Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 16

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 15sekúndur að tjalda. Engin hælun. 3 m3 geymslurými. 0«. hjólbarðar. Allur búnaður í vagninum. RioAfioArir Vindþéttur og hlýr. Höggde^ar Botn i fortjaldi. Góð greiðslukjör VANDAÐU VALIÐ VELDU COMBI-CAMP BENCO hf., Lágmúla 7. S: 91-84077. Ferðir Útivistar um verslunarmannahelgina Að venju býður ferðafélagið Úti- vist upp á fjölbreytt úrval ferða fyrir almenning um verslunar- mannahelgina, bæði um byggðir og óbyggðir. Að þessu sinni er boðið upp á 6 lengri ferðir um helgina auk dagsferða alla frídagana. Farið verður í eftirfarandi ferðir: 1. Eldgjá-Langisjór-Sveinstind- ur-Lakagígar. Gist verður allar nætumar í félagsheimili Skaftár- tungumanna, Tunguseli. Brottför á föstudagskvöld kl. 20. A laugardeg- inum verður ekið inn að Langasjó sem er með fegurstu og stærstu vötnum í óbyggðum. Suðvestan þess er Sveinstindur, en á hann verður gengið í ferðinni. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfír svæðið suð- vestan Vatnajökuls. Einnig verður stansað í Eldgjá og gengið um gíg a- röðina, þ. á m. að vatnsgígunum. Heimleiðis verður ekið sunnan jökla með viðkomu í Hjörleifshöfða og Dyrhólaey. 2. Núpsstaðarskógar. Þetta er staður vestan Skeiðaráijökuls, inn- af Lómagnúp. Þarna er falleg skóg- artorfa utan í svokölluðu Eystra- fjalli. Fjallið er sundurskorið af gilj- um sem eru mjög skoðunarverð. Gengið verður inn að Tvílitahyl með Núpsárfossi og Hvítárfossi. Einnig verður farið á Súlutinda. Tjaldað verður á sama stað og farið í göngu- ferðir þaðan. í Núpsstaðarskóga er eingöngu ökufært vel búnum fjallabílum. Fyrir stuttu var reist vatnssalerni við skógana, er byggt var af Útivistarfélögum. Verkið var unnið að frumkvæði hrepps- og ferðamálanefndar Fljótshlíðar- hrepps í samráði við landeiganda. Brottför er á föstudagskvöld kl. 20. 3. Þórsmörk. Gist er í Útivistar- skálanum Básum. Brottför er á föstudagskvöldinu kl. 20. Heim- koma er á sunnudegi og mánudegi eftir vali. Einnig verða ferðir á miðvikudegi og fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgina sem tilvald- ar eru fyrir þá sem vilja dvelja þar fram yfír helgina eða lengur. Á sunnudagsmorguninn 31. júlí er farin einsdagsferð með brottför kl. 8 og er einnig hægt að dvelja leng- ur. Dagsferð verður einnig á mánu- deginum kl. 8. Básar hafa þótt henta þeim sem kjósa frið og ró um verslunarmannahelgina sem og aðrar helgar og er fjölskyldufólki sérstaklega bent á þessar ferðir. Útivist hefur umsjón með tjald- svæðum á Goðalandi, sunnan Krossár, og verða hópar að hafa samband við skrifstofu ef þeir hyggjast tjalda þar, en pláss er tak- markað. HIÐ ÁRLEGA golfmót Útsýnar verður haldið í Portúgal dagana 4.-7. október nk. Mótið fer fram á golfvöllunum Vilamoura og Vale de Lobo en þar eru aðstæður allar mjög ákjósanleg- ar. í tengslum við golfmótið efnir Útsýn til tveggja vikna ferðar. Brottför er 24. september í beinu leiguflugi t.il Algarve en heimferðin er um London. Unnt er að fram- lengja dvölina í Portúgal og eins er hægt að hafa viðdvöl í London. 4. Hornstrandir-Hornvík. Brottför í ferðina er á fímmtudags- morgni með rútu eða fimmtudags- kvöldi með flugi. Farið verður frá ísafirði á föstudegi kl. 14 með skipi til Hornvíkur, en þar verður höfð tjaldbækistöð til mánudagskvölds. Gönguferðir verða á ýmsa áhuga- verða staði í nágrenninu t.d. Horn- bjarg og Hvannadali. 5. Laxárgljúfur-Gljúfurleit. Þetta er ný tjaldferð. Gengið verður með gljúfrum Laxár og einnig ekið upp með Þjórsá að vestan og Gljúf- urleitarsvæðið skoðað. Brottför er á föstudag kl. 20. Dagsferð verður á sunnuddginn 31. júlí kl. 13. Gengið verður að Sogaseli og um Sogin að Djúpa- vatni í Reykjanesljallgarði. Á versl- unarmannafrídaginn kl. 13 verður að venju gengin gömul kaupstaðar- leið, en nánar segir frá því síðar. (Fréttatilkynning Allir þátttakendur í golfmótinu eiga möguleika á sigri því um er að ræða punktamót með forgjöf. Útsýn veitir glæsileg verðlaun sem er golfferð fyrir tvo til Portúgals næsta vor með gistingu á Topazio- Hótelinu. Auk þess hlýtur sigurveg- arinn glæsilegan bikar til eignar. Umboðsmaður Útsýnar í Keflavík, Helgi Hólm, sér um undir- búning mótsins og stjórnar því. Allar nánari upplýsingar eru veittar á söluskrifstofum Útsýnar og hjá umboðsmönnum. (Fréttatilkynning) Utsýn heldur golfmót LANDGRÆÐSLUDAGAR í GUNNARSH0LTI ATAKILANDGRÆÐSLU Þakkareftirtöldum fyrirtækjum stuðning við Landgræðsluna í tilefni Landgræðsludagsins í Gunnarsho/ti. Megiþau blómgast og dafna íuppgræddu iandi. FLUGLEIÐIR “ ~ ^ I, ilUCIAI /V UC BRÆÐURNIR |H|HEKIAHF f©l ORMSSON HF WlG/obus/ * EiMSKIP r y ^ / i r ✓ Glitnirhf E EUROCARD Lýsing hf. VféRZlUNflRBRNKINN §$* TRYGGING V/SA m m mmm SÍA AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN ARNARFLUG /WAMANDS HF. © FBnoz.2i.o4 Mnaðamankiiin SMITH & NORLAND ''tBÚNAÐARBANKINN -J TRAUSTUR BANKI Græpum Graéoum ÁTAK í LANDGRÆÐSLU GRÆÐUM ÍSLAND - ÍSLAND GRÆÐIR L ANDGRÆ ÐSL AN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.