Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGtTR 16. JÚLÍ 1988 Fæðingarhjálp afþökkuð FIMMTÁN ára gömul stúlka í litlu þorpi á Fílabeinsströndinni, ríki á vesturströnd Afríku, hefur hér alið tvíbura án nokkurrar læknisaðstoð- ar. Er konur á þessum slóðum ala böm sín eru aðeins náfrænkur þeirra til reiðu ef eitthvað ber út af en engir karlmenn mega vera nálægir. Fæðingin er talin til töfra. Austur-Þýskaland: Mega þiggja gjaldeyri Bonn. Reuter. Friedhelm Ost, talsmaður vest- ur-þýskur ríkisstjórnarinnar, Norsk útgerðarfyr- irtæki: Eiturefni til Guineu Osló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA útgerðarfélagið Klave- ness hefur verið sakað um að hafa flutt 15.000 tonn af eitruðum úr- gangi til Guineu í Afriku. Farmurinn var fluttur frá Banda- ríkjunum sem efni til byggingafram- kvæmda. Stjómvöld í Guineu hafa uppgötvað að efnið er eitrað. Því gripu þau til þess ráðs að handtaka ræðismann Noregs í landinu og létu hann ekki lausan fyrr en útgerðarfé- lagið og norsk stjómvöld höfðu lofað að úrgangurinn yrði flarlægður. skýrði frá því í Bonn í gær að almenningi í Austur-Þýskalandi yrði bráðlega heimilt að taka við gjöfum eða lánum i formi erlends gjaldeyris frá ættmennum og vinum vestan Berlínarmúrsins. Fram til þessa hafa Austur- Þjóðveijar haft takmarkaða mögu- leika á að komast yfir gjaldeyri með löglegum hætti en að sögn Friedhelms Osts munu Vestur- Þjóðveijar í framtíðinni geta lagt ótakmarkaðar fjárhæðir inn á reikninga ættingja og vina í Aust- ur-Þýskalandi. Að sögn talsmann- ins hefur ekki verið gengið endan- lega frá samningi milli ríkjanna tveggja í þessa vem en hann kvaðst vona að unnt yrði að undirrita slíkt samkomulag fyrir árslok þannig að íbúar austan múrsins gætu tekið við jólagjöfum að vestan. Austur- Þjóðveijum er óheimilt að taka er- lendan gjaldeyri með .sér úr landi og eru ekki uppi áform um að falla frá þeirri reglu. TJALDASALA OG LEIGA Vestur-þýsk hágæða hústjöld Bylting í tjalddúk Vatnsþéttari, slitsterkari og léttari. Auðveld í uppsetningu. Þú getur treyst okkar gæðamati eftir áralanga reynslu af tjaldaleigu. 4ra m. stgr. kr. 29.900,-, 6 m. strg. kr. 39.850,- Seljum og leigjum alian viðlegubúnað. Útsala á notuðum tjöldum. Sportleigan, v/Umferðarmiðstöðina, simi 13072. Suður-Afríka: Popptónleikar til heið- urs Mandela bannaðir Jóhannesarborg. Reuter. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Suður- Afríku hefur bannað stuðnings- mönnum Nelsons Mandela að halda popptónleika í tilefni af sjö- tugsafmæli hans á mánudaginn. Þegar er búið að ráðgera fjöl- margar afmælisveislur og guðs- þjónustur I tilefni dagsins og efnt verður til sérstaks „frelsishlaups" í Höfðaborg. Mandela var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir 24 árum, fyrir að hafa, sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, baráttusamtaka blökkumanna, ráð- gert að steypa minnihlutastjóm hvítra af stóli. Hann er nú í Pollsmo- or-fangelsi í Höfðaborg. Forráðamenn tónleikanna, sem ráðgerðir voru undir berum himni nálægt Soweto, höfðu búist við um 25.000 áheyrendum. Samkvæmt tveggja ára gömlum neyðarástands- lögum má ekki halda pólitíska fundi undir berum himni án sérstaks leyf- is. Stjómin hefur einnig reynt að koma í veg fyrir að afmælisins sé minnst á annan hátt. í síðustu viku gerði öryggislögreglan veggspjöld upptæk og handtók níu manns sem voru að undirbúa hátíðahöld. Búið að skipuleggja svonefnt frels- ishlaup sem verður í fimm áföngum til að bijóta ekki lögin gegn pólitísk- um fjöldasamkomum. Utanríkisráðherra Japans, forsæt- isráðherra Ástralíu og hópar í ýmsum löndum, sem beijast gegn aðskilnað- arstefnu stjómvalda í Suður-Afríku, em meðal þeirra sem hafa beðið suður-afrísk stjómvöld að láta Mand- ela lausan. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, bað stjómina um San Francisco. Reuter. KONA frá New York ól stúlku- barn i farþegaþotu og skildi það eftir í ruslafötu á salerni þotunn- ar. Að sögn lögreglumanna fór hún síðan aftur í sæti sitt hjá eigin- manninum og þriggja ára gamalli dóttur. Konan hefur verið ákærð fyrir að stefna lífi barnsins í hættu. Þotan var á leið frá Newark, New Jersey-ríki, til San Francisco. Konan, hin 24 ára gamla Christina LoCasto, var látin laus eftir að hafa greitt 50 að skerða ekki frelsi Mandela lengur af mannúðarástæðum. Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í yfirlýsingu að nauðsynlegt væri að veita Mandela frelsi til að auka friðarhorfur í Suður-Afríku. Stjómvöld í Suður-Afríku buðust til að láta Mandela lausan árið 1985 ef hann afneitaði ofbeldi en Mandela hafnaði því boði. þúsund dollara tryggingu. Verði hún fundin sek getur dómurinn orðið allt að sex ára fangelsi. Lögreglan sagði að flugþjónar hefðu opnað dymar á saleminu á meðan þotan var enn á lofti og séð að allt var á rúi og stúi. Þeir læstu því dyrunum. Er þotan var lent og hreinsunarfólk hóf störf um borð heyrðu það grát inni á saleminu og fannst þá barnið. Að sögn yfírvalda er það við góða heilsu. Bandaríkin: Reifabam í rúslafötu Árásin stangast á við sjálfsímynd þjóðarinnar í nýjasta hefti bandaríska viku- ritsins Time fjallar blaðamaður- inn Walter Shapiro um viðbrögð Bandaríkjamanna við árásinni á írönsku farþegaþotuna undir yfirskriftinni: „Þegar flekk- lausar þjóðir láta illt af sér Ieiða“. Shapiro segir að þrátt fyrir hin hörmulegu mistök er bandaríski flotinn skaut niður 290 manns sem höfðu það eitt sér til sakar unnið að vilja kom- ast frá íran til Dubai þá séu Bandaríkjamenn tregir til að sýna merki iðrunar. Vissulega hafi sumir fundið til sektar en þeir átakanlega fáir auk þess sem nánast enginn virðist fyrir- verða sig fyrir atvikið. Skipherrann á Vincennes, Will Rogers III. hafi komist næst því að sýna sannar tilfinningar er hann hóf skriflega yfírlýsingu sína á þessum orðum: „Þessi byrði mun hvfla á mér það sem eftir er ævinn- ar . . .“ En hér hefði Rogers átt að láta staðar numið, að mati grein- arhöfundar, í stað þess að reyna að útskýra atvikið eins og flekk- lausu fólki hættir til þegar því verð- ur á í messunni: „. . . en við þess- ar.aðstæður greip ég til þessa ráðs til að veija skip mitt og áhöfn“. William Crowe, forseti bandaríska herráðsins, gerði sig sekan um sömu smekkleysu þegar hann sagði: „Ég harma manntjónið en afdrátt- arlaus skylda yfirmanns skipsins var sú að veija sína menn“. Jafnvel forsetinn sem venjulega skilur svo vel þá list að sýna raunsannar til- fínningar notaði klisjuna „hræðileg ógæfa“ og lét ekki þar við sitja heldur bætti við að um „skiljanlegt slys“ væri að ræða, segir Shapiro. Sjálfsímynd þjóðarinnar Höfundur segir skýringuna á óþægilegri þögn bandarísku þjóðar- innar varðandi atburðinn eða trega hennar til að viðurkenna sekt í málinu vera þá að tortíming þot- unnar stangist svo rækilega á við Flugskeyti skotið af beitiskipinu Vincennes. Myndin var tekin er skipið var við æfingar. sjálfsímynd Bandaríkjamanna. Sov- étmenn séu svartir sauðir eins og hafi sýnt sig þegar þeir skutu niður kóresku farþegaþotuna árið 1983 og hryðjverkamenn valdi dauða í háloftunum en ekki þjóðin, sem hefur tekið það að sér að veija þau mannréttindi að geta siglt um Persaflóa. Skýringin á því að 74% banda- rísku þjóðarinnar telja írani eiga meiri sök á atburðinum en Banda- ríkjameiin hlýtur að vera sú, að mati höfundar, hve fjandsamleg mynd hefur verið dregin upp af írönum í Iandinu undanfarin ár. Hafandi í níu ár horft á múginn í Teheran æpa: „Dauði komi yfir Bandaríkin" þá séu 290 íranir ekki þess virði að þeir séu syrgðir eins og hveijir aðrir jafnvel þótt þeir hafí fyrir tilviljun orðið fyrir banda- rískri eldflaug. Tilgangfurinn helg-ar meðalið Bandaríska varnarmálaráðuney- tið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang og segir Shapiro tilgang- inn augljósan: Ef áhöfn Vincennes fylgdi fýrirmælum og starfsreglum hvemig er þá unnt að kenna Banda- ríkjamönnum um harmleikinn? Vandinn er einfaldlega sá að slíkur hugsunarháttur, þar sem tilgangur- inn helgar meðalið, þar sem allt er í lagi ef reglunum er fylgt, tekur ekki tillit til þeirrar staðreyndar að stundum leiða háleit markmið hræðilega hluti af sér, segir höfund- ur. Ábyrgð yf irvalda Firra megi skipherrann persónu- legri sök því hann hafí fylgt fyrir- mælum en sú staðreynd standi eft- ir sem áður að röð af ákvörðunum bandarískra yfirvalda hafí leitt til þeirra aðstæðna sem ríktu þegar vélinni var tortímt. Margir Bandaríkjamenn virðist telja að Bandaríkin eigi ekki sök á því hvemig fór af því að stjómvöld hafí ekki haft þetta í huga. Því geti svo farið að 212 ára afmælis sjálfstæðis þjóðarinnar verði minnst fyrir þá sök að þá hafi Bandaríkja- menn ákveðið að þeir bæm ekki ábyrgð á afleiðingum slysa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.