Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 L/F Föroya Fiskasöla fjörutíu ára Fiskiskip í Þórshöfn, eftir GuðmundH. Garðarsson í dag eru 40 ár liðin frá stofn- un færeyska fisksölufyrirtækis- ins L/F Föroya Fiskasöla, í Þórs- höfn í Færeyjum. Af því tilefni langar mig til þess að minnast þessa merka fyrirtækis með nokkrum orðum hér í Morgun- blaðinu. Bæði er, að L/F Föröya Fiskasöla hefur unnið færeysku þjóðinni ómetanlegt gagn á fjörutíu ára starfsferli, sem og að þetta fyrirtæki hefur komið hvjög við sögu íslenskra fisksölu- mála síðustu tvo áratugina. Eins og þeir-vita, sem þekkja til físksölumála erlendis, hefur verið mjög náið samstarf milli Fiskasöla og Coldwater Seafood Corp. (S.H.) frá 1970 í sölu frystra sjávarafurða í Bandaríkjunum. í gegnum fyrra starf og þekkingu á þessu' sam- •starfi getur höfundur þessarar greinar fullyrt, að aldrei hefur fall- ið á það skuggi, og einnig sagt, sem mest er um vertj að báðir aðilar, Færeyingar og Islendingar, hafa talið sig hljóta verulegan efnahags- og fjárhagslegan ávinning af þessu samstarfi. Þá er sá þáttur óupptalinn, og ekki sá ómerkasti, sem er að með hinu nána samstarfi L/F Föroya Fiskasöla og Coldwater Seafood Corp. (S.H.) hefur verið sannað með áþreifanlegum hætti, að tvær litlar norrænar þjóðir geta náð langt í góðu samstarfi í sölu sjávarafurða á hinum hörðu samkeppnismörkuð- um heimsins. Án nokkurs vafa hef- ur sjálfstætt sölukerfi þessara aðila skilað íslenskum og færeyskum fiskframleiðendum mun meira í aðra hönd en ella hefði verið, ef sölumálin hefðu alfarið verið í hönd- um erlendra umboðsfyrirtækja. Gagnkvæmir hagsmunir Áður en sögu L/F Föroya Fiska- söla verður gerð nánari skil, skal þess þegar getið að helztu hvata- mennimir að sölusamstarfi íslend- inga og Færeyinga á bandaríska markaðnum árið 1970 voru Þor- steinn Gíslason, þáverandi forstjóri Coldwater, og Birgir Daníelssen, forstjóri Fiskasölu. Milli þessara tveggja manna, sem báðir eru verk- fræðingar, tókst þegar mikil og góð samvinna og vinátta, sem var aðil- um ómetanlegt í upphafi þess mikla uppgangstímabils í sölu frystra sjávarafurða í Bandaríkjunum, sem varð um og eftir 1970 og helst svo til óslitið fram á þennan áratug. Eftir að Þorsteinn lét af störfum hjá Coldwater, tók Magnús Gúst- afsson við forstjóm fyrirtækisins. f hans tíð hefur hinn góði samstarfs- andi haldist og eflst. Þá hefur ríkt góð samvinna milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, eignaraðila Coldwater, og L/F Fiskasöla. ís- lenzkir og færeyskir frystihúsa- menn hafa sótt hverjir aðra heim og skipzt á skoðunum um það, sem að gagni mætti verða í vinnslu- og sölumálum. Við unifjöllun þessara mála er rétt að hafa í huga að í árlegri sölu og framleiðslu frystra sjávaraf- urða í Færeyjum og á íslandi er ekki verið að jjalla um nokkrar milljónir króna, heldur milljarða. Samstarf L/F Föroya Fiskasöla og Coldwater Seafood Corp. er því án efa stærsti samstarfssamningur ís- lendinga við aðrar þjóðir, sem sprottinn er upp úr íslenzkum jarð- vegi. En í þessu samstarfi hafa Færeyingar og íslendingar ætíð Stjórnarformaður Aksel Hansen. Forstjóri Birgir Danielsen starfað á jafnræðisgrundvelli. Báðir aðilar hafa setið við sama borð og notið sömu kjara og sama afrakst- urs af sölu- og markaðsmálum Coldwater í réttu hlutfalli við fram- lag þeirra. Islendingar geta verið stoltir af þessu samstarfi við Færeyinga. Það hefur verið samstarf í reynd við gott fólk, góða þjóð, sem íslending- um ber að standa með í hvívetna. Stofnun — umsvif L/F Föroya Fiskasöla var stofn- uð, sem fyrr segir, 16. júlí 1948. tilgangurinn með stofnun fyrirtæk- isins var að annast alhliða sölu á sjávarafurðum frá Færeyjum. í upphafi seldi Fiskasöla einkum salt- físk, þurrkaðan og blautfisk. Enn er saltfiskurinn stór þáttur í fram- leiðslu sjávarafurða í Færeyjum, en á síðustu 20 árum hefur mikilvægi saltfisks farið minnkandi á sama tíma sem frystingin eykst. Þá hefur útflutningur fersks fisks, aðallega lax og silungs, farið vaxandi. Á síðastliðnu ári var heildarút- flutningur Færeyinga á sjávarvör- um um 2.000 milljónir færeyskra króna, eða um kr. 13.200 milljónir íslenzkar. Þar af annaðist Fiskasöla sölu sjávarafurða að andvirði kr. 1500 milljónir færeyskra eða um kr. 9.900 milljónir íslenskar. Var þetta a/4 hlutar útfluttra sjávaraf- urða frá Færeyjum. Segir þetta nokkuð um stærð fyrirtækisins. Helztu markaðir Fiskasölu eru í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum en í mynd er sýnd skipting útflutn- ingsins eftir helztu markaðssvæð- um árið 1972 og 1987. Af mynd- inni má m.a lesa, að hlutdeild Evr- ópubandalagslandanna, en þá eru meðtalin þau lönd, sem gengið hafa í EB eftir 1. jan. 1973, hefur auk- ist úr 48,1% árið 1972 í 59,0% árið 1987. Hlutdeildin í útflutningnum „Forustumenn Fiska- sölu hafa verið fram- sýnir og kjarkmiklir í því að leita nýrra leiða í sölu- og markaðsmál- um fyrir færeyskar sjávarafurðir. Hafa þeir skapað sér og fær- eyskum f iskverkendum sterkan sess á helstu fiskmörkuðum heims.“ til Bandaríkjanna er reiknuð 17% árið 1972 og 16,2% árið 1987. Framsýni og kjarkur Fiskasöía hefur mjög fjölbreytt vöruúrval, s.s. saltfisk, frystan fisk, frystan humar og rækju, ferskan fisk, ferskan og frystan lax og sil- ung.lýsi og fiskimjöl, fóður fyrir eldisfisk og fleira. Frá stofnun fyrirtækisins hefur átt sér stað geysimikil þróun í út- gerð og fiskvinnslu í Færeyjum. L/F Föroya Fiskasöla hefur átt mikinn þátt í þessari jákvæðu þróun en mikil samræming hefur jafnan ver- ið í veiðum og vinnslu í Færeyjum. Forustumenn Fiskasölu hafa ver- ið framsýnir og kjarkmiklir í því að leita nýrra leiða í sölu- og mark- aðsmálum fyrir færeyskar sjávaraf- urðir. Hafa þeir skapað sér og fær- eyskum fiskverkendum sterkan sess á helstu fiskmörkuðum heims. Gott álit og traust er gulls ígildi í þessum viðskiptum. Þá hafa þeir verið ódeigir við að taka áhættu vegna nýjunga. Má 1 því sambandi nefna fiskeldi, en í þeim efnum hafa Færeyingar þegar náð mun lengra en íslendingar. Fiskeldi er nú orðin gild búgrein í Færeyjum. í L/F Föroya Fiskasöla eru nú um 100 félagsaðilar, þ.e. frystihús, frystitogarar, saltfiskverkendur, fiskeldisstöðvar o.fl. Færeysk frystihús eru vel flest fyrirmyndar- fyrirtæki, vel útbúin tækjum og vélum; vinnslusalir nýtískulegir og aðbúnaður fólks góður. Vöruvönd- un er mikil og sjávarafurðir frá Færeyingum eru eftirsóttar á heimsmörkuðum. Þá eru Færeying- ar mjög ábyggilegir í viðskiptum. Töluð orð gilda sem samningur, ef því er að skipta. L/F Föroya Fiskasöla hefur ekki látið staðar numið í öflugri upp- byggingu sinni í Færeyjum, heldur hefiir fyrirtækið fært út kvíarnar erlendis til að styrkja stöðu sína á helztu mörkuðum. í Bretlandi og Danmörku rekur Fiskasöla öflug fiskvinnslu- og sölufyrirtæki, en þau eru The Faroe Seafood Comp- any Ltd. í Grimsby og fyrirtækin Faroe Seafood Danmark og Föroya Fiskasöla Export Amba í Hirtshals í Danmörku. Fiskasöla selur sjávar- afurðir til 25 landa. í Færeyjum á Föroya Fiskasöla fyrirtækin P/F Marknaderrökt og P/F Faroe Seafood Trading Co. Ltd. Þá á Fiskasöla þriðjung af hlutabréfum Sjóvinnubankans og helming hlutabréfa í P/F Föroya Fiskaiðnað, sem í gegnum félagið P/F Dagsbrún á 2/a af eignum fiski- mjölsverksmiðjunnar Havsbrún í Fuglafirði. Þá hefur fiskasöla tekið þátt í stofnun fyrirtækja í þriðja heiminum til að stuðla að þróunar- verkefnum á sviði útgerðar og fisk- iðnaðar. Á síðustu árum hefur Fiskasöla stuðlað að öflugu fiskeldi í Færeyjum, sem þegar hefur skilað miklum árangri. Til dæmis má nefna að fiskimjölsverksmiðjan í Fuglafirði getur framleitt um 20.000 smálestir á ári af fóðri fyrir eldisfisk. Þetta nægir til að full- nægja öllum fiskeldisstöðvunum í Færeyjum. Af þessu má sjá að víða kemur Fiskasöla við sögu. Fiskasöla og Coldwater í afmælisriti L/F Föroya Fiska- söla 1948—1988 eftir Jógvan Arge segir m.a. um samstarf Fiskasölu og Coldwater: „Við gerð samstarfssamnings árið 1970 milli Föroya Fiskasölu og íslenzka fyrirtækisins Coldwater Seafood Corp. öðluðust Færeyingar betri mögleika í sölu fiskafurða á bandaríska markaðinn. Fiskasöla hafði áður kannað með hvaða hætti unnt væri að fá meira út úr þessum markaði. Niðurstaðan var samningur við Coldwater, sem tryggði okkur ekki aðeins meiri framleiðslu fyrir þennan markað, heldur einnig meira í aðra hönd. Samningurinn við Coldwater var undirritaður 10. nóvember 1970 og jafnframt var samstarfinu við bandaríska fyrirtækið O’Donnel Usen Fisheries sagt upp miðað við vorið 1971. Mat Fiskasölu var að Coldwater væri ■ kröftugri samstarfsaðili, sem mýndi skila meiru í framtíðinni. Coldwater hefur sérstaklega góð sambönd við stórar matvælakeðjur um öll Bandaríkin. Mikið var selt af 5 punda fiskflökum, sem fær-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.