Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
' Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Hcefileikar
Steingeitarinnar
í dag er röðin komin að um-
fjöllun um hæfíleika Steingeit-
arinnar (22. des.—20. janúar).
Eins og áður er fyrst og fremst
fjallað. um mögulega hæfí-
leika, eða það sem býr í merk-
inu og getur komið fram við
ræktun persónuleikans.
Skipulagshafileikar
áteingeitin hefur skipulags-
hæfileika. Hún getur bæði
verið skipulögð í daglegu ífí,
í smærri málum og einnig
hvað varðar stærri mál. Það
sem átt er við með því er að
hún getur skipulagt langt
fram í tímann og gert fímm
til tíu ára áætlanir sem stand-
ast. Hún getur því byggt upp
líf sitt og starf skipulega skref
fyrir skref. Það má því segja
að Steingeitin sé bygginga-
meistari eða verkfræðingur.
AÖ byggja upp
I eðli hennar er ríkt að leggja
einn stein og tryggja undir-
stöðu hans áður en sá næsti
er lagður. Það að byggja ofan
á það sem er fyrir er einnig
meðal eiginleika Steingeitar-
innar. Hún flanar því sjaldan
að einu eða neinu heldur nýtir
það sem fyrir er.
Framkvcemda-
hcefdeikar
Steingeitin er jarðbundin og
leggur áherslu á að ná áþreif-
anlegum árangri. Það ásamt
skipulagshæfíleikum gerir að
hún hefur framkvæmdahæfí-
leika. Hún kemur áætlunum
sínum í verk. Þáð er því oft
sagt að Steingeitin sé merki
framkvæmdastjórans. Þeta
gerir að það er oft gott að
leita til Steingeitarinnar. Það
er ríkt í eðli hennar að gera
orð að athöfn. Ef hún á annað
borð ætlar sér að gera eitthvað
þá gerír hún það.
ÁbyrgÖ
Meðal annarra hæfíleika er sá
að geta axlað ábyrgð og unnið
undir álagi. Steingeitin er seig
og á frekar auðvelt með að
drífa sig áfram. Ef hún tekur
erfíð verk að sér, þá þijóskast
hún við og leggur sig alla fram
um að leysa þau vel af hendi.
Hún kiknar því ekki undan
ábyrgð þó þung sé. í raun
má segja að hún þrífíst á því
að taka erfiðar ákvarðanir og
vinna undir álagi.
Sjálfsagi
Einn helsti hæfíleiki Steingeit-
arinnar er sá að geta beitt sig
sjálfsaga. Hún á til þess að
gera auðvelt með að afneita
sér um líkamlegar nautnir eða
skemmtanir ef vinna og
ábyrgð er annars vegar. Hún
er því hörð við sjálfa sig og
getur náð árangri sem öðrum
þætti illmögulegur.
Raunsce
Meðal jákvæðra eiginleika
Steingeitarínnar er raunsæi,
eða það að sjá heiminn eins
og hann er. Hún er lítið fyrir
loftkastala og sjálfsblekking-
ar, eða óraunsæi í áætlana-
gerð. Steingeitin stendur að
öllu jöfnu fostum fótum á jörð-
inni.
Traust
Af öðrum jákvæðum skap-
gerðarþáttum má nefna það
að Steingeitin er trúföst og
trygÉ|lynd. Hún er vinur vina
sinna, er orðheldin og sam-
viskusöm. Henni er því vel
treystandi, enda er áreiðan-
leiki einn af bestu eiginleikum
hennar.
Formskyn
Að lokum má geta þess að
Steingeitin hefur gott auga
fyrir formi, hlutföllum og
byggingarlagi.
GARPUR
EF þAU &ÖN& &/SU EKK/ VARIN..,
6/ET/ é<S ta&MlST/nn oe> STEypr
SN'4KAFJA/-C,/ VF/R Be/NAHRÚGUNA
BE/NA.H
X
DL'I 1 1 D
uKb 1 1 IK
UÓSKA
jMjij;j)jj;iijiiijiii;jj»i;iiii;jjiiiiJii;jjiiijjijiiJjjiijiiijj;ii;iiiij»iji;i;ij;wjjniii;iii;ww;i?i?i;ij;i|j»»)j!}i{;;;|iji;p.irmwiTi;;i
SMÁFÓLK
UJMO CARES?)/WHAT
PON'T BLAME II 00 I
i" / l i/kim,i
I LIKE THAT!1 WMAT
P0 I KNOUJ? UIHO ,
CARE5? PON'T BLAAAE ME!'
„Ásakaðu mig ekki,“ það Ég hélt að þín lifsspeki „Sama er mér, ásakaðu Þetta líkar mér! „Hvað
er mín iífsspeki... væri „sama er mér“. niig ekki!“ Hvað veit ég? veit ég? Sama er mér.
Ásakaðu mig ekki!“
- 'A
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Það er ekki á hverjum degi
sem spilarar fá tækifæri til að
veijast eins og vestur í spilinu
hér að neðan:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
465
4ÁKD765
♦ 85
4765
Austur
III J 10942
♦ 764
410984
Suður
4 ÁDG10874
4-
♦ KD103
4 KD
Vestur Norður Austur Suður
— — — 2 spadar
Pass 3 hjörtu Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Laufás.
Það er ekki vitlaust að leggja
niður annan láglitaásinn eftir
þessar sagnir. Hins vegar er
nokkur heppnisbragur yfir því
að velja laufásinn. Það útspil
hjálpar sagnhafa ekkert og gef-
ur vestri svigrúm til að skipu-
leggja vömina.
Eftir hálfkröfuopnun suðurs
er fremur ólíklegt að austur eigi
tígulkónginn. Helsta von vamar-
innar er því sú að sagnhafi sjái
ekki hjarta. Þá er hugsanlegt
að fá tvo slagi á tígul.
En það verður að koma í veg
fyrir tígulstungu í borðinu. Og
til þess er aðeins ein leið: Að
skipta yfír í spaða!
Sagnhafí gerir best í því að
spila tígulkóng. Vestur verður
að dúkka en þegar hann kemst
næst inn á tígul trompar hann
aftur út og þá er spilinu örugg-
iega hnekkt.
Drepi vestur strax á tígulás
getur sagnhafí unnið spilið.
Hann tekur öll trompin og þving-
ar vestur niður á G92 í tígli og
eitt lauf. Þá fyrst tekur suður
laufslaginn og spilar síðan litlum
tígli á áttu blinds. Vestur drepur
og neyðist til að gefa suðri tvo
síðustu slagina.
Vestur
4 K9
4G53
♦ ÁG92
4ÁG32
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er22480