Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 10-19 © 1984 Universal Press Syndicate „ Er Löggub'iUinn enoþá á eftir ckkur ?" * Ast er... ... að láta engar hindr- anir aftra sér. TM Röq. U.S. Pat Off.—all ríghta rasarveu ° 1987 Los AogoMs Times Syndicate Sú kunni karatetökin, sú gamla!... Matarverð fælir útlendinga frá Til Velvakanda. Töluvert hefur verið skrifað nú í sumar um hátt verðlag hér á Is- landi fyrir erlenda ferðamenn og er það ekki út í bláinn. Það virðist vera með ferðaþjónustuna nú, eins og fiskeldið og loðdýraræktina, að allir ætla sér að græða á erlendum ferðamönnum og verða ríkir á ferðaþjónustu. Hægt væri að sýna fram á það með mörgum dæmum, að öll sú þjónusta, sem erlendir ferðamenn þurfa að kaupa hér á landi, er með eindæmum dýr og ekki að undra þótt útlendingar komi með sem mestan mat með sér að heiman. Lítill munur er á matar- verði á stöðum sem kalla má dýr- ari eða íburðarmeiri og þeim sem kalla má íburðarminni og með sjálfsafgreiðslu að einhveiju eða öllu leyti. Nýlega fórum við hjónin með erlenda gesti okkar á veitingastað hér í borginni þar sem er sjálfsaf- greiðsla að hluta. Þar kostaði súpu- diskur og gratíneraður fiskur tæp- lega 600 krónur. Margir útlending- ar komu á þennan veitingastað meðan við stóðum þar við, enda er hann staðsettur nálægt dvalarstað útlendinga í borginni. Margir þeirra hristu bara höfuðið, snéru frá og kusu að kaupa sér frekar hamborg- ara í sjoppu hinum megin götunnar. Ég reiknaði út að gamni hvað 600 krónur gerðu mikið í erlendri mynt, svo að þeir sem hafa verið á ferð erlendis í sumar geti borið sam- an matarverð hér og þar. Hafa verð- ur í huga að hér var um að ræða einfaldan fiskrétt, þann ódýrasta sem í boði var, og einn súpudisk. Til Velvakanda. í tilefni bréfs Ingimundar Sæ- mundssonar um minnisvarða um Thor Jensen þá vil ég upplýsa hann og aðrá um það, að þegar eru starf- andi samtök um þetta málefni. Listamaðurinn Helgi Gíslason hefur nú gert líkan af minnisvarðanum, sem rísa mun í Hallargarðinum í Reykjavík. Sá staður varð fýrir 600 íslenskar krónur samsvara 7,50 sterlingspundum, 13 dölum, 92 dönskum krónum, 24 þýskum mörkum, 1.600 pesetum og 17.700 ítölskum lírum. Mér sýnist það vera brýnt verk- efni fyrir íslenska ferðamálafröm- uði, að íhuga hvemig hægt er að bregðast við þessum staðreyndum, því að ljóst er að þetta háa matar- verð mun fæla útlendinga frá því að koma til íslands. Flugfargjöld til landsins hljóta ávallt að vera til- tölulega há í samanburði við ferða- lög milli landa á meginlandinu, miðað við fjarlægðir. Hár kostnaður í landinu sjálfu, hvort sem er fyrir gistingu eða mat, hlýtur að verka valinu, fremur en Korpúlfsstaðir, að yfirveguðu máli. Fjársöfnun er að hefjast vegna þessa málefnis. Ingimundur og annað gott fólk, sem leggja vill þessu máli lið, er beðið að hafa samband við undirritaðan í síma 33600 eða 42365. Munur er ávallt að mannsliði. Virðingarfyllst, Halldór Jónsson verkfr. mjög neikvætt fyrir ferðaþjón- ustuna og gerir það að verkum að útlendingar treysta sér ekki til að koma hingað þótt þeir hafi brenn- andi áhuga. Ég veit a.m.k. að gest- irnir okkar hefðu ekki treyst sér til að koma nema af því að þeir fengu ókeypis gistingu og mat hjá okkur auk þess sem við fórum með þau í ferðalög. Eitthvað hlýtur að verða ~að gera, ef ferðaþjónustan á að verða atvinnugrein framtíðarinar eins og oft er verið að tala um. Bergljót. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum, Minnisvarði um Thor Jensen 1 deiglunni Yíkverji skrifar Víkveija hefur borizt svohljóð- andi bréf frá Finnbimi Agn- arssyni, markaðsfulltrúa Kredit- korta hf.: „Kæri Víkverji Þér skrifíð í dálki yðar í Morgun- blaðinu 26. 'júlí síðastliðinn að íslenzk kreditkortafyrirtæki sendi ekki endumýjanir á kreditkortum beint heim til fólks en stefndu þess í stað fólki í bankana, þar sem oft væri löng bið eftir afgreiðslu. Vegna þessa þá viljum við taka það fram, að Kreditkort hf. sem gefur út Eurocard kreditkort á ís- landi póstsendir allar endurnýjanir á kortum í ábyrgðarpósti til kort- hafa. Þetta höfum við gert frá því við hófum útgáfu á Eurocard kredit- kortum á íslandi árið 1981 og er þetta þáttur í sjálfsagðri þjónustu okkar við okkar korthafa og hafa engin vandamál komið upp þessu samfara enn sem komið er. Satt að segja skiljum við ekki af hveiju þetta er ekki gert af öðr- um kreditkortafyrirtækjum hér- lendis því þetta gengur alveg snuðrulaust fyrir sig, þrátt fyrir, að sehdingarnar skipti tugum þús- unda á ári hveiju. Það er von okkar, að þér birtið þessa athugasemd í dálki yðar og hafa þar með það, sem sannara reynist. Virðingarfyllst F.h. Kreditkorts hf. Finnbjöm Agnarsson, markaðs- fulltrúi." xxx Víkverji þakkar Finnbirni Agn- arssyni þetta bréf. Nú liggur það fyrir, að annað af tveimur greiðslukortafyrirtækjum, sem starfrækt eru hérlendis, sendir end- urnýjuð kort í pósti til korthafa. Þetta fyrirtæki stefnir því ekki tug- um þúsunda íslendinga. í bankana einu sinni á ári. En hver er þá skýr- ingin á því, að Visa á íslandi veitir ekki þessa sjálfsögðu þjónustu? Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það frá því fyrirtæki. 'egar komið er til Hveragerðis, hvort sem er frá Reykjavík eða Selfossi er um að ræða tvær akst- ursleiðir inn í bæinn. Umferð um hraðbrautina, sem liggur framhjá Hveragerði er yfirleitt svo- mikil, að ökumaður, sem er á leið þang- að, þarf yfirleitt að stöðva bifreið sína við þessi gatnamót og bíða þar til bifreið, sem á móti kemur er farjn framhjá. Á eftir þeim, sem stöðvar við þessi gatnamót er gjarn- an mikill bílafloti, sem fer hratt yfír. Þessir bílar eiga erfitt með að komast framhjá þeim bíl, sem bíður eftir því að komast inn í bæinn, a.m.k. á öðrum gatnamótunum, vegna þess að hraðbrautin hefur ekki verið breikkuð þar til þess að greiða fyrir umferð um gatnamótin. Þetta er ekki bara óþægilegt, heldur beinlínis hættulegt vegna þess hraða, sem er á bílum á þess- um slóðum. Þeir aðilar, sem hlut eiga að máli þurfa að bæta úr þessu. Umferð til Hveragerðis er mikil, eins og allir vita. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.