Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
Helgi Skúlason fremstur í flokki illmennanna í norsku myndinni Leiðsögumaðurinn.
I ríki samanna
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Leiðsögumaðurinn („Veiviser-
en“). Sýnd í Regnboganum.
Norsk. Leikstjóri: Nils Gaup.
Handrit: Nils Gaup. Framleið-
andi: John M. Jacobsen. Kvik-
myndataka: Erling Thurmann-
Andersen. Tónlist: Nils-Aslak
Valkeapaa, Marius Muller og
Kjetil Bjerkestrand. Helstu
hlutverk: Mikkel Gaup, Helgi
Skúlason, Henrik H. Buljo, Ailu
Gaup, Ingvald Guttorm og
Amund Johnskareng.
Besta auglýsingin sem norska
myndin Leiðsögumaðurinn („Vei-
viseren") getur fengið hér á ís-
landi, þar sem hún er fyrst frum-
sýnd utan Noregs, er Helgi Skúla-
son í einu af aðalhlutverkunum.
Myndin gerist meðal Sama fyrr á
öldum og er öll á samísku og
Helgi segir ekki eitt aukatekið orð
en framkoma hans er öll hin
magnaðasta. Hann hefur það
hlutverk að leika þann versta af
þeim verstu í flokki óþokka og
sýnir hér, eins og raunar í „Hrafn-
inn flýgur", að hann er meistari
í einskonar forhertum, þegjanda-
legum tryllingi sem stingandi
augun lýsa best.
„Hrafninn" kemur víðar í hug-
ann þegar horft er á Leiðsögu-
manninn. Eins og mynd Hrafns
Gunnlaugssonar gerist norska
myndin fyrir um 1000 árum og
hefndarþorsti ungs manns er
burðarliður sögunnar. En þar sem
Hrafn fjallaði um hinn klassíska
einfara predikar Leiðsögumaður-
inn samheldni og bræðrabönd. í
ríki Samanna verður að treysta á
heildina og þeir eru óþokkamir
sem slíta sig frá henni.
Þannig talar Nóadinn, eða
höfðingi lítils samfélags Sama, við
hina ungu hetju myndarinnar
. hvers fjölskylda hefur verið drepin
af flokki miskunnarlausra utan-
garðsmanna sem kallast Tsjudar
og áður en sögunni lýkur fáum
við að sjá á grimmilegan, tákn-
rænan hátt hvemig sundrungin
virkar þegar Saminn ungi hefur
leitt óþokkana í gildru sem reyn-
ist erfltt að losa sig úr. Það er
frábær og eftirminnilegur há-
punktur í góðri mynd.
Saminn ungi, Aigin, verður
vitni að drápinu á fjölskyldu sinni
í upphafl myndarinnar en kemst
undan í æsispennandi eltingaleik
við Helga Skúlason vopnuðum
lásboga. Særður og illa til reika
kemst Saminn til lítils veiði-
mannasamfélags þar sem bæði
er tekið vel á móti honum og
hann hundskammaður fyrir að
leiða óaldaflokkinn til þeirra.
Veiðimennimir hafa sig í burtu
með fjölskyldur sínar, örin og
boginn eru veiðitæki ekki morð-
tól, en Aigin ásamt þremur öðrum
verður eftir til að kljást við flokk-
inn.
Þeir eru auðvitað ofurliði bom-
ir og óþokkamir neyða Aigin til
að vísa sér leiðina til fólksins.
Yfír sveimar hrafninn, illur fyrir-
boði.
Sérkennilegasta persóna mynd-
arinnar er höfðingi veiðimann-
anna, Nóadinn. Hann virðist
rammgöldróttur, birtist og hverf-
ur þegar honum sýnist og í honum
speglast þjóðsögur og hjátrú
veiðimannasamfélagsins sem
tengjast bráðinni, lífinu og dauð-
anum.
Leiðsögumaðurinn er á margan
hátt mjög vel heppnuð mynd og
þarf engan að undra þótt hún
hafl vakið umtal og átt velgengni
að fagna í heimalandi sínu, Nor-
egi. Hún er hröð og spennandi
og vel gerð í flesta staði með
kröftugri tónlist, segir sterka sögu
sem getur höfðað til allra og ger-
ist í forvitnilegu, hijóstrugu og
snjóhvítu umhverfí Samanna.
Hún lýsir mikilli grimmd og líka
mannkærleik í hinni eilífu baráttu
á milli góðs og ills en Leiðsögu-
maðurinn byggir á samískri
munnmælasögu sem lifað hefur
með hinni 50.000 manna þjóð í
þúsund ár og leikstjórinn og hand-
ritshöfundurinn, Nils Gaup, heyrði
fyrst hjá afa sínum.
Gaup er sjálfur Sami og fjallar
um sína arfleifð og menningu af
þekkingu, skilningi og fordóma-
leysi og opnar manni þannig for-
vitnilega sýn í uppruna sinn. Leik-
stjómin einkennist af einlægni og
virðingu fyrir viðfangsefninu en
Gaup er líka hinn frambærilegasti
hasarleikstjóri sem nær hraða og
spennu á sínum heimavelli í snjó-
breiðum og klettum.
Þessi ágæta samíska mynd
sýnir líka hvers virði það er að
vinna á heimavelli, starfa í sínu
eðlilega umhverfí, fyalla um menn-
ingu sína, fortíðina eða nútímann
en rembast ekki við eftirlíkingar
alþjóðlegra metsölumynda sem
yfírleitt eru ekki annað en endur-
tekningar á sjálfum sér.
jWtSöur
á tttorgun
Guðspjall dagsins:
Mk.8.:
Jesús mettar 4 þús. manna.
ÁRBÆJARKÍRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 22. Sr. Hulda Helgadóttir.
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir guð-
fræðinemi prédikar. Laufey G.
Geirlaugsdóttir syngur einsöng.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjón-
ar fyrir altari. Sóknarprestur.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Jónas Þór-
ir. Sr. Ólafur Skúlason.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Organleikari Gunnar Gunnars-
son. Sr. Lárus Halldórsson.
Mánudagur 18. júlí: Orgelleikur í
kirkjunni kl. 11.30—12.00. Org-
anisti Jónas Þórir.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl.
13. Organleikari Birgir Ás Guð-
mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds-
son.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 10. Sr. Anders Jós-
efsson.
FELLA-OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Nína
Margrét Grímsdóttir. Sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Jón Bjarman.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld-
bænir og fyrirbænir eru í kirkj-
unni á miðvikudögum kl. 18. Sr.
Arngrímur Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist-
jánsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson. Organisti
Jón Stefánsson. Heitt á könnunni
eftir athöfn. Sóknarprestur.
LAUGARNESKIRKJA: Laugar-
dag 16. júlí. Guðsþjónusta í Há-
túni 10B, 9. hæð, kl. 11.
Sunnudag: Guðsþjónusta í Ás-
kirkju fyrir Ás- og Laugarnes-
sóknir kl. 11. Jóna Kristín Þor-
valdsdóttir guðfræðinemi prédik-
ar. Laufey G. Geirlaugsdóttir
syngur einsöng. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Orgel- og kórstjórn Reynir
Jónasson. Sr. Ólafur Jóhanns-
son.
Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Síðasta guðsþjónusta fyrir
sumarleyfi starfsfólks. Sóknar-
prestur. *
SELTJARNARNESKIRKJA:
Bænaguðsþjónusta kl. 11. Um-
sjón Jakob Hallgrímsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila-
delfía: Almenn samkoma kl. 20.
Garðar Ragnarsson er ræðu-
maður. Daniel Jónasson og fjöl-
skylda kveðja.
DOMKIRKJA Krists Konungs,
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Þessi messa er stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18 nema laugar-
daga, þá kl. 14. Á laugardögum
er ensk messa kl. 20.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18. Sr. Gunnþór
Ingason.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn
samkoma kl. 20.30. Rannveig
Nielsdóttir og Albert Oddsson
stjórna og tala.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti:
Helgi Bragason.
KAPELLAN St. Jósefsspítala,
Hafn.: Hámessa kl. 10. Rúm-
helga daga lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 11. Prófastur Kjalarnespróf-
astsdæmis sr. Bragi Friðriksson
vísiterar söfnuðinn.
Þriðjudagur: Bænasamkoma kl.
20.30. Kaffi og umræður að
henni lokinni. Sr. Örn Bárður
Jónsson.
KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl.
14. Prófastur Kjalarnesprófasts-
dæmis vísiterar söfnuðinn. Sr.
Örn Bárður Jónsson.
SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl.
17. Organisti Hilmar Örn Agnars-
son. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Oragnisti Einar Sig-
urðsson. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Messa kl.
10.30, síðasta fyrir sumarleyfi
kirkjustarfsfólks. Organisti: Jón
Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jóns-
son.
Sljörnuspáin ÞÍN
Undan
skilningstrénu
Egill Egilsson
Ef þú ert islenskur karlmaður
á aldrinum 22ja til 70 ára, og
fæddur á tímabiiinu 1.1 ár hvert
til 31.12 ár hvert, á þessi stjörn-
uspá alveg sérstaklega við þig.
Lestu hana. Taktu tillit til henn-
ar, og sýndu konunni þinni hana
ekki. Sýndu hana konu náunga
þíns. Það er góð byijun aukinna
kynna.
Almennt um stjörnuspeki
Stjömuspeki er vísindagrein.
Hún er til dæmis engu ómerkari
en þjóðhagfræðin að því leyti, að
það er hægt innan þessarar grein-
ar að panta hagstæða spá, sem
rætist auðvitað, þar sem stjömu-
spekin er vísindagrein. Frægasti
maðurinn sem pantaði sér viku-
lega hagstæða spá er Adolf Hitl-
er. Hann setti sérstakan stjöm-
uspámann til að spá sér. Að sjálf-
sögðu rættist hin hagstæða spá.
enda gekk honum eins og kunn-
ugt er allt í haginn framan af.
Stjörnuspáin ÞÍN vikuna
17.-23.7.1988
Með Tunglið í hnattstöðu, Mars
í fastri stöðu, Hannes Hólmstein
í lektorsstöðu og Sjöfn í skóla-
stjórastöðu em þér í fáum orðum
sagt allir vegir færir næstu vik-
una. Það einkennir þig eins og
aðra, að þú ert tilfinninganæmur
umfram aðra. Þetta má meðal
annars marka af því að þú skynj-
ar tilfinningar sjálfs þín miklu
sterkar en tilfínningar konu þinn-
ar og bama.
Þú ert greindur með afbrigðum,
en vandi þinn felst í að þér geng-
ur illa að koma öðrum í skilning
um greind þína, né að nýta hana
til nokkurs skapaðs hlutar.
Fjármál þín standa vel. Saltaðu
bara Landsbankaafborganimar í
eina eða tvær vikur. Lögfræðing-
ar Landsbankans em sennilega
hvort sem er flestir í sumarfríi
og senda þér ekki lögtakshótunina
fyrr en í ágúst. Aftur á móti er
sennilega hægt að kría út víxil í
Búnaðarbankanum. Þar varstu
þrátt fyrir allt með nokkur við-
skipti fyrir nokkmm ámm, þó að
það endaði illa. Mundu að maður
tengdadóttur frænku þinnar
þekkir einn bankastjóranna þar.
Tilfinningamál: Eins og fyrri
daginn em allir alltaf að ofsækja
þig. Þú þyrftir þess vegna að
koma öðmm í skilning um að þú
sért ekki eins slæmur inni við
beinið og breytni þín gefur til
kynna. Syndir fortíðarinnar era
of stórar til að verða fyrirgefnar.
Einkum á eiginkonan þér grátt
að gjalda. Reyndu því að sleikja
hana svolítið upp. Það hefurðu
ekki gert síðan í tilhugalífínu.
Mundu að skilnaður kemur ekki
til greina af þinni hálfu.
Brautargengi á vinnustað:
Reyndu með lempni að koma erf-
iðustu verkefnunum yfir á félaga
þína, einkum undirmenn. Það gef-
ur þér tíma og orku til að snúa
þér að mikilvægari viðfangsefn-
um, þar sem em yfirmenn þínir.
Reyndu til dæmis aldrei að vera
fyndinn á þeirra kostnað. Fyndni
þinni em mikil takmörk sett þeg-
ar þeir eiga í hlut. Aftur á móti
er alltaf hægt að skemmta yfir-
mönnum á kostnað undirmanna.
Komdu seinna í vinnuna en þú
hefur gert hingað til. Þess í stað
skaltu fara fyrr heim úr vinn-
unni. Þetta gefur þér tíma til að
sinna eiginkonunni og telja henni
trú um að þú elskir hána. En það
hefurðu ekki gert frá því tveimur
mánuðum eftir brúðkaupið.
Reyndu líka að gefa þér tíma til
að kynnast bömunum þínum, þó
að strákurinn sé hlaupinn út í
lönd, og stelpan vilji ekkert með
þig hafa.
Þessi stjömuspá er vísindalega
tölvuunnin fyrir þig, og þess
vegna skaltu taka mark á henni.
Hafí fyrri stjömuspár ekki ræst,
vísum við allri ábyrgð á hendur
þér, og vísum til fyrmefnds eigin-
leika þíns um hversu illa þér hef-
ur tekist hingað til að nýta greind
þína og hæfileika.