í gjallarhoraum. Menn yrðu að hætta að ala á tortryggni og snúa sér að þvi að greiða úr mál- efnura á efnislegum grundvelli. í opinberum umræð- um hér þjá okkur er þró- unin vonandi á þann veg, að efnishlið mála setji æ meiri svip á orðasldptí, þótt alltaf sé rík tilhneig- ing tíl að persónubinda einstök úrlausnarefni og færa þau undir pólitískan hatt með einu eða öðm mótí. Það lofar til dæmis góðu að lesa þessa klausu í Þjóðviljanum í gær eftir Áma Pál Ámason, laga- nema og varaformann Alþýðubandaiagsins i Reykjavík: „Það virðist vera staðreynd, — og hún er ekki.mjög skemmtileg, að ótrúlega gmnnt sé á hinu gamla ofstæki sem oft, og ekki að ástæðu- lausu, hefur verið kennt við kalda stríðið. Þetta ofstæki á sér ýmsar birt- ingarmyndir sem margir kannast án efa við. Fang- ar kalda stríðsins tala einatt um skáldin og rit- höfundana „okkar" og em þá aðrir vart taldir með, það em fræðimenn- imir „okkar" og menn bíða i ofvæni eftír þvi að ungt og efnilegt fólk „gefi sig upp“, taki undir „okkar" viðhorf i fræði- legri umræðu, gangi í Keflavíkurgöngu, kaupi Þjóðviljaim eða i versta falli skrifí þó undir á mótí ráðhúsinu. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð, út f hvers kon- ar ógöngur hugsunar- háttur af þessu tagi leiðir menn . . .“ DRÁTTAR- VÉLIN Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál Sötuioíaiiuigw »J)i§)(n)©©®(rQ <& ©o VESTURGOTU 16 SIMAR 14680 21480 Stjórn Verkamannabústaða í Garðabæ Umsókn um íbúð Stjórn verkamannabústaöa i Garðabœ óskar eftir umsóknum um eina eldri íbúð i Krókamýri. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessarar íbúÖar gildalögnr. 60/1984, nr. 77/1985, nr. 54/1986 ognr. 27/1987. Umsóknareyöublöð verða afhent á bœjarskrifstofum Garðabœjar, Sveinatungu, frá l.júli 1988. Umsókn- um skal skila eigi siÖar en 21. júlí 1988. Stjórn verkamanna bústaöa í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.