Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 19 dauðans eru þeir strengir sem þar er leikið á. Ólafur Jóhann átti heima í Grafn- ingnum í einungis tíu ár tæp. En þar leið bemska hans og æska frá fimm_ ára aldri þar til á sextánda ári. Á þessu aldursskeiði greypist landið, sveitin fljótið vatnið mýrin og fjallið, svo fast í vitund hans að allt til dauðadags er hann að vinna úr þeim hughrifum. Og hvílík úrvinnsla. Hann hafði mikils að minnast og margs að sakna. Fátækur er sá sem aldrei kemst í kynni við slíkt og áþekkt umhverfi. Getur hann öðlast hinn sára söknuð sem, ásamt öðru, genr mann að skáldi? Ég nefndi tregaslag. Eigi að síður er í þessum bókum talsvert af létt- um kvæðum, meira að segja um dauðann: Hér ertu að kvöldi, kæri vin, kominn úr þínu vosi. Og svo framvegis, allar vísurnar í þessum dúr, í glettnislegri og til- gerðarlausri einlægni. Ólafur Jóhann hafði róttækar skoðanir í stjómmálum. Þjóðmála- umræður fundu sér leið inn í sögur hans og þótti ekki öllum jafn gott. Margur maðurinn snerist gegn hon- um af þeim sökum. Þeir sáu ekki skóginn fyrir trjánum. Ég veit ekki hvort hann var flokksbundinn. Hitt veit ég að skoðanir hans vom ekki flokksbundnar. Hann lét aldrei múlbinda sig heldur sagði þeim hispurslaust til syndanna sem héldu að þeir ættu hann. Það átti hann enginn. Vinum sínum var hann hollráður og traustur en óvæginn þeim sem hann átti grátt að gjalda, þó manna fúsastur til sátta. Hann er talsmað- ur hinna fomu dyggða í skáldverk- um sínum og slakar aldrei á klónni hvemig svo sem fleyið veltist í straumkasti frá nýjum stefnum, hvemig svo sem boðberar hömuðust við að færa þessar dyggðir á kaf. Jafnframt gerði hann sér ljóst að_ nú á tímum eiga þær ekki upp á pallborðið hjá þjóðum heims. Ekki grynnkar sú vitneskja hinn djúpa trega sem oft setur svip á rit hans og nær hámarki í ljóðabókunum þremur. Ein af þeim kröfum sem Ólafur Jóhann gerði til sín var að skrifa ekki um annað en það sem hann þekkti. Þar í birtist krafa hans um að vera heill og sannur. Af því leið- ir aftur þversögnina að meðan lífsfjörið er mest em sögur hans alvarlegar og stundum þungar en eftir því sem líður á ævina bregður æ oftar fyrir ríkri gamansemi. Dæmi um það er hið þrídeilda verk sem hefst með Gangvirkinu og þá ekki síður Hreiðrið. Fáir renna æviskeið sitt án þess einhvemtíma að lenda í þrenging- um, ekki síst rithöfundar._ Gang- virkið kemur út árið 1955, Á Vega- mótum sörnuleiðis. Þá verður langt hlé hjá Ólafi Jóhanni sem hann rýfur ekki fyrr en 1962 með stuttri bamabók, Spóa, og þó eftirminni- legar árið 1965 með tveimur sögum í Leynt og ljóst. Önnur þeirra er ein frægasta saga hans: Bréf séra Böðvars, en hin Mýrin heima, þjóð- arskútan og tunglið, þar sem örlar á þeim efnivið sem síðar á eftir að reynast gmnnstoðin í ljóðagerð hans. En árið 1972 kemur Hreiðrið, smásagnasafnið Seint á ferð og ljóðabókin Að lauffeijum. Enn verð- ur bið á því að framhaldið á Gang- virkinu birtist. Hvað veldur svo langri töf? Hreiðrið er bráðskemmtileg bók. Og afar forvitnileg. Mér hefur oft dottið í hug að í henni sé að finna skýringu á þeim drætti sem varð á framhaldi af Gangvirkinu. En hvernig sem því er háttað þá er hitt ljóst að Ólafur Jóhann hefur notað tímann til að meta og endur- meta stöðu sína og sjónarmið öll. Bein afleiðing af því mati er ljóða- gerð sem augsýnilega er allra miðla hentugastur til að koma endurvökt- um tilfínningum hans á framfæri og á líka eftir að bera ríkulegan ávöxt. Jafnframt vinnur hann að hinu þrídeilda verki sem hófst með Gangvirkinu og kemur með Seið og hélog árið 1977 og Dreka og smáfugla árið 1983. Ólafur Jóhann unni heimili sínu, konu og tveimur sonum, en var jafnframt elskhugi og þjónn íslenskrar tungu. Við kunningjar hans gleymum ekki orðum hans, mæltum fyrir mörgum árum í læri- sveinahópi ef svo má segja, að nú væri hann að byija að gruna hvað íslensk tunga væri. Okkur þótti þetta dálítið furðulegt því þá þegar vissu þeir sem vildu að hann var orðinn einn af snjöllustu málvitund- armönnum okkar. Síðar hef ég skil- ið orð hans betur. Hin ríka mál- kennd hans, tekin í arf frá foreldr- um og glædd af góðum lestri, dugði honum langt eins og sjá má af fyrstu sögum hans, bamabókunum. Stöðugur agi og leit að hreinleika gerði mál hans bjart og tært. Því til sönnunar er óþarft að vitna í einstaka þætti í skrifum hans, öll gnæfa þau upp úr meðalmennsk- unni. Sjálfur mun hann hafa talið sig ná bestum árangri í meðferð tungunnar í tveimur síðari bindum hins þrídeilda verks sem hefst með Gangvirkinu. Sjálfsagt er það rétt. Og sannast sagna er málgaldur hans þar með ólíkindum. Ég man að einhveijum ritdómara fannst nokkrir þáttanna renna hægt fram. En einmitt í hinum lygnu vötnum, þar er dýpið mest. Vináttu hans og margan vinar- greiða fæ ég ekki fullþakkað. Oft hef ég spurt sjálfan mig hvar Ólafur Jóhánn hafi fundið þá tæru lind sem streymdi fram í málfari hans. Hvaðan komu honum orðin sem okkur vantaði en léku honum á tungu? Hvaða göldrum beitti hann til að fá hveija setningu í löngum málsgreinum til að rísa og lifa, hveija og eina einustu? Ólafur Jóhann varpaði líka fram þessari spurningu þegar hann orti um skáld. Og svaraði sér sjálfur: Undrandi verð ég eins og fyr og enn ég spyr í hljóði: Hvert voru orð svo dýrleg sótt, svo dularfullur styrkur? I djúpa nótt. I djúpa nótt og myrkur. Jón Dan Það er mönnum einsog Ólafi Jó- hanni sem íslenskar bókmenntir eiga orðstír sinn að þakka. Höfund- um með hæfileika til að skapa eftir- minnilegan skáldskap úr sínum við- fangsefnum og þar að auki kraft og áræði til að helga sig allan jafn ójarðnesku fyrirbæri og bókmennt- irnar eru. Enda er svo að sjá, þegar litið er yfir verkaskrá Olafs Jó- hanns, að hann hafí snemma verið ráðinn í að skrifa hvað sem það kostaði; sextán ára var hann þegar fyrsta bókin kom á markaðinn, og svo fylgdu tvær í viðbót á næstu tveimur árum. Innan við þrítugt hafði hann skrifað ekki færri en níu bækur, og þar á meðal nokkrar sem verða að teljast til merkari bókmenntaverka þessa tímabils: Fjallið og draumurinn, þessi fjögur- hundruðsíðna skáldsaga frá 1944; Litbrigði jarðarinnar frá 1947, sem kannski mætti kalla unglingabók þótt hugtakið væri varla þekkt þá; í það minnsta gæti metnaður höf- undarins verið allri greininni fyrir- mynd, enda hefur bókin verið þýdd og gefín út víða um heim. Þá er ekki síður ástæða til að minnast á smásagnasöfnin þijú: Kvistir í alt- arinu, frá ’42, Teningar í tafli, frá ’45 og Speglar og fíðrildi, frá ’47. I þessum bókum er að finna perlur sem verða að teljast með því besta sem skrifað hefur verið af smásög- um á íslensku; þar á meðal má nefna sögur sem flestir af minni kynslóð hafa kynnst á leið í gegnum skólakerfíð og gerðu mörgum þá píslargöngu léttbærari, sögur ein- sog Hengilásinn, um sveitadrenginn sem fer með aleiguna í kaupstaðinn til að kaupa helst allt í veröldinni en kemur út með einn hengilás sem hann hefur ekkert að gera við, eða sagan Reistir pýramídar um það þegar Friðmundur Engiljón, vitrasti smiður í heimi, kemur á bæinn til að smíða nýja hlöðu og nýtt fyós, og kennir sveitapiltinum í leiðinni að skilja dularfyllstu byggingarlist jarðarinnar. Þetta var á einhveijum mestu umbrotatímum íslandssögunnar, tímum hemámsins sem linnti svo ekki þegar stríðinu lauk; árunum þegar endanlegur sigur vannst í fullveldisbaráttunni, sigur sem þó var örlítilli beiskju blandinn vegna þess að ýmsum þótti sem erlent stórveldi, og ekki það menningar- legasta, vildi jafnharðan kaupa það frelsi sem þjóðinni áskotnaðist, og það sem verra var: margir hérlend- is virtust reiðubúnir að selja allt sem borgað yrði fyrir með dollurum. Þessi barátta, baráttan fyrir varð- veislu sjálfs þjóðemisins, setti mjög mark á skoðanir og verk Ólafs Jó- hanns, einsog sjá má af hinum stóra sagnaflokki hans sem hófst með Gangvirkinu, ’55 og lauk svo með Seiður og hélog ’77 og Drekar og smáfuglar ’83. Þótt þetta vam- arstríð fyrir varðveislu gamalla gilda tæki stundum á sig þá mynd að verið væri að agnúast út í nú- tímann sjálfan, og að hrakspár margra góðra höfunda og menning- arvita um örlög þjóðar og tungu rættust ekki, sem betur fer, þá má hinu ekki gleyma að við værum eflaust verr stödd í þeim efnum ef jafn skilvirkir baráttumenn og Ólaf- ur Jóhann hefðu ekki gefið þessum málum gaum. Ég get ekki sagt að ég hafí kynnst Ólafí Jóhanni persónulega. Við hittumst aðeins einu sinni. Það var í maí fyrir þremur árum, Rithöf- undasambandið efndi til samkomu sem kallaðist Dagur ljóðsins, í fyrsta sinn, og daginn fyrir sam- komuna uppgötvaðist að það hafði gleymst að póstleggja boðsmiða til nokkurra heiðurs- og mektar- manna, þar á meðal Olafs Jóhanns. Ég var yngsti maðurinn í stjórninni og var gerður út af örkinni ásamt tveimur öðrum álíka grænjöxlum til að fara og afhenda þessa boðs- miða persónulega. Hjá Ólafi Jó- hanni við Suðurgötuna fengum við skemmtilegar móttökur; hann var í aðra röndina hinn þverasti, vildi ekki sjá þennan boðsmiða og hafði uppi hæðnisorð um þann hégóma og þá fordild að lesa hástöfum yfír heilan bíósal einhver ljóð, sem væru f eðli sínu best til þess fallin að njóta í einrúmi. Á hinn bóginn var hann höfðinglegur heim að sækja, bauð okkur bláókunnugum til stofu, reiddi kaffi og konfekt og skemmti okkur með sögum lengi kvölds. .Ég hef hér aðeins getið um brot af verkum Ólafs Jóhanns, og ég læt einnig öðrum eftir að tíunda viður- kenningar sem hann hlaut, af ýmsu tagi. Ég nefni það eitt að það var Rithöfundasambandi íslands til mikils sóma að hafa hann sem heið- ursfélaga undanfarin ár. Sem for- maður þeirra samtaka, og sem óbreyttur lesandi og aðdáandi verka Ólafs Jóhanns kveð ég hann með söknuði og votta aðstandendum samúð. Einar Kárason Við þekktumst aðeins í rúm tvö ár. Ég var að skrifa dálitla mennta- skólaritgerð um nokkrar af smásög- um hans, og langaði þess vegna til að hitta hann. Það var auðfengið. Marskvöldið, þegar við hittumst í fyrsta sinn, líður mér ekki úr minni. Við sátum og spjölluðum um sög- umar fram á nótt, og það var mér mikið ævintýri. Hann var auðugur maður. Ekki að efnislegum gæðum; fátt var honum fjær skapi en slík auðæfí; heldur að andlegum auði. Og fáir hygg ég, að hafí verið jafn- örlátir á að deila auði sínum með öðrum og hann. „Hann skorti tómlætið,“ var sagt um Heinrich Böll látinn. Þessi orð hafa komið í huga minn nú, þegar Ólafur Jóhann er dáinn. Honum stóð ekki á sama um neitt, hann leiddi ekkert hjá sér. í huga hans voru bókmenntimar og þjóðfélagið tvíeyki, sem ekki varð klofíð í sund- ur. Menn, sem líta svo gagnrýnum augum á umhverfí sitt, mæta tíðum efasemdum, jafnvel andspymu þeirra, sem geta ekki eða vilja ekki horfast í augu við samtíma sinn. Fáir ungir höfundar hafa í fyrstu þolað jafn ranglátar viðtökur gagn- rýnenda og Ólafur Jóhann Sigurðs- son. Sögur hans vom sagðar „út í hött“ eða „koma mönnum nauðalít- ið við“, þegar þær vom fyrst gefn- ar út í lok fjórða áratugarins og í upphafí þess fímmta. Og það er undarleg staðreynd, að jafnstór- brotið listaverk og „Píus páfí yfír- gefur Vatíkanið", einhver áhrifa- mesta smásaga, sem rituð hefur verið á íslensku, fékkst í fyrstu ekki birt, þar eð hún þótti of dapur- leg, of myrk. Þegar Ólafur Jóhann Sigurðsson flutti til Reykjavíkur geisaði kreppa í íslensku þjóðfélagi. Hann lýsti stundum þeirri sýn, sem þá blasti við honum í höfuðborg landsins: atvinnuleysingjum í Verkamanna- skýlinu, krepptum og matarlausum öldungum í Austurstræti, fátækt- inni sem blasti við í hveijum glugga, þegar gengið var upp Hverfísgötu. Því er ekki að undra, að vonin um að bæta úr bágindum alþýðu manna skyldi verða leiðarstjaman í ritverk- um hans. Hann dró hvergi undan, hann leiddi lesendur sína inn í aum- ustu kot og þurrabúðir, stillti þeim upp í návígi við örbirgð og atvinnu- leysi, og síðast en ekki síst: Hann sýndi þeim niðurlæginguna og fírr- inguna, jafnvel bijálsemina, sem slíkt leiðir yfír fólk. Og þótt allar bókmenntir séu mótaðar af samtíma sínum, þá hygg ég, að margar af sögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar hljóti að teljast eilíf varnaðarorð um þær hörmungar, sem eru og verða fylgikonur fá- tæktar og allsleysis. áíðar sóttu önnur mein í íslensku þjóðfélagi að huga Ólafs Jóhanns. Vöm íslenskrar tungu og menning- ar gegn innrás erlendra áhrifa varð honum hjartaris mál. hann talaði stundum um þjóðfrelsissteininn, sem við þyrftum að ýta upp brekk- una; og var oft svartsýnn á að sá steinn kæmist nokkumtíma alla leið upp á brún. Sjálfur gekk hann með reginafli að þessu verki. Fáir menn hafa verið jafnkröfuharðir um með- ferð tungunnar, undirstöðu alls þjóðfrelsis, og hann. Og það hlýtur að vera öllum hollt, sem eitthvað fást við að letra á blað, að ganga í smiðju til hans. Hann kenndi mér margt, ótalmargt, um íslenska tungu, færði mér í hendur sjóð, sem ég fæ aldrei fullþakkaðan honum. Við lifum „á öld hrævarelds og grímu", sagði hann í einu af síðustu ljóðum sínum. Honum féll illa margt í fari samtímans; hann leit á heim okkar sem blekkingaheim, auglýs- ingaheim. Sérstaklega var hann gagnrýninn á fjölmiðla samtímans. Ég hringdi til hans í síðasta sinn mánudaginn 25. júlí. Erindið var það, að biðja hann um dálítið spjall í Þjóðlífí í tilefni af sjötugsafmæl- inu, sem fór í hönd. Hann beiddist undan, sagðist ekki vera neinn fjöl- miðlamaður. Honum var fátt fjær skapi en auglýsa sjálfan sig; og eiginlega held ég, að honum hafí ekki fundist hann eiga heima í þeim auglýsingaheimi, þeim grímuheimi, sem við. lifum í. Nú er höggvið skarð í raðir Suð- urgötufólks. Önnu, Jóni og Ólafi sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Segja má með nokkrum sanni, að listamenn lifí, meðan verk þeirra lifa. Ég er þess fullviss, að verk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar munu lifa lengi — lengur en flest önnur listaverk. Einar Heimisson Þegar Ólafur Jóhann Sigurðsson er nú kvaddur á braut, einn af snill- ingum íslenskra skáldmennta á okkar dögum, verður þeim sem eft- ir hann skal mæla tregt að velja orð við hæfí. Stórt er það skarð sem slíkur maður lætur eftir sig. Þeim hugblæ sem óhnikanleg návist dauðans vekur í bijóstum okkar hefur hann sjálfur lýst með sínum nærfærna og skáldlega hætti. Ljóð- ið stendur í bókinni Að lauffeijum og heitir Gamlar vísur um blóm: Undir dumbrauðum kvöldhimni drúpir eitt blóm með daggir á hálfvöxnum fræjum. Og senn kemur haustnótt á héluðum skóm og hjúpar það svalköldum blæjum. Þvi veðrið er annað en var hér í gær og vorið og sumarið liðið. Hinn nafnlausi brunnur mun niða þér fjær, hitt nálgast sem fyrir var kviðið. Þú hræðist ei lengur þinn hlut og þinn dóm, en hjarta þitt glúpnar og viknan Undir dumbrauðum kvöldhimni drúpir eitt blóm, - það deyr kannski í nótt og bljknar. Ólafur Jóhann sótti skáldmál sitt einatt til náttúrunnar. Brunnur, uppspretta var tíðnotað tákn hjá honum og stóð fyrir æskuna, hið upprunalega og óspillta. Andspænis þessu var eyðing, hrömun, helvegur jafnt í bókstaflegum sem óeiginleg- um skilningi. En dauðinn kemur til manna með ýmsu móti. Ólafur Jó- hann dó óbugaður og hafði skilað miklu starfí, trúr hinu besta í erfð lands, þjóðar og tungu sem vinur hans og skáldbróðir kvað um. Í söknuð okkar blandast þakklætis- kennd að hafa átt hann og eiga verk hans sem geyma hug hans og SJÁ BLS.: 42 Knud Engaard, forseti Norðurlandaráðs, afhendir Ólafi Jóhanni Sigurðssyni bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.