Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
ORVÆNTINGIPARIS
Seigner og Ford í einkar fágaðri spennumynd Polanskis, Örvænt-
ingu.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
ÖRVÆNTING - „FRANTIC"
Leikstjóri Roman Polanski.
Handrit Polanski og Gerard
Brach. Tónlist Ennio Morricone.
Kvikmyndatökustjóri Witold
Sobocinski. Klipping Sam
O’Steen. Aðalleikendur Harri-
son Ford, Betty Buckley, John
Mahoney, Emmanuelle Seigner,
Gerard Klein, Jacques Ciron,
Patrice Melennec. Bandarísk.
Warner Bros 1988.
Milljónir aðdáenda galdra-
mannsins Polanskis geta andað
léttar. Frantic er vel heppnað
kassastykki sem leikstjórnarlega
minnir á Chinatown, eitt hans alb-
esta verk, og þá virðist svo sem
stórveldi kvikmyndaiðnaðarins séu
ioks búin að taka hann í sátt.
í Örvæntingu segir frá ósköp
dagfarsprúðum, bandarískum
lækni (Ford) sem kemur til Parísar
ásamt konu sinni að sitja lækna-
þing. Ekki eru þau fyrr búin að
hreiðra um sig á hóteli en ósköpin
skella á; í ljós kemur að eiginkonan
(Buckley) er ekki með sína réttu
tösku í farteskinu, síðan hverfur
hún sjónum Ameríkumannsins í
París, meðan hann skolar af sér
ferðarykið. Drykkjurútur á bar í
grenndinni segist hafa séð mann
troða henni með ofbeldi inní bifreið
sína. Upphefst nú tími örvæntingar
og skelfingar hjá Ford, mállaus og
án nókkurra vísbendinga hefur
hann dauðaleit að sinni heittelsk-
uðu, en þegar neyðin er stærst fær
hann aðstoð ' franskrar stúlku
(Seigner), sem hafði komið með
sama flugi og þau hjónin, og með
samskonar tösku í farangrinum ...
Hér er fengist við gamalkunnar
aðstæður; hvað gerir hæglátur,
venjulegur Bandaríkjamaður þegar
hann verður fyrir áföllum í fjar-
lægu landi, þar sem hann kann
engar leikreglur? Aðstoð lögreglu
og sendiráðs ber engan árangur.
Myndin ber lækninn vítt og breitt
um Parísarborg, atburðarásin færir
söguhetju vora á slóðir og í kring-
umstæður sem hann hefði ekki
dreymt um að eiga eftir að upplifa.
Þeir Brach og Polanski leika sér
listilega að örvæntingu mannsins í
einkar líflegu handriti þar sem fer
saman spenna og skemmtilegheit,
án þess að mannlegi þátturinn
gleymist. Það má auðveldlega
benda á fjölda margar vitnanii- í
myndir Hitchcocks, allt frá sturtu-
þættinum í upphafi til lokaatriðsins
undir brúarsporðinum, en málið er
einfaldlega að Polanski hefur tekist
að gera fágáða afþreyingarmynd í
anda gamalla meistara, einsog
Hitch,. Hawks og fleiri góðra
manna. Slíkar myndir eru harla
fágætar í dag, enda ekki á færi
neinna meðalmanna. Og hann fær
góða aðstoð frá Ford, sem eflist
eftir því sem á líður myndina.
Seigner, hin þokka.ulla sambýlis-
kona leikstjórans, kemst þolanlega
frá sínu, en frönsku leikararnir
standa sig annars vel. Mahoney,
sem var stórkostlegur í litlu hlut-
verki í Moonstruck, er hér meira
uppá punt. Kvikmyndataka Soboc-
inski, hins gamalreynda samverka-
manns leikstjórans, er óaðfinnan-
leg og undirstrikar örvæntingu efn-
isins, sömuleiðis tónlist Morricones
og markvissar klippingar O’Steens,
(Jawsl.
En það er beinskeytt leikstjóm
Polanskis og leikandi létt sögu-
mennska hans sem gerir Örvænt-
ingu að einstakri, slípaðri afþrey-
ingu við allra hæfi. Hér upplifum
við Bíó, í þess orðs bestu merkingu.
Vestur-þýskir
vörulyftarar
G/obuse
LAGMULA 5. S. 681555.
Norræn rómantík
til umræðu í Sviss
Zilrich, frá önnu Bjarnadóttur, fréttarítara Morgunblaðsins.
SAUTJÁNDA málþing alþjóð-
legra samtaka um norrænar
bókmenntir, International
Association for Scandinavian
Studies (IASS), var sett í Ziiric-
h-háskóla í Sviss í gær. Um tvö
hundruð fræðimenn frá 23
löndum, þar af fimm frá ís-
landi, sitja ráðstefnuna sem
stendur í fimm daga.
Málþingið fjallar um rómantík
í norrænum bókmenntum. Um
áttatíu erindi verða flutt. Helga
Kress, dósent, mun ræða ímynd
kvenna 5 íslenskum bókmenntum
og ritstörf þeirra, en þó sérstak-
lega Guðnýjar Jónsdóttur frá
Klömbrum, á rómantíska tímabil-
inu. Dagný Kristjánsdóttir, sendi-
kennari í Ósló, mun flytja erindi
um kveðskap Jónasar Hallgríms-
sonar og Jónas Kristjánsson, for-
stöðumaður Handritastofnunar,
mun Qalla um tengsl rómantískra
bókmennta og fombókmennta.
Sveinn Skorri Höskuldsson, próf-
essor, og Guðmundur Andri Thors-
son, bókmenntafræðingur, sitja
einnig ráðstefnuna.
Oskar Bandle, prófessor í nor-
rænu við háskólana í Zurich og
Basel og heiðursdoktor yið Há-
skóla Islands, setti málþingið.
Hann flutti stutt ávarp á þýsku
en bauð gesti síðan velkomna á
reiprennandi ensku, frönsku,
sænsku, dönsku, norsku, íslensku
og færeysku. Málsnilld hans vakti
aðdáun og fræðimennirnir klöpp-
uðu honum lof í lófa.
Bandle sagði í stuttu samtali
við Morgunblaðið að hann og
svissneskir samstarfsmenn hans
hefðu lengi haft áhuga á að halda
ráðstefnu IASS í Sviss. Óviðráðan-
legar aðstæður hafa komið í veg
fyrir að svo yrði fyrr en nú. Hann
sagðist vera sérstaklega ánægður
með að ráðstefnan væri haldin í
Zurich í ár þar sem tuttugu ár eru
liðin síðan nqrrænudeild háskólans
var stofnuð innan germönsku
deildarinnar.
Noregur:
Kona segist vera
„faðir“ barns sam-
býliskonu sinnar
Ósló, frá Rune Timbertid, fréttaritara Morgunblaðsins.
TVÆR norskar konur hafa vak-
ið hneykslan Norðmanna fyrir
að segja opinberlega að þær
telji sig vera „foreldra” fimm
mánaða gamals barns. Önnur
kvennanna er móðir barnsins,
sambýliskona hennar segist
vera „faðir“ þess.
Diana Carter, móðir drengsins
Adrians, býr með annarri konu,
Ingunni Solli. Þegar bamið fædd-
ist fyrir fimm mánuðum segist
Ingunn, sem er dóttir vinsællar
norskrar sjónvarpskonu, Esle
Myklebust, hafa tekið að sér föð-
urhlutverkið. Ingunn segir að
henni hafi fundist hún utanveltu
á meðan Diana gekk með bamið,
en bætti við að þá tilfinningu
þekkfu víst fleiri feður.
Konumar tvær segja að helst
vildu þær gifta sig. „Við höfum
þekkst í tvö ár og höfum ákveðið
að búa saman það sem eftir er
ævinnar. Við lifum hjónalífí og þvi
er eðlilegt að við viljum gifta okk-
ur,“ er haft eftir Ingunni og Diönu.
Faðir bamsins fær að hitta son-
inn unga, en konumar tvær segja
að hann muni ekki fá umráðarétt
yfír baminu. Bam, sem alið er upp
af tveim konum ætti að vera betur
sett en önnúr börn, segja þær
Diana og Ingunn.
[ raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar \
Nýtt verslunarhúsnæði við Kringluna 1400 f m atvinnuhusnæði Til leigu er stórglæsilegt verslunarhúsn. í leígU 3 OraghálSÍ 6-8 nýbyggingu við Kringluna. Leigist í einu lagi 1000 fm jarðhæð, lofthæð 4,30-5 metrar. 4 eða í smærri einingum. Einstakt tækifæri til stórar innkeyrsluhurðir. 400 fm skrifstofu- verslunarrekstrar í hjarta borgarinnar. Tilbúið húsnæði. Hægt er að skipta húsnæðinu í til afhendingar fljótlega. smærri einingar. Tilboð sendist Lögmönnum, Borgartúni 33, Upplýsingar á staðnum milli kl. 8 og 16, símar Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn 12. 37010 og 623235, eftir kl. 18 í símum 35832 ágúst nk. (Hans), 685853 (Stefán) og 76110 (Gunnar).
| atvinnuhúsnæði |
Skrifstofuhúsnæði Til leigu 220 fm skrifstofuhúsnæði við Síðu- múla. Húsnæðið er fullfrágengið og gæti nýst sérstaklega vel fyrir útgáfustarfsemi, verkfræði- og arkitektaþjónustu, hugbúnað- arfyrirtæki og skylda starfsemi. Næg bíla- •stæði á eigin lóð. Laust nú þegar. Hófleg leiga. Lysthafendur hringi í síma 44827.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
SÍMAR 11798og 19533.
Helgarferði Ferðafélagsins
-12.-14. ágúst
1. Þórsmörk - gist i Skagfjörfts-
skáta/Langadal.
Gönguferftir, frábær gistiaft-
staða. Sumarleyfi í Þórsmörk hjá
Ferðafélagi íslands er ofarlega á
óskalista þeirra sem vilja hviid í
sumarleyfinu.
2. Landmannalaugar - Eldgjá
Gist í sæluhúsi F.í. í Laugum.
Ekift í Eldgjá, gengið áð Ófæru-
fossi.
3) Álftavatn - Háskerðingur.
Gist í sæluhúsi F.í. við Álftavatn.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu Ferðafélagsins, Öldu-
götu 3.
Ferðafélag íslands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir
Ferðafélagsins
Miðvikudagur 10. ágúst.
Kl. 08. Þórsmörk - dagsferö.
Verð kr. 1200.
Kl. 20. - Bláfjallahellar - kvöld-
ferft.
Æskilegt að hafa vasaijós meö
í ferðina. Verð kr. 600.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð-
inna.
Ferðafélag fslands.
þjónusta
Hilmar Foss
lögg. skjalaþ. og dómt.
Hafnarstræti 11,
simar 14624 og 621464.
ÚtÍVÍSt, G-o.,™, ,
Miðvikudagur 10. ágúst
kl. 20.
Sveppatínsluferö f Heiðmörk.
Nú er hagstæð tiö til sveppa-
tinslu. Létt ganga. Verð 600 kr.,
frftt f. börn m. fullorönum.
Brottför fré BSf, bensfnsölu.
í ársriti Útivistar 1984 er góð
grein um íslenska sveppi. Ritið
fæst á skrifstofunni. Sjáumst!
Útivist.
Rafvirkjavinna. S. 686645
Læríð vélritun
Ágústnámskeið eru að heflast.
Vélritunarskólinn, s.28040.