Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
25
Morgunblaðið/Árni Sæbérg
Viðstaddir hlýða á Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð rekja sögu bókhlöðunnar í Flatey.
menningarfélaga var Pramfarastofn-
unin, framhald tilrauna er gerðar
voru um stofun lestrarfélaga á
landinu kringum aldamótin 1800.
Fæst þessara félaga urðu langlíf, en
starfsemi Framfarastofnunarinnar
sem útlánsstofnun fyrir bækur í Flat-
ey, leiddi síðar til þess að þar var
byggt bókasafn það sem nú hefur
verið endurreist. Hugmyndin að
byggingu bókasafns fékk ekki góðan
byr til að byija með, en bóka- og
peningagjafir urðu þó til þess að hún
varð loks að veruleika. Var það ekki
síst að þakka Brynjólfi kaupmanni
Benedictsen, miklum framkvæmda-
og dugnaðarrmanni. Bókasafnið var
síðan reist 1864. Þá var fallinn frá
Ólafur Sívertsen, sóknarprestur í
Flatey, fremsti hvatamaður stofun-
arinnar. Fyrsta bókasafn á ísland,
að því er talið er, lét Ari Sæmunds-
son reisa á Akureyri 1851. Safnið í
Flatey var því annað í röðinni en hið
þriðja var Iþaka, bókhlaða Mennta-
skólans í Reykjavík sem byggt var
tveimur árum síðar.
Bókhlaðan í Flatey hafði að geyma
mikið safn handrita, en stór hluti
^88 var afhentur Landsbókasafni
ands á árunum 1902-03. Það sem
eftir var af gömlum bókum og hand-
ritum fékk Landsbókasafnið til varð-
veislu 1969, en safnið í Flatey hélt
eftir yngsta hluta þess, í tilefni þess
að bókasafnshúsið hefur nú verið
endurreist voru þar til sýnis nokkrar
af gömlum bókum sem áður voru í
eigu safnsins. Þá er þar einnig að
finna ljósprentað eintak af Flateyjar-
bók, gjöf danska útgefandans Ejnars
Munksgaars, á aldarafmæli stofnun-
arinnar. í henni er m.a. að finna
ættartölur Noregskonunga, en bók-
inni lýkur með annál allt frá sköpun
heimsins til ársins 1394. Flateyjar-
bók er tvö bindi og var annað tveggja
verka sem Danir færðu íslendingum
Rýnt í Flateyjarbók.
vorið 1971 í upphafi handritaskil-
anna.
Formleg opnun endurreistrar bók-
hlöðu í Flatey, var laugardaginn 6.
ágúst síðastliðinn. Þar voru viðstadd-
ir stjómarmeðlimir Minjavemdar,
Finnbogi Guðmundsson, landsbóka-
vörður, sem flutti erindi það sem hér
hefur m.a. verið byggt á, Þorsteinn
Bergsson, framkvæmdastjóri Minja-
vemdar, sem ávarpaði viðstadda,
hópur afkomenda Brynjólfs Benedic-
tsens ásamt fylgdarliði.
Bifhjóla-
slys við
Öskju
FRANSKUR ferðamaður féll af
bifhjóli sínu við Öskju síðdegis á
laugardag og hlaut mjaðmarák-
verka.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
manninn og flutti hann til Akur-
eyrar og var gert að meiðslum hans
í Fjórðungssjúkrahúsinu. Maðurinn
fór af sjúkrahúsinu á Akureyri í
gær og heldur til síns heima í dag,
þriðjudag.
Hafnarfjörður:
Brotist inn
í pósthúsið
BROTIST var inn í pósthúsið í
Hafnarfirði um helgina, pakkar
og bréf rifin upp og dreift um
húsið. Að sögn Gunnars Einars-
sonar stöðvarstjóra Pósts og
síma i Hafnarfirði er ekki ljóst
hveiju var stolið.
Innbrotið uppgötvaðist er starfs-
menn pósthússins mættu til vinnu
á mánudagsmorgun. Ekkert viðvör-
unarkerfi er í pósthúsinu og gæti
innbrotið hafa átt sér stað frá því
seinnipartinn á laugardag. Að sögn
Gunnars Einarssonar stöðvarstjóra
var aðkoman ljót. „Það hefur senni-
lega verið farið í gegnum glugga
og þeir hafa farið í bögglana hjá
okkur og rifið upp óskaplega mikið
af bögglum og dreift þeim um öll
gólf en við getum ekki fundið út
hvað er horfið enda vitum við ekki
hvað er í hveijum pakka,“ sagði
hann. Gunnar sagði að þjófarnir
virtist aðallega hafa leitað í pakka
frá útlöndum. Engar skemmdir
voru unnar á innanstokksmunum
eða innréttingum en nokkrir gaml-
ir, .tómir peningakassar voru
spenntir upp.
Rannsóknarlögregla ríkisins
vinnur nú að málinu.
BÍLABORG H.F.
FOSSHÁLS11 ,SÍMI 68 12 99
essi
stendur
fvrir sínu!
MAZDA T 3500 er langvinsælasti bíllinn 13.5 tonna
stærðarflokki hérlendis og var liölega helmingur
þeirra bíla sem seldust hér á síðasta ári af þessari
gerð og engin furða.
Hann ber 3.5 tonn á grind, vélin er 3500 cc 86 DIN
hestöfl og gírar eru 5 með háu og lágu drifi.
Húsið er stórt og bjart (veltihús) og þægileg sæti
eru fyrir 2 farþega auk ökumanns. Fjöðrunin er
mýkri og þýðari en gerist í bílum af þessari stærð.
Ríkulegur búnaður fylgir MAZDA T 3500, svo sem:
• Vökvastýri • Veltistýri • Mótorbremsa • Yfirstærð
afdekkjum (700x16) • Yfirstærð af rafgeymi • Bakk-
flauta • Útispeglar beggja vegna • Luxusinnrétting
• Tauáklæði á sætum • Þaklúgur • Höfuðpúðar á
sætum • Halogen aðalljós • Litað gler í rúðum •
Aflmikil miðstöð • Viðvörunartölva og margt fleira.
Við getum afgreitt þessa bíla með vönduðum pöll-
um eða vörukössum, sem vakið hafa verðskuldaða
athygli og fengið frábæradómaatvinnumanna. Enn-
fremur léttar álvörulyftur, sturtur og vökvakrana.
Tæknimenn okkar veita ráðgjöf við val á búnaði og
annast hönnun með þínar sérþarfir í huga. Við leggj-
um ríka áherslu á góða þjónustu og er viðhalds- og
varahlutaþjónusta okkar rómuð af öllum, sem til
þekkja. Þú ert því í góðum höndum hjá okkur!
Við eigum örfáa bíla óráðstafaða á gömlu verði.
Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fús-
lega allar nánari upplýsingar.
Opið laugarciaga frá kl. 1-5
,Lm. AM'-udci ij u:4 lí, '.i-i.i.íu u^M.Lu/.Ij JajJ-U-
,«Uti
i
m.i.uív u ,ij -jj.i.c:. ni i
\t ilJ.\MilJj í ? 1 I