Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 43

Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 43 Minning: Bjöm Stefánsson, Kálfafelli Fæddur 30. september 1896 Dáinn 7. júlí 1988 Því fólki sem fæddist fyrir alda- mót fækkar nú óðum, enda orðið aldurhnigið. Þetta fólk tengir sam-- an svo ólíka tíma að þeir sem fædd- ust eftir tilkomu síma, útvarps, bíla og alls kyns nýjunga, sem auðvelda brauðstritið, eiga erfitt með og munu raunar alls ekki skilja þá lífsbaráttu sem aldamótafólkið háði fyrstu áratugi ævi sinnar. Það háði í fyrstu ósköp svipaða lifsbaráttu og íslenska þjóðin hafði gert í ald- ir, munurinn er sá að það ól okkur og við lifðum með því, við munum það. Að búa við birtu og yl og ætla að setja sig inn í aðbúð fjögurra ára drengs árið 1900 er ekki hægt, slíkt verður ekki veruleiki heldur dagdraumur. Þetta fólk og svo margir aðrir, bæði yngri og eldri, er samt fólkið sem gerði okkur mögulegt að búa nú í þessu landi. Þótt margir þurfi að láta í minni pokann fyrir harðneskju lífsins og hyrfu af þessum heimi í bernsku og á unglingsárum, þá urðu hinir nógu margir sem háðu lífsbaráttuna til að skila okkur inn í nútímann. Nu týnir það tölunni og tekur með sér í gröfina þá lífsreynslu sem ekki kemur aftur. Minningar um þessa lífsreynslu geymum við nú á söfnum og í bókum en raunveruleik- inn hverfur. Bjöm Stefánsson á Kálfafelli, sem var fjögurra ára drengur árið 1900, lést að morgni fímmtudagsins 7. júlí. Með honum eins og öðrum aldamótamönnum fór hluti af fortíð landsins. Orkan sem hann hafði fram á miðjan aldur til að eija jörð- ina og aflá sér og sínum lífsviður- væris var falin í höndum hans og þarfasta þjóninum. Kjarkur aldamótamannsins, Bjöms á Kálfafelli, ef til vill fremur harka, er nokkuð sem ofraun er að skilja þeim sem nú ganga við götu- ljós og aka í hlýjum bílum. Aleinn á pósthestum á miðjum Skeiðarár- sandi, veglausum og svörtum í vetr- arskammdegi, með viðsjárverðar ár í bak og fyrir væri ekki öllum lagið nú á tímum. í afskekktu hafnlausu héraði þar sem óbrúaðar ár vom alltaf á báðar hendur var þetta ferðamátinn. Þetta var bara einn þáttur lífsins og aðrir vom í svipuð- um dúr. Björn var ekki einn um þetta en hann var líka einn af þeim. Maðurinn sem alltaf skyldi standa í skilum, skar fekar við nögl sér, mátti aldrei æðrast eða sýna van- mátt sinn. En erfiðisvinnumaðurinn mátti heyja aðra baráttu en baráttuna við landið og íslenska veðráttu. Um það leyti sem upphaf nútímatækni gaf honum kost á aðstoð við erfiðið fór Björn að kenna þess sjúkdóms sem hann bjó við í áratugi og gerði hann hægt og sígandi að fötluðum manni. Það má því segja að frá honum hafi verið tekinn möguleikinn til að njóta þeirra þæginda og möguleika sem okkar tímar bjóða upp á þótt hann hafi lifað þá. Það var ekki bara líkamlegur sársauki sem hann leið meðan beinkölkunin var að leggja hann undir sig. Hann þurfti einnig að horfa upp á líkama sinn taka hægt og sígandi þeim breyt- ingum sem sjúkdómurinn olli. Um það voru ekki höfð mörg orð, held- ur var hlutunum tekið með þögn, en oft hlýtur hugurinn að hafa ver- ið raunamæddur. Þessi sjúkdómur var raunar hlutskipti ótrúlega margra sveitunga Björns. Björn var ferðamaður í eðli sínu og margar ánægjustundur var hann búinn að eiga á hestunum sínum. í þeim ferðum lenti hann líka í því sem margur myndi kalla erfiðleika í dag, en þá hluti vildi hann ekki ræða. Allt fram á síðustu ár hafði hann mikla ánægju af að skreppa á smá bílferð, sjá árnar sem hann hafði glímt við, líta tún og bæi manna og sjá hvað var að gerast. Þá var öldungurinn glaður í sinni. Oft var hlegið mikið þegar barna- bömin komu í heimsókn og ærsluð- ust í kringum hann. Þá kom stafur- inn í góðar þarfir til að pota í einn og krækja í annan, en eitt vom lög, stafinn urðu þau að láta í friði. Þrátt fyrir allt átti bóndinn sínar ánægjustundir. Hann Björn á Kálfafelli, afi okk- ar, undi oft við suðurgluggann sinn Minning: Óskar Ólafsson í dag kveðjum við bamabörnin Óskar afa okkar í hinsta sinn. Við vonum og trúum því að sál hans lifi um ókomna tíð og að hann öðl- ist gott og friðsælt líf hinum megin við jarðneskt líf. Við barnabömin í Hveragerði höfum átt því láni að fagna að búa lengst af í næsta húsi við afa og ömmu frá því að við fæddumst. Það er því stórt skarð sem afi skilur eftir í hugum okkar. Afi var trésmiður og átti hann verkstæði í næsta húsi þar sem hann undi sér daglangt. Það leið varla sá dagur að eitthvert af okk- ur kíkti ekki inn á verkstæðið til hans, því hann var aldrei svo upp- tekinn að hann tæki ekki á móti okkur, og oftar en ekki leyndist brjóstsykurspoki í einni skúffunni hjá honum. Svo var alltaf hægt að finna afgangsspýtur til að smíða úr. Það hvíldi alltaf mikil ró yfir afa. Hann sagði ekki mikið og tjáði ekki tilfinningar í orði, en þeim mun meira í verki. Hann var alltaf tilbú- inn að hjálpa til og gera allt fyrir alla. Það sem einkenndi afa gagnvart okkur krökkunum var að hann veitti svo mörgu athygli sem við vomm að gera. T.d. þegar við heim- sóttum hann, sem við gerðum yfir- leitt oft á dag, fórum við iðulega inn í stofu og glömruðum á píánó- ið, en þegar við hættum þá bað afi okkur um að spila meira. Þannig minnumst við afa, hann hjartgóður og hlýr maður. En það sem veitir okkur aðstandendum hans styrk á sorgarstundu er vissa ömmu fyrir því að hans bíði gott og notalegt líf meðal látinna og þetta sé hinn góði vegur Guðs. Blessuð sé minning afa. Hermann, Kristín og Elínborg. Arný S. Jóhannes- dóttir — Minning síðustu árin og fylgdist þaðan með erli dagsins. Það var auðvelt að kalla til hennar Valgerðar ömmu ef um eitthvað vanhagaði, eða rölta til hennar fram í eldhús og fá sér kaffísopa. Nærveru ömmu gat hann alltaf treyst og ekki bara það, hún var alltaf reiðubúin. Elsku amma; við vitum að á næstunni verða stundirnar stundum einmanalegar þegar ekki þarf leng- ur að rölta inn til hans afa. En huggum okkur við að nú hefur hann verið leystur frá erfiðleikunum. Laugardaginn 16. júlí verður afi jarðsettur. Þegar útför hans fer fram á jörðinni sem hann byggði afkomu sína á næstum alla sína ævi, er engin ósk heitari en sú að sál hans fái við hlið skapara síns að yfirlíta sveitina sína í nýju ljósi og hann fái ríkulega umbun fyrir erfiði sitt. Friður fylgi elsku afa í hinum nýju heimkynnum. Gefist honum kostur á að sjá gasið grænna og fjöllin fegurri í Fljótshverfinu en nokkru sini fyrr. Guð blessi afa. Rósa og Valgerður Guðjónsdætur. Fædd 22. mars 1939 Dáin 27. júní 1988 Ég var stödd á flugvellinum í Lúxemborg á leið minni heim þegar ég frétti um andlát Öddu. Það var blendin tilfínning að vera að koma heim og að vita að svo lífsglöð kona sem Adda var væri dáin. Ég gat ekki fylgt Öddu til grafar og því vil ég minnast hennar hér í örfáum orðum. Eitt það fyrsta sem ég hugsaði eftir hina sorglegu frétt var hvað Adda hafði alltaf verið lífsglöð og hress manneskja. Alltaf hlæjandi. Og hláturinn er einmitt það sem lifir mest í minningu minni um hana. Adda hefur reynst mér vel því ég kom oft á heimili hennar sem krakki í samskiptum mínum við dætur hennar. Og þar dvaldi maður ófáar næturnar og ófáa dagana, alveg sama hvað á dundi. Og alltaf var maður velkominn. Þar var alltaf kátt á hjalla og átti Adda ófáan þáttinn í því. Það var ekki hægt að sjá að Adda berðist við svo erfiðan sjúk- dóm, svo lífsglöð og kát sem hún var. Eitt sinn er hún var rúmföst spurði ég hana hvernig hún hefði það og hún svaraði: „Svona, þú sérð það nú, hér ligg ég eins og hver annar aumingi." Og svo hló hún eins og henni var alltaf svo lagið. Adda var gift föðurbróður mínum Hauk Eiríkssyni frá Vatnshlíð í Húnavatnssýslu og áttu þau fjögur börn, þau Jóhannes, Kristínu, Kol- brúnu og Heimi. Svo áttu þau einn dótturson Andra Má sem verður nú að horfa á eftir svo góðri ömmu. Gefíð mér ósk - ó andlit blómanna feigu, sem ilmið í dag en á morgun er kastað á glæ, af aldýrri fegurð, sem hvorki er til láns né leigu, er leifunum fleygt á stimuð og rotnandi hræ. Eldfógru blómin min - bliknðu visin og dáin? Ó, blundið í vetur; í sumar þið verðið ei skert. Öskuhreinsarinn horfír sljór út í bláinn, hlemminum skellir,—svo er allt búið og gert. Lif þitt er horfið - himinsins speglar brostnir, hörð var glíman uns dauðinn þér rétti sinn ijá. utangarðsmennimir skjálfa, skelfingu lostnir. - Skeður nú ekkert? Læst engin heyra né sjá? Nei, ekkert skeður, - þvi ekki féll goð af stalli. Enginn blómsveigur skreytir leiði þitt snautt Það skiptir engu, þótt tár hinna fátæku falli, og fátæklings blóm vilja rikir að eilífu dautt. Þið gáfuð mér ósk; sú ósk mun að endingu láta, uppfyllast von hinna píndu og smáðu með því, að hugga þá alla sem einir í myrkrinu gráta, og eilífðarblóm hinna fátæku lifna á ný. (Ásta Sigurðardóttir) Elsku frændi og frændsystkini, megi góður Guð styrkja ykkur í ‘ sorg ykkar vegna missi svo góðrar eiginkonu, móður og ömmu. Megi hún hvíla í friði. Dísa Guðlaug Jónsdóttir, Jaðri — Kveðjuorð Fædd 23. júlí 1893 Dáin ll.júlí 1988 Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Br.) Lögst er til hinstu hvíldar og sofnuð svefninum langa elsku amma okkar, hin mikla heiðurskona Guðlaug Jónsdóttir, Jaðri, Bolung- arvík. Við vitum það og trúum að vel sé tekið á móti henni af afa okkar Katli Magnússyni og börnunum þeirra 6, sem látin eru, en afi og amma áttu samtals 13 börn. stundir sem við nutum návistar hennar, allar þær sendingar sem hún sendi börnunum okkar, og alla hennar væntumþykju sem hún gaf okkur öllum. Þótti oft undrum sæta hversu minnug hún var á alla af- mælis- og merkisdaga hvers og eins. Amma okkar hefði orðið 95 ára núna 23. júlí ef hún hefði lifað. En hvíldin var henni kærkomin eftir langt ævikvöld. Með þessum fátæklegu orðum þökkum við elsku ömmu og langömmu okkar fyrir innilegar samveru- og ánægjustundir sem við áttum saman. Það var okkur öllum mannbætandi að fá að eiga hana. Minning hennar er okkur að leið- arljósi. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Böm og bamaböm Þórunnar Ketilsdóttur og Kristjáns Finnbjömssonar. Okkur langar með örfáum orðum að þakka ömmu okkar fyrir þær Blóma.- og W skreytingaþjónusta © *' hvert sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Állhcimum 74. sími 84200 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. t Þökkum auðsýnda samúö og vináttu vegna fráfalls SIGURBJÖRNS FRIÐBJARNARSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Húsavíkur. Guð blessi ykkur öll. Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir, Kjartan Sigurðsson, Bergljót Sigurbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.