Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
57
Þátttakendur í Snæfells-
ási á þriðja hundrað
SNÆFELLSÁS ’88, mót sem
haldið var á vegTim mannræktar-
félagsins Þrídrangs við Arnar-
stapa á Snæfellsnesi um helgina,
sóttu milli tvö og þrjú hundruð,
eða álíka margir og í fyrra.
Vegna veðurs breyttist dagskrá
mótsins mjög mikið, þar sem flytja
varð mest alla dagskrárliði í hús.
Sá viðburður sem hvað mesta at-
hygli vakti var eldganga. Banda-
ríkjamaðurinn Ken Cadigan leið-
beindi þeim sem hugðust taka þátt
í göngunni og tók undirbúningurinn
um sex klukkustundir. Á annað
hundrað manns tóku þátt í athöfn-
inni sem fólst í því að ganga ber-
fættur þijá metra á glóandi kolum.
Að sögn Þorsteins Barðasonar hjá
Þrídrangi var þetta fyrsta eldgang-
an hér á landi. Tókst hún vel og
sluppu allir þátttakendur óbrenndir.
Fyrirlesarar komu víða að, m.a.
frá Nýja Sjálandi, Hawai, Banda-
ríkjunum og Þýskalandi. Mestur
hluti dagskrárinnar fór fram í kúlu-
húsi sem reist var fyrir mótið.
. Morgunblaðið/Snorri Böðvarsson
Leifur Leópldsson á leiðarenda, undir líkneski Bárðar Snæfellsáss
------—_______ við Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Skora á fólk að styðja starf
Krýsuvíkursamtakanna
- segir Leifur Leópoldsson sem nú
hefur lokið áheitagöngu sinni
LEIFUR Leópoldsson er nú kominn til borgarinnar eftir þrjátíu og
þriggja daga gönguferð yfir hálendi íslands, þar sem hann gekk
yfir 600 km leið, frá Reyðarfirði i austri og vestur að Arnarstapa
á Snæfellsnesi. Leifur er orðinn stálsleginn, að eigin sögn; úthvíldur
eftir að hafa dvalið á Snæfellsássmótinu yfir helgina.
„Maður kann vissulega vel að
meta þægindin heima eftir volkið
og nýtur þess að sofa í hlýju rúmi.
En friður, ró og fábrotið líf hafa
líka sína kosti. Það er afskaplega
uppbyggjandi að vera einn í ákveð-
inn tíma og koma reglu á hugsanir
sínar. Mannskepnan er ekki sköpuð
til að búa eins þétt og gerist í borg-
inni og ég trúi því að streita nútíma-
mannsins skapist m.a. af þéttbýl-
inu“ sagði Leifur.
Aðspurður um ástæðu þess að
hann lagði í þessa göngu sagði
hann að sér hefði þótt þarft að
styðja Krýsuvíkursamtökin og eins
hefði gangan haft mikið gildi fyrir
hann sjálfan. „Ég átti fastlega von
á því að Krýsuvíkursamtökin ættu
að geta haft eitthvað gagn af
göngunni og treysti þjóðinni til að
styðja starf þeirra" sagði Leifur.
„Erfiðasti hluti göngunnar voru
fyrstu dagarnir, en ég lærði líka
mikið af erfiðleikunum. Ég hef þó
nokkuð gert af því að ganga á
fjöll. Ég er alinn upp í sveit og fór
fótgangandi í skólann. Síðan hef
ég æft göngu frá 13 ára aldri og
hef haldið mér í mjög góðri þjálfun.
Þegar ég var í Garðyrkjuskólanum
í Hveragerði gekk ég líka oft milli
Hveragerðis og Reykjavíkur.
Ég treysti því að fólk líti ekki
svo á að söfnuninni sé lokið þó
gangan sé á enda og skora á fólk
að styðja starf Krýsuvíkursamtak-
anna“ sagði Leifur að lokum.
Að sögn Snorra Welding hjá
Krýsuvíkursamtökunum hafa safn-
ast um 3 milljónir króna fram til
þessa. Verið er að hringja til fyrir-
tækja um land allt með beiðni um
styrk til að ljúka fyrsta áfanga
skólahússins í Krýsuvík og leggja
í það hitaveitu. Sagði Snorri undir-
tektir mjög velviljaðar og hefði fólk
reitt af hendi frá 2-3 þúsund krón-
um og upp í 20 þúsund.
„Við reiknum með að okkur tak-
ist að ljúka fyrsta áfanga hússins
í haust en þá er undir stjómvöldum
komið að veita Ieyfí fyrir rekstrinum
og þijár kennarastöður sem þyrfti
að koma inn á fjárlög. Húsið verður
að minnsta kosti nýtt til námskeiða-
halds fyrir unglinga, foreldra og
fullorðin böm alkóhólista, en til að
koma á fót meðferðarstofnun og
skólahaldi þurfum við stuðning
ríkisins" sagði Snorri.
Morgunblaðið/Snorri Böðvarson
Bandaríkjamaðurinn Ken Cadigan býr áhugasama þátttakendur
undir eldgöngu.
Meðlimir i Hare Krishna leika á hljóðfæri sin og bjóða mótsgestum
að bragða á grænmetisréttum.
Í0lsku BORÐSTOFU-
BORÐIN',áCIDUE
með þykkri glerplötu eru komin - 3 tegundir - 2 stœrðir
BASSANO
ECLISSE sófaborð
v
HÖNNUNf • GÆOI • ÞJÓNUSTA
CAMILLO smáborð
PONTE
ítölskw
BORÐSTOFU
STÓLARNIR
frá CIDUE eru komnir
Pantanir tilbúnar
til afgreiðslu
GINERVA
KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF.
Laugavegi 13 - Hesthálsi 2-4
habitat
HEIMILISVERSLUN