Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 Shultz ómeiddur eftir sprengju- tilræði í Bólivíu La Paz, Reuter. SPRENGJA sprakk nálægt bíla- lest George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og fylgd- arliðs hans i Bólivíu í gær. Eng- inn slasaðist, en þrír bílar skemmdust, þar á meðal bill eig- inkonu Shultz. Sprengjan sprakk aðeins örfáum sekúndum eftir að bifreið Shultz hafði ekið framhjá henni, en þetta gerðist á leiðinni frá flugvellinum til höfuðborgar Bólivíu, La Paz. Nokkrar bifreiðar voru á leið fram- hjá sprengjunni þegar hún sprakk og þijár skemmdust. Rúða brotnaði í bifreið eiginkonu Shultz, sem er oftast í sérstökum bíl á ferðum þeirra. Hún slasaðist ekki. Þetta var fyrsta sprengjuárásin á George Shultz og sú fyrsta á háttsettan bandarískan embættis- mann síðan skotið var á Reagan forseta í mars árið 1981. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Charles Redman, sagði að sprengjan gæti hafa verið dínamít-sprengja, sem líklega hefði verið sprengd með íjarstýringu. Fyrirhugað er að Shultz ræði við háttsetta bólivíska embættismenn, þar á meðal Victor Paz Estenssoro forseta, og verður baráttan gegn alþjóðlegu eiturlyfjasmygli helst til umræðu. Botswana: Sprenging í forsetaþotu Gaborone, Botswana. Reuter. QUETT Masire, forseti Afrík- uríkisins Botswana, slasaðist lítillega aðfaranótt mánudags er sprenging varð í þotu hans sem var á leið til Angólu. Sprengingin svipti hreyfli af hægri væng þotunnar og slasaðist Masire og annar maður af brotum sem þeyttust inn í farþegarýmið gegnum þotubúkinn. I skýrslu Botswanastjórnar var ekkert sagt um orsakir sprenging- arinnar en sagt að þotan hefði ver- ið á flugleið sem angólsk yfírvöld gáfu henni upp. GARÐASTAL Lausn á steypuskemmdum = HEÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 VOKVA- ViMDUR Dragnótavindur Togvindur Grandaravindur Veitum alhliða þjónustu: 1. Hönnun vökvakerfi 2. Setjum upp vökvakerfi 3. Seljum allan búnað í vökvakerfi 4. Gerum við og endurbætum vökvakerfi Tæknimenn okkar veita allar nánari upplýsingar. iJWDVEUWHF SMIEUUJEGI66, PÓSTHÓIF20, 202 KÚfWOGI, S. 9176600 Reuter Stúdentar og Búddamunkar sjást hér ganga í fylkingu inn í Shwedagon-pagóðuna í Rangoon i siðustu viku er miklar mótmælaaðgerðir fóru fram í borginni gegn stjórnvöldum. Var m.a. krafist afsagnar Sein Lwins sem nýlega tók við völdum af Ne Win hershöfðingja. Myndina tók erlendur ferðamaður. Burma: Þúsundir manna mót- mæla í Rangoon-borg Krafist umbóta í efnahags- og stjórnmálum Rangoon. Reuter. HERMENN, sem gættu rikisstjórnarbygginga í miðborg Rangoon, höfuðborg Burma, gerðu enga tilraun til að ráðast á tugþúsundir mótmælenda er báru borða með vígorðum um göturnar, þrátt fyrir herlög er banna slíkt, og hrópuðu slagorð gegn stjórn landsins. Mótmælt var pólitískum ofsóknum og versnandi lífskjörum. í hópi mótmælenda var fjöldi stúdenta, menntaskólanema og Búddamunka en að sögn stjórnarerindreka tókst stúdentum ekki að hrinda af stað allsheijarverkfalli í landinu eins og talið er að þeir hafi stefnt að. Ferðamenn , sem komið hafa til Gífurlegar verðhækkanir, eink- Bangkok í Thailandi frá Rangoon, um á hrísgijónum, dráp og aðrar segja að á götum borgarinnar séu vopnaðir hermenn, sumir með vél- byssur, í brynvörðum bflum og sandpokavígjum er reist hafa verið meðfram götunum. Umferð ann- arra en hermanna var bönnuð um sumar götumar. Margir af mótmæ- lendunum höfðu sett upp húfur eða grímur til að komast hjá því að leynilögregla gæti þekkt þá aftur en ofbeldi leynilögreglunnar er eitt af því sem valdið hefur mótmælun- um. ofbeldisaðgerðir gegn fólki sem stóð að mótmælum í mars og júní og meintar pyntingar andófsfólks eru meðal þess sem valdið hefur mestri gremju almennings í landinu. Lítið hefur borið á mótmælum í landinu þar til á þessu ári en það hefur verið undir einræðisstjóm sósíali- staflokks í meira en aldarfjórðung. Fyrir skömmu var skipt um leiðtoga og tók þá við völdum Sein Lwin af Ne Win hershöfðingja, sem ríkt hafði í 26 ár. Sein Lwin er talinn mjög illa þokkaður hjá almenningi vegna ofsókna gegn andófsmönn- um sem hann hefur borið ábyrgð á. Efnahagur Burma er í kaldakoli þrátt fyrir mikil náttúmauðæfi. Bretland: Fjölgnn í konungs- fjölskyldu London. Reuter. SARA Ferguson, hertogaynja af Jórvík, eiginkona Andrews Bretaprins, eignaðist i gær stúlku, sem er fyrsta barn þeirra hjóna. I tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni sagði að móðir og barn væru við bestu heilsu. Andrew Bretaprins var við- staddur fæðinguna en bamið var í heiminn borið á Portland- sjúkrahúsinu í London. Stúlkan reyndist vera rúmar 12 merkur að sögn talsmanns konungsfjöl- skyldunnar, sem lét þess getið að nafn hennar hefði enn ekki verið ákveðið. Sagði hann mikla gleði ríkja í röðum hinna konung- bomu vegna fæðingarinnar. Þetta er fyrsta bam þeirra Andrews og Söm. Á hinn bóginn er þetta fimmta bamabam Elísa- betar Bretadrottningar og mun litla stúlkan í framtíðinni bera sæmdarheitið prinsessa af Jórvík. Vesturbakkinn: Óánægja með stefnu Husseins Forystuhlutverk PLO dregið í efa Jerúsalem, frá Patrick Bishop, fréttaritara AHMED Al-Jarmi er reiður mað- ur, eins og við er að búast af manni, sem er í þann veginn að glata lífsviðurværi sínu. „Mér voru greiddir 120 jórdanskir dínarar (um 16.000 ísl. kr.) á mánuði og ég reiddi mig á þá peninga,“ segir hann. „Nú er ætlast til þess að ég lifi á einu kílói af rajöli frá Sameinuðu þjóð- unum og það er ekki einu sinni hreint.“ Al-Jarmi er einn 3.500 opinberra starfsmanna Jórdaníu, sem settir hafa verið á eftirlaun vegna þeirrar ákvörðunar Hus- seins Jórdaniukonungs að slita öllum tengslum við herná- mssvæði ísraela á vesturbakka Jórdanár. Þegar ísraelar ráku flóttann eftir Sexdagastríðið árið 1967 og herná- mu Vesturbakkann bauð Hussein konungur opinbemm starfsmönn- um Jórdaníu á Vesturbakkanum að þiggja laun áfram svo fremi sem þeir ynnu ekki fyrir sigurvegarana. Þessi góðgerðastarfsemi hefur þó ekki aflað Hussein þess fylgis, sem hann hafði vænst. Gamlingjamir í steikjandi hitan- um á aðaltorginu í Jalazone-flótta- Daily Telejfraph. mannabúðunum skammt frá Ra- mallah vom einróma í afstöðu sinni: „[Hussein] nýtur einskis stuðnings hér,“ segir einn hinna gömlu þula. „Frá því við fómm frá heimilum okkar [í ísrael] árið 1948 hefur honum mistekist að fínna nokkra lausn á vanda okkar." Þrátt fyrir fjárstuðning Husseins við Vesturbakkann vita Palestínu- arabar fullvel, að þeir peningar koma frá öðmm arabaríkjum og kunna honum því litlar þakkir fyr- ir. Af því veit Hussein og hefur það vafalítið haft áhrif á þá ákvörðun hans að þvo hendur sínar af Vestur- bakkanum og fela Frelsissamtökum Palestínu (PLO) ábyrgðina. Um leið hætti hann nær öllum fjárútlátum til Vesturbakkans. Hussein útilokar þann möguleika að Jórdanía komi við sögu í friðar- viðræðum í framtíðinni sem fulltrúi Palestínu. ísraelskir stjómmála- menn em þó efins um þessar stað- hæfingar Husseins og segja að um leið og upp komist að PLO hafi f raun engin völd á Vesturbakkanum neyðist Hussein til þess að taka við fyrra hlutverki sínu. Á Vesturbakkanum efast menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.