Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 Kirkja eða sértrúarsöf nuður Lög Fríkirkjunnar hafa nokkuð verið til umræðu, og þá vegna þess að stjóm prestafélagsins taldi að þau þyrftu endurskoðunar við. Þessi lög eru að mínu mati aðdáunarverð um margt. Þau eru upphaflega samin í þeim anda, að þar skuli ekki tjaldað til einnar nætur, svo sem vera ber um kirkjulega löggjöf. í lögum Fríkirkjunnar er skýrt tekið fram, að hún sé evangeliskur lúterskur söfnuður og byggi á sama játningagrundvelli og þjóðkirkjan. Tekið er fram, að prestur hennar hafí sömu skyldur við söfnuð sinn og prestar þjóðkirkjunnar, og hlýtur það að fela i sér að hann hafi sömu réttindi. Fleira mætti tína til úr þeim lögum, sem sýnir vel, að upphafs- menn safnaðarins voru ekki að stofna neinn sértrúarflokk. Breyt- ingar við lög þessi eru nokkrar ný- legar og virðast ekki allár vandaðar. Þess vegna þurfa lögin endurskoð- unar við, en einnig vegna þess að nú orðið eru þau í meira ósamræmi við lagaramma þjóðkirkjunnar en í upphafí. Eftir að fríkirkjurnar voru stofn- aðar í Reykjavík og Hafnarfirði ríkti í fyrstu nokkur spenna milli fríkirkjufólks og þjóðkirkjufólks. Sú spenna er löngu horfin, og þjóð- kirkjufólk hefur litið á fríkirkjurnar sem sjálfsagðan hluta af trúarsam- félagi lúterskra manna á Islandi. Þeir hafa notað vígslur biskups ís- lands og í öllu samið sig að háttum þjóðkirkjunnar, sem þeim er líka vandalaust í ljósi þess að vera lút- erskir söfnuðir. Aðferð sú, sem stjóm Fríkirkjunn- ar í Reykjavík ætlar nú að hafa við að losna við prestinn, bendir til að nú ætli þeir ekki lengur að semja sig að háttum lúterskra kirkna. Þar með verður sú kirkja að einskonar sér-fyrirbæri vegna þess, að játn- ingagrundvöllur kirkju og skipulags- legt framferði á sér óaðskiljanlegt samhengi. í lúterskri kirkju er prest- urinn fyrst og fremst boðandi orðs- ins og í ljósi þess ber að umgangast hann. Þeir, sem vilja losna við hann, verða fyrst að gera sér ljóst hvernig hann sé brotlegur við það erindi sitt. Skipulag safnaðarins og laga- rammi er þannig úr garði gerður í upphafí, að ljóst má vera að stofn- endur hans hafa ekki ætlað sér í neinu að ganga af trú eða kirkju- hefð forfeðra sinna. Þeir ætluðu áfram að standa á grundvelli þeim, er íslensk saga hefur lagt kirkjunni í landi hér. Fmmkvæði þeirra fól hins vegar í sér mótmæli gegn þröngsýni ríkisvalds, sem ætlaði sér einhliða að vera keisari og páfi i senn. Fyrir þetta hafa þessir fmm- heijar notið virðingar margra þjóð- kirkjumanna og fullrar viðurkenn- ingar sem bræður í trúnni. Nú virð- ist um stund að vikið sé af þessari braut. Safnaðarstjómin hefur tekið sér vald og beitt ofbeldi á þann hátt, sem helst ber við í sértrúarsöfnuð- um. Þegar ég tala um sértrúarsöfn- uði á ég ekki við þá söfnuði utan Þjóðkirkjunnar, sem tilheyra alþjóð- legum kirknasamfélögum, eins og t.d. rómversk-kaþólska eða hvíta- sunnumenn. Það er einkennandi fyrir laga- gmndvöll ^og starfshætti sértrúar- safnaða, að þar er miklu valdi safn- að á fáar hendur. Óneitanlega bend- ir ein nýjasta lagabreyting Fríkirkju- safnaðarins til þess að tilhneigingar gæti í þessa átt. Þar er ákveðið að 2/3 hlutar safnaðarstjómar geti vikið frá prestinum, sem annars er kjörinn almennri kosningu. I sértrúarsöfn- uðum em kirkjuleg hefð og postu- llegur arfur yfirleitt ekki í hávegum höfð. Starfshættir þar líkjast fremur því sem tíðkast í áhugamannafélög- um um tómstundastörf. Fyrrnefnd lagagrein og starfsaðferðir safnað- arstjórnar í þessu máli benda til að nú sæki í þessa átt hjá Fríkirkjusöfn- uðinum, og ef svo fer fram verður Fríkirkjan að eins konar sértrúar- flokki áður en langt um líður. Það er söfnuðinum hættulegt, því að eflaust er í honum fólk, sem skilur tilgang og fyrirætlan fmmheijanna sama skiiningi og mér virðist blasa við í lögum safnaðarins. Ógöngur Kynni mín af þessu máli gera mér ljóst, að Fríkirkjan í Reykjavík er rötuð í nokkrar ógöngur. Þegar svo er komið ber að leita leiða til baka. Nú blasir tvennt við. Annað hvort ganga menn til sátta á vegum biskups íslands, eða til átaka kem- ur. Biskup íslands er andlegur leið- togi Fríkirkjunnar, þó að ekki hafí hann yfir þeim söfnuði sömu umráð og þjóðkirkjusöfnuðum. Hann vígir prest Fríkirkjunnar, og í því felst að sömu kröfíir em gerðar til emb- ættisgengis prestsins þar og rétt- inda hans og í þjóðkirkjusöfnuðum. Biskup íslands hefur gert tilraun til að greiða úr þessu máli með því að koma til fundar við deiluaðila í söfnuðinum. Til þess fundar mætti aðeins minnihluti núverandi meiri- hluta safnaðarstjómar. Hin sáu ekki ástæðu til þess að vera við. Með því virðast þau gefa í skyn, að þau hafí valið leið átakanna. Framundan hlýtur því að vera safn- aðarfundur, sem tilskilinn íj'öldi safnaðarfólks hefur beðið um. Hefði sá fundur verið haldinn strax og um var beðið, hefði mátt spara mikið af þeim blaðaskrifum og fyr- irhöfn sem orðið hefur síðan. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík er afar lausleg skipulagsheild. í hon- um em til einstaklingar, sem ekki vita að þeir em þar á skrá, og einn- ig em þeir til, sem telja sig vera í söfnuðinum án þess að vera það formlega. Söfnuðurinn er meðal hinna tekjuhæstu í landinu. Starf safnaðarins er í algjöru lágmarki miðað við þjóðkirkjusöfnuðina i Reykjavík. Kemur það m.a. til af því að safnaðarheimili hefur ekkert verið til. Meginhluti starfsins á sér stað í tengslum við prestinn. Þeir, sem vita að' þeir em í Fríkirkjunni, vita hver presturinn er. Margir þeirra vita samt ekki hveijir em í safnaðarstjóm, né eftír hvaða meg- inreglum söfnuðurinn starfar. I slíku samfélagi er auðvelt að mynda harðsoðna hópa til að ná undirtök- um. Ef menn taka upp á slíku, em þeir horfnir frá þeim starfsháttum, sem kristnum söfnuði heyra til. Vegna þessa máls, sem ég hér hef rætt, stendur Fríkirkjan nú á nokkmm tímamótum. Hér verður valið um það hvort hún verður áfram þessi sjálfsagði hluti af lút- ersku trúarsamfélagi á íslandi eða hvort hún verður einn af sértrúar- flokkunum. Niðurlag Undanfarið hafa orðið mikil og sundurleit blaðaskrif um málefni Fríkirkjunnar og þá fyrst og fremst um uppsögn prestsins og persónu hans. Nýlega hafði kona ein orð á því við mig, að nær væri þe.im að skrifast á í gegnum póstinn -en að birta þetta allt í blöðunum. Henni fannst að ekki væri svo mjög tekist á um raunvemleg málsatriði, heldur höfðað til tilfínninga fyrst og fremst. Sjálfur býst ég við, að fneiri- hluta meirihlutans, sem nú ríkir í Fríkirkjunni, þyki skrif mitt ekki sérlega prestslegt né kærleiksríkt og nærfærið við þau. Þeim er þetta mikið tilfínningamál, og eðlilega hitnar þeim í hamsi, þegar gefíð er í skyn, að tilfinningar þeirra séu að leiða þau í ógöngur. Þetta má hins vegar ekki vera það tilfinninga- mál í hugum fólks, að ekki sé gáð að meginatriðum málsins. Mér er þetta ekki mikið tilfinningamál, þó að það sé augljóst réttlætismál. Allt, sem ég hef um þetta mál sagt, tel ég að standist þá prófun, að. hér er verið að standa á réttindum prests og þar með heiðri kirkjunnar sem einingarsamfélags. Mál er að linni blaðaskrifum um þetta mál, en það gerist fyrst er haldinn verður fundurinn, sem nú er skylt að halda eftir lögum Fríkirkjunnar. Þessi blaðaskrif hafa annars leitt undarlega hluti í ljós. Kona í safnað- arstjóm býðst til að vægja fyrrver- andi formanni safnaðarins við máls- sókn vegna ummæla um hana. Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það hver eigi mál á hvem í safnað- arstjómum Fríkirkjunnar undanfar- in ár. En ef það er til umræðu á þeim bæ, hvað skyldi þá presturinn vera að hugsa? Ekki verður því á móti mælt, að veruleg aðför hefur verið gerð að embættisheiðri hans með þessari dæmafáu uppsögn. Enginn veit heldur hvaða afleiðing- ar aðförin hefur í sambandi við möguleika hans til embætta fram- vegis. Er það býsna alvarlegt um- hugsunarefni, þar sem í hlut á maður, sem varla er hálfnaður með venjulega starfsævi. Hvað skyldi þá líka konan hans vera að hugsa? Það liggur í augum uppi að ráðist hefur verið að starfsheiðri hennar þó að á öðrum starfsvettvangi sé en þeim er beint getur nú heyrt undir safnaðarstjómina. Eflaust eru þau hjón ekki galla- laust fólk. Enginn prestur er svo ágætur að ekki verði honum eitt- hvað á. Það leiðir hugann að því að engin safnaðarstjórn er svo ágæt að ekki verði henni eitthvað á. Ætli við þurfum þess ekki öll við að lokum, að ekki sé komið fram við okkur af eintómri dómhörku og óbilgimi? Við vitum, að öll þurfum við þess með í lífinu að vera studd af kærleika meðbræðranna. Þess þurfa allir aðilar þessa umrædda máls, og því ættu þau að sættast hið skjótasta meðan þau öll em saman á veginum. Höfundur er formaður Prestafé- lags íslands. Slitsterkt lakk með sérstakri ryðvörn Handpumpa Lokaðurkeðjukassi Níösterkt stell og • framgaffall með 12 ára ábyrgð Spitalastig Óðinstorg VIO Simar 14661 DOMU: Það fer ekki á milli mála að v-þýsku Montana- og Kalk- hoff- hjólin, sem hlotið hafa sérstaka viðurkenningu íV- Þýskalandi, eru hjól ársins vegna einstaklega fallegs útlits og sérstakra gæða. Við getum nú boðið nokkur hjól á einstöku tilboðsverði vegna hagstæðra samninga. Vandaður 3-girabúnaður Auka handbremsa Allur Ijósabúnaður Afturljós Öryggishandfang meðfingragripi. Sterkur bögglaberi Stærð Aldur Verð 20“ án gíra fyrir 6-9 ára kr. 8.650,- 24“ án gíra fyrir 9-12 ára kr. 8.970.- 24“3gírar fyrir 9-12 ára kr. 11.430,- 26“ án gíra fyrir 12 ára og eldri kr. 9.320.- 26“3gírar fyrir 12 ára og eldri kr. 11.960.- 28“3gírar fyrirfullorðna kr. 11.970.- HERRA: Stærð Aldur Verð 26"3gírar 12 ára og eldri kr. 11.960.- 28“3gírar fyrirfullorðna kr. 11.970.- 28“ 10gírar fyrir fullorðna kr. 12.210.- Teinaglit { y örugg fótbremsa Breiöari dekk Sérverslun /» • Reiðhjólaverslunin r— » ORNINNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.