Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
Vinnugleði - Heilsu-
vernd á vinnustað
eftir Hólmfríði K.
Gunnarsdóttur
Á undanförnum misserum hef
ég farið á fundi hjá starfshópum
og rabbað um vinnugleðina sem
mikilvæga heilsuvernd á vinnu-
stað. Þessum hugleiðingum hef-
ur verið vel tekið og umræður
hafa skapast um mikilvægi þessa
og um leið hörmulegar afleiðing-
ar andstæðunnar, þ.e. vinnuleiða
eða kulnunar sem er íslenska
þýðingin á enska orðasamband-
inu „bum-out“.
Vegna þess, að takmarkaður
árangur næst í þröngum hópum
og boðun fagnaðarerindisins
gengur hægt nú á dögum, ef ein-
göngu er notuð aðferð Sókrates-
ar, langar mig til að vekja at-
hygli á þessu máli á breiðari
grundvelli.
Nýverið hefur landlæknir rætt
um óheillavænleg áhrif streitu á
vinnustað og eru það orð í tíma
töluð, en neikvæð streita er ein-
mitt óvinur vinnugleðinnar. Já-
kvæð, hæfileg streita er aftur á
móti hvatning og stuðlar að
auknum afköstum.
Hér er ekki um neitt smámál
að ræða, sem fólk ætti að yppta
öxlum yfir.
Ekki alls fyrir löngu birtist í
Morgunblaðinu stutt frétt, sem
lét Iítið yfir sér en flutti váleg
tíðindi. Þar sagði: „Sjálfsmorð
vegna þunglyndis i vinnu em
algengari dauðdagi í Svíþjóð en
dauðaslys við vinnu, samkvæmt
athugunum, sem birtar vora I
gær. Allt að 300 manns svipta
sig lífi árlega vegna þunglyndis
sem rekja má til slæmra að-
stæðna á vinnustað á meðan 100
látast í vinnuslysum. Heinz Ley-
mann, sem safnað hefur upplýs-
ingum þar að lútandi með við-
tölum við presta sagði, að þung-
lyndið mætti helst rekja til yfir-
gangs yfirmanna.“
í bæklingi um Nye toner i
arbejdsmiljöet (Nýjar áherslur í at-
vinnulífinu), sem danska Vinnueft-
irlitið hefur gefið út, segir: „Það
er útbreidd skoðun, að það eigi að
leggja minni áherslu á slysavamir.
Það er alrangt. En forvamarstarfið
mun breytast. Áður hefur einkum
verið einblínt á tæknilegar öryggis-
ráðstafanir — vélahlífar— en í fram-
tíðinni verður meira litið til sál-
rænna þátta og menntunar og
hvemig að verkinu er staðið."
Sumir virðast taka því sem þægi-
legu mgli, að talað sé um vinnu-
gleði, sem eitthvað mjög mikilvægt.
En ég er viss um, að hún er ekki
bara æskileg fyrir andlega velferð
mannsins, heldur nauðsynleg for-
senda áhuga og afkasta. Þar af
leiðir, að vinnugleði starfsmanna
leiðir einnig til bættrar afkomu fyr-
irtækja.
Vinnan er stór hluti af lífi okk-
ar. Starfíð er oft það, sem við sam-
sömum okkur, við erum hjúkmnar-
fræðingar, vélstjórar eða lögfræð-
ingar. Það er að minnsta kosti full-
yrt í símaskránni. Þetta er andlit
okkar út til veraldarinnar, þótt við
séum kannski eitthvað allt annað.
Áður fyrr kölluðu konur sig frúr,
fannst þær vera það fyrst og fremst.
Sumum fyndist sönnu næst að það
stæði „mamma“ fyrir aftan nafnið
þeirra í símaskránni, — en engin
hefur drifíð í því að taka upp þann
titil.
Það er sem sagt starfíð, sem er
merkimiðinn okkar, og hvort sem
við viljum eða ekki, verðum við með
tímanum það, sení starfsheitið seg-
„Vinnan er besti læknirinn“, seg-
ir máltækið, en til þess að svo megi
verða, þarf hún að fullnægja þörf-
um fólks, að vera hvetjandi en ekki
letjandi. Verkefnin mega hvorki
vera of lítil né of mikil, erfíðið verð-
ur að skila árangri. Fólki má ekki
fínnast það vera að moka sandi í
botnlausa tunnu. Manneskjan
þarfnast þess að vera virt og metin
af sjálfri sér og öðrum. Starfíð og
árangur þar á stóran þátt í,- hverri-
ig til tekst í þessu efni. Líðan manna
á vinnustað kemur síðan fram á
öðrum sviðum, í einkalífí og í sam-
skiptum við aðra utan heimilis og
vinnu.
Læknar við Karolinsku stofnun-
ina í Stokkhólmi og Háskóla Stokk-
hólmsborgar hafa nýlega gert ítar-
lega könnun á streitu, heilsu og
vinnugleði starfsmanna hjá Volvo.
Niðurstaða þeirra er sú, að það sé
að vísu ekki til nein einföld upp-
skrift að vinnugleði, en ef fólk ræð-
ur sér sjálft og hefur áhrif í vinn-
unni, þverr starfsleiðinn og afköst
aukast.
Lykilatriði starfsgleðinnar eru,
samkvæmt niðurstöðum þessara
vísindamanna, þau sömu og ég taldi
upp áðan; að fólk hafi sitt að segja
um það, hvað það gerir og hvernig
það vinnur verk sín, að fólki fínnist
starfíð hafa tilgang og mikilvægi í
víðu samhengi, að fólk fínni til sam-
kenndar með öðrum í starfi og geti
þroskað hæfni sína og starfsgetu.
Þessar niðurstöður eru mjög í
samræmi við niðurstöður annarra
rannsókna á starfsleiðanum eða
kulnuninni.
Þessir sænsku vísindamenn segja
ennfremur, að það sé kominn tími
til að kveða niður þá goðsögn, að
það sé hægt að bæta upp leiðinlegt
og einhæft starf með skemmtileg-
um frítíma. Starf, sem drepi niður
frumkvæði og þar sem ekki er unnt
að beita innsæi sínu og hafa áhrif,
gerir fólk oft líka óvirkt í frítíman-
um.
Það er líka rangt, samkvæmt
niðurstöðum þessarar rannsóknar,
að menn í áhrifastöðum búi við
meiri streitu en aðrir. Það er reynd-
ar þveröfugt. Sérfræðingamir
gerðu ýmiss konar líffræðilegar
mælingar að því viðbættu, að þeir
spurðu fólkið sjálft. Niðurstaðan
var sú, að hættan á hjartasjúk-
dómum minnkar, þegar fólk ræður
vel við krefjandi starf og hefur þar
áhrif.
Vísindamennimir taka dæmi af
•hljómsveitarstjórum sinfóníuhljóm-
sveita, sem gegni sérstaklega erfíðu
starfí, en séu sínir eigin herrar.
Rannsóknir sýrii, að þeir séu yfir-
leitt við góða heilsu og lifí lengur
en aðrir menn, t.d. hafí Toscanini
orðið 90 ára og Stokowski næstum
95. Þetta samband á milli góðrar
streitu og góðrar heilsu sjáist líka
hjá forstjórum í háum stöðum. Þeim
takist ekki bara að halda streitunni
innan hæfílegra marka, kröfumar,
sem til þeirra em gerðar, verði til
þess, að hæfíleikar þeirra blómstra
og streitan hvetur til nýs frum-
kvæðis.
I þessari rannsókn kom einnig
fram marktækur munur á viðhorf-
um karla og kvenna og hvað þeim
er mikilvægast í vinnunni.
Ég hef ekki haft möguleika á að
gera svona víðtæka rannsókn, sem
var margra ára starf margra sér-
fræðinga, en þegar fólk á íslandi
er spurt, hvað því er mikilvægast
í vinnunni, eru svörin mismunandi
eins og við er að búast. Margir
nefna fyrst — án mikillar umhugs-
unar — góðan starfsanda. Þegar
betur er að gáð, gera þó margir sér
grein fyrir, að launin eru þó það
afl, sem vert er að taka tillit til.
Góð laun skapa virðingu. Það er
oft sett samasemmerki milli góðra
launa og mikilvægis, afkasta og
ábyrgðar.
Mér virðast hafa orðið gífurlegar
breytingar á íslensku þjóðfélagi
síðustu árin, sem mörg okkar hafa
ef til vill ekki gert sér grein fyrir?
Það eru gerðir launasamningar eins
og fyrr, en jafnframt ganga ótelj-
andi neðanjarðarsögur um allt önn-
ur laun en þau, sem samið er um
við samningaborðin. Þetta breytir
miklu á vinnustöðum. Gömlu gildin
um samviskusemi og trúnað við
vinnuveitandann og fyrirtækið snú-
ast upp í andhverfti sína. Fólki
fínnst vinnuveitandinn hafi svikið
það, og það sér engin önnur ráð
en svíkja hann í staðinn. Þeir, sem
aðstöðu hafa, reyna að snúa á kerf-
ið með því að vinna' mörg störf á
sama tíma, fara á námskeið á
kostnað vinnuveitandans til að búa
sig betur undir að segja upp o.s.frv.
Þið þekkið þetta allt. Ég vil bara
benda á þetta til þess að leggja
áherslu á, að launin eru þrátt fyrir
allt grundvallaratriði, sem ekki
verður gengið framhjá. Þeim fylgir
sú virðíng og þeir möguleikar, sem
manneskjunni eru mikilvægir. Ef
fólki fínnst það hlunnfarið á því
sviði, er erfitt, ef ekki ómögulegt,
að bæta fyrir það. Það er á hinn
bóginn afar misjafnt, hvað fólki
fínnst sér bera í þeim efnum, en
það er hjartans sannfæring mín,
að mikill launamunur ali á andúð
og kala.
Þessu mikilvæga atriði er erfitt
að breyta fyrir einstaklinginn og
hafa margir reynt. Hinn grái múg-
ur, sem við flest tilheyrum, varpar
þeirri ý.byrgð yfír á aðra, forsvars-
mennina, en þráir það eitt að lifa
í friði og sátt við guð og menn.
Við viljum eiga góða fjölskyldu,
góða vini, halda heilsunni og hafa
það gott í vinnunni.
Ég las það í kennslubók um lækn-
isfræðileg viðhorf í vinnuvemd, að
andlegir þættir væru svo mikilvæg-
ir í vinnunni, að ef vanlíðan fólks
væri á háu stig, gæti hún leitt til
andlegra örkumla og jafnvel dauða.
Mér var sajjt í fyrra á þingi um
vinnuvemd á Norðurlöndum, að það
stæði fyrir dyrum í Finnlandi að
bæta því inn í lögin um vinnu-
vemd, að skylt væri að taka tillit
til andlegrar líðanar fólks á vinnu-
stað. Eitt af þemum næsta vinnu-
verndarþings átti að verða: Andleg-
ir og félagslegir þættir í vinnunni.
Það verður mikið talað um þetta
í framtíðinni, og þeir, sem eru van-
sælir í vinnunni núna, þurfa ekki
að skammast sín fyrir að segja frá
því.
Ég talaði áðan um leynilauna-
kerfíð, sem er hollt að vita af, hvað
sem við gemm í málinu. Á sama
hátt verður stjómandi nú á dögum
að vita, að ímynd stjómandans er
að breytast, ef ekki orðin breytt.
Hann verður að gera upp við sig,
hvort hann ætlar að fylgjast með
tímanum eða daga uppi.
Það var ágæt grein í einu blað-
anna í fyrrasumar um þetta efni.
Þar var haft eftir Lám M. Ragnars-
dóttur, framkvæmdastjóra Stjóm-
unarfélagsins, að nú stæði yfir end-
urskipulagning námskeiðahalds
fyrir stjómendur fyrirtækja og aðra
starfsmenn vegna breyttra viðhorfa
og nýrra áhersluatriða í stjórnun.
Núna væri lögð áhersla á að leiða
leiðtogum fyrir sjónir, að affarasæl-
ast væri að koma fram við ’fólk eins
og jafningja. Deildarstjórinn eða
forstjórinn ætti að vera eins og fyr-
irliði í knattspymuliði, það væm
ákveðnar reglur, sem farið væri
eftir, en allir lékju saman. Forstjór-
inn færi fremstur meðal jafningja.
Þama var líka vitnað í banda-
riskan stjórnunarfræðing, sem var
abriel
UA
CJkvarahlutir
^ Hamarshöffta 1
Hamarshöfða 1
Símar 36510 og 83744
0DYRU KULUTJ0LDIN
K0MIN!
3 M. Kr.5.900-
4 M. Kr. 6. 900."
ALLUR VIÐLEGU-
OG SPORTBÚNAÐUR
TIL LEIGU OG SÖLU Sl/o-
r<oXy»
SPORTLEIGAN
VIÐ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA S - 91/19800
Hólmfríður Gunnarsdóttir
„Þetta leiðir huga minn
að því, að því hefur
verið spáð, að forstjór-
ar framtíðarinnar verði
úr hópi heimspekinga.
Þeir hafi tæknimenn til
að vinna, en sjálfir séu
þeir sérhæfðir í að
hugsa. Augu manna eru
að opnast fyrir því, að
ýmiss konar menntun
er hagnýt við ólíkleg-
ustu skilyrði. Olafur
Jóhann Olafsson, rit-
höfundur og raunvís-
indamaður, sagði frá
því í blaðaviðtali, að
einn af forstjórum risa-
fyrirtækisins Sony væri
óperusöngvari. “
sagður reka stórt ráðgjafarfyrir-
tæki í stjómunarfræðum og hafa
skrifað metsölubækur um efnið.
Hann segir eitthvað á þessa leið:
„Gott fordæmi er nauðsyn. Það
skapast vandamál, þegar starfs-
fólkið sér stjómandann ekki leggja
neitt af mörkum til þess að leysa
verkefnið. Slík framkoma er móðg-
andi.“ Stjórnandinn verður að
kunna að eiga mannleg samskipti,
enda eru þau talin um 60—70% af
störfum hans, er haft eftir Láru.
Hann verður líka, að hennar áliti,
að vera víðsýnn. Að hafa áhuga og
þekkingu á öðru en faginu. Þekking
á bókmenntum og listum kemur
honum að gagni.
Þetta leiðir huga min'n að því,
að því hefur verið spáð, að forstjór-
ar framtíðarinnar verði úr hópi
heimspekinga. Þeir hafi tæknimenn
til að vinna, en sjálfír séu þeir sér-
hæfðir í að hugsa. Augu manna em
að opnast fyrir því, að ýmiss konar
menntun er hagnýt við ólíklegustu
skilyrði. Ólafur Jóhann Ólafsson,
rithöfundur og raunvísindamaður,
sagði frá því í blaðaviðtali, að einn
af forstjómm risafyrirtækisins
Sony væri ópemsöngvari.
En stjómandi er manneskja eins
og hinir í liðinu. Um leið og hann
reynir að hafa leikmennina ánægða,
svo að sigur vinnist, verður hann
að vera ánægður sjálfur. — Þar
hefur hann sömu þarfír og allir hin-
ir.
Ég hlustaði í fyrrahaust á erindi
bandarísks félagsfræðings, sem var
að segja frá námskeiðum, sem hún
heldur í Bandaríkjunum um sjálf-
styrkingu kvenna.
Uppskrift hennar að góðum
mannlegum samskiptum var afar
einföld. Hún sagði: Vertu óhrædd
við að lýsa skoðunum þínum og til-
fínningum einarðlega og án allrar
frekju. Hlustaðu síðan vel á það,
sem hinn hefur að segja. Þegar
báðir eru búnir að segja, hvað þeim
finnst, er hægt að hefja samninga-
umleitanir og komast að samkomu-
lagi, sem báðir geta sætt sig við.
Hún lagði áherslu á mikilvægi
þess, að fólki gerði sér grein fyrir
því, að hver er sinnar gæfu smiður.
Menn hefðu það að miklu leyti í
hendi sér, hvemig væri komið fram
við þá. Það er ekki bara eitthvað
að koma fyrir þig, þú lætur hlutina