Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
Morgunblaðið/Þorkell
Á vegum byggíngardeildar Reykjavíkurborgar er verið að byggja
ibúðir fyrir aldraða, þjónustumiðstöð og heilsugæslustöð á horni
Garðastrætis og Vesturgötu.
íbúðir aldraðra og þjónustumiðstöð:
Byggingin verður fok-
held um mánaðamótin
Byggingaframkvæmdum mið-
ar vel við íbúðir aldraða, heilsu-
gæslustöð, þjónustumiðstöð og
bifreiðageymslu á horni Garða-
strætis og Vesturgötu, að sögn
Guðmundar Pálma Kristinssonar
yfirverkfræðings hjá byggingar-
deild Reykjavikurborgar. Verið
er að reisa þaksperrur og verður
byggingin fokheld um mánaðar-
mótin ágúst - september.
Guðmudur sagði að nú væru um
þijátíu manns við vinnu í bygging-
unni á vegum ístaks hf., en í þess-
um áfanga er gert ráð fyrir að
húsinu verði skilað fullfrágengnu
að utan og tilbúnu undir tréverk í
febrúar á næsta ári. Undirbúningur
er þegar hafinn við gerð útboðs-
gagna fýrir innréttingamar en
smíði þeirra verður boðin út í októ-
ber næstkomandi.
í húsinu verða 26 íbúðum fyrir
aldraða, 500 fermetra heilsugæslu-
stöð ásamt þjónustukjama fyrir
hverfið og bifreiðageymsla á tveim-
ur hæðum. Þá hefur verið ákveðið
að koma upp almenningssalemum
á neðstu hæð hússins á homi Mjó-
strætis og Vesturgötu. Áætlað er
að fyrstu íbúamir flytji inn í júlí
1989.
„Utilokað að fara
í loftið aftur“
segir Björn Davíðsson flugmaður
FLUGMAÐUR vélarinnar,
Björn Davíðsson frá ísafirði,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að skyggni hefði skyndilega
dottið niður í lendingunni, en
glapræði hefði verið að fara
aftur í loftið. Hann sagði, að
engin vakt væri á Hólmavíkur-
flugvelli á kvöldin, en hann
hefði haft samband við annan
flugmann, sem flaug til Gjögurs
á þessari sömu vél fyrr um dag-
inn og fengið þær upplýsingar
hjá honum að ekkert amaði að
veðri.
„Þegar ég kom inn til lendingar
voru um 500 metrar eftir af braut-
Siglufjörður:
Elsta brídsfé-
lagið 50 ára
í TILEFNI af 50 ára afmæli sinu
mun Bridsfélag Siglufjarðar
efna til stórmóts í tvímenningi
helgina 3.—4. september. Spilað
verður samkvæmt Mitchell-kerfi,
líklega þijár 28-spila lotur.
Fyrstu verðlaun nema 120.000
krónum, en peningaverðlaun verða
fyrir fimm efstu sætin, alls 280.000
krónur. Fyrir hæstu skor í hverri
lotu verða ferðavinningar frá Sam-
vinnuferðum/Landsýn. Auk þess
verða veittar viðurkenningar fyrir
6.—10. sæti. Spilamennskan hefst
kl. 10.30 á Hótel Höfti. Keppnis-
stjóri verður Hermann Lárusson.
Tilkynning um þátttöku þarf að
hafa borist fyrir 20. ágúst en há-
marksfjöldi para er 50. Skráning
er hjá Samvinnutryggingum á
skrifstofutíma. Keppnisgjald er
5.000 krónur á hvert par.
(Fréttatilkynning)
inni en 300 metrar eiga að duga
til lendingar," sagði Bjöm. „Um
leið og ég kom yfir brautarendann
gekk yfir dimmur skúr og skyggni
datt skyndilega niður. Vélin var
þá í um það bil 20 feta hæð og
ég ákvað að lenda vegna veðurskil-
yrða. Hefði skyggni verið betra
hefði ég farið aftur á loft. Ég
gæti trúað að skyggni hafí vart
verið meira en 150 metrar. Við
lentum á eðlilegum lendingarhraða
og loftskrúfan var í hægagangi svo
regnið þvoðist illa af rúðunum og
minnkaði útsýni enn við það. Ég
taldi §óra hatta fara fram hjá mér
áður en ég snerti brautina, en 50
metrar eru á milli hattanna. Þegar
ég leit á vindpokann lá hann niðri.
Þegar ég fékk skyggni aftur sá
ég að vélin myndi fara út af braut-
inni. Erfítt er að ímynda sér hvers
vegna vélin hefur þurft þessa vega-
lengd en verið getur að vindhviða
hafi komið á eftir vélinni og brems-
ur ekki virkað sem skyldi. Það eru
áreiðanlega margir samverkandi
þættir sem urðu til þess að vélin
fór út af brautarendanum. Þegar
ég gerði mér grein fyrir því að
vélin myndi lenda utan brautar
reyndi ég að stjóma henni þannig
að hún rynni sem beinast áfram
svo höggið yrði sem minnst. Það
var alveg útilokað að fara í loftið
aftur. Ég veit af hæðóttu landslagi
og klettabeltum þama fyrir norðan
og það hefði verið glapræði að
reyna að fara í loftið aftur í þessu
skyggni þegar maður er um það
bil að lenda. Ég hefði sennilega
drepið okkur báða hefði ég reynt
það. En vélin lenti sem sagt fyrir
utan brautina og nefhjólið brotnaði
af henni. Hún rann svo áfram á
maganum nokkra metra og yfír
skurð en stakkst svo í túnið og
valt á þakið. Um leið og hún stöðv-
aðist kallaði ég til félaga míns:
„Út“ og örskammri stundu síðar
vorum við komnir út úr vélinni."
Flatey:
Elsta og minnsta bóka-
safn á Islandi endurreist
ÞAÐ er víst óhætt að fullyrða að bókhlaðan í Flatey á Breiðafirði, sem
nú hefur verið endurreist, sé minnsta bókasafn landsins. Og þótt víðar
væri leitað. Endurbygging safnsins hófst árið 1979 og er henni nú að
mestu lokið. Safnið var opnað formlega aftur síðastliðinn laugardag.
Það er þvi elsta bókasafn landsins, sem enn er í notkun.
Bókhlaðan i Flatey var byggð árið
1864 og bækur þar geymdar í 90
ár eða til ársins 1955 er þær voru
fluttar í húsið Bjarg, sem stendur
innarlega á bökkunum í plássinu í
Flatey. Fyrsta tillagan um að endur-
reisa bókhlöðuna kom frá Herði
Ágústssyni, listmálara í greinaflokki
sem birtist í tímaritinu Birtingi árið
1963. Úr því varð þó ekki fyrr en
16 árum síðar, er nokkrir áhugamenn
um varðveislu hússins hófu undir-
búning að viðgerð árið 1979. Hús-
friðunamefnd og veitti Qárstyrk til
verksins og fyrsti áfanginn í endur-
byggingunni hófst. Húsftiðunar-
nefnd og Þjóðhátíðarsjóður veittu
fíárstyrki til efniskaupa en viðgerðin
var unnin í sjálfboðavinnu undir
stjóm Þorsteins Bergssonar.
Minjavernd
Þáttaskil urðu í viðgerð hússins
árið 1986. Minjavemd gerði þá leigu-
samning við hreppsnefnd Flateyjar-
hrepps til 30 ára, gegn því að ann-
ast og kosta viðhald og endurbætur
á húsinu. Minjavemd er sjálfseignar-
stofnun sem að standa Þjóðminjasafn
íslands, Fjármálaráðuneytið og
Torfusamtökin. Markmið hennar er
„að stuðla að varðveislu mannvirkja
og mannvistarleifa hvarvetna á Is-
landi sem hafa menningarsögulegt
gildi í víðtækasta skilningi", eins og
segjr í skipulagsskrá. Fé til fram-
kvæmda fær Minjavemd af leigutekj-
um húsanna á Bemhöftstorfu í
Reykjavík. Bókhlaðan í' Flatey er
fyrsta verkefnið sem Minjavemd
líkur viðgerðum á, utan húsanna á
Bemhöftstorfu. Hún vinnur einnig
að viðgerðum og endurbótum á
gamla ibúðarhúsinu í Ögri við ísa-
fjarðardjúp, Staðarkirkju í Steingr-
ímsfirði og Löngubúð á Djúpavogi.
Næsta verkefni Minjavemdarí Flatey
er viðgerð á pakkhúsunum og sam-
komuhúsinu, sem svo eru nefnd. Þau
standa í miðju plássinu og er elsta
pakkhúsið frá því um miðja 19. öld.
Viðgerðir hefjast næsta vor.
Bókhlaðan I Flatey er lítil, eins
og áður sagði, 4,75 m á lengd og
3,43 m á breidd að innanmáli. Loft-
hæð er 2,19 m og þar yfir geymslu-
loft, sem ekki er fullklárað. Þegar
hafist var handa við viðgerð á henni
hafði hún staðið lengi ónotuð og án
umhirðu. Var húsið lítið skemmt að
innan, en útveggir illa famir af fúa.
Leitast var við að endurbyggja húsið
i sem upprunalegastri gerð og þar
sem ekki vom sjáanleg ummerki um
fyrri gerð var höfð hliðsjón af þeim
húsum sem talið var líklegt að sami
smiður hafi byggt. Nýjar teikningar
gerði Hjörleifur Stefánsson, arkitekt.
Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa hjálp-
að til við viðgerðina og má þar nefna,
auk þeirra Þorsteins og Hjörleifs,
Bolla Ólafsson, húsgagnasmið, sem
smíðaði nýja glugga og Guðmund
P. Ólafsson og Ingunni K. Jakobs-
dóttur. Þorsteinn Bergsson er fram-
kvæmdastjóri Minjavemdar. Stjóm
hennar skipta síðan Gunnlaugur Cla-
essen, Hjörleifur Stefánsson, Hös-
kuldur Jónsson, Lilja Ámadóttir og
Þröstur Ólafsson.
Framfarastofunin í Flatey
Um Flatey segir f bók þeirra Þor-
steins Jósepssonar og Steindórs
Steindórssonar, Landið þitt ísland,
að hún hafi verið ein helsta miðstöð
menningar og framfara á íslandi um
miðbik síðustu aldar. Þar hafi verið
stofnuð menningarfélög og að til-
hlutan þeirra tímaritið Gestur Vest-
firðingur, er var „meðal merkustu
tímarita aldarinnar". Eitt þessara
Flugvélin stakkst í túnið norðan flugbrautarinnar og kollsteyptist. Morgunbiaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
Hólmavík:
Tveir sluppu ómeiddir
þegar flugvél hlekktist á
Laugarhóli, Bjarnafirði
FLUGVÉLIN TF—ODO frá ísafirði lenti utan brautar á Hólmavík-
urflugvelli laugardaginn 6. ágúst. í vélinni, sem er einkaflugvél
af gerðinni Piper, voru tveir menn, Björn Daviðsson flugmaður
og Eggert Sigurbergsson, og sluppu báðir ómeiddir frá óhappinu.
Flugmaðurinn missti sjónar af flugbrautinni í slæmu skyggni með
þeim afleiðingum að vélin lenti norðan við miðja brautina og rann
út fyrir enda brautarinnar, yfír skurð og í túngirðingu. Stakkst
vélin síðan i túnið norðan flugbrautarinnar og brotnaði við það
nefhjólið og vélin kollsteyptist.
Atvikið átti sér stað rétt eftir
klukkan 19 á laugardagskvöld.
Vélin var í eigu sjö einstaklinga á
ísafirði en þaðan var hún einmitt
að koma. Var allt eðlilegt við að-
draganda lendingarinnar þar til
veðurskilyrði breyttust skyndilega.
Skall á dimm skúr sem byrgði flug-
manninum sýn en hélt hann samt
áfram lendingu. Vélin snerti hins
vegar ekki braut fyrr en komið var
norður fyrir miðju vallarins. Hún
hélt áfram út yfír enda flugbraut-
arinnar en þar er skurður milli
flugvaliarins og túns sem liggur
mun lægra en flugbrautin. Fór
vélin yfír skurðinn og flæktist í
túngirðingu og sleit hluta af henni
með sér. Stakkst hún við þetta í
túnið og brotnaði nefhjólið undan
henni og stakkst hún á hvolf.
Framhluti vélarinnar og stél er
mikið skemmt, en flugmann og
farþega sakaði ekki. Starfsmenn
flugmálastjómar komu síðar um
kvöldið og skoðuðu aðstæður.
Þetta er í annað sinn á þremur
árum að einkavél fer fram af braut
á Hólmavíkurflugvelli og laskast á
þennan hátt. S.H.Þ.