Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
Engin afskipti fjármálaráðuneyt-
is af gerð þjóðhagsáætlunar
eftir Bolla Þór Bollason
Undanfama daga hefur nýgerð
þjóðhagsspá mikið verið í fréttum. .
Það er út af fyrir sig mjög eðli-
legt. Hitt sætir meiri tíðindum, að
umræðan hefur að þessu sinni ekki
eingöngu snúist um innihaldið,
heldur jafnmikið og jafnvel meira
um aðdragandann að birtingunni.
Jafnvel þetta væri út af fyrir sig
ekkert óeðlilegt, ef rétt væri farið
með staðreyndir. Svo hefur því
miður ekki verið, langt því frá, þar
sem umfjöllunin um þennan þátt
hefur bæði verið ákaflega villandi
og oftast beinlínis röng. Þar sem
bæði ég og mínir starfsfélagar
hafa beint eða óbeint verið dregnir
inn í þessa umræðu fínnst mér
óhjákvæmilegt að koma á fram-
færi nokkmm athugasemdum.
Upphaf þessa máls, alla vega í
fjölmiðlum, er lítil og sakleysisleg
klausa aftan á DV síðastliðinn
mánudag, þar sem það er nefnt
svona rétt í framhjáhlaupi, að fjár-
málaráðuneytið hafí viljað endur-
skoða spá þjóðhagsstofnunarinnar
um viðskiptahallann. Ekki var
meira gert úr þessu þennan dag-
inn.
Fréttatilbúningnr
En næsta dag kom stóra bomb-
an. í fimm dálka fyrirsögn yfir
þvera forsíðuna á DV var þjóð-
hagsspáin komin á einn allsheijar
þvæling um kerfið og fjármála-
ráðuneytið farið að ráðskast með
einstakar tölur úr spánni. Gott ef
ekki farin að ásælast sjálfan grip-
inn úr höndum Þjóðhagsstofnunar.
En þar með var sagan ekki öll
sögð. Því að á miðvikudeginum
reið sjálfur spariritstjóri DV fram
á völlinn í þrumuleiðara og dró þar
upp heldur ófagra mynd af með-
ferðinni á blessaðri þjóðhags-
spánni. Hálfgerð . hryllingsmynd,
þar sem skúrkarnir í fjármálaráðu-
neytinu'. léku vondu mennina. Við
vorum sökuð um að hafa tafið birt-
ingu á spánni um hartnær viku, á
meðan við reyndum að neyða sjálf-
stæða og óháða stofnun til þess
að skipta um skoðun. Lýsingin er
svo átakanleg, að maður hálflam-
aðist. Enda ritstjórinn lipur penni.
Fyrir okkur sakleysingjana, sem
ekki kunnum nægilega vel á æsi-
fl-éttamennsku, kom þessi trílógía
satt að segja gjörsamlega í opna
skjöldu. Maður var hreinlega alveg
gáttaður á þessari efnismeðferð.
Eru virkilega engin takmörk fyrir
því, hvernig fréttir eru búnar til?
Því hveijar skyldu nú vera stað-
reyndimar í þessu máli? Ekki að
maður búist svo sem við því, að
það verði nokkurn tíma hægt að
leiðrétta svona fréttatilbúning. Þar
gildir því miður sú almenna regla,
að það situr eftir sem fyrst er birt.
Það er erfíðara að koma leiðrétt-
ingum á framfæri. Ég vil hins veg-
ar alls ekki sitja undir þeim aðdr-
óttunum, sem koma fram í þessum
fréttaflutningi.
Engin afskipti
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að hvorki ég né kollegar mínir hér
í ráðuneytinu hafa á nokkurn hátt
reynt að hafa áhrif á innihald þjóð-
hagsspárinnar hvað þá heldur að
koma í veg fyrir eða teija birtingu
hennar. Þetta er svo fráleit hug-
mynd, að ég skil ekki, hvemig
nokkmm heilvita manni getur dot-
tið þetta í hug. Ég hafði sjálfur
unnið á Þjóðhagsstofnun í 15 ár,
áður en ég hóf störf í fjármálaráðu-
neytinu, og þekki það vel til fyrmm
starfsfélaga minna þar á bSe, að
svona vinnubrögð væm fyrir neðan
öll velsæmismörk.
Hitt er annað mál, að sem betur
fer þá er ástandið ekki svo slæmt,
að menn séu hættir að tala saman.
Til dæmis líður varla sá dagur, að
við hér í fjármálaráðuneytinu ræð-
um ekki við kollega okkar á Þjóð-
hagsstofnun, eða í Seðlabanka og
á Hagstofunni. Jafnvel eigum við
það til að slá á þráðinn inn á Al-
þýðusamband eða Vinnueitenda-
samband. Það er nefnilega þannig,
að menn gera talsvert af því að
bera sig saman um hlutina. Tala
saman. Þetta á alveg sérstaklega
við, þegar verið er að setja saman
þjóðhagsspá. Þá leita menn víða
fanga. Þar með er ekki sagt, að
allir þessir aðilar séu með puttana
ofan í sjálfri spánni. Eða séu endi-
lega sammála öllum niðurstöðun-
um. Sem betur fer hafa menn enn-
þá leyfi til þess að hafa mismun-
andi skoðanir á flestum hlutum.
enda held ég, að aukin skoðana-
skipti um efnahagsmál hljóti að
Við vorum sökuð um
að hafa tafið birtingn á
spánni um hartnær
viku, á meðan við
reyndum að neyða
sjálfstæða og óháða
stofnun til þess að
skipta um skoðun.
leiða til þess, að fyrirbæri eins og
þjóðhagsspár verði betri.
Betur sjá augu en auga
Fyrir nokkrum árum var ástand-
ið þannig, að Þjóðhagsstofnun var
því sem næst einráð á þessum
markaði. Hún gerði allar verðlags-
spár, allar launaspár, allar þjóð-
hagsspár. Nánast allar spár, nema
ef vera skyldi veðurspá. Þetta er
hins vegar liðin tíð. Til dæmis eru
verðlagsspár gerðar út um allan
bæ. Um þetta er ekkert nema gott
að segja. Samkeppni er af hinu
góða á þessu sviði eins og á svo
mörgum öðrum sviðum. Það sama
hlýtur auðvitað að gilda um þjóð-
hagsspá.
Heilbrigð skoðanaskipti eiga
hins vegar ekkert skylt við allt að
því pólitíska íhlutun í starfsemi
sjálfstæðrar og óháðrar stofnunar
eins og Þjóðhagsstofnunar. Þessu
mega menn ekki rugla saman.
Jafnvel ekki í miðri gúrkutíð. Það
ætti kannski að gilda það sama
um dagblöð og agúrkur, að þegar
Bolli Þór Bollason.
þau seljast ekki nógu vel mætti
reyna að lækka söluverðið. Ráða-
menn á DV ættu kannski að velta
því fyrir sér, hvort markaðslögmál-
in eigi ekki jafnvel við dagblöð og
landbúnaðarvörur.
Höfundur er skrifstofustjóri hag-
deildar fjármálráðuneytisins.
A
Félag Islendinga á Norðurlöndum:
Oánægja með Flugleiðir
Samstarfs við önnur flugfélög um leiguflug leitað
FÉLAG íslendinga á Norðurl-
öndum leitar nú nýrra sam-
starfsaðila um flug milli Islands
og hinna Norðurlandanna. Und-
anfarin ár hefur félagið haft
samstarf við Flugleiðir, en kurr
er í félagsmönnum vegna hárra
fargjalda, að þeirra mati, og því
hefur stjórn félagsins verið falið
að leita samstarfs um leiguflug
við aðra. Þetta kom fram í sam-
tali við Harald Ólafsson, form-
ann félagsins, sem er nú staddur
hér á landi í þessum erindagjörð-
um. Miklir hagsmunir eru í húfi
fyrir flugfélögin þar sem félagið
semur um nálægt 5000 sæti milli
íslands og hinna Norðurland-
anna á hveiju ári. Að félaginu
standa hin ýmsu félagasamtök
íslendinga, sem búsettir eru á
hinum Norðurlöndunum, og eru
meðlimir um 9000 talsins. Frá
upphafi hefur eitt af megin-
markmiðum þess verið að fá
hagstæð flugfargjöld fyrir fé-
lagsmenn.
„Eitt af helstu verkefnum félags-
ins er að semja um sem hagstæð-
Morgunblaðið/Júlíus
Haraldur Ólafsson, formaður
Félags íslendinga á Norðurlönd-
um.
ust fargjöld fyrir félagsmenn sína
milli íslands og hinna Norðurland-
anna. Undanfarin ár höfum við ein-
ungis átt viðskipti við Flugleiðir en
á aðalfundi félagsins í mars kom
upp óánægja með það samstarf.
Mörgum þykja fargjöld Flugleiða
dýr og að þeim hætti við að líta á
farþega, sem kaupa fargjöld í
gegnum okkur, sem annars flokks
uppfyllingarfarþega," sagði Har-
aldur. „I framhaldi af því var
stjóminni falið að vinna markvisst
að því að finna samstarfsaðila á
íslandi um leiguflug til helstu áætl-
unarstaða á hinum Norðurlöndun-
um bæði með langtíma og
skammtíma sjónarmið í huga,“
bætti hann við.
Haraldur sagði að þeir hefðu
verið að þreifa fyrir sér hjá öðrum
flugfélögum bæði hér innanlands
og á hinum Norðurlöndunum og
leitað að samstarfsaðilum um leigu-
flug. Sagði hann að undirtektimar
hafí verið jákvæðari en þeir áttu
von á. Ekki vildi hann gefa upp
hvaða flugfélög er um að ræða.
„Okkur virðist sem ríki dálítill
pirringur hér heima, ekki síður en
úti, með einokun Flugleiða á þess-
um flugleiðum," sagði Haraldur að
lokum.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. júii.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 44,00 30,00 39,34 13,805 544.896
Ýsa 87,00 35,00 75,32 3,575 269.350
Ufsi 15,00 14,50 14,94 8,317 124.229
Karfi 21,00 12,50 18,00 18,493 332.902
Steinbítur 26,00 17,00 23,99 0,492 11.815
Koli 25,00 25,00 25,00 0,969 24.225
Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,108 4.320
Langa 21,00 15,00 20,14 0,775 15.618
Lúða 120,00 110,00 118,00 0,262 31.000
Samtals 29,00 46,844 1.358.355
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Selt var aðallega úr Hamrasvani SH og Eini GK. Nk. mánudag
verða m.a. seld 90 tonn af þorski og 30 tonn af ýsu úr Otri HF,
11 tonn af blönduöum afla úr Fróða SH, 20 tonn af karfa úr
Saxhamri SH og 10 tonn af karfa og 2 tonn af blönduðum afla
úr Tjaldi SH.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 52,00 34,00 45,16 3,812 172.142
Ýsa 56,50 50,50 52,04 1,521 79.152
Ufsí 11,00 8,00 10,92 3,231 35.298
Karfi 20,00 14,00 15,53 8,185 127.136
Steinbítur 23,50 20,50 21,35 3,670 78.368
Lúða 156,00 103,00 114,39 1,342 153.515
Langa 21,50 20,50 20,92 0,775 16.213
Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,213 3.195
Sólkoli 45,00 44,00 44,54 0,968 43.110
Skarkoli 45,50 40,00 -12,48 0,580 24.636
Öfugkjafta 15,00 13,00 13,29 1,579 20.985
Skata 40,00 40,00 40,00 0,043 1.720
Skötuselur 170,00 46,00 152,13 0,276 41.989
Samtals 30,44 26,195 797.459
Selt var aöallega úr Eldeyjar-Boöa GK. Nk. mánudag verða
m.a. seld 70 tonn af þorski, ýsu og fleiri tegundum úr Sigurði
Þorskur 39,00 13,00 36,52 19,096 697.467
Ýsa 72,00 10,00 41,15 0,913 37.569
Karfi 17,00 17,00 17,00 0,310 5.270
Ufsi 17,00 8,00 14,95 14,156 211.653
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,356 5.340
Hlýri 10,00 10,00 10,00 1,571 15.710
Skarkoli 40,00 39,00 39,44 0,216 8.518
Lúða 100,00 100,00 100,00 0,326 32.600
Samtals 27,45 36,944 1.014.127
Selt var úr Þrymi BA og Runólfi SH. Nk. mánudag verða m.a.
seld 150 tonn af karfa, 50 tonn af ufsa og 10 tonn af þorski
úr Viöey RE.
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf.
Þorleifssyni GK og nk. þriöjudag verða m.a. seld 130 tonn af
blönduöum afla úr Aöalvik KE.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 11. 7.-15.7 >
Þorskur 93,77 147,270 13.809.615
Ýsa 97,36 66,120 6.437.180
Ufsi 35,70 18,200 649.653
Karfi 53,34 4,000 213.379
Koli 107,28 0,135 14.482
Blandað 113,85 6,035 687.075
Samtals 90,22 241,760 21.811.384
Þorskur 43,00 42,00 42,64 0,671 28.614
Ufsi 27,50 27,50 27,50 2,625 72.188
Karfi 26,80 -18,00 21,79 9,000 196.136
Langa 30,00 28,50 29,61 2,359 69.855
Steinbítur 23,00 18,50 21,53 1,177 25.343
Skötuselur 105,00 105,00 105,00 0,274 28.770
Samtals 26,13 16,106 420.906
Seld voru 101,155 tonn úr Náttfara RE í Hull sl. mánudag fyrir
9.142.142 krónur eða 90,38 króna meöalverö og 140,605 tonn
úr Sólbergi ÓF í Grimsby sl. miövikudag fyrir 12.669.242 krón-
ur eða 90,11 króna meöalverö.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 11.7.-15.7.
Selt var úr Frá VE, Suðurey VE, Erlingi VE, Skúla fógeta VE
og Sigurbjörgu VE. Nk. mánudag verður a.m.k. selt úr Bjarnar-
ey VE.
Þorskur 89,86 422,300 37.946.093
Ýsa 80,30 230,210 18.485.380
Ufsi 43,33 7,840 339.716
Karfi 51,72 9,265 479.190
Koli 86,45 54,340 4.697.514
Grálúða 67,50 19,680 1.328.486
Blandaö 110,00 56,529 6.218.351
Samtals 86,85 800,164 69.494.731
GENGISSKRÁIMING Nr. 132. 15. júlí 1988
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala g»ngl
Dollari 46,24000 46,36000 45,43000
Sterlp. 77,90500 78,10700 78,30300
Kan. doliari 08,29200 38,39200 37,66800
Dönsk kr. 6,54120 6,55820 6,64520
Norsk kr. 6,85700 6,87480 6,94490
Saensk kr. 7,25790 7,27670 7,31560
Fi. mark 10,51990 10,54720 10,61700
Fr. franki 7,40370 7,42290 7,48130
Belg. franki • 1,19160 1,19470 1,20460
Sv. franki 30,10420 30,18230 30,48990
Holl. gyllini 22,12700 22,18450 22,38480
V-þ. mark 24,94130 25,00610 25,23610
l't. líra 0,03367 0,03376 0,03399
Austurr. sch. 3,64560 3,55480 3,58560
Port. escudo 0,30670 0,30750 0,30920
Sp. peseti 0,37540 0,37640 0,38140
Jap. yen 0,34585 0,34675 0,34905
(rskt pund 66,92300 67,09700 67,80400
SDR (Sérst.) 60,10460 60,26060 60,11570
ECU, evr. m. 51,81190 51,94640 52,33990
Tollgengi fyrir júlí er sölugengi 28. júni
Sjálfvirkur 62 32 70. símsvari gengisskráningar er