Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
37
Morgunblaðið/Ámi St. Ámason
Frá tónleikum kórsins í júní siðastliðnum en þar söng kórinn ásamt einsöngvurum við undirleik strengjakvartetts og orgels.
__ A
Kór Flensborgarskóla í söngför til Italíu
KÓR Flensborgarskóla í Hafn-
arfirði fer um miðjan mánuðinn
í söngför til Ítalíu. Stjórnandi
kórsins er Margrét Pálmadótt-
ir. Kórinn heldur tónleika einn
sér og ásamt ítölskum kór.
Tónleikar islenska kórsins
verða sýndir á dagskrá ítal-
skrar einkasjónvarpsstöðvar.
Að sögn Margrétar Pálmadótt-
ur fara 32 kórmeðlimir á aldrinum
16—20 ára og tveir ungir ein-
söngvarar úr Söngskólanum í
Reykjavík, þeir Loftur Erlingsson,
tenór og Aðalsteinn Einarsson,
bassi, til Ítalíu og er ætlunin að
dvelja þar í hálfan mánuð.
Margrét Pálmadóttir stofnaði
kórinn í þeirri mynd sem hann er
nú. Flensborgarskóli er fjöl-
brautaskóli og fá nemendur kór-
starfið metið sem einingar til
stúdentsprófs. Margrét stjómaði
kómum fyrstu 5 annimar en þá
tók Hrafnhildur Blomsterberg við
og stjómaði honum í 4 ár. Margr-
ét hóf stjómun kórsins aftur
síðasta vetur.
Kór Flensborgarskóla fór í
fyrra á söngmótið „Europa Kant-
at“ í Luzem í Sviss. Tókust þar
kynni með kórmeðlimum og kór
frá Subiaco á Ítalíu. Ferðinni í
sumar er einmitt heitið til Subiaco
og halda kóramir tvenna tónleika
saman. Islenski kórinn heldur
einnig sjálfstæða tónleika í San-
t’Ignazo kirkjunni í Róm. ítölsk
einkasjónvarpsstöð mun sýna frá
tónleikum kórsins í nágrenni
Mflanó.
Til fjáröflunar fyrir ferðina hef-
ur kórinn haldið tónleika og
skemmtanir. Kórmeðlimir létu
einnig útbúa barmmerki með
skjaldarmerki Hafnarfjarðar í til-
efrii af 80 ára afmæli bæjarins.
Kórinn hefur tekið að sér að ryð-
veija og mála hitaveiturör sem
verið er að leggja frá Nesjavöllum.
Að ferðinni lokinni syngur kór-
inn á tónleikum í Kristskirkju í
Reykjavík. Það verða síðustu tón-
leikamir með þeirri efnisskrá er
flutt verður á Italíu.
Margrét Pálmadóttir söng í Kór
Öldutúnsskóla í 10 ár. Hún stund-
aði söngnám við Tónlistarskólann
í Kópavogi, Söngskólann í
Reykjavík og Tónlistarháskólann
í Vínarborg. Margrét lærði einnig
söng í eitt ár á Ítalíu. Sumarið
1986 fór hún með Skólakór Selt-
jamames til Ítalíu og fékk kórinn
mjög jákvæða gagnrýni.
V estur-Þýskaland:
Stríðsglæpa-
maður á ný
fyrir rétt
Bielefeld, V.Þýskalandi. Reuter.
RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir
Kari Höcker, 76 ára gömlum
Vestur-Þjóðverja, sem sakaður
er um aðstoð við dráp á þúsund-
um gyðinga í Maidanek-fanga-
búðunum í Póllandi á striðsárun-
um.
Saksóknari segir að Höcker hafi
séð um flutninga á Zyklon-B, ga-
stegund, er notuð var til að útrýma
föngum. Höcker var næstráðandi í
búðunum árin 1943 til 1945 en
segist ekki hafa haft hugmynd um
gyðingadrápin. Árið 1965 var hann
dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að-
ild að morðum í Auschwitz-fanga-
búðunum þar sem hann gegndi
einnig störfum næstráðanda.
Búist er við að meira en tuttugu
vitni, aðallega frá Póllandi, verði
kölluð fyrir í réttarhöldunum og að
þau standi fram í janúar.
DRÁTTARVELAR
Mest seldar
íV-Evrópu
G/obusp
[LÁGMÚLA 5. S. 6S1B55.
BURSTAFELL
5'vr.r.iMfiAVÓRUMARKAÐUR
Stórafsláttur af flestum vörum
vegna eigendaskipta.
SNITTÞJÓNUSTA
Skerum og snittum rör eftir pöntunum, jafnt
í snúrustaura sem heilu húsin.
□ RÖR OG FITTINGS
□ HREINLÆTISTÆKI
□ PARKET-MARGAR GERÐIR
□ FLÍSAR
□ MARMARI
□ KORKFLÍSAR
□TEPPAMOTTUR
□ BAÐMOTTUSETT OG HENGI
□ VERKFÆRIOG FLEIRA.
Pípulagningameistari á staðnum.
Byggingavöruverslunin
Burstafell hf.,
Bíldshöfða 14, sími 38840.