Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 19

Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Þessi stjórnarmaður hefði mjög ákveðnar skoðanir á því í hvaða röð skyldi veija fjármunum til endurbóta á eignum kirkjunnar og kirkjunni sjálfri. Það, að ráðist var í að mála og teppaleggja eina hæð í prest- bústaðnum var ekki borið undir hann. Það var hins vegar þáverandi formaður stjórnarinnar, Gísli ísleifs- son, sem tók ákvörðun um verkið. Það er því ekki við prestinn að sak- ast, — ef einhverjar sakir eru. Af þessu má ráða, að þær sakir sem meirihluti stjómarinnar ber á prestinn eru í fyrsta lagi ágreiningur um tónlistarmál, sem leystur var eftir að prestinum var sagt upp fyrra sinnið, og í öðru lagi móðgun í síma- rifrildi milli fyrrverandi stjómar- manns og prests út af smáatriðum. Þá hefur meirihluti stjómarinnar nefnt að ýmis dæmi hafi verið um samskiptaörðugleika í skiptum presthjónanna við húsvörð og organ- ista. Ekki verður séð að þessir örðug- leikar hafi verið alvarlegir, — ef þeir hafa verið fyrir hendi. Brottrekstur óréttlætanlegur Niðurstaða hvers hugsandi manns hlýtur þvi að vera sú, að engar þær ávirðingar hafi komið til, a.m.k. að undanfömu, er réttlæti brottrekstur prests úr starf, jafnvel þótt svo yrði litið á að stjómin hefði til þess heim- ild. Kjarni málsins er hins vegar sá, að lagabreyting sú er safnaðar- stjómin byggir vald sitt á fær ekki staðist. Stjórnin hefur ekki vald til þess að reka prest úr embætti, sem hann hefur verið réttilega kjörinn til af söfnuðinum. Í lögum'Safnaðarins er kveðið á um störf stjórnar. Þar segir að safn- aðarstjóm annist fjárhagsmál safn- aðarins og fari með annað er við- komi rekstri hans. Hún hafí full umráð allra eigna hans, annist veð- setningar, lántökur og annað í um- boði aðalfundar eða annarra lög- mætra safnaðarfunda. Safnaðar- stjórnin er því fyrst og síðast sá aðili sem sér um íjárreiður safnaðar- ins. Engin ákvæði eru í lögum um að safnaðarstjórnin hafi yfir prestinum að segja, — ef litið er hjá títtnefndri lagabreytingu. I lögum safnaðarins segir að presturinn beri sömu skyldur gagn- vart söfnuðinum og prestar þjóð- kirkjunnar. Hann hefur því einnig hliðstæð réttindi. Vilji hann hætta ber honum að tilkynna það með 6 mánaða fyrirvara. Jafnframt segir í lögum safnaðar- ins, að vilji söfnuðurinn segja presti upp störfum skuli stjórnin boða til almenns safnaðarfundar og geta þess greinilega í fundarboði að upp- sögn prestsins verði til umræðu. Tii þess að uppsögn sé lögmæt verða 3/4 fundarmanna að samþykkja hana. Uppsagnarfresturinn skyldi þá vera 6 mánuðir en mögulega styttri með samkomulagi aðila. Þessu ákvæði telur meirihluti safnaðarstjómar að hafi verið breytt með samþykkt fámenns aðalfundar 1981. Það fær ekki staðist af eftir- greindum ástæðum: a) Presturinn sækir umboð sitt til safnaðarins í almennri kosn- ingu. Hann er ekki ráðinn til starfa af safnaðarstjóm. Stjómin hefur því eðli máls samkvæmt heldur ekki umboð til þess_ að víkja honum úr starfi. Akvæði um kosningar hefði þá lítið gildi ef safnaðar- stjórnin gæti vikið réttkjömum presti úr starfi hvenær sem er að afloknum kosningum. b) Lög safnaðarins gera ráð fyrir mjög vandaðri meðferð mála þegar uppsögn prests er fyrir- huguð. Breyting laganna í þá veru að uppsögnin geti orðið einhvers konar geðþótta- ákvörðun meiri hluta safnaðar- stjómar yrði því að sæta sér- lega vandaðri meðferð, þ.e. að birta yrði það í fundarboði að reglum um uppsögn ætti að breyta, og kreíjast yrði aukins meirihluta við kosningu. Það var ekki gert. c) Engin ákvæði eru um það í lögunum að hægt sé að beita tafarlausri brottvikningu. d) Akvæði um vald safnaðarfund- ar hefur aldrei verið úr gildi fellt. Líta verður svo á, ef laga- breytingin yrði talin hafa öðl- ast gildi, að hið nýja ákvæði komi til fyllingar hinu eldra. Þ.e.a.s. ákvörðun um brott- vikningu prests verði því að- eins borin undir safnaðarfund að aukinn meirihluti stjórnar sé því sammála. Framangreind sjónarmið um lög Fríkirkjusafnaðarins voru á sínum tíma reifuð þegar lagt var til atlögu við séra Gunnar 1985, og þau em enn í fullu gildi. Það var enda niður- staða talsmanna Prestafélagsins, að GRILLIIM sem hafa slegið í gegn Það er ekki sama hvort þið kaupið járn- eða áigrill. Gerið verð- og efnissamanburð. Seljast á meðan birgðir endast Opið virka daga kl. 10.00-18.00. Sölusýning laugardag kl. 10-18, Yrtf sunnudag kl. 13-17. Skeifan 3G símar 686204 og 686337 brýna nauðsyn bæri til þess að taka lög safnaðarins til endurskoðunar. Ólöglegt stjórnarkjör Loks má benda á, að við stjómar- kjör í vor beitti núverandi meirihluti valdi til þess að víkja úr stjórninni stjómarmanni, sem tekið hafði við stjórnarsetu sem varamaður stjóm- armanns er flutt hafði af landinu. Kjörtímabil þessa manns, sem kjör- inn var aðalmaður í stjórn, var þijú ár. A aðalfundi í vor var kjörtímabil- inu ekki lokið. Skýr ákvæði em um það í lögum safnaðarins, að „ ... um kosningu í sætið fer svo sem staðið hefir á um starfsaldur aðal- manns, en ekki þess varamanns sem við störfum tók“. Það var því and- stætt lögum safnaðarins að kjósa aðalmann að nýju. Líta verður svo á að þær ákvarðanir sem teknar hafa verið með atkvæði þess sem með ólögmætum hætti var kjörinn í safnaðarstjómina hafi frá öndverðu verið markleysa. þannig er um upp- sögn prestsins. Af því sem hér er ritað má ráða, að meirihluti er ekki í stjórninni fyr- ir brottrekstri prestsins hvað sem öðm líður. Er þá átt við ólögmæti í stjórnarkjöri og þá afstöðu stjómar- formanns að hann telji að falla eigi frá uppsögninni. Niðurstaða þessa endemismáls verður sú, að brotin verður á bak aftur aðför þessa hóps að séra Gunn- ari Bjömssyni og Fríkirkjusöfnuðin- um ef þörf krefur. Heill safnaðarins er í hættu. Til þess að koma í veg fyrir að fylkingar myndist frekar en orðið er, sem leitt gæti til klofnings safnaðarins, er skorað á meirihluta stjómarinnar að gaumgæfa hvort þau rök, sem hér em tíunduð, vegi ekki þyngra en tilfinningar einstakra stjórnarmanna. Hvort ekki sé rétt að láta staðar numið. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur og lögmaður sr. Gunnars Björnssonar. NYR HVITARLAX I HEILU kr. 425.- pr.kg. NÝR HVÍTÁRLAX í SNEIÐUM kr.555-pr.kg. SVÍNALÆRI/BÓGAR kr. 395.- pr.kg. SVÍNAKÓTILETTUR kr. 780.- pr.kg. NÝ HAMFLETTUR LUNDI kr. 69.- pr.stk. LAMBASVIÐ kr. 179.- pr.kg. ÚRBEINAÐUR HANGIFRAMPARTUR kr. 599.- pr.kg. OPIÐ 10 -16 I DAG VISA EJ NÓATÚN NÓATÚNI - HAMRABORG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.