Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR
B
178. tbl. 76. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Persaflóastríðið:
Framkvæmdastj óri S.Þ.
boðar vopnaMé 20. ágúst
Tilkynningn framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna
um dagsetningu vopnahlés í
stríðinu milli Irana og íraka
var fagnað í Öryggisráðinu
í gær. Hér sjást þeir Moh-
ammad Jafar, fulltrúi írana
hjá S.Þ. (skeggjaður fyrir
miðju), og Ismat Kittani frá
Irak (annar frá hægri) taka
á móti hamingjuóskum.
Sameinudu þjóðunum. Reuter.
„ÉG SKORA á Hið islamska lýðveldi í íran og lýðveldið írak að virða
vopnahlé frá og með klukkan 3.00 hinn 20. ágúst og hætta hernaði
á landi, á sjó og í lofti,“ segir í tilkynningu frá Perez de Cuellar,
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hann las í troðfullum
sal Öryggisráðsins siðdegis í gær. De Cuellar sagðist ætla að bjóða
fulltrúum írans og íraks til beinna viðræðna í Genf 25. ágúst. Yfir-
lýsingar framkvæmdastjóra S.Þ. um dagsetningu vopnahlés í Persa-
flóastriðinu, sem staðið hefur í átta ár, var beðið með eftirvæntingu
um allan heim og var henni fagnað með lófataki í Öryggisráðinu.
Reuter
VopnaMé tekur gildi
í Angólu og Namibíu
Pretóríu. Reuter.
í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu talsmanna stjórnvalda í Suður-Afríku,
Angólu og Kúbu sem birt var í Pretóríu sagði að vopnahlé hefði tekið
gildi i suðvestur-Afriku klukkan 15.00 að íslenskum tima i gær. Yfirlýs-
ingin kemur í kjölfar friðarviðræðna í Genf i liðinni viku sem Banda-
ríkjamenn stjórnuðu. Tilkynningin í gær er mikilvægasta skrefið í átt
til friðar i Angólu og Namibíu siðan viðræður hófust í London í maí,
en þeim var fram haldið í Kairó, New York og Genf. I yfirlýsingunni
sagði jafnframt að fallist hefði verið á að ryðja sjálfstæði Namibíu
braut í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer
„Báðir stríðsaðilar hafa fullvissað
mig um að þeir muni virða vopna-
hléð innan ramma ályktunar Sam-
einuðu þjóðanna númer 598,“ bætti
de Cuellar við. „Ríkisstjómir írans
og íraks hafa einnig fallist á að
Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóð-
anna taki til starfa um leið og
vopnahléð tekur gildi.“ Ályktun
Sameinuðu þjóðanna gerir auk
þessa ráð fyrir því að horfið verði
til landamæranna sem giltu áður
en stríðið braust út, skipst verði á
stríðsföngum, fundin verði framtíð-
arlausn á sambúð ríkjanna og að
hlutlaus nefnd rannsaki upj)tök
stríðsins. Öllum á óvart féllust Iran-
ir á ályktun Sameinuðu þjóðanna
fyrir þremur vikum og gaf sú
ákvörðun friðarviðleitni byr undir
Neyðar-
ástand
í Súdan
Khartoum. Reuter.
UM ÞAÐ bil ein og hálf inilljón
manna er heimilislaus í Khartoum,
höfuðborg Súdans, éftir að flóð
ollu gífurlegu tjóni i lok síðustu
viku. Ekkert rafmagn hefur verið
í borginni í fimm daga en þar búa
4,5 mil(jónir manna. I flestum
hverfum er ekkert drykkjarvatn
að fá og simasamband við um-
heiminn er rofið. Ríkisstjóm Súd-
ans hefur lýst yfir 6 mánaða neyð-
arástandi i landinu.
Flóð gengu yfír Khartoum á föstu-
dag eftir 13 klukkustunda samfellt
úrhelli. Nokkrir létust þegar hús
hrundu og urðu vatnselgnum að
bráð. Sjónarvottar segja að tveggja
metra há flóðbylgja hafí riðið yfir
úthverfí Khartoum.
Mörg hundruð þúsund manna
eyddu sinni þriðju nótt, aðfaranótt
mánudags, úti undir beru lofti án
matar að mestu. í úthverfunum
Omdurman og Bahari söfnuðust þús-
undir manna saman á húsgagnastöfl-
um sem þeim hafði tekist að bjarga
úr húsum slnum.
Yfírvöld í Súdan hafa farið fram
á víðtæka alþjóðlega aðstoð vegna
flóðanna. Evrópubandalagið sam-
þykkti í gær að veita neyðaraðstoð
til Súdans að upphæð 33 milljónir
íslenskra króna. Rauði krossinn í
Danmörku og frönsku samtökin,
Læknar án landamæra, munu skipu-
leggja aðstoðina.
báða vængi. írakar höfðu faliist á
ályktunina skömmu eftir að hún var
samþykkt í júlí í fyrra.
Undanfamar tvær vikur hefur
de Cuellar miðlað málum milli ut-
anríkisráðherra írans og íraks í
aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York. í miðpunkti var spum-
ingin um beinar viðræður; Irakar
kröfðust slíkra viðræðna áður en
til vopnahlés kæmi en Iranir vildu
vopnahlé á undan beinum viðræð-
um.
Síðastliðinn laugardag hjó Sadd-
am Hussein, forseti íraks, á hnútinn
er hann féllst á að leggja niður
vopn að því tilskildu að íranir tækju
þátt í beinum viðræðum strax að
því búnu.
Undanfama daga hafa átök milli
írana og íraka nær legið niðri og
sagði de Cuellar í gær að endur-
heimt friðar við Persaflóa væri
stærri sigur fyrir þjóðir beggja en
nokkur ávinningur í stríði.
Ef vopnahlé kemst á er lokið
einni blóðugustu stytjöld frá lokum
seinni heimsstyrjaldar. Talið er að
allt að ein milljón manna hafí týnt
lífí í Persaflóastríðinu.
. írakar hafa boðað þriggja daga
hátíðahöld frá og með degínum í
dag í tilefni samkomulagsins um
vopnahlé. Dagskrá útvarps og sjón-
varps var rofín í stundarfjórðung
til að segja frá fundi Öryggisráðs-
ins. Strax á eftir lýstist himinninn
yfír Bagdað upp er skotið var af
fallbyssum. Þúsundir manna komu
saman á götum úti til að fagna
fyrirsjáanlegum friði.
Fyir um daginn höfðu yfírvöld í
írán í fyrsta skipti tilkynnt opin-
berlega að friður væri í augsýn.
Sjá fréttir á bls. 29.
435.
Stjómvöld í Suður-Afríku hafa
sett það skilyrði fyrir sjálfstæði
Namibíu, sem hefur verið undir
þeirra stjóm frá fyrri heimsstyijöld,
að 50.000 kúbverskir hermenn hverfí
heim frá Angólu. Ríkin þijú sem
stóðu að yfírlýsingunni í gær segjast
hafa orðið sammála um að hvetja
Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, til að hefja
framkvæmd ályktunar 435 hinn 1.
nóvember. í ályktuninni er gert ráð
fyrir kosningum í Namibíu undir
handleiðslu S.Þ. áður en S-Afríku-
menn hverfa á brott. Reiknað er með
að útkoman verði stjóm svarta meiri-
hlutans undir forystu skæruliða í
Namibíu (SWAPO). Samtökin hafa
barist í 22 ár gegn stjóm S-Afríku.
P.W. Botha forseti Suður-Afríku hef-
ur boðið de Cuellar til Pretóríu til
að ræða framtíð Namibíu. Stjómin í
Pretóríu hefur áður gagnrýnt Sam-
einuðu þjóðimar fyrir að segja
SWAPO vera eina lögmæta fulltrúa
Namibíu. Mörgum stjómmálaskýr-
endum þykir ótrúlegt að stjóm hvíta
minnihlutans í S-Afríku ætli að láta
Namibíu af hendi.
Angóla og Kúba hafa fyrir sitt
leyti fallist á brottflutning kúbverska
herliðsins frá Angólu og stendur til
að ganga frá dagsetningum fyrir 1.
september. Kúbumenn hafa stutt
marxistastjómina í Angólu f viður-
eign við UNITA-skæruliða undir for-
ystu Jonasar Savimbi en hann nýtur
stuðnings Suður-Afríku. Stjómin í
Angólu boðaði í gær nánustu banda-
menn sína frá Mozambique, Zimbab-
we, Zambíu, Tanzaníu og Botswana
á sinn fund í Luanda til að ræða
samkomulagið sem náðist í Genf í
síðustu viku.
Pik Botha, utanríkisráðherra Suð-
ur-Afríku, sagði í gær að ríki sitt
myndi hefja brottflutning herliðs frá
Angólu á miðvikudag og yrði honum
lokið fyrir mánaðamót. í yfírlýsingu
frá UNITA-skæruliðum sem gefin
var út í Lissabon í gær sagði að
vopnahléð næði ekki til þeirra. Hétu
þeir að beijast áfram uns marxista-
stjómin í Angólu hefði a.m.k. fallist
á að ræða við UNITA.
Pik Botha hafði þetta um vopna-
hléssamkomulagið að segja í gær:
„Þetta er fyrsta skrefíð á mjög löng-
um og grýttum vegi til stöðugleika
á þessu mikilvæga landsvæði í
Afríku."
Stríðið í Angólu hefur færst mjög
í vöxt undanfama tíu mánuði og
hafa herir S-Afríku sótt mörg hundr-
uð kílómetra inn fyrir landamærí
Angólu á meðan kúbverskt herlið
hefur nálgast landmærin við
Namibíu. Næsta umferð friðarvið-
ræðnanna hefst 22. ágúst.
Flóðhestur ífríi
Hitabylgja gekk yfir Niðurlönd um helgina og leituðu menn og
skepnur svölunar í ám og vötnum. Flóðhestinum Goedel þótti svo
heitt í sirkusnum sínum að hann stakk sér í næsta skipaskurð.
Þar undi hann sér vel og og naut óskiptrar athygli nærstaddra.