Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
15
Vernharður Bjarnason sonarsonur séra Benedikts Kristjánssonar,
sem þjónaði Grenjaðarstað frá 1877-1907, og aðrir afkomendur sr.
Benedikts.
Séra Halldór Gunnarsson, prestur í Holti og afkomandi séra Bene-
dikts Krisljánssonar, predikaði í Grenjaðarstaðarkirkju á afmæli
^yggðasafnsins. Við hlið hans eru Páll H. Jónsson, sem unnið hefur
mikið starfs fyrir safnið, óg eiginkona hans, Fanney Sigtryggs-
dóttir. Fyrir aftan þau situr Þór Magnússon, þjóðminjavörður.
f
Morgunblaðið/Sigurður Pétur Bjömsson
Haraldur Sigurdsson, formaður stjórnar Minjasafnsins á Akureyri,
og Finnur Kristjánsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, nú safnvörður á
Húsavík.
séra Þorgrímur Sigurðsson, síðar
prestur á Staðarstað, en bærinn var
í ábúð til ársins 1949, og virtust
þá örlög hans ráðin, eftir að hætt
var að búa í honum. En áhugamenn
beittu sér fyrir því, að hafist yrði
handa um varðveizlu bæjarins og
var þar fremstur í flokki Friðfinnur
Sigurðsson bóndi á Rauðuskriðu.
Bærinn stóð og hrörnaði þar til
sumarið 1955, að fyrir forgöngu
þáverandi þjóðminjavarðar, Krist-
jáns Eldjáms, var hafin gagngerð
viðgerð á honum og hann jafnframt
færður í sitt upprunalega form og
lauk þeirri viðgerð 1958. Elsti hluti
gamla bæjarins er um 150 ára gam-
all, en áður hafði bærinn fengið
mikla endurbyggingu þegar sr.
Benedikt fluttist að Grenjaðarstað
1877, en hann var þar prestur til
1907.
Hjá byggðasafnsnefndinni var
vaknaður áhugi að fá varanlegan
samastað fyrir safnið í hinum end-
urreista bæ á Grenjaðarstað, sem
nú var kominn í varðveizlu þjóð-
minjavarðar, og í samvinnu við
Kristján Eldjárn var miklum hluta
safnsins komið þar fyrir, en hluti
þess er nú í Safnahúsinu á Húsavík.
Þar stjórna hjónin Hjördís Tryggva-
dóttir Kvaran og Finnur Kristjáns-
son með mikilli prýði og þar bætast'
alltaf við merkir munir.
sjá fleiri merka og mikilsverða
hluti, en þeir hefðu búist við.
- Fréttaritari
Njálssaga:
Kvikmyndatökur
hefjast næsta sumar
SVO sem greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu, þá hafa
bandarískir aðilar hafið undir-
búning að kvikmyndun Njáls-
sögu. Framleiðandi kvikmynd-
arinnar, James Johnston, er nú
staddur hér á landi á leið sinni
til Svíþjóðar, og var hann innt-
ur eftir því hvernig undirbún-
ingi kvikmyndatökunnar liði.
„Ég hef unnið að undirbúningi
þessa verks nú um tveggja ára
skeið ásamt sænska kvikmynda-
leikstjóranum Jan Troel, en hann
hefur fallist á að leikstýra mynd-
inni þegar við höfum í höndunum
kvikmyndahandrit sem við teljum
hæfa viðfangsefninu. Nú sem
stendur höfum við ekki handrit
sem fullnægir öllum okkar kröf-
um, en ég er að vonast til að
komast í samband við aðila hér á
landi sem kynnu að hafa áhuga
á að skrifa endanlegt kvikmynda-
handrit. Þetta er fyrst ög fremst
spumingin um að finna réttu
manneskjuna sem hefur lausan
tíma til að sinna þessu verkefni.
Ég hef sjálfur gert uppkast að
handriti sem er nokkurskonar úr-
dráttur sögunnar eins og ég sé
hana fyrir mér sem kvikmynd, og
er það fyrst og fremst ætlað til
leiðbeiningar fyrir þann sem sem-
ur hið endanlega kvikmyndahand-
rit.“
James Johnston sagði að ekk-
ert hefði enn verið ákveðið með
val leikara í kvikmyndinni, en tók
fram að hann hefði mikinn áhuga
á að sænski leikarinn Max von
Sydow tæki að sér hlutverk Njáls.
„Max von Sydow og Jan Troel
hafa verið vinir árum saman, og
þegar við Jan Troel bytjuðum að
vinna að þessu verkefni, þá kom
fljótlega í ljós að Max von Sydow
hafði einhvern tíma lýst áhuga
sínum á að glíma við hlutverk
Njáls, en ennþá hefur ekki verið
gengið formlega frá neinum
samningi við hann. Hann hefur
einungis lýst áhuga sínum á þessu
verkefni."
Varðandi önnur hlutverk í kvik-
myndinni sagði Johnston að hann
Morgunblaðið/BAR
James Johnston, kvikmynda-
framleiðandi.
hefði mörg nöfn í huga sem hann
teldi að gætu haft gildi fyrir
myndina, en mörg hlutverkin
væru þó þess eðlis að honum hefði
ennþá ekki komið neinn til hugar
í þau. Hann tók fram að til dæm-
is þyrfti mjög kraftmikið fólk
bæði líkamlega og leiklistarlega í
hlutverk aðalhetja sögunnar, og
nefndi þar sérstaklega hlutverk
Gunnars á Hlíðarenda.
„Sá sem kemur til með að fara
með hlutverk Gunnars þarf að
vera sérstaklega vel á sig kominn
líkamlega og einnig þarf hann að
hafa ákveðin blíðleg einkenni,
vegna þess að Gunnar var að
mínu mati hin eiginlega norræna
hetja. Þetta gerir gífurlega miklar
kröfur til leikarans, og ég vona
sannarlega að ég fínni þann rétta
í hlutverkið hér á landi eða ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Ann-
ars vantar okkur fyrst og fremst
karlleikara, því við höfum í huga
ákveðnar leikkonur í aðalkven-
hlutverkin, en sem stendur hefur
ekki verið gengið frá neinum
samningum, þannig að ef ég finn
leikkonur hér á landi sem ég tel
koma til greina, þá er allt opið
hvað það varðar."
Stefnt er að því að taka kvik-
myndarinnar hefjist næsta sumar,
og sagðist Johnston vonast til
þess að þær gætu að sem mestu
leyti farið fram hér á landi. Fjár-
hagsáætlunin hljóðar upp á 6
milljónir dollara, og er þá miðað
við að allt gangi að óskum og
aðstaða fáist til að fullgera mynd-
ina í Svíþjóð eða London.
Johnston sagði að um nokkuð
margar leiðir væri að ræða varð-
andi efnistök sögunnar, en ennþá
hefðu ekki verið teknar endanleg-
ar ákvarðanir varðandi hvaða leið
yrði valin.
„Einn helsti styrkur þessa verk-
efnis er að þetta verður mikil
spennu og ævintýramynd fyrir
hinn almenna áhorfanda. Almenn-
ingur í Bandaríkjunum til dæmis
er líklegur til að fara í kvikmynda-
hús og sjá mynd af þessu tagi
áður en hann fer að horfa á alvar-
lega mynd, sem hefur einhvern
þann boðskap að flytja sem hefur
varanleg áhrif á líf hans. En þetta
verður einmitt kvikmynd sem hef-
ur slíkan boðskap, og við vonumst
til að hann hafí áhrif á þá áhorf-
endur sem koma fyrst og fremst
í þeim tilgangi að sjá spennu-
mynd. Þannig á ævintýrið í sög-
unni að verða miðillinn til að koma
hinni mannlegu visku sögunnar
til skila. Aðalboðskapur sögunnar
eins og hann kemur mér fyrir
sjónir er að friður fæst ekki með
ofbeldi heldur með sáttum. Ég tel
Njál hafa fómað sér vísvitandi,
og hann hafi gert sér grein fyrir
því að dauði hans þjónaði ákveðn-
um tilgangi. Hann kaus að deyja
á þann hátt að í því var fólginn
ákveðinn boðskapur. Við viljum
koma þessum skilaboðum Njáls
áleiðis til fleiri.
En sem stendur er þetta allt á
frumstigi og geysilega mikil
skipulagsvinna er framundan. Það
á eftir að reyna margt áður en í
ljós kemur hvað hentar best.
Ætlunin er að fá allt það hæfasta
fólk sem mögulegt er á öllum
sviðum kvikmyndagerðar til liðs
við okkur, þannig að mögulegt
verði að gera þessu bókmennta-
verki þau skil sem það verðskuld-
mollcbœfc
hu©e
UM HELGINA MILLI
KL. 13 OG 17
SYNING
Langar þig ekki ígóðan sumarbústað? Svona einn alvöru...
Hefurðu hugleitt hvað sumarhúsið getur orðið notalegt í vetrarkyrrðinni líka...
Sýnum fullinnréttað frístundahús í Brautarholti laugardag og sunnudag kl. 13 til 17 og aðra daga á verslunartíma.
Byggðasafni Þingeyinga er nú
komið fyrir á tveim stöðum, á
Grenjaðarstað og í Safnahúsinu á
Húsavík. Þessi merku söfn eru mik-
ið skoðuð af ferðamönnum sem þar
6 ára góð reynsla í íslenskri veðráttu.
ELDASKÁLINN
Brautarholti 3, 105 R.
S 621420