Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 42 OLAFUR JOHANN SIGURÐSSON RITHÖFUNDUR tilfínningu, skynjun á öld sinni og umhverfí. Á kveðjustund er mér annað ofar í hug en að rekja skáldferil Olafs Jóhanns og leggja mat á ritverk hans og stöðu í bókmenntasögunni. Aðeins skal á það minnt að þótt hann væri ungur dreginn í dilk rót- tækra höfunda sem svo voru nefnd- ir var hann umfram allt vörslumað- ur hefðar í ljóðum og lausamáls- bókmenntum, stóð á klassískum grunni. Hann var í eðli sínu framar öðru ljóðrænt skáld en lengi vel þekktastur af skáldsögum sínum og smásögum. Ljóðgáfa hans bar ekki fullan blóma fyrr en eftir miðj- an aldur og varð þá til að vekja athygli umheimsins á honum svo að um munaði þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrstur íslendinga sem alkunna er. Eftir það sá Alþingi loks sóma sinn í að skipa honum til þess sæt- is á bekk öndvegislistamanna senr hann hafði löngu unnið til. Allt þetta er lesendum Ólafs vel kunnugt enda þótt enn hafi ekki verið gerð sú úttekt á verkum hans sem þyrfti og mun verða gert þegar unnt verður að horfa yfir sviðið í meiri heiðríkju en nú. Þá mun hlut- ur Ólafs verða þyngri á metunum en ýmsir vilja vera láta. í dag vil ég aðeins sem gamall lesandi og síðar persónulega kunnugur votta honum virðingu mína og þökk fyrir allt sem ég á honum upp að inna. Eins og flestir aðrir kynntist ég bókum Ólafs Jóhanns fyrst í bama- skóla: Við Álftavatn og Um sumar- kvöld voru meðal fyrstu lesbóka okkar. Enn í dag er nafn fyrri bók- arinnar umlukt sérstökum töfrum í vitund minni þótt ég muni fátt úr henni. Síðan liðu ár. Ég las eða heyrði söguna um hengilásinn þar sem segir frá feimna drengnum sem fór út í heim og fargaði auðlegð sinni fyrir fánýti, — sjaldan hef ég lesið sorglegri sögu, þar er hárfínt jafnvægi hins broslega og átakan- lega. Eða smiðurinn Friðmundur Engiljón sem lofaði ungum sveini að reisa fyrir hann píramída en kenndi honum um leið lexíu um tild- ur sem reist er á mannlegri kvöl, þetta er saga sem angar í vitum af hefilspónum smiðsins. En ekkert jafnaðist á við þá opinberun að lesa á næmu skeiði söguna um litbrigði jarðarinnar og fyrstu ást ungs pilts: þama var því öllu lýst sem bærðist innra með manni sjálfum! Eftir þetta var ég ekki í vafa um að þar héldi á penna galdramaður að skyggna mannleg hjörtu. Og svo málið, framsetningin! Annað eins hunang var ekki oft á borðum. Ólafur Jóhann þagnaði að mestu sem höfundur um langt árabil, eftir að Gangvirkið kom út 1955. Tíu árum síðar birti hann litla bók, Leynt og ljóst sem ég las í mennta- skóla. Þar var hin hálistræna saga Bréf séra Böðvars sem var auðvitað of fáguð til að menningarvitar og gagnrýnendur þeirra ára veittu henni athygli innan um nasablástur annarra höfunda um sömu mundir. En árið 1972 bar heldur en ekki til tíðinda. Þá komu þrjár bækur frá hendi Ólafs, skáldsagan Hreiðr- ið, uppgjör hans við samtíð sína, safn af smásögum frá æskuárum, og svo ljóðabókin Að laufferjum sem mér hefur þótt vænst um af ljóðabókum hans. Nú var Ólafur Jóhann sá höfundur sem dró að sér mesta athygli. Skoðanir voru að vísu skiptar um Hreiðrið eins og vonlegt er um andófsbók af því tagi. Næstu ár urðu fijó, Ólafur orti meira af ljóðum og tók nú til við framhald bálksins af Páli Jóns- syni blaðamanni á fimmta áratugn- um, verk sem geymir rækilega lýs- ingu á íslensku þjóðfélagi þegar holskefla stríðs og hemáms reið yfir. Þetta er stærsta ritverk Ólafs, þriðja og síðasta bindið, Drekar og smáfuglar, sexhundruð síður. Ég veit að hann gekk nærri sér til að Ijúka verkinu. Síðustu ár var hann með sögu í smíðum sem mun hafa verið langt komin og töluvert af ljóðum mun hann hafa átt í handr- aða. Ég kynntist Ólafi Jóhanni per- sónulega í þann mund sem síðasta skeið ritferils hans var hafið með Hreiðrinu og Að lauffeijum. Mér hafði verið sagt að Ólafur væri hlédrægur og blandaði geði við fáa. Satt mun það hafa verið. En þeim mönnum sem hann batt vináttu við var hann tryggur og hlýr í þeli. Hann var líka býsna opinskár, lá ekki á skoðunum sínum og sagði frá ýmsu í sambandi við höfundarferil sinn sem fróðlegt var að kynnast. Ég minnist margra símtala og góðra stunda á Suður- götu 15 hjá þeim hjónum, Önnu og Ölafi. Við Gerður sendum Önnu einlæga samúðarkveðju og þökk fyrir vinsemd alla. Stundum er sagt að persónuleg kynni af listamönnum smækki þá í vitund samferðamanna. Listamað- urinn reynist þá lágreistari í hugsun en verkin gefa til kynna, sjálfbirg- ingslegur, hégómagjam, öfundsjúk- ur í garð starfsbræðra eða haldinn öðrum mannlegum ágöllum sem listamannslundin magnar upp svo þeir stinga í augu. Þetta átti ekki við Ólaf Jóhann. Hann var manna grandvarastur og skrumlaus, ekk- ert var honum Qær en hefja sjálfan sig með Iágkúrulegu narti í garð annarra. Vissulega angraði hann margt í umhverfí sínu. Sumt í bók- menntum samtímans var honum mjög andstætt eins og Hreiðrið ber með sér. í verkum yngri höfunda Ieitaði hann fyrst 'og fremst þeirrar mannúðar sem hann taldi æðsta boð skálda. Hann var nokkuð einstreng- ingslegur en jafnan sjálfum sér samkvæmur. Ólafur Jóhann hafði orðið fyrir miklum pólitískum vonbrigðum en trúnni á bræðralagshugsjón sósíal- ismans vildi hann aldrei sleppa. Sið- ferðilegur slappleiki samtíðarinnar var eitur í beinum hans. Hann var ofurviðkvæmur maður og auðsærð- ur, tók margt nærri sér sem aðrir létu ekki á sig bíta. Vandlæti hans, nákvæmni og kröfuharka við sjálf- an sig var honum fjötur um fót. Oft talaði hann um hve torvelt væri að semja, hvfldarlaust erfíði og álag. Til að rísa undir því varð hann að einangra sig. í, rauninni var hann alltaf sá feimni sveita- drengur sem kom úr Grafningi til Reylq'avíkur á kreppuárunum til að gerast rithöfundur. Slíkum manni hlýtur oft að líða miður vel í samfélagi þykkskinn- unganna. En hann átti sér heim sem aldrei féll fölskvi á, auðugt innra líf, verðmæti sem urðu honum því dýrmætari sem lengra leið. Til þeirra leitaði hann aftur og aftur í verkum sínum, þar fann hann ró og samræmi sem hin áreitnisfulla og sundraða samtíð megnaði ekki að veita: Þú veist að vötn eru tærust þegar veður kólna um haust, sú uppspretta svölust allra sem undan klaka braust. Ó finnist sá blikandi brunnur, þá bergir þú endalaust. Þökk sé Ólafí Jóhanni fyrir það sem hann gaf í lífi sínu og list. Blessun okkar fylgir honum á huld- ar slóðir. Gunnar Stefánsson Allt of snemma var Ólafur Jó- hann Sigurðsson kallaður frá okk- ur, ekki sjötugur að aldri. Allt of snemma þurfum við að sjá á bak einum mesta sagnaþul þessarar ald- ar og einu fágaðasta ljóðskáldi okk- ar tíma. Þegar vinur deyr verður eftir tómarúm sem ekkert getur fyllt því hún er innantóm og röng klifunin um að maður komi í manns stað. Auðvitað læknar tíminn sárustu sorgina en eftir stendur ófullt og opið skarð. Þá er fágæt huggun að vita að eftir hafí verið skilinn söngur sem halda mun áfram að hljóma, tónar sem aldrei þurfa að deyja, vita að maður getur sest með bók í hönd og áður en varir er hinn gengni farinn að hvísla af síðum hennar: En því hef ég kveðið þannig á stjamlausri nóttu hinnar þaulslægu vélar, að ég er farinn að óttast um fólkið, um drenginn, um blómið á bakka fljótsins sem blöð sín teygir móti eilífu Ijósi, - farinn að spyija hvort enginn sé óhultur lengur, og um mig læsist geigur við margt í senn. Sögur og ljóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar voru þrungin geig og spegluðu þá opnu kviku sem vinum hans duldist ekki. Drengurinn úr Grafningnum, sá sem gekk geiglaus móti dásemdum heimsins í sögunni um hengilásinn, hafði löngu séð í gegnum blekkingarvefínn og bar þungan kvíða í bijósti. En hann hafði ekki gefíst upp. Hann hafði ekki gengið inn í ríki feiknstafa- guðanna, ekki selt sálu sína. Von hans og trú á mannkynið höfðu auðvitað orðið fyrir mörgum áföll- um en samt lét hann aldrei af að boða það fagnaðarerindi sem hon- um þótti mannkyni mikilvægast: Ur leggjum, völum og lokasjóði, svifmjúkum punti, seigum rótum, fléttum lyngjurta lesnum á heiði, stöfum dalgeisla skal Dreyrá brúuð. Ólafur Jóhann var af þeirri kyn- slóð sem svipti þjóðinni frá stöðnun miðalda til hins tæknivædda nú- tímalífs. Kynslóð sem væddist bjart- sýni þegar hún sigraðist á krepp- unni miklu en hlaut að missa mikið af vongleði sinni við ógnir styijald- anna sem á eftir komu. Ótrúlega margir samtíðarmenn hans lokuðu augunum fyrir alvöru tímanna og viku sér undan ábyrgðinni sem því fylgir að vera maður. Ólafur Jóhann rejmdi það aldrei. Hann lagði sál sína og heilsu undir í baráttunni gegn feiknstafaguðunum. Með því vann hann sjálfum sér lítið verald- legt gagn, hvað þá heilsufarslegt, en hann skildi við okkur auðugari að máttugum sannleik og dýrmæt- um áminningum. Skáldsögur hans um breytingar samfélagsins urðu einhver fullkomnasta úttekt sem við höfum eignast á þeirri veröld sem var, um leið og þær fluttu viðvörun sína. Skáldið Ólafur Jóhann Sigurðs- son var fulltrúi hins agaða og fág- aða. Hann reyndi aldrei að beygja hjá vanda heldur tókst á við hann til hinstu stundar af einurð, sem er of sjaldgæf. í aganum hélst allt í hendur: Hugsun, myndir og mál. Þetta er auðvelt að sjá í ljóðum hans en blasir líka við ef grannt eru skoðaðar skáldsögumar, t.d. sagnabálkurinn mikli um Pál Jóns- son. Þar er ekkert ódýrt. Skáldið horfíst undanbragðalaust í augu við samtíð sína og engin tilraun er gerð til að milda svipuhöggin. Marga hlýtur að svíða undan en fyrir arftakana verður dýrmætt að eiga þá viðvörun sem skrifuð var á vegginn. Oft er sagt að erfítt sé að vera rithöfundur á íslenska tungu og bera á baki sér hinn magnaða árf sem fombókmenntir okkar em. En auðvitað er arfurinn líka til þess fallinn að brýna metnað þeirra sem nú lifa og að hans vegna ætti ekki að vera unnt að leyfa sér að skrifa fátæklega lágkúm. Skáldskapur Ólafs Jóhanns er skýrt dæmi um árangurinn sem náðst getur sé þessi brýning tekin alvarlega. Pálssagan er saga hinnar nýju Sturlungaaldar og Völsungasaga svífur þar yfír vötnum. Ljóð hans fela í sér list- fenga samþættingu arfs og mód- emisma enda bám þau hróður hans víða. Á einum vettvangi bókmennta þótti mér Ólafur Jóhann ókrýndur konungur. Það var í smásagnagerð. Þótt smásögur hafí ekki notið þeirr- ar hylli sem þær eiga skilið undan- farna áratugi hygg ég að sú tíð komi fyrr en varir að menn meti listatök Ólafs Jóhanns á þessari vandasömu grein. Þá munu sögur eins og Hengilásinn, Píus páfí yfír- gefur Vatíkanið, Reistir píramídar hljóta viðurkenningu að verðleikum, ekki aðeins vegna boðskapar síns og mannlífslýsinga heldur einnig fyrir listatök skáldsins á efni sínu og einhveiju vandmeðfamasta sagnaformi sem fundið verður. Ólafur Jóhann var ekki lang- skólagenginn maður en hann var sannmenntaður og víðfróður. Sam- ræður við hann vom menntandi því hann dró skarpar myndir, hugsun hans var meitluð og fáguð og ævin- lega ræddi hann af hreinskilinni alvöm. Sumum mönnum er lagið að vera mjúkir í tungu. Það’var Ólafur ekki. Hann hikaði ekki við að segja til syndanna ef honum þótti það rétt. Og tilsögn hans var þannig að maður hlaut að taka henni. Hún var veitt af alvöm og alúð, mótuð af reynslu og raun. Okkur hættir til að halda í gá- leysi að ávallt komi dagur eftir þennan dag og ýmsu frestum við til morguns. Við fráfall Ólafs Jó- hanns er sárt að hugsa um allt það sem ósagt var, allt það sem ólært var, sárt að hugsa um tómið sem maður tók sér ekki til að fræðast af honum um skáldskap og menn- ingu, spumingamar sem maður ætlaði alltaf að bera upp en gaf sér ekki tíma til. Þannig glatast því miður alltof margt úr reynslu kyn- slóðanna þegar lífinu er lifað jafn- hratt og nú um stundir. Síðasta samtali sem ég átti við hann, ör- fáum dögum fyrir andlát hans, lauk með því að hann kvaðst hugsa gott til að lesa mér kvæði sem hann hefði í smíðum. Af þeim lestri verð- ur ekki fyrr en á víðlendum handan vatnanna miklu. Og nú er of seint að þakka fyrir allar stundimar héma megin þeirra vatna. En það er gott að mega geyma þær í hjarta sér. Það er líka gott að vita til að Ólafur Jóhann fékk að kveðja okkur fullur af þeim eldmóði sem hann bjó alla ævi yfir, fullur vonar og trúar á mátt bókmenntanna til góðra verka. Páll Jónsson skrifar í sögu sinni margt um þá góðu konu sem gerð- ist förunautur hans. Aldrei hef ég efast um að þar hafí höfundurinn verið að þakka konu sinni, Önnu Jónsdóttur, samfylgdina. íslenskir bókmenntaunnendur eiga henni ógoldna skuld fyrir þá einstöku umhyggjii sem hún sýndi manni sínum. Án eljusemi hennar hefði Ólafur Jóhann ekki getað gefíð sig að listsköpun sinni með svipuðum hætti og raun varð á. Að Önnu er þungur harmur kveðinn en hugsan- lega raunabót að vita að nú líta margir til hennar með þökk og virð- ingu. Henni og ástvinum öllum votta ég samúð og flyt þakkir. Heimir Pálsson Mig setti hljóðan þegar mér voru borin þau tíðindi nýkomnum heim úr stuttu fríi, að vinur minn, Ólafur Jóhann Sigurðsson, hefði dáið snögglega daginn áður. Ég hafði talað við hann skömmu áður en ég fót utan og fundist hann þá bæði glaður og reifur þrátt fyrir veikindi fyrr í sumar. Einhvem veginn hafði ég átt von á því að hann læsi mér nokkur ljóð til viðbótar áður en langt um liði. Þetta var að vísu einungis óljóst hugboð, en ekki fyrirheit af hans hálfu. Hins vegar vissi ég fullvel að við höfðum ekki ennþá komið því í verk að róa út í Viðey eins og til stóð, njóta kyrrðar og nátt- úrufegurðar innanum fuglana og skoða húsin hans Skúla. Ólafur Jóhann unni náttúru landsins af meðfæddu næmi, og mér er til efs að til séu í íslenskum bókmenntum fegurri lýsingar á landi og gróðri, fugli og veðri, en þær sem hann samdi og segja frá leit sögupersónanna að sjálfum sér og dýpstu rökum tilvemnnar á kjarrivöxnum árbakka. Stundum fannst mér jafnvel þegar ég var að lesa þessa kafla, að lýsingamar væm svo fíngerðar og næmar, að það væri engu líkara en höfundur- inn væri að hvísla þessu að sjálfum sér. Þegar ég hugsa til baka var það einskær tilviljun sem réð því að ég kynntist skáldskap Ólafs Jóhanns. Ég lá rúmfastur eftir óhapp á leik- sviðinu og bað tengdapabba bless- aðan að lána mér nú góða bók til að stytta mér stundimar í rúminu. Hann færði mér Ljósa daga. Þegar henni lauk las ég hveija bókina á fætur annarri og í rauninni varð ég dálítið undrandi á því, hvemig höfundur á borð við Olaf Jóhann hefði getað farið fram hjá mér til þessa. Ég heillaðist af skáldskapn- um, jafnt mannúðarstefnu höfundar og kærleika sem meitluðum stílnum og nákvæmni í orðavali. Þegar ég tók að venja komur mínar á heimili þeirra Önnu við Suðurgötu skömmu síðar, í fyrstu til að þiggja ráð áður en ég byijaði að lesa sögu í útvarp, kynntist ég manninum á bak við sögumar. Hvert sem umræðuefnið var voru skoðanir Ólafs Jóhanns jafnan mót- aðar af mikilli skarpskyggni en jafnframt þeirri sanngimi sem hon- um var í blóð borin, og sannleiks- ást hans var svo sterk, að stundum fannst mér engu líkara en að baki höfundar byggi gjörhugull vísinda- maður. Ekki svo að skilja að ræða hans hafí verið mótuð af eintómum alvöruþunga. Það var nú öðru nær. Hann gat verið skemmtileg hermi- kráka ef því var að skipta og ég minnist þess að hann kallaði nýma- steinana, sem gerðu honum marga skráveifuna, hinum spaugilegustu nöfnum með viðeigandi titlatogi og brosi á vör. I lokakaflanum í Hreiðrinu, þeg- ar Loftur Loftsson rithöfundur bíður dauðans, sendir Ólafur Jó- hann sögumanninn út á svalir í næturkulinu undir tindrandi stjöm- ur i „hringsalnum bláa“ til þess að hugsa þar um meistara sinn og vin. í þessum hringsal, sem hefur verið fyrirmynd margra byggingameist- ara gegnum aldirnar, geymum við nú minninguna um Olaf Jóhann, sem við söknum sárt, og huggum okkur við það, að um „salinn bláa snúast glaðar stjömur". Við Valgerður sendum Önnu, sonunum og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Þorsteinn Gunnarsson Þegar skáld deyja og fíðla þeirra hljóðnar verður líf okkar sem eftir sitjum fátækara, undraveröld mannsandans hefur smækkað. Aðr- ir deyja og lífíð heldur sinn gang: Ungir bændur taka við að yrkja jörðina; sjómenn ráðast í auð rúm og verkafólk er ráðið í laus störf. Þótt einstaklinga sé sárt saknað, þá kemur maður í manns stað. En það kemur ekkert annað skáld í stað þess sem kveður. Það yrkir ekkert nýtt skáld óortu ljóðin þess látna, og hálfunnin skáldsaga verð- ur ekki kláruð af öðrum. Við hætt- um að bíða í eftirvæntingu eftir nýju verki, því við vitum að það verður aldrei skrifað. Með skáldi kveðjum við ekki aðeins einstakling heldur ákveðinn heim sem við vor- um þátttakendur í. Andlegt ríkidæmi þjóðarinnar er skáldi fátækara. Ólafur Jóhann Sig- urðsson er allur. Skáld hins lygna Álftavatns, lyngása og brokmýra og nýgræðings í vorkaldri jörð, hef- ur lagt frá sér pennann fyrir fullt og allt. Þetta undursamlega næmi á litbrigði hijóstrugrar jarðar, á ævintýrið og veruleikann og mann- legan hjartslátt, sem er allstaðar til staðar, er einstakt í íslenskum skáldskap. Þótt Olafur Jóhann hafí aldrei verið tekinn f tölu þjóðskálda, þá var þjóðin örlög hennar og saga sífellt viðfangsefni hans. Vonlaus barátta heiðarbúans við náttúruöfl og fátækt, kreppan, rót- leysið á mölinni og smán hinnar svívirtu og sviknu þjóðar ganga í gegnum skáldskap hans eins og rauður þráður. Allt þetta hjúpaði hann lýrískum undravef íslenskrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.