Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
Morgunblaðið/Þorkell
Iðnaðarráðherra í Reykjaneskjördæmi
FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra er þessa dagana
á yfirreið um Reylq'aneskjördæmi þar sem hann skoð-
ar fyrirtæki og fundar með trúnaðarmönnum Sjálf-
stæðisflokksins. í gær skoðaði hann fyrirtæki í
Garðabæ og Hafnarfírði ásamt Salóme Þorkelsdóttur,
þingmanni kjördæmisins, og Áma Ólafí Lárussyni,
formanns kjördæmisráðs sjálfstæðismanna. Hér eru
þau Friðrik og Salóme í skipasmíðastöðinni Stálvík í
Garðabæ ásamt Jóni Gauta Jónssyni, framkvæmda-
stjóra sem sýnir þeim líkan af nýrri tegund báts, sem
er þar í hönnun. Báturinn, sem er kallaður Sæfleyg-
ur,á að geta náð miklum hraða, þótt vont sé í sjóinn.
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00:' '
f Heimild: Veöurstofa íslands
/ / / / (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFURíDAG, 9. ÁGÚST1988
YFIRLIT í GÆR: Um 700 km suður af Reykjanesi er 977 mb lægö
sem þokast norðvestur, en austur við Noreg er 1023ja mb hæð.
Hiti breytist fremur lítið.
SPÁ: Suðaustanátt, víða nokkuð hvöss. Rigning í flestum lands-
hlutum, þó einkum um sunnanvert landið. Vel hlýtt miðað við
árstíma, víða 13—18 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austlæg átt og fremur hlýtt. Skýjað um
allt land og dálítil rigning sunnanlands og austan.
HORFUR Á FIMMTUDAGtVindur fer að snúast til norðaustur-áttar
og kólnar lítið eitt norðanlands. Rigning á Austurlandi og á stöku
stað á Norðurlandi en skúrir sunnanlands.
TÁKN:
Q Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-j Q Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir «
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
[7 Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hiti 15 13 veAur alskýjað rignlng
Bergen 19 léttskýjað
Helsinki 19 úrkoma
Kaupmannah. 21 þoka
Narssarssuaq 8 skýjað
Nuuk 6 alskýjað
Ósló 22 léttskýjað
Stokkhólmur 21 skýjað
Þórshöfn 11 súld
Algarve 28 heiðskírt
Amsterdam 23 léttskýjað
Barcelona 28 heiðskírt
Chicago 26 mistur
Feneyjar 29 heiðskírt
Frankfurt 29 skýjað
Glasgow 26 skýjað
Hamborg 22 hálfskýjað
Las Palmas 25 léttskýjað
London 24 mistur
Los Angeles 17 léttskýjað
Lúxemborg 26 léttskýjað
Madríd 32 heiðsklrt
Malaga 27 mistur
Mallorca 30 þokumóða
Montreal 21 léttskýjað
New York 25 léttskýjað
Parfs 28 1 i
Róm 29 léttskýjað
San Diego 19 alskýjað
Winnipeg 10 léttskýjað
Endurgreiðir ríkis-
sjóði bætur vegna
rangrar meðferðar
DÓMSÁTT hefur verið gerð fyrir Borgardómi Reykjavíkur þar sem
læknir fellst á að endurgreiða rikissjóði bætur að núvirði um 3 millj-
ónir króna, sem ríkissjóður greiddi ungri stúlku sem hlaut 40% varan-
lega örorku vegna rangrar læknismeðferðar við handleggsbroti.
I aprílmánuði árið 1978 datt fimm stúlkunnar kærðu lækninn til land-
ára stúlka fram af stétt við heimili
sitt á Stöðvarfírði og brotnaði á
vinstri framhandlegg. Foreldrar
stúlkunnar færðu hana til meðferðar
á heilsugælustöðina á Stöðvarfirði
þar sem þáverandi héraðslæknir á
Fáskrúðsfirði var að störfum. Hann
flutti stúlkuna til Fáskrúðsfjarðar,
tók röntgenmyndir af handleggnum
og bjó um hann í gipsi en sendi stúlk-
una síðan heim. Fáum dögum síðar
leituðu foreldrar stúlkunnar til hjúk-
runarfræðingsins á Stöðvarfírði
enda hafði stúlkan þá þrautir í hand-
leggnum sem var blár og bólginn
vegna blóðrásarhindrunar. Haft var
samband við lækninn sem taldi ekki
ástæðu til að hafast að og var ekk-
ert að gert fyrr en í júnímánuði er
afleysingamaður héraðslæknisins
sendi stúlkuna til Reykjavíkur til
meðferðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir
aðgerðir á sjúkrahúsi og eftirmeð-
ferð tókst ekki að lagfæra handlegg-
inn, sem er enn í dag boginn um
úlnlið og olnboga og nýtist stúlkunni
ekki nema að litlu leyti. Foreldrar
læknis, sem veitti honum áminningu
að rannsökuðu máli, og síðan krafði
lögmaður þeirra ríkissjóð um bætur
vegna mistaka læknisins. Læknaráð
fjallaði um málið 1979 og komst að
þeirri niðurstöðu að læknismeðferð
hans hafi ekki verið tilhlýðileg.
Ríkissjóður viðurkenndi bótaskyldu
og greiddi bætur samkvæmt út-
reikningi tryggingafræðings, er ör-
orkumat'var mögulegt vegna aldurs
stúlkunnar 1984.
Læknirinn gekkst ekki við því að ,
hafa veitt ranga meðferð og neitaði
ítrekað að endurgreiða ríkissjóði
bæturnar eða allt þar til að lækna-
ráð, á liðnu ári, svaraði fyrirspumum
borgardómara og lögmanna um
málið á þann veg að öll læknismeð-
ferð eftir töku röntgenmynda hafi
verið ótilhlýðileg og röð mistaka
læknisins. Áð svo komnu máli gekk
læknirinn til samninga við ríkissjóð
og lauk málinu með dómsátt þar sem
hann féllst á að verða við kröfu ríkis-
sjóðs.
Skorradalur:
Kviloiar í íbúð-
arhúsi í Haora
Hvannatúni, Andakíl. VM /
MIKIL mildi var að ekki fór verr þegar eldur varð laus í kjallaraeld-
húsi í Haga, Skorradal, aðfaranótt 4. ágúst sl., en einbúanum Þórði
Runólfssyni, tæplega 92 ára gömlum, tókst að slökkva eldinn.
Klukkan 4.30 vaknaði Þórður við
að mikill og kæfandi reykur var í
svefnherbergi hans, sem er upp af
Góð hey á
Suðurlandi
Gaulverjabæ.
MJÖG góð heyskapartíð hefur
verið hér um slóðir i sumar. Víða
var heyskapur langt kominn á
frídegi verslunarmanna og mjög
margir luku heyönnum þann dag,
en þá snerist til sunnanáttar og
úrkomu.
Hey eru með albesta móti en
yfírleitt minni að vöxtum en á
síðasta ári. Hvassviðrið tafði hey-
skap í tvo daga en ekki urðu þó
miklir skaðar af þeim sökum hér í
sveit.
Gróður var misfljótur til á Suð-
urlandi nú sem fyrr. Kunnugir segja
að tún hafi verið fyrst til í Landeyj-
um, síðan í Flóanum og loks í upp-
sveitum Ámes- og Rangárvalla-
sýslu. Staðan í heyskap fer að
líkindum eftir þessari röð í grófum
dráttum, þó nokkrir hafí lokið hey-
skap í uppsveitum.- Valdim.G.
eldhúsinu. Fór hann þegar niður í
eldhús, én þaðan kom reykurinn.
Þar sá ekki handa skil og erfítt að
gera sér grein fyrir aðstæðum. Þó
sá hann að eldur logaði í þili á bak
við_ eldavélina.
I eldhúsvaskinum vissi Þórður
af vatnsfötu fullri af vatni, þangað
komst hann, náði fötunni og gat
skvett úr henni á eldinn, sem
slökknaði við þessa einu gusu.
Líklega hefur loftleysið í eld-
húsinu bjargað því að eldurinn
magnaðist ekki, því eldhúsið er nið-
urgrafið, gluggi og hurð voru lok-
uð. Veggir og loft í eldhúsinu eru
úr timbri svo nægur var eldmatur-
inn.
Þórður var nokkuð eftir sig eftir
þrekraun þessa, hefur trúlega feng-
ið snert af reykeitrun. Eldsupptök
urðu líklegast í ruslafötu sem stóð
á bak við eldavélina, sem er gömul
olíueldavél. Gamli maðurinn lætur
rétt týra á vélinni jrfir nóttina til
að halda húsinu heitu, því húsið er
hitað upp frá eldavélinni. Trúlega
hefur hann snúið innstreymislokan-
um á eldavélinni í öfuga átt um
kvöldið þegar hann fór í háttinn.
Eldavélin hefur því loghitnað í stað
þess að verða yívolg.
- DP
Heimsmeistaramót unglinga í Rúmeníu:
Guðfríður í 6.sæti
og Héðinn í 9.sæti
Heimsmeistaramóti unglinga í
skák lauk í Rúmeníu um helg-
ina. Tveir íslenskir keppendur
tóku þátt. Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir keppti í flokki stúlkna
undir 16 ára aldri og hafnaði
hún í 6. sæti með 6,5 vinninga
af 11 mögulegum. Rúmlega 30
stúlkur kepptu í þessum flokki.
Héðinn Steingrímsson keppti í
flokki 14 ára pilta og yngri. Hlaut
Héðinn 7 vinninga af 11 möguleg-
um og hafnaði í 9. sæti. ísraelinn
Eran Liss sigraði 14 ára og yngri
flokkinn með 9 vinninga af 11
mögulegum.