Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 27 Kubbadýr í Seoul Formaður suður-kóresku Ólympíunefndarinnar, Park Seh-jik, sést hér virða fyrir sér furðudýr úr plasti. Danska fyrirtækið LEGO lét búa til eftirlíkingu af „Madori“, heilladýri Ólympíuleikanna, sem fram eiga að fara í Seoul síðar á árinu. Alls þurfti um 100.000 LEGO-kubba til smíðinnar sem tók tvo mánuði. Umbætur en ekki hrófl- að við einsflokks-kerfinu Ungveijaland: Búdapest. Reuter. UNGVERSKIR kommúnistar hafa ákveðið að beita róttækum að- ferðum til að rétta við bágborinn efnahag landsins. Þott einnig sé áætlað að leyfa að fjölbreyttari pólitískar skoðanir verði viðrað- ar en áður þá er ekki á döfinni að hrófla við einokunarhlutverki kommúnistaflokksins; aðrir flokkar fá ekki að starfa. Á fundi miðstjórnar flokksins á miðvikudag og fimmtudag var samþykkt að skera niður opinber útgjöld með því að leggja niður óarðbær fyrirtæki og stuðla að frjálsu framtaki einstaklinga ásamt þyngri áherslu á markaðsbúskap. Vestrænn stjórnarerindreki í landinu er enn þá fullur efasemda. „Vissulega fitja þeir stöðugt upp á nýjum hlutum... En þetta eru aðeins orð. Við skulum bíða og sjá hvernig framkvæmdin verður.“ Þótt Ungveijar hafi aukið vægi markaðarins meira en nokkurt annað Austantjaldsríki hafa hefð- bundnar aðferðir þeirra til að vemda vinnustaði gegn lögmálum markaðarins valdið verðlags- hækkana, skuldasöfnun og við- skiptahalla. Enda þótt atvinnuleysi sé enn lítið miðað við ýmis Vesturl- önd skal það haft í huga að það er bannorð í kommúnistaríkjunum; samkvæmt hugmyndafræðinni eiga allir rétt á vinnu. Áætlað er að tala atvinnulausra muni hækka úr 30 þúsundum upp í 100 þúsund á næsta ári eða í 2% af vinnufæru fólki. Erlendar skuldir ríkisins eru hærri en í nokkru öðru kommún- istaríki, sé miðað við íbúafjölda, og verðbólga nálgast 20% á árs- grundvelli. Helsti hagfræðingur stjóm- málaráðs flokksins, Miklos Ne- meth, segir að hluti einkarekstrar af heildarframleiðslunni gæti, eftir efnahagsumbæturnar, farið upp í 30% eða meira en hlutfallið er nú um 6%. „Við erum að leggja drög að nýju gildismati en ýmsir þættir þess eru ekki enn fyllilega ljósir,“ sagði Nemeth á fundi miðstjórnar- innar. Hann sló því föstu að ekki væri verið að koma á kapítalisma en ýmsir draga þá yfirlýsingu í efa. Samþykktar vom tillögur um víðtækari réttindi minnihlutahópa til að láta í ljós skoðanir sínar og settar skorður við valdníðslu yfir- valda. Jafnframt var samþykkt að einsflokkskerfi skyldi vera í landinu „meðan landið væri á nú- verandi þróunarstigi.“ Umbótasinninn Gyorgy Fejti sagði að flokkurinn yrði að horf- ast í augu við þá staðreynd að ungversku þjóðfélagi væri ekki ógnað af skyndilegum uppátækj- um borgaranna heldur þvert á mótiskorti á slíku fmmkvæði, ógn- valdarnir væm aðgerðaleysi og áhugaleysi. „Það sem við væntum af nýju lögunum er að borgaranir verði sjálfstæðari, fmmkvæði í þjóð- félaginu komi frá grasrótinni, fijálsar umræður eigi sér stað um ólíka hagsmuni og skoðanir og almenningur verði virkari í um- ræðunni," sagði Fejti á fuittíi mið- stjómarinnar. Sök Bandaríkjamanna og f lotinn á Persaflóa UMRÆÐUR um árás bandaríska flotans á íronsku farþegaþotuna yfir Persaflóa þann þriðja þessa mánaðar hafa orðið miklar. Málið ®r nú til meðferðar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. í bandariska vikuritið Time ritaði Walter Shapiro blaðamaður um hlut Bandaríkja- manna að árásinni og breska vikuritið The Economist tók afstöðu til umsvifa bandaríska flotans í forystugrein. Birtast þessi sjónar- mið hér en þau gefa nokkra mynd af því, á hve ólíkan hátt menn hafa fjallað um hinn hörmulega atburð. í forystugrein The Economist segir: „Kvöld eitt fyrir 14 mánuðum hikaði Glenn Brindel, skipherra frei- gátunnar Stark. Þar urðu honum á mistökuraska flugvélin sem nálgað- ist skaut flugskeyti að bandaríska herskipinu og felldi 37 úr áhöfn skipstjórans. Við nánast sömu að- stæður ákvað Will Rogers, skip- herra beitiskipsins Vincennes, að hleypa af. Aftur reyndust mistök hafa átt sér stað. I þetta skiptið var flugvélin sem nálgaðist írönsk farþegaþota. Allir þeir. sem um borð voru, 290 manns, týndu lífi. Óbreyttur borgari sem hugleiðir málið í hægindastólnum heima í stofu kemst að þeirri riiðurstöðu að harmleikurinn yfir Hormuz-sundi sé öldungis óréttlætanlegur. Það skiptir engu þótt skipherrann hafi verið óttasleginn; erlent herskip á ekki að granda farþegaþotu skammt undan strönd heimalands- ins á alþjóðlegri flugleið. Þrátt fyr- ir þetta var ákvörðun skipherrans rökrétt þegar tekið er tillit til að- stæðna við Persaflóa; þessa ófull- komna afkima meingallaðrar ver- aldar. Vilji lesandinn glöggva sig á því hvers vegna, ætti sá hinn sami að setja sig í spor skipstjórans og ímynda sér að hann sé í stjórnstöð Vincennes þessar örlagaríku sek- úndur sunnudaginn þriðja júlí. Aðeins gefst um 400 sekúndna ráðrúm frá því flugvélin kemur fram á ratsjá þar til skera þarf úr um hvort hún hyggist granda þér. Gerir þú ekkert, hættir þú bæði skipi þínu og áhöfn eða áhöfnum annarra bandarískra herskipa, sem þér hefur verið falið að veija. Hugs- aðu til árásarinnar á Stark eða log- andi breskra herskipa við Falk- landseyjar og leggðu mat á sönnun- argögnin. Flugvélin hóf sig á loft frá einni helstu herstöð írana skömmu eftir að herskip þitt hafði átt í bardaga við íranska fallbyssu- báta. Flugvélin sem nálgast þig á fullri ferð hefur sjö sinnum hundsað aðvaranir áhafnar þinnar bæði á neyðarrásum fyrir borgaralega og hernaðarlega flugumferð. Aðeins fábjáni eða dýrlingur gæti fyrirskip- að að ekki skyldi hleypt af við þess- ar aðstæður. Þess -er krafist af bandarískum skipstjórum að þeir séu hvorugt. Hver getur svarað til saka ef ekki er unnt að áfellast skipstjór- ann? Við skulum leiða hjá okkur ruglingslegar tilraunir manna til að rekja orsakirnar til bilunar í ratsjár- búnaði eða klúðurslegra starfsað- ferða áhafnar Vincennes. Vissulega fór eitthvað úrskeiðis þó svo kunni að fara að einstök atriði verði aldr- ei skýrð til fullnustu nema íranir finni „svarta kassann" og leyfi er- lendum sérfræðingum að rannsaka hann. Þó svo fari mun ein óvefengj- anleg staðreynd standa óhögguð. Allt þar til Guð eða bandaríska varnarmálaráðuneytið uppgötvar ratsjárkerfi, sem upprætir alla óvissu í alheiminum, verða hermenn af og til að taka ákvarðanir sem varða líf og dauða á grundvelli ófull- nægjandi upplýsinga. Af og til munu þeim verða á mistök. Þessi mistök voru réttlætanleg í ljósi aðstæðna. Voru aðstæðurnar réttlætanlegar? Hefðu þær verið aðrar - ef Vincennes hefði t.a.m. verið á Gíbraltar-sundi en ekki Hormuz-sundi - hefði Rogers aldrei gefið skipun um árás. Því verður að leggja mat á þennan harmleik í ljósi raunverulegra orsaka hans: ástandsins á Persaflóa undanfarið ár þar sem stríð milli Bandaríkja- manna og írana hefur hvað eftir annað virst yfírvofandi og þeirra hárfínu reglna um afskipti herafl- ans sem mótast hafa af þessum aðstæðum. Sökum þessa gat skyn- samur skipstjóri ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að flug- skeytinu skyldi skotið gegn flugvél- inni. Það er eðlilegt að Bandaríkja- menn fyllist hryllingi vegna þessa atburðar, sem kostaði 290 manns lífíð og spyiji hvort vera flotans á Persaflóa sé á einhvern hátt rétt- lætanleg. Sú staðreynd að Sovét- menn gerðu hvað þeir gátu til að sýna engin merki hryggðar eða eft- irsjár eftir að þeir höfðu grandað kóreönsku farþegaþotunni árið 1983 varð þess valdaridi að at- burðurinn varð enn viðurstyggilegyi fyrir bragðið. Þótt Sovétmönnum hafí verið fullkunnugt um að þotan var á ekki á flugi yfír átakasvæði og ógnaði hvorki lífi né limum óbreyttra borgara breytti það engu um afstöðu þeirra. En Bandaríkja- menn þurfa að taka afstöðu til enn- þá erfiðari spurningar. Ber að halda flotaverndinni á Persaflóa áfram ef annar hörmúngaratburður siglir í kjölfar þessa annaðhvort fyrir mistök eða sökum hefndaraðgerða írana; t.a.m. ef árásin á Stark end- urtekur sig og Bandaríkjamenn en ekki íranar þurfa að leita líkams- leifa fómarlambanna? Ástandið hefur batnað Svarið við þessari spurningu ei það að floti Bandaríkjanna og her- skip þeirra Evrópuríkja, sem senc hafa verið á þessar slóðir, verða áfram að halda uppi vernd á Persa- flóa þótt því fylgi mikil áhætta. Þegar olíuskip Kuwait-búa sigldu i fyrsta skipti undir bandarískum 1 The rioi'DMiMuii'iu nuoom FIAT VERSUS V0LKSWAGEN Fconomkr THE C0ST OF GRANNY POWER *** v^ vx X X VX X X X X v3 V- Ium tu< A TRUE COMMGN MARKET? A survey of Eurdpe’s 1992 Forsíða breska vikuritsins The Economist. fána inn á Persaflóa fyrir ári hót- uðu íranar öllu illu. Engu að síður var rétt að taka áhættuna. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er rúman helming olíuauðlinda jarðar að fínna á þessum slóðum. Stór hluti þeirra tilheyrir vanmátt- ugum eyðimerkurríkjum, sem á síðasta ári töldu ástæðu til að ótt- ast um öryggi sitt vegna hins enda- lausa stríðs Ayatollahs Khomeinis og íraka. Það var nokkuð sem ríki Vesturlanda urðu að koma í veg fyrir þá og geta ekki liðið nú. Til allrar hamingju er hættan ekki söm og áður. Að undanförnu hefur hallað á írana í Persaflóa- stríðinu í fyrsta skipti frá árinu 1982. Hin óhugnanlega árás á far- þegaþotuna verður til þess að draga enn frekar úr baráttuþreki þeirra. Arabaríkin við Persaflóa - einkum Saudi-Arabar og Kuwait-búar - hafa að undanförnu sýnt aukið sjálfstraust gagnvart hótunum ír- ana. Að baki þessarar þróunar •>ggja ýmsar ástæður og margar þeirra eru með öllu ótengdar ríkjum Vesturlanda: stríðsþreyta í íran og gífurleg reiði í arabaheiminum vegna óeirðanna, sem íranskir pílagrímar æstu til í Mekka á síðasta ári og lauk með allsheijar blóðbaði. En flotavemd vestrænna ríkja hefur skipt sköpum. Sökum hennar hefur írönum gengið erfið- lega að halda uppi árásum á skip hlutlausra ríkja og umfram allt hefur tekist að draga úr áhrifa- mætti hótana Ayatollahs Khomein- is. Ef hörfað yrði nú væri það víta- vert veikleikamerki."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.