Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 Þórður og Ólöf í stórum garði sínum við Kársnesbraut. Reynum að hafa allt sem náttúrulegast Verðlaunahafarnir samankomnir fyrir utan Félagsheimili Kópavogs. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sex viðurkenningar veittar fyrir fallegt ÓLÖF Sigurðardóttir og Þórð- ur G. Guðlaugsson fengu viður- kenningu Lionsklúbbsins Mun- ans fyrir garð sinn að Kársnes- braut 87. Að sögn þeirra hjóna er mjög vindasamt á Kársnesbrautinni en þau hafa reist skjólvégg og trén eru flest orðin há, enda 30 ára gömul, þannig að skjól er ágætt í garðinum. Olöf sagði þau reyna að hafa allt sem náttúrulegast í garðinum og á lóðamörkum væru hleðslur úr torfi og grjóti sem þau hafa hlaðið sjálf. „Garðurinn er mjög stór og ég er viss um að flöt- in er um 400 fermetrar. Það tekur því nokkum tíma að slá hana,“ sagði Þórður. Við húsið er steypt stétt sem gerð er eftir bandarísku kerfi. „Hún er steypt en síðan eru lögð yfir hana gúmmímót sem gefa eðlilegt gijótmynstur. : Til þess að fá sem náttúrulegast yfir- bragð er lituðu dufti síðan stráð yfír,“ sagði Þórður að síðustu. umhverfí í Kópavogi Umhverfisráð og klúbbarnir I Kópavogi hafa veitt árlegar viðurkenningar fyrir fagurt og snyrtilegt umhverfi í Kópavogi. Að þessu sinni voru veittar sex viðurkenniiigar. Valþór Hlöðversson formaður Umhverfísráðs Kópavogs flutti ávarp og sagði hann fegrun um- hverfis hafa gengið vel í bænum síðustu ár. Enn væri þó ýmsu ábótavant og nefndi Valþór sér- staklega tvö atriði. í fyrsta lagi væri frágangur gatna oft og tíðum slæmur, einkum í gömlu hverfun- um. í öðm lagi væri. umgengni slæm og lítið hirt um fegmn um- hverfís í svokölluðum iðnaðar- hverfum. Næst tók til máls Heimir Páls- son forseti bæjarstjómar. Heimir sagði það vilja þeirrar bæjarstjóm- ar sem nú er við völd að leggja rækt við umbætur á umhverfi. Með starfí gárðyrkjudeildar hefði nánast verið skipt um andlit á Kópavogsbæ síðustu ár. Verk ein- staklinga í bænum ættu þar einn- ig stóran hlut að máli. Umhverfísráð veitti verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi fjölbýlis- húsa og atvinnuhúsnæðis. Kiwan- isklúbburinn Eldey, Lionsklúbbur Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópa- vogs og Lionsklúbburinn Muninn veittu húsráðendum fjögurra ein- býlishúsa viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða. Fyrst vom veitt verðlaun í Kópavogi fyrir umhverfi árið 1964 og á þeim 24 ámm sem síðan em liðin hafa rúmlega 150 garðar fengið viðurkenningu. Klúbbarnir skiptu bænum í hverfí og hver klúbbur valdi falleg- asta garðinn í sínu hverfi. Um- hverfísráð og fulltrúar klúbbanna vom sammála um að eftirtaldir aðilar fengju viðurkenningu fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi. Kiwanisklúbburinn Eldey veitti Sunnevu Guðjónsdóttur og Guð- mundi Snæhólm viðurkenningu fyrir garð þeirra að Þinghólsbraut 11. Guðrún Ásta Þórarinsdóttir og Birgir Guðjónsson hlutu viður- kenningu Lionsklúbbs Kópavogs fyrirgarðinn að Hjallabrekku 28. Garðurinn að Hlíðarvegi 49 sem Guðrún Erlendsdóttir og Ásgeir Þ. Ásgeirsson eiga hlaut viður- kenningu Rotaryklúbbs Kópavogs. Lionsklúbburinn Muninn veitti Ólöfu Sigurðardóttur og Þórði G. Guðlaugssyni viðurkenningu fyrir garðinn að Kársnesbraut 87. Umhverfísráð Kópavogs veitti íbúum fjölbýlishúsanna að Álfa- túni 17—25 viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi. Einnig hlaut íspan hf. viðurkenningu ráðsins fyrir snyrtilegt umhverfi atvinnu- húsnæðis. I ár komu milli 40 og 50 staðir til greina við val á fallegu um- hverfí og má þar nefna: Brekkutún 20, Grænatún 12, Hvannhólma 8, Löngubrekku 4, Sunnubraut 8, Þinghólsbraut 14 og 73, Kópa- vogsbraut 90, Borgarholtsbraut 32, Hraunbraut 26 og 38, Hóf- gerði 10 og íbúðir aldraðra að Vogatungu 75—101. Áf fjölbýlishúsum komu einnig til greina. Fumgmnd 78, Reyni- gmnd 1—7 og Sæbólsbraut 30—38. Atvinnuhúsnæði að Kárs- nesbraut 108—112 og Smiðjuvegi 11—13a þótti eiijnig snyrtilegt. Verðlaunagripimir í ár em eftir listamennina Sigrúnu Einarsdótt- ur og Sören Larsen í „Gler í Bergvík". Stundum hægt að tína rusl af trjánum Umhverfisráð veitti fyrirtæk- inu íspan hf., Smiðjuvegi 7 við- urkenningu fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi atvinnuhús- næðis. Svo skemmtilega vildi til að glerið í verðlaunagripunum var frá íspan. Sigurður Hall skrifstofustjóri tók við viðurkenningu Umhverfis- ráðs fyrir hönd fyrirtækisins. Að sögn hans hefur garðurinn um- hverfís fyrirtækið verið svipaður síðustu 7—8 árin en á síðasta ári var frágangi lokið að fullu. Lið manna sér um snyrtingu og við- hald lóðarinnar. Sigurður sagði að stundum væri hægt að tína msl af tijánum í garðinum enda ýmsu ábótavant í frágangi og umgengni margra fyrírtækja í hverfinu. Sigurður Hall skrifstofustjóri á lóð fyrirtækisins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sunneva og Guðmundur í garðinum að Þinghólsbraut 11. Garðuriiin þarf mik- ið viðhald o g vinnu sinn og gott samræmi milli húss og umhverfis að Þinghólsbraut 11. Garðurinn er tæplega 30 ára gamall og hafa þau unnið sjálf í honum frá upphafi. Að sögn þeirra þarfnast garðurinn mikils viðhalds og vinnu en það sem lagt er í hann skilar sér margfalt til baka. „Að vísu hefur veðrið verið leiðinlegt í sumar og rokið farið illa með gróðurinn hvað eftir annað.“ í garði þeirra hjóna er lögð áhersla á tré, mnna og harðgerar jurtir. Þau hafa klippt birkitré í mjög snyrtilegar kúlur og einnig hafa þau af að státa mjög háum birkikvisti sem óalgengt er að sjá í görðum. „Við höfum haldið harð- gem jurtunum en tínt út þær við- kvæmu og emm aðallega með steinbijóta og sumarblóm." Sunneva sagði einnig að á liðnum ámm hefði hún fært margt af jurt- unum sitt á hvað til hagræðingar. HJÓNIN Sunneva Guðjónsdótt- ir og Guðmundur Snæhólm fengu viðurkenningu fyrir garð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.