Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 fólk í fréttum MUHAMMAD ALI Meistarinn með Parkinsonveiki I'm the greatest" var hann þekktur fyrir að segja, þessi þrefaldi heimsmeistari í hnefaleik- um. Nú stamar hann, og hendurn- ar sem eitt sinn kýldu fastar en nokkrar aðrar hendur, titra eins og laufblað í vindi. Fætumir sem eitt sinn gerðu honum kleyft að dansa í „hringnum" eru veik- burða. Lonnie kona hans sem er bók- menntafræðingur að mennt giftist Muhammad fyrir tveimur árum, en þau höfðu þekkst áður í mörg ár. Muhammad á sjö dætur og einn son með fimm mismunandi konum. Ali hefur þénað meira en 50 milljón dollara (Um tvo miljarða króna) á ferli sínum, en meirihlutanum af þeirri fjárhæð hefur hann varið í óskynsamlegar fjárfestingar og skatta. Þau hjón- in lifa engu lúxuslífí, en hafa ágæt fjárráð. Hann kemur fram opinberlega endrum og eins og fær fyrir það óheyrilegar upphæð- ir. _ Eg er Parkinson-sjúklingur," segir Ali. En mér liður ekki illa, ég stama svolítið og titra, en þetta er ekkert stórmál. Ef ég væri við fulla heilsu, ef ég hefði unnið síðustu tvö einvígin og ef ég ætti ekki við nein vandamál að striða, held ég að fólk yrði hrætt við mig. Margir héldu eflaust að ég væri eins konar Superman, en nú geta þeir varpað öndinni iéttar og hugsað með sér að ég sé eins mannlegur og aðrir Jarðarbúar og ég eigi við ýmis vandamál að stríða. Ef ég mætti lifa upp á nýtt mundi ég gerast hnefaleikari". Hann telur sjálfur að vekindi hans eigi ekkert skylt við hnefaleika. „Yfír tvær milljón manns eru Parkinson-sjúklingar, og fæstir þeirra hafa verið hnefaleikarar. Ef ég mætti lifa upp á nýtt, fara aftur í tímann, og mér væri sagt að ég gæti átt á hættu að verða Parkinson-veikinni að bráð með þvi að stunda hnefaleika, mundi ég hiklaust gerast hnefaleikari. Það er þess virði." Dennis Cope, persónulegur læknir Alis segir um sjúkdóminn: „Eftir óteljandi höfuðhögg hafa heilafrumur skemmst og orsakað Parkinson-veiki" Ali hefur verið ráðlagt að hreyfa sig mikið og á hverjum degi fer hann í göngu- ferðir eða í hjólreiðatúra. Hann er hættur að borða kökur og önn- ur sætindi og hefur lést töluvert á síðustu mánuðum. Ali hefur verið bent á skurðaðgerð í tengsl- um við veikina, sem felst i að heilbrigðum kirtlafrumum er komið fyrir í sýktum hluta heil- ans. Um 10% líkur eru taldar á Hér er meistarinn að æfa af kappi. því að menn látist í lqolfar þessar- ar aðgerðar, en hún er enn á rann- sóknarstigi. Cope, læknir Alis, segir þessa aðgerð reynandi fyrir þá sem hafa sjúkdóminn á háu stigi. „Ef fólk er bundið við hjólastól, getur það hugsað um þennan möguleika, en í þessu tilfelli mæli ég ekki með aðgerð af þessu tagi.“ Ali segist heldur ekki hafa áhuga á að leggj- ast á skurðarborðið. Hann virðist sætta sig við sjúkdóminn og þjá- ist ekki af þunglyndi sem oft fylg- ir Parkinson-veikinni. Ali hafði verið sagt að skjald- kirtillinn væri ekki í lagi. Dennis Cope sem gerðist persónulegur læknir Alis árið 1980 eftir áskor- endaeinvigi hans við Larry Hol- mes, segir um hann: „Eftir ein- vígið var Ali aðgerðarlaus, hreyfði sig lítið og virtist ekki hafa áhuga á neinu. Honum var sagt að skjaldkirtiilinn starfaði ekki eðli- lega og hann þyrfti að taka horm- ónalyf til að koma málunum í Iag. Honum var gefínn of stór skammtur af hormónalyfjum. Ali hélt að þeim mun stærri skammt hann tæki, þeim mun fyrr mundi honum batna. Mer leist ekkert á allt þetta lyfjaát í manninum og 1982 fór mig að gruna að hann væri haldinn Parkinson-veiki. Eft- ir rannsóknir á sjúkrahúsi var grunur minn staðfestur. Að öðru leyti er AIi við góða heilsu, og frá þvi hann fór að taka reglulega rétt lyf hefur honum ekki versn- að. Eg á ekki von á öðru en hægt verði að halda veikinni á þvi stigi sem hún er nú.“ Álit lækna er þó almennt það að litlar líkur séu á að hægt sé að halda Parkison- veiki niðri til lengdar. Hann hefur í gegn um árin getað notað frægð sína til þess að beijast fyrir málefnum svartra. Þegar hann var lítill drengur sagði hann við sjálfan sig: Ég ætla að verða hnefaleikakappi, verða heimsfrægur og í kjölfarið ætla ég að berjst fyrir málstað fólksins mins, svertingja Ameriku. Meist- arinn segir nú:„Ég tala aldrei um hnefaleika nú orðið. Þeir tilheyra fortíðinni, eru bara eitthvað sem ég gerði og naut góðs af.“ Og hann heldur áfram: „Hvítir menn heimsins hafa verið heila- þvegnir. Gerið þið ykkur grein fyrir þvi að jafnvel Tarsan, kon- ungur frumskóga Afriku, er hafð- ur hvitur i bókum og kvikmynd- um. Hver annar en ég getur sagt frá kynþáttamisrétti á þann hátt að tekið sé eftir þvi. Hvað hefði ég svo sem átt að gera til að benda á þetta? Leika í kvikmyndum? Til fjandans með allan leikaraskap! Hefði ég kannski átt að veita fjár- magn til að mikils virtir stjóm- málamenn gætu hist til að ræða um vandamál heimsins. Nei, nei og aftur nei,“ segir hann öskureið- ur. „Sem fyrrverandi heimsmeist- ari í hnefaleikum er þetta það eina sem ég get gert. Ég valdi þessa leið sjálfur," segir hann, en hann hefur varið hluta af sínu fjármagni til að kynna Múha- meðstrú og breiða út boðskap hennar um frið og bræðalag. Byggt á viðtali Peters Taubers íyrir New York Times Magazine. Texti: Brynja Tomer Gengur Frankenstein aftur? VÍSINDI Alvöru Frankenstein eftir 50 ár? Spámenn halda þvi fram að eftir aðeins fimmtíu ár gangi á meðal vor alvöru Frankenstein. Þetta hafði Mary Shelley, höfundi sögunnar, sjálfsagt ekki dottið í hug þegar hún skrifaði hana ung að aldri. En tækn- inni fleygir fram. Hveijum duttu í hug nútímaflugvélar þegar Wright bræður gerðu byltingu um aldamótin síðustu? En hvað segja spámenn? „Þessi gervimaður mun geta geng- ið, talað og hugsað eins og raun- verulegur maður og þegar er tæknin komin á það stig að frumuflutningur eða tilbúin efni geta gert úr nýjan mann.“ Þetta segir prófessor í líffræði, dr. Tom Easton, við háskóla í Maine í Bandaríkjunum. „Við höfum þegar efnivið sem virkar þegar hleypt er á rafmagnsstraumi og áður en langt um líður verða vöðvar í mann- veru tilbúnir. Stærsta vandamálið nú er við flutning eða tilbúning á heilan- um sjálfum." En í framtíðinni ættu vísindamenn ekki að vera í vandræð- um með að flytja hugsun og persónu- leika manns yfir í sérstaka vél, eða tölvu, sem mundi vera tengd við líkama og stjóma öllu atgervi hans, segir hann ennfremur. „Þessi tækni gerir fólki sem lent hefur í hörmulegum slysum og beðið líkamlegan skaða af kleift að lifa nokkum veginn eðlilegu lífí á ný. Einnig er hægt að nota þessa tækni í stríði þar sem slasaðir hermenn geta til dæmis fengið fætur grædda á sig, eða fengið gervilimi." En kostn- aðurinn við þessa tækni er gífurlegur í byrjun, sem borgar sig þó þegar tímar líða, heldur prófessorinn fram af raunsæi. Prófessor dr. Robert White, sem er sérfræðingur í taugaskurðlækn- ingum við aðra stofnun, heldur því einnig fram að alla aðra hluta líka- mans megi færa í aðra líkama, einn- ig maga og þarma. Hann segir að vísindin bíði aðeins eftir að frekari þróun verði til þess að eitthvert kraftaverkaefíii eða lyf geti fengið taugar til þess að vaxa saman á ný þannig að hægt verði að flytja höfuð milli manna. Og ef það verður hægt, sem talið er líklegt, þá er herra Fran- kenstein orðinn möguleiki. Það má halda því fram að skáld- skapurinn hvetji menn til dáða, en hvað fínnst fólki um það að fara með Frankenstein f bíó eftir aðeins 50 ár? COSPER \ -Láttu þér ekki leiðast þótt mamma sé farin, ég er hjá þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.