Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 20

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir LESLIE COLITT Afturhaldsstefna Honeckers vekur gremju Austur-Þjóðveija AUSTUR-ÞJOÐVERJAR gera sér sífellt betur grein fyrir því hve lífsskilyrði þeirra eru dapurleg samanborið við nágranna þeirra í vestri. Ferðalög hafa aukist og erlendis sjá Austur-Þjóðveijar að margar dyr eru þeim lokaðar. Sú umbótastefna sem nú ræður ríkjum í Sovétríkjunum er ekki við lýði í Austur-Þýskalandi og umbætur Sovétmanna eru þess valdandi að óánægja Austur- Þjóðveija eykst. Austur-Þjóðveijar sem ferðast til annarra landa eiga erfítt með að afla sér gjaldeyris þar sem þeir mega aðeins skipta 15 aust- ur-þýskum mörkum daglega í átta daga. Það svarar til 375 ísl. króna á dag. Þeir sem fá leyfí til að heimsækja ættingja sína í Vest- ur-Þýskalandi eru því háðir fjár- stuðningi þeirra og velvild. Ferðist þeir til annarra landa sjá þeir að aðrir ferðamenn geta skipt gjald- miðli síns lands án nokkurra vand- kvæða á meðan þeir verða að framvísa skömmtunarseðlum. Þó Austur-Þjóðverjar séu jafn hæfí- leikaríkir og vinnusamir og Vest- ur-íjóðveijar fá þeir ekki sömu umbun erfíðis síns. Þetta ýtir undir minnimáttarkennd gagn- vart frændþjóðinni vestan jám- tjaldsins. Leiðtogar í Austur-Þýskalandi segja löndum sínum hve lánsamir þeir séu að búa í fyrirmyndarríki sósíalismans. Og það er rétt að í Austur-Þýskalandi er meiri vel- megun en þekktist í Þýskalandi fyrir heimsstyijöldina síðari. Einnig er það rétt að þeir búa við betri lífskjör en íbúar annarra austantjaldslanda. En þá mynd sem leiðtogamir draga upp af landinu kannast fáir Austur-Þjóðveijar við. Munurinn á lífslgörum Austur- og Vestur- Þjóðveija er enn jafn mikill. A það em Austur-Þjóðveijar minntir á hveiju kvöldi þegar þeir sjá sjón- varpsútsendingar að vestan og í gagnkvæmum heimsóknum sem verða sífellt algengari. Gamla kerfið enn við lýði í ljósi glasnost-stefnunnar í Sovétríkjunum er augljós áróður sem þessi tímaskekkja, sérstak- lega í augum ungra Austur-Þjóð- veija. Nokkur gagnrýni er leyfð í menningarmálum og verk út- lægra rithöfunda em nú gefín út, en á stjómmálasviðinu ríkir algjör stöðnun. Erich Honecker, hinn 75 ára gamli leiðtogi Austur-Þýskalands, er fullur efasemda gagnvart hin- um óljósu óskum þegna sinna. Hann óttast að rétti hann þeim fíngurinn muni þeir vilja taka alla höndina. Honecker lét að því liggja að glasnost-stefnunnar væri ekki þörf í Austur-Þýska- landi er hann sagði að hún hefði „sprottið af þörfum Sovétmanna." Þótt landið hafi sloppið við öfga Stalínstímans, mótaði sú hug- myndafræði bæði stjómmála- og efnahagskerfið. Daginn sem hin sögulega flokksráðstefna, sem staðfesti umbætur Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, hófst í Moskvu, var forsíða málgagns austur-þýska kommúnistaflokksins lögð undir mynd af Honecker og sovéska ráðamanninum Viktor Kulikov á fundi í Austur-Berlín. Einnig vom á forsíðu frásagnir af stöðuhækk- unum embættismanna í lögregl- unni. Ekki var minnst á sovésku flokksráðstefnuna í austur-þýsk- um fjölmiðlum fyrr en viku eftir að henni lauk. Helstu málgögn fíokksins og stjómarinnar í Sov- étríkjunum em nú orðin eftirsótt lesefni í Austur-Þýskalandi. Pravda og Izvestia seljast upp á nokkmm klukkustundum og ekki er lengur leyft að flytja inn nokk- ur sovésk tímarit, sem styðja umbótastefnu Gorbatsjovs dyggi- lega. Efnahagslifið þarfnast endurskoðunar Honecker heldur enn stíft í þá stefnu kommúnista að greiða nið- ur neysluvömr þó Gorbatsjov telji nauðsynlegt að því verði hætt Sovétríkjunum. A síðasta fjár- lagaári mnnu nærri 20 prósent útgjaldá til niðurgreiðslna á ýms- um neysluvörum, leigu og far- gjöldum almenningsvagna. Marg- ir austur-þýskir hagfræðingar em þó sammála um, þó þeir hafí ekki hátt um það, að niðurgreiðslumar hafi áhrif á neyslu og fjárfestingu og spegli ekki lengur raunvemleg- ar þarfir fólksins. „Það verður að afnema niður- greiðslumar, en núverandi forysta er ekki fær um það,“ sagði hag- fræðingur í miðstjóm Kommúni- stafíokksins. Óánægjan brýst út innan kirkjunnar Mómælendakirkjan er eini ör- yggisventillinn fyrir þá gífurlega spennu sem ríkir í Austur-Þýska- landi. Hvergi er rúm fyrir ágrein- ing og skoðanaskipti utan kirkj- unnar. Varla er svo messað að ekki sé krafist umbóta innan- lands. Þær kröfur em svo tíðar og þrálátar að stjómvöld hafa margsinnis á síðustu vikum gert kirkjurit upptæk. Vikuritið Kirkj- an í Austur-Berlín var eitt sinn þvingað til að birta ekki grein þar sem vitnað var í blaðið Moskvu-. fréttir sem hafði skrifað um aukið umburðarlyndi stjómvalda í Sov- étríkjunum gagnvart rússnesku rétttrúnaðarkirlgunni. Hjá stjóm- völdum gætir vaxandi óánægju vegna aukinna afskipta kirkjunn- ar á stjómmálasviðinu. Leiðtogi mótmælenda í Aust- Austur-Þjóðverjar eiga auðvelt með að bera saman lífskjör sín og nágranna sinna nú þegar heimsóknir á milli ríkjanna eru orðnar tiðari. ur-Berlín, Manfred Stolpe, lét svo um mælt á kirkjuþingi nýlega, að greinilegt væri að jafnvel í Aust- ur-Þýskalandi yrði ekki hjá því komist að innleiða umbætur í anda stefnu Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga, sem kennd er við per- estrojku. Einn yfírmanna kirkj- unnar, Wemer Leich biskup, sagði að kirkjan neyddist nú í auknum mæli til að takast á við brýn pólitísk úrlausnarefni sem stjóm- völd reyndu að horfa fram hjá. Alvarlegasta og jafnframt við- kvæmasta vandamálið er búferla- flutningar til Vestur-Þýskalands. Þrátt fyrir að slakað hafí verið á reglum um heimsóknir Austur- Þjóðverja til Vestur-Þýskalands sækja sífeilt fleiri um leyfí til að flytjast vestur yfír Berlínarmúr- inn. Kirkjan hvetur almenning til þess að flytjast ekki á brott, held- ur reyna frekar að breyta landinu innan frá. Kirkjunnar menn skilja á hinn bóginn vel að erfitt er að hlíta slíkum ráðum. Vonir um umbætur eru einkum bundnar við það að Honecker láti af völdum á næsta ári. Þá verða 40 ár liðin frá stofnun Austur- Þýskalands og verður þess minnst með hátíðlegum hætti. Það er þó engan veginn ömggt að Honecker dragi sig í hlé auk þess sem fátt bendir til þess að arftaki hans myndi vilja eða geta aukið frelsi alþýðu manna í landinu. Höfundur er blaðamaður breska dagblaðsins Financial Times. Óánægja Austur-Þjóðveija fer vaxandi þar sem enn eru engar endurbætur hafnar á efnahagskerfi landsins. • • Ogmiindur Jónas- son og kötturinn í öskutunnunni eftirBaldur Hermannsson Það er skemmtilegt þegar böm- in fara að hrína, sagði karlinn, og það var út af fyrir sig ánægjulegt að Ögmundur Jónasson fréttamað- ur skyldi æmta í blaðinu hér um daginn, þó að ég vildi óska að hann hefði lært af reynslunni og gert sér far um svolítið einlægari málflutning. Fyrir nokkram vikum reit ég greinarkom til andsvara þrálátum skrifum hans um Sjónvarpið óg sjónvarpsmenn, hrakti þar nokkrar eftirlætis bábiljur Ögmundar og fól honum að birta hér í blaðinu gögn nokkur sem hann vísar til gjaman máli sínu til stuðnings, svo að les- endur geti sjálfír gengið úr skugga um hvort eilífar ásakanir hans eigi við haldbær rök að styðjast eða verði að teljast gaspur gálausra sveina. Ekki birtir Ögmundur gögnin frekar en endranær, en sver og sárt við leggur að þau séu nú samt til og hafí meica að segja verið send upp í menntamálaráðuneyti, fólki þar á bænum til fróðleiks og skemmtunar. Ögmundur segir að gögn þessi, sem sýni hálfgert ófremdarástand í innlendri dagskrárdeild, hafí ver- ið útbúin af starfsmannastjóra Ríkisútvarpsins, Guðbjörgu R. Jónsdóttur, og ræður mér að eiga þetta mál við hana eftirleiðis, án sinnar milligöngu. Að þessum ráðum Ögmundar hef ég nú farið og fengið um það skýra vitneskju hjá starfsmanna- stjóranum, að engar fullyrðingar hafa frá henni farið í þá vera sem Ögmundur vill vera láta, enda væri þá þessi góða kona og gegni embættismaður íslenska ríkisins skyndilega orðinn helst til ósvífínn ósannindamaður. Og ég vil hér með skora á Ög- mund að sýna þann manndóm þeg- ar í stað að biðja Guðbjörgu fyrir- gefningar hér í blaðinu, svo að skugginn af skömmum hans falli ekki á sæmd saklausrar konu. Ég er mikið búinn að spekúlera í því hvemig Ögmundur hefur fengið þá flugu í hausinn að heið- virðar konur sitji við að setja sam- an einhvem lygaþvætting um vinnufélaga sína á sjónvarpinu og senda hann í skýrsluformi upp í menntamálaráðuneyti. Ég kem satt að segja ekki auga á neina skynsamlega skýringu. Eg held í rauninni ekki að Ógmundur hafí tekið þetta óyndis úrræði upp hjá sjálfum sér, því að hann er ekki lyginn maður að eðlisfari, þó að fljótræði, þráhyggja og óbug- andi fullvissa um vonsku annarra teymi hann stundum lengra en staðreyndir leyfa. En nýlega fékk ég vitneskju í hendur sem ég held að upplýsi málið og taki af tvímælin um að Ögmundur fór ekki vísvitandi með þennan leiðinlega rógburð um sína samstarfsmenn í blöðin, heldur lét hann ginnast af eigin gassagangi og er því miklu frekar ginning- arfífl en rógberi og varð ég feginn að uppgötva það. Þannig er, að Guðbjörg R. Jóns- dóttir setti á sínum tíma saman skýrslu um starfsmannahald Ríkisútvarpsins, og eftir því sem hún segir sjálf um málið í greinar- gerð frá 19. júlí síðastliðnum — sem ég hef undir höndum í afriti — var hún með það mál nokkra hríð í vinnslu, lagði fram uppkast að skýrslunni í framkvæmdastjóm RÚV 19. maí. Þar var málið athug- að og sáu menn strax að í uppkast- inu vora nokkrar vægast sagt mis- vísandi staðhæfíngar, sem brýnt þótti að leiðrétta, og var því bókað á fundinum að skýrslan yrði ekki formlega send úr húsi fyrr en búið væri að leiðrétta hana: í endan- legri skýrslu til menntamálaráðu- neytisins er rétt farið með alla hluti, svo sem vænta mátti, og hvergi slegið fram neinum fullyrð- ingum sem túlka mætti á þá leið sem Ögmundur gerir. Það stendur óhaggað, og það getur hver sem er séð af ársskýrslum Ríkisút- varpsins (sjá fyrri grein mína), að afköstin á innlendri dagskrárdeild hafa aukist en ekki minnkað eins og Ögmundur var að básúna. Mér sýnist því deginum ljósara, að Ögmundur Jónasson hefur kom- ist yfír uppkast starfsmannastjór- ans, plaggið sem var vitlaust og fór því beint í raslakörfuna, og í einfeldni sinni hefur hann haldið að þar hefði hann undir höndum einhverskonar leynilega skýrslu. En hvernig í ósköpunum komst drengurinn yfír uppkastið og hvemig gat flögrað að honum að draga af því stórfelldar ályktanir gegn samstarfsfólki sínu hér á Sjónvarpinu? Seint skal ég trúa því, og ekki að óreyndu, að nokkur úr fram- kvæmdastjóminni hafí rofið trúnað við stjómina, þverbrotið alla al- mennilega mannasiði og borið ljós- rit af meingölluðu uppkastinu í Ögmund án þess að vara hann við villunum. Hver ætti að vera svo meinfýsinn að tæla hinn roskna baráttumann á refílstigu af ásettu ráði og skilja hann hjálpai-vana eftir í ósannindafeninu? En þá er eiginlega bara ein skýr- ing eftir, þótt ótrúleg sé. Ögmund- ur hlýtur að hafa átt leið framhjá raslakörfu starfsmannastjórans eitt fagurt kvöld í maí, rótað í henni af rælni, rekið augun í sam- ankuðlað uppkastið, talið það send- ingu frá aeðri máttarvöldum til þess að klekkja á vondum fontum og umsvifalaust sest við skriftir. Nú er það svo með raslatunnur stórborganna að þær hafa öldum saman verið flækingsköttum sú matarkista sem fældi burt vábeiðu hungurdauðans, en menn sem ætla að frelsa veröldina'og beija á fönt- um verða að fínna sitt andlega fóður á öðram stöðum. Öll þessi hraksmánarlega atburðarás ætti því að hafa kennt Ögmundi Jónas- syni þá lexíu fyrir lífstíð, að hann þarf að fara að vanda til vinnu- bragða sinna eins og aðrir menn, og sá málstaður sem aðeins er hægt að beijast fyrir með dylgjum, útúrsnúningum, uppspuna og ra- slatunnuröksemdum, það getur ekki verið góður málstaður. Hann verður líka að læra það, að hvorki ég né aðrir munu una því að sitja saklausir undir hroka- fullum sleggjudómum hans — sanngjöm og rökstudd gagnrýni er alltaf vel þegin, en gróflegar atlögur reistar á fölskum forsend- um verðskulda ekkert annað en strangan áfellisdóm. Ég vil að síðustu leiðrétta enn eina missögn í máli Ögmundar. Samtalsþátturinn við Ingmar Bergman var ekki sýndur þrisvar heldur tvisvar hér á landi. Og ástæðan til endursýningarinnar var sú, að í frumsýningu fór textat- ölva að leika lausum hala, íslensk- ur neðanmálstexti féll út, útsend- ing var margstöðvuð meðan reynt var að koma vitinu fyrir tölvuna en það tókst ekki. Af þessum sök- um ákvað framkvæmdastjóri Sjón- varps að myndin skyldi sýnd í heild nokkru síðar, með íslenskum texta svo sem lög og reglur gera ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.