Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 37 Morgunblaðið/Ámi St. Ámason Frá tónleikum kórsins í júní siðastliðnum en þar söng kórinn ásamt einsöngvurum við undirleik strengjakvartetts og orgels. __ A Kór Flensborgarskóla í söngför til Italíu KÓR Flensborgarskóla í Hafn- arfirði fer um miðjan mánuðinn í söngför til Ítalíu. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadótt- ir. Kórinn heldur tónleika einn sér og ásamt ítölskum kór. Tónleikar islenska kórsins verða sýndir á dagskrá ítal- skrar einkasjónvarpsstöðvar. Að sögn Margrétar Pálmadótt- ur fara 32 kórmeðlimir á aldrinum 16—20 ára og tveir ungir ein- söngvarar úr Söngskólanum í Reykjavík, þeir Loftur Erlingsson, tenór og Aðalsteinn Einarsson, bassi, til Ítalíu og er ætlunin að dvelja þar í hálfan mánuð. Margrét Pálmadóttir stofnaði kórinn í þeirri mynd sem hann er nú. Flensborgarskóli er fjöl- brautaskóli og fá nemendur kór- starfið metið sem einingar til stúdentsprófs. Margrét stjómaði kómum fyrstu 5 annimar en þá tók Hrafnhildur Blomsterberg við og stjómaði honum í 4 ár. Margr- ét hóf stjómun kórsins aftur síðasta vetur. Kór Flensborgarskóla fór í fyrra á söngmótið „Europa Kant- at“ í Luzem í Sviss. Tókust þar kynni með kórmeðlimum og kór frá Subiaco á Ítalíu. Ferðinni í sumar er einmitt heitið til Subiaco og halda kóramir tvenna tónleika saman. Islenski kórinn heldur einnig sjálfstæða tónleika í San- t’Ignazo kirkjunni í Róm. ítölsk einkasjónvarpsstöð mun sýna frá tónleikum kórsins í nágrenni Mflanó. Til fjáröflunar fyrir ferðina hef- ur kórinn haldið tónleika og skemmtanir. Kórmeðlimir létu einnig útbúa barmmerki með skjaldarmerki Hafnarfjarðar í til- efrii af 80 ára afmæli bæjarins. Kórinn hefur tekið að sér að ryð- veija og mála hitaveiturör sem verið er að leggja frá Nesjavöllum. Að ferðinni lokinni syngur kór- inn á tónleikum í Kristskirkju í Reykjavík. Það verða síðustu tón- leikamir með þeirri efnisskrá er flutt verður á Italíu. Margrét Pálmadóttir söng í Kór Öldutúnsskóla í 10 ár. Hún stund- aði söngnám við Tónlistarskólann í Kópavogi, Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Vínarborg. Margrét lærði einnig söng í eitt ár á Ítalíu. Sumarið 1986 fór hún með Skólakór Selt- jamames til Ítalíu og fékk kórinn mjög jákvæða gagnrýni. V estur-Þýskaland: Stríðsglæpa- maður á ný fyrir rétt Bielefeld, V.Þýskalandi. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir Kari Höcker, 76 ára gömlum Vestur-Þjóðverja, sem sakaður er um aðstoð við dráp á þúsund- um gyðinga í Maidanek-fanga- búðunum í Póllandi á striðsárun- um. Saksóknari segir að Höcker hafi séð um flutninga á Zyklon-B, ga- stegund, er notuð var til að útrýma föngum. Höcker var næstráðandi í búðunum árin 1943 til 1945 en segist ekki hafa haft hugmynd um gyðingadrápin. Árið 1965 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að- ild að morðum í Auschwitz-fanga- búðunum þar sem hann gegndi einnig störfum næstráðanda. Búist er við að meira en tuttugu vitni, aðallega frá Póllandi, verði kölluð fyrir í réttarhöldunum og að þau standi fram í janúar. DRÁTTARVELAR Mest seldar íV-Evrópu G/obusp [LÁGMÚLA 5. S. 6S1B55. BURSTAFELL 5'vr.r.iMfiAVÓRUMARKAÐUR Stórafsláttur af flestum vörum vegna eigendaskipta. SNITTÞJÓNUSTA Skerum og snittum rör eftir pöntunum, jafnt í snúrustaura sem heilu húsin. □ RÖR OG FITTINGS □ HREINLÆTISTÆKI □ PARKET-MARGAR GERÐIR □ FLÍSAR □ MARMARI □ KORKFLÍSAR □TEPPAMOTTUR □ BAÐMOTTUSETT OG HENGI □ VERKFÆRIOG FLEIRA. Pípulagningameistari á staðnum. Byggingavöruverslunin Burstafell hf., Bíldshöfða 14, sími 38840.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.