Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
ÍHALDSSÖM
ÞRÖNGSÝNI?
Erlendar bækur
Guðmundur H. Frímannsson
Allan Bloom: The Closing of the
American Mind, Pengnin, 1988.
Fáar bækur hafa vakið jafn-
miklar umræður og þessi bók All-
ans Blooms um bandaríska skóla-
kerfið og hvemig það hefur
brugðizt nemendum sínum. Hún
kom út í fyrra í Bandaríkjunum og
seldist feikna vel og vakti mikil við-
brögð. Menn lofuðu hana eða löst-
uðu og deildu af hörku um efni
hennar. Bokin er nú nýlega komin
út hjá Penguin-forlaginu í Bretlandi
og það er ástæða til þess að hvetja
alla, sem láta sig menntun ein-
hvetju skipta, til að lesa hana, ekki
af því að þeir verði endilega sam-
mála henni, heldur vegna þess að
hún er þess virði að hugsa um hana.
Það hefur verið sagt um þessa
bók að hún fari í taugamar á öllu
rétta fólkinu. Þá hefur venjulega
verið undanskilið að það fólk sé
þetta fijálslynda, víðsýna og sann-
færingarlausa fólk, sem heldur, að
framfarir felist í útþenslu ríkisins í
skólakerfinu, heilbrigðisþjón-
ustunni og hvarvetna annars stað-
ar, sem því verður við komið. Það
heldur að fijálslyndi sé sama og
agaleysi og víðsýnin er að öll menn-
ing sé jafn mikils virði, hvort sem
það er hámenning eða lágmenning,
vestræn menning eða austræn.
Þetta hefur mátt skilja á ýmsum,
sem hafa dæmt þessa bók.
Ég lenti í nokkrum vanda með
þessa bók, vegna þess að hún fór
jafn mikið í taugamar á mér og
ýmsum öðmm. Ég hef samúð með
mörgum þeim skoðunum, sem höf-
undur heldur fram, en mér sýnist
hann iðulega bregðast, þegar á
reynir og rökin, sem hann beitir,
annaðhvort ekki vera fyrir hendi
eða standast ekki nákvæma skoðun.
Bókin skiptist í þijá hluta. Sá
fyrsti nefnist stúdentar, annar hluti
tómhyggja í amerískum stíl og sá
þriðji háskólinn. Fyrsti hlutinn er
lýsing á eðli og skoðunum stúdenta
nútímans. Það er ekki stuðzt við
neinar kannanir heldur miðast lýs-
ingin við reynslu Blooms sem kenn-
ara. Þetta er klassísk aðferð í bók-
menntum að lýsa eigin reynslu
þannig að hún virðist vera almenn.
En vandinn við hana er mikill. Höf-
uðókostur hennar er sá að það er
engin sérstök ástæða til að taka
mark á henni nema lýsingin komi
heim og saman við eigin reynslu
hvers lesanda. Þeir stúdentar, sem
Bloom lýsir, eru heldur ógeðfelldar
manneskjur, lifa í eilífum samtíma
og vita ekkert um fortíðina, halda
að ást sé kynlíf og stjómast af tak-
markalausri eigingimi og mótast
mest af dægurtónlist. Auðvitað er
þetta skopmynd öðrum þræði og
flestir ættu að þekkja ungt fólk,
sem er ekki svona. En það er einn
kostur við þennan hluta bókarinn-
ar, að flestir ættu að kannast við
ýmsa þá lesti, sem mótað hafa ungt
fólk frá því um 1960. Hann er líka
bezt skrifaður og óvenjulegastur
af bókarhlutunum þremur.
Annar hlutinn greinir frá því,
hvemig ýmsar evrópskar hugmynd-
ir, sérstaklega frá Þýzkalandi, náðu
fótfestu í menntalífi Bandaríkjanna
og hvemig þær hafa breytzt við
það. Meginhugmyndin er sú, að
tómhyggja frá Nietzsche sé rótin
að þeirri siðferðilegu afstæðis-
hyggju, sem sé versta andleg sýki
samtímans. Tómhyggjan hafi borizt
til Bandaríkjanna með Freud og
Max Weber og sé ótrúlega djúp-
rætt í andlegu lífi þar nú á dögum.
Það er svo sérkennilegt, hvemig
þessi siðferðisafstaða hefur síðan
borizt yfir heimsbyggðina alla frá
Bandaríkjunum. Ein mynd þessarar
afstæðishyggju er sú skoðun, að
allar siðferðisskoðanir séu jafnar,
sama hversu fáránlegar þær em
eða illa rökstuddar. Það eitt nægir,
að mér finnst eitt vera rangt, annað
rétt; þess vegna er það rangt eða
rétt eftir atvikum. Þetta byggist á
því að gera strangan greinarmun á
staðreyndum og verðmætum.
í síðasta kaflanum greinir Bloom
frá stöðu háskóla í menningu
Bandaríkjanna. Hann greinir þróun
hugmynda um sjálfstæði háskóla
frá Platóni og Aristótelesi og fram
á okkar dag. Hann segir frá hvern-
ig sú hugsjón beið hnekki, þegar
heimspekingurinn Martin Heid-
egger sagði í rektorsávarpi sínu við
háskólann í Freiburg árið 1933 að
tíminn til ákvörðunar væri liðinn,
yngsti hluti þýzku þjóðarinnar hefði
þegar tekið ákvörðun. Hugsunin var
sú, að háskólamir ættu að fylgja
ákvörðunum nasistanna, þar sem
sigurvilji hins unga fólks birtist
skýrastur, beygja sig undir vilja
flokksins og þar með stjórnmála.
Bloom telur að róttæklingar sjö-
unda áratugarins hafi verið ná-
kvæmlega sömu skoðunar og Heid-
egger; töldu að kennarar ættu að
fylgja æskunni, nemendum sínum,
og vildu auka hlut stjómmála í
háskólum. Hann rekur reynslu sína
af róttækum stúdentum á sjöunda
áratugnum, ræfildómi háskóla-
kennara og ýmsar þær afleiðingar,
sem uppivöðslusemi og ofbeldi stúd-
enta hafði.
Þetta ætti að nægja til að gefa
ófullkomna mynd af efni bókarinnar
og því, hvemig tekið er á ýmsum
mikilvægustu úrlausnarefnum
samtímans með óvenjulegum hætti.
Það, sem er skemmtilegast við
þessa bók, er, hve óvenjuleg hún
er, hvemig í henni tekst að flétta
saman djúpar og mikilvægar heim-
spekilegar hugmyndir og margvís-
lega hluti úr lífi samtímans, sem
heimspekingar hirða yfirleitt lítið
um. Bloom heldur einnig fram mjög
virðingarverðum skoðunum um
mikilvægi almennrar menntunar,
sem virðist vera að hverfa í banda-
ríska skólakerfinu.
En það eru galiar á gjöf Njarð-
ar. Bloom hirðir lítið um að greina
og skoða vandlega þær hugmyndir,
sem hann vinnur með. Hann vitnar
mikið til Platóns, sérstaklega Ríkis-
ins, sem er óumdeilanlega eitt af
meistaraverkum m'annsandans.
Hann beitir henni til að varpa ljósi
á margvíslega hluti í samtímanum
og gerir það hugvitssamlega. En
túlkun hans á skoðunum Platóns á
eðli og hlutverki kvenna er mjög
umdeilanleg,' svo vægt sé til orða
tekið. Annað atriði er að hann seg-
ir snemma í bókinni að öll góð
kennsla miði að góðu lífi. Nu er
þetta hin merkasta skoðun, en til
að leiða rök að henni þarf að skýra,
hvað gott líf er. Það er hvergi gert
í bókinni. Að síðustu vil ég nefna
að Bloom gefur út margvíslegar
yfirlýsingar um ástand og eymd
bandarískrar heimspeki, en gerir
hvergi hina minnstu tilraun til að
réttlæta þær yfirlýsingar. Þetta er
undarlegt, því að raunin er sú, að
sennilega er heimspeki hvergi blóm-
legri á byggðu bóli þessi árin en
einmitt í Bandaríkjunum. Lesendur
bókarinnar mættu gjaman hyggja
að því, af hveiju Bloom vitnar svo
sjaldan beint í klassíska höfunda.
Yfirlýsingamar um heimspeki
skipta máli, vegna þess að Bloom
trúir því að heimspeki eigi að vera
höfuðgrein í háskólum, sem allar
aðrar greinar þiggi birtu sína af.
Til að svo sé, þurfa heimspeking-
amir að kunna sitt fag, líka Allan
, Bloom.
í Garðabae: Óskum eftir 5-6
herb. íb. f. ákv. kaupanda.
Einbýlis- og raðhús
Bröndukvísl: Stórglæsil. 250 fm
einlyft einbhús. Tvöf. bílsk. Stórar stof-
ur. 3 svefnherb. Vandaöar innr. Útsýni.
Laugarás: 280 fm glæsil. tvíl.
parhús m. innb. bílsk. Gott útsýni.
Langtímalán. Afh. fljótl.
Miðvangur Hf.: 150fmraöh. á
tveimur hæöum auk 40 fm bílsk.
Vesturberg: 160 fm fallegt enda-
raöh. á tveimur hæöum auk 30 fm bílsk.
Stórar stofur. 4 svefnherb. 40 fm suö-
ursv. Glæsil. útsýni.
Víðiteigur — Mosfbœr: 90
fm vandaö nýtt raöh. Góö áhv. lán.
Vesturbær: Lítiö bárujárnskl.
timburh. á steinkj. Verö 4,5 millj.
Holtsbúð: 160 fm nýl. raöh. á tveim-
ur hæöum. Innb. bílsk. Verö 8,5 m.
4ra og 5 herb.
Hjarðarhagi: Ágæt 4ra herb. íb.
Fæst í skipt. f. einb.- eöa raöh. í Vesturbæ.
Hraunbær: Glæsil. 115 fm íb. á
2. hæö i fjórb. Sórlega vandaöar innr.
Vesturberg: 100 fm mjög góö íb.
á 2. hæö. Parket. Suöursv. Verö 6,0 millj.
Miðleiti: 125 fm glæsil. íb. á 4.
hæö. Vandaöar innr. Parket. Suöursv.
Hagst. áhv. lán.
Eiðistorg: 150 fm mjög vönduö íb.
á tveimur hæöum. Þrennar svalir. Stór-
kostl. útsýni. Stæöi í bílhýsi.
í Hlíðunum: 120 fm ágæt íb. á
2. hæð. 3 svefnherb. Laus strax.
Spóahólar: 115 fm glæsil. íb. auk
bflsk. Vandaöar innr. Parket.
í Austurborginni: 135 fm efri
hæð auk 30 fm bflsk. Gott útsýni. Verð
7,5 millj.
í Hólunum: Glæsil. 130 fm íb. á
tveimur hæöum auk 28 fm bflsk. Stór-
kostl. útsýni. Verö 7,3 millj.
3ja herb.
Asparfell: Falleg 100 fm íb. á 1.
hæð. Töluv. endurn. Verö 4,5 millj.
Álfhólsvegur: 75 fm ágæt íb. á
1. hæö. Þvottah. í Ib. Sórlóö. Bllskplata.
Hjarðarhagi: Mjög góö 80 fm
jaröh. 2 svefnherb. Parket, flísar. Hagst.
áhv. langtímalán.
Nóatún: 80 fm falleg rislb. í þríb.
Svalir i suður. Glæsil. útsýni.
Hjallavegur: Ágæt 70 fm jaröh.
2 svefnherb. Parket. Sérinng.
Skálagerði: 70 fm íb. á 1. hæð.
Blokkin nýmáluö. Laus nú þegar.
Hjarðarhagi: 80 fm ágæt ib. á 1.
hæö. Nýtt rafm. Suöursv. Verð 4,4 m.
Vífilsgata: 75 fm efri hæö auk
bllsk. sem er innr. sem stúdíófb. Verö
4,5 mlllj.
Mjölnisholt: Tvær 3ja herb. íb.
75 fm hvor + byggróttur.
2ja herb.
Álagrandi: 65 fm nýl. vönduð fb.
á 1. hæö. Svalir í suðvestur. Verö
3,8-4,0 millj.
Hraunbær: Mjög góð 65 fm íb. á
1. hæö. Suðursv. Laus strax. V. 3,5 m.
Flyðrugrandi: Mjög góð ca 70
fm 2ja-3ja herb. ib. á 1. hæö. Sérgaröur.
Reynimelur: 60 fm góö íb. á 4.
hæö. Verö 3,5-3,6 millj.
Þangbakki: I einkasölu
mjög góö 70 fm íb. ó 2. hæö.
Góöar innr. Parket.
Sólvallagata: 60 fm ágæt kjlb.
Sveigjanl. grkjör. Laus strax. 2,8-3,0 millj.
Ýmislegt
Sumarbústaðir til sölu: v.
Þingvallavatn, Apavatn, i Skorradal og
i nágr. Rvíkur.
Grensásvegur: 200 fm skrifst-
húsn. tilb. u. trév. og máln. nú þegar
Góð bílastæöi.
Skóbúð við Laugaveg: i
fullum rekstri. Fæst meö mjög góöum
grskilm.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
Óðinsgötu 4
11540 - 21700
Jón Guömundsson sölustj.,
Leó E. Löve lögfr.,
Jlafur Stefánsson viöskiptafr.
v
Græöum
Graeoum
ÁTAK í LANDGRÆÐSLU
LAUGAVEG1120,105 REYKJAVlK
SlMI: (91) 29711
Hlaupareiknlngur 2512001
Búnaðarbanklnn Hellu
Hafnarfjörður - Álfaskeið
Nýkomin til sölu falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýl-
ishúsi. Suðursvalir. Bílskúr. Verð 5,2 millj. Einkasala.
Árni Gunnlaugsson, hrl.
Austurgötu 10, sími 50764.
TRAUST VEKUR
FASTEIGNA
MIÐSTÖÐIN
SKIPHOLTI50B V 62 20-M
HAGNLIS LEÓPOLOSSON
® 622030
JÓN GUÐMUNOSSON • SJÖFN ÓLAFSOÓTTIR
GlSU GlSLASON HOL GUNNAR JÓH. BiRGISSON HOL.
SIGUHÐUR PÖflOOOSSON HOL
KOPAVOGUR - EINBYLI - TVIBYLI
Skemmtilegt ca 220 fm einbýli á góðum stað í Vest-
urbæ. Um er að ræða húseign á tveimur hæðum. Auð-
velt að hafa aukaíbúð á neðri hæð. Innb. bíjskúr. Gott
útsýni. Mögulegt að taka minni eign uppí. Ákv. sala.
GARÐABÆR - EINBÝLI
Glæsilegt vel staðsett einbýli á einni hæð með góðum
bílskúr. Samtals ca 260 fm. Óvenju glæsilegur, gróinn
garður. Arinn í stofu. Parket á gólfum. Eignin er öll vel
umgengin og í góðu ástandi. Myndir og teikn. á skrifst.
MATVÖRUVERSLUN
í góðri verslunarmiðstöð. Selst með eða án húsnæðis.
Um er að ræða áhugavert fyrirtæki.
r
HVSVANGIJR
FASTEIGNASALA
BORGARTÚNI 29, 2. HÆÐ.
62-17-17
n
u
Stærri eignir
Eldri borgarar!
Síöari áfangi húseigna eldri borg-
ara viö Vogatungu í Kóp. Fjögur
parhús á einni hæö meö bílsk.
Þar af er tveim óráöstafaö.
Stærðir ca 115-120 fm. og fjögur
ca 75 fm parhús á einni hæö án
bílsk. Húsin sem eru sérl. vel
staös. skilast fullb. aö utan og
innan meö frág. lóðum. Áætl.
afhtími haustiö 89.
Kjarrhólmi - Kóp.
Ca 100 fm góö íb. á 3. hæð. Yfirb. suö-
ursv. Þvottaherb. og búr í íb. Ákv. sala.
Verö 5,1 millj.
Eskihlíð - ákv. sala
Falleg ca 90 fm nettó íb. í fjölb. Nýtt
gler. Gott útsýni. VerÖ 4,7 millj.
Langholtsvegur - laus
Ca 120 fm kjíb. 3 svefnherb. Sérinng.
Ákv. sala. Verö 4,1 millj.
Hrafnhólar
Ca 95 fmfalleg ib. á 2. hæó. Verð 4,6 m.
3ja herb.
Einbýli Digranesvegi K. Vesturborgin
Ca 260 fm steinhús, hæö kj., og ris.
Fallegur ræktaður garöur. Vönduð eign.
Bflskréttur.
Einb./tvíb. Jöklafold
Glæsil. húseign. m. tveim íb„ 165 fm
hæð þar af 25 fm bílsk. og 90 fm kj. er
til sölu. Afh. fokh. eða tilb. u. tróv.
Raðhús - Garðabæ
Rúmg. raöhús, kj., hæö og ris. Verö
10,5 millj.
Raðhús - Mosfellsbæ
Ca 160 fm glæsil. raöhús á tveimur
hæöum viö Stórateig. Bílsk.
Lóð Mosfellsbæ
Ca 1030 eignarlóð við Ásland. Verö 600
þús.
Sérhæð Holtagerði K.
Ca 130 fm falleg efri sárh. Bílsk. Vönd-
uö eign.
Álfheimar
Ca 120 fm íb. á tveimur hæöum i tvíb.
raöhúsi. Parket á stofu. Gott útsýni yfir
Laugardalinn. Verö 6,2 millj.
Sérh. Rauðagerði
Ca 150 fm ný glæsil. og vönd.
jaröh. í tvíb. Innr. allar sérsm. Sér-
garöur, verönd. Hagst. áhv. lán.
Ca 95 fm falleg íb. á 1. hæö. Suöaust-
ursv. VerÖ 4,9 millj.
Spóahólar
Ca 85 fm gullfalleg ib. á 3. hæö. Suö-
ursv. Gott útsýni. Verö 4,3 millj.
Nálægt Háskólanum.
Ca 86 fm gullfalleg íb. i fjölb. Ný eld-
húsinnr. Ákv. sala.
Hofteigur
Ca 80 fm falleg kjíb. Góöur garöur.
Sérinng. Verö 4,2 millj.
Furugrund - Kóp.
Ca 80 fm falleg íb. Suöursv. Þvottahús
á hæö. Verö 4,5 millj.
Leirubakki m. aukah.
Ca 93 fm falleg íb. á 1. hæð. Þvottah.
i ib. Aukah. í kj. Verð 4,2 millj.
Gaukshólar
Ca 85 fm vönduö íb. á 6. hæö í lyftu-
húsi. Verö 3,9 millj.
4ra-5 herb.
Fossvogur
Ca 105 fm falleg íb. á 2. hæð i vönduöu
sambýli. Ákv. sala.
2ja herb.
Samtún
Falleg íb. á 1. hæð. Sórinng. Parket.
Ljósheimar
Ca 61,4 fm nettó góð ib. í lyftuhúsi.
Eiríksgata
Ca 70 fm góð kjíb. Verð 3,3 millj.
Hamraborg - Kóp.
Ca 70 fm glæsil. íb. á 2. hæö. Bíla-
geymsla.
Rauðalækur
Ca 53 fm góð jarðhæð. Þvottah. og búr.
Guðmundur Tómasson, Finnbogi Kristjánsson,
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. - fasteignasali.