Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 29 29 heitir dagar íMekku Yfír ein milljón múhameðstrúarmanna safnast sam- an þessa dagana undir brennandi sól í Mekku í Saudi-Arabíu til að halda aðaltrúarhátíð sína, Al- hadjdi. Lofthitinn mælist allt að 44 gráður í for- sælu. Frá 16. júlí til 13. ágúst fara áhangendur Kóransins úr öllum heimshornum þangað í pílagríms- ferð — fljúgandi, siglandi eða fótgangandi — í því skyni að sinna þeirri skyldu sérhvers múhameðstrú- armanns að fara þessa heilögu ferð að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Í stærsta bænamusteri Mekku rúmast 600.000 manns, en íbúar borgarinn- ar eru 400.000. Múhameðstrú hefur verið í sókn undanfarin ár, svo að búast má við metaðsókn á hátíðina — meira en einni og hálfri milljón manna, að því er talið er, en alls eru múhameðstrúarmenn um 850 milljónir talsins í heiminum. Sú skylda hvílir á þeim fimm sinnum dag hvem að snúa bæn sinni til Mekku. Helgi borgarinnar stafar af því, að þar fæddist Múhameð spámaður árið 610. Aður en hann lést, 22 ára að aldri, hafði hann lokið við að grundvalla trúarhrejrfingu sína — eftir að hafa feng- ið opinberanir frá Guði, að því er sagt er. r ROSE: Fullvíst að ráðstefn- an verður framlengd Vín. Reuter. FULLTRÚAR á Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE, CSCE) sögðu í gær að fullvíst væri að ekki tækist að Ijúka fundahöldunum fyrir 31. júlf eins og áformað hafði verið. Því mætti heita öruggt að ráð- stefnunni yrði haldið áfram f ágústmánuði. Það eru einkum Rúmenar sem tafið hafa fyrir lok- um ráðstefnunnar en fulltrúar þeirra neita staðfastlega að fallast á tilslakanir á sviði mannréttinda- mála. Mjög hefur verið hvatt til þess að fulltrúar ríkjanna 35 ljúki störfum á tilsettum tíma til að ný ráðstefna um „stöðugleika á sviði hins hefðbundna Pólland: Gar ðyr kj umaður rændur gulli og fé Varsjá. Reuter. VOPNAÐIR þjófar stálu gulli og peningum að verðmæti 165 millj- óna zloty, eða jafnvirði um 16 milljónar islenzkra króna, á pólsku einkaheimili um helgina. Að sögn lögreglu er um að ræða verðmætasta ránsfeng, sem tekinn er af pólsku einkaheimili eftir stríð. Samanstóð hann af gulli og pening- um, bæði pólskum og erlendum gjaldeyri. Innbrotið átti sér stað nálægt borginni Poznan aðfaranótt mánu- dags. Húsráðandinn er 71 árs garð- yrkjumaður og rumskaði hann ekki meðan þjófarnir létur greipar sópa um heimili hans. vígbúnaðar frá Atlantshafi til Úral- fjalla“ geti hafist. Erindisbréf þeirrar ráðstefnu hefur enn ekki verið samið én fulltrúar Vesturlanda telja ekki rétt að hefja nýju viðræðumar fyrr en ríkin austan Jámtjaldsins hafa skuldbundið sig til að gera ákveðnar tilslakanir á sviði mannréttindamála. Að sögn fulltrúa á ráðstefnunni eru það einkum Rúmenar, sem standa í vegi fyrir árangri á þessu sviði. Ráðstefnan um öryggi og sam- vinnu í Evrópu hefur þegar verið framlengd nokkrum sinnum vegna deilna um skilgreiningar á sviði mannréttindamála. Nú síðast var það Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands, sem lagði til að viðræðunum yrði haldið áfram. Genscher heldur til Moskvu síðar í þessari viku og herma heimild- ir að hann hyggist hvetja ráðamenn eystra til að gera hvað þeira geta til að nýju viðræðumar geti hafist sem fyrst. Ráðstefnan um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, sem fer fram í Vínar- borg, er framhald Helsinki-ráðstefn- unnar sem, lauk árið 1975 með und- irritun Helsinki-sáttmálans svo- nefnda. Hér er lítil saga um hann Sigga, skrifstofu- mann, sem situr allan guðslangan vinnudaginn inná lítilli skrifstofu. Og útsýnið er heldur dapurlegt þvi hann sér einungis þakið á næsta húsi. En Siggi lætur þetta lítið á sig fá núorðið. Hann á sér nefnilega ágætis tómstunda- gaman. - Hann safnar fágætum blóma- tegundum og við grípum inní atburðarrásina rigningardag einn hér fyrir sunnan þegar Siggi er kominn heim til sín. Siggi er að hringja í Jón sem á blómabúð hér í bæ: „ Já, gott kvöld frú, er hann Jón við?" .... „Takk, ég hinkra“ (Siggi flautar á meðan hann bíður)“. „Sæli Jón minn, Siggi hérna. Heyrðu, eru plönturnar komnar ... ha? Hvar ég er ... í Paradís ... Þú meinar fuglakvakið og vatnsniðinn ... nei, nei, og þó. - Þetta er hreinasta paradís síðan ég byggði mér sólstofuna úr plastinu frá SINDRA STÁLI“. „ Já, þú heyrðir rétt. FRÁ SINDRA STÁLI. Þeir eru með PLASTDEILD. Gæðaplast frá GENERAL 0 ELECTRIC PLASTICS og hér er gosbrunnur og páfagaukar...“ „Satt segirðu Jón, „MAÐUR GETUR ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTT“ - enda er ég hér öllum stundum" ... „ Já, já, þess vegna safna ég núna fágætum blómum. - Fínt Jón minn, þú hringir svo í mig þegar plönturnar eru komnar. Þakka þér fyrir“. Siggi er alsæll á svipinn, tekur upp garðklippurnar og flautar með fuglunum sínum. Þessi saga er sönn og því til staðfestu sýnum við mynd sem tekin var af Sigga þegar hann var nýbúinn að kaupa sér páfagaukana. Myndin er eðlilega tekin á uppáhaldsstað Sigga: ... inni í sólstofunni sem byggð var úr plastinu góða frá SINDRA STÁLI.. I Evrópubandalagið: Fráleitt að völd þjóðþing- anna verði skert öllu frekar Me ablómlegurokveðium, BORGARTÚNI 31 - segir Margaret Thatcher London. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætls- ráðherra Bretlands, sagði £ gær að það væri fráleit hugmynd að Evrópubandalagið myndi í framt- íðinni hafa flest alla efnahags- stjórnun aðildarríkjana með hönd- um i stað þjóðþinga þeirra. Thatcher lét þessi orð falla í við- tali við breska útvarpið BBC er hún var beðin að tjá sig um ummæli Jac- ques Delors, forseta framkvæmda- nefndar Evrópubandalagsins, þess efnis að innan tíu ára kynni svo að fara að Evrópubandalagið hefði flest alla lagasetningu á þessu og fleiri sviðum með höndum. „Ég tel að þama hafi hann gengið of langt,“ sagði Thatcher. „Mér þykir þetta fráleitt og ég tel að slík ummæli veki ugg í bijósti almennings," bætti hún við. Forsætisráðherrann sagði að hún myndi aldrei samþykkja að Bretar létu öðrum eftir að móta stefnu landsmanna í efnahags- og félags- málum. Aðildarríki Evrópubanda- lagsins ættu að koma fram sem ein heild í viðskiptum við Bandaríkja- menn, Kínveija og Sovétmenn, en hugmyndin væri sú að einstök ríki Evrópu störfuðu saman á þessu sviði. Thatcher vísaði á bug hugmyndum um stofnun „Bandaríkja Evrópu". „Það mun aldrei verða á meðan ég lifi,“ sagði breski forsætisráðher- rann. SINDRA ÚNI31 ' plgMOd STALHF SÍMi: 91 -2 72 22 Bladid sem þú vaknar við!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.