Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 3 Heimsókn Þorsteins Pálssonar til Banda- ríkjanna hefst í dag Hittir Reagan forseta á morgun OPINBER heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra til Bandaríkjanna hefst í dag. Á morgnn mun Þorsteinn eiga fund með Ronald Reagan Bandaríkjaf orseta. Þorsteinn og kona hans, Ingi- björg Rafnar, héldu á sunnudag til New York. Þaðan er farið til Þórsmörk; Eldhúsbíll á hliðina í Steinholtsá Selfossi. ELDHÚSBÍLL frá ferðaskrif- stofu Guðmundar Jónassonar hf fór á hliðina í Steinholtsá á leið- inni í Þórsmörk síðdegis í gær. Þrennt var í bílnum. Fólkið meiddist ekki og komst klakk- laust i land. Mikið vatn var í ánum í Þórsmörk i gær og var veginum þangað lokað þegar leið að kvöldi. Rútubifreið sem fylgdi eldhús- bílnum snéri frá þegar honum hlekktist á í ánni. Fólkið fór að Hellu þar sem það beið eftir nýjum tjöldum og búnaði en matföng og búnaður þess var í eldhúsbílnum. Undir kvöld voru stór tæki send til að ná bílnum úr ánni. Rútubifreið frá Ferðamiðstöð Austurlands snéri einnig frá Steinholtsá síðdegis í gær. Andrews-herflugvallarins, þar sem verður stutt móttökuathöfn en síðan fljúga þau hjón ásamt fylgdarliði til Washington. Síðdeg- is tekur varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, John C. White- head, á móti Þorsteini við Was- hington-minnismerkið. Fyrir hádegi á morgun funda þeir Reagan og Þorsteinn í Hvíta húsinu, en að fundi þeirra loknum heldur Reagan hádegisverðarboð til heiðurs Þorsteini. Heimsókn forsætisráðherra lýk- ur á föstudag. í fylgdarliði forsæt- isráðherrahjónanna eru Guðmund- ur Benediktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Jónína Mich- aelsdóttir aðstoðarmaður ráð- herra, Geir H. Haarde alþingis- maður, Helgi Ágústsson skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu og Þorsteinn Ingólfsson skrif- stofustjóri í varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Einn af færeysku loðnubátunum siglir drekkhlaðinn heim í gær Morgunbiaðið/Kristján Þ. Jónsson. Færeyskir loðnubátar á heimleið TF-SÝN, flugvél Landhelgis- gæslunnar, fór í eftirlitsflug um miðin við landið í gærdag. Út af Norðurlandi kom áhöfn- in auga á sex færeyska loðnu- báta drekkhlaðna á heimleið. Svo virðist sem góður afli sé nú á loðnumiðunum norður af landinu. Einnig reyndust tveir færeyskir loðnubátar á veiðum um 80 mflur NV af Straumsnesi rétt við miðlínuna. Af öðrum fískiskipum sem TF-SÝN varð vör við má nefna að 28 skip voru að veiðum í svo- kölluðu reglugerðarhólfí á Strandagrunni og virtust vera í mokafla. Kjarasamningar flugmanna: TVö atríði brjóta í bága við bráðabirgðalögin - segir Indriði H. Þorláksson formaður Samninganefndar ríkisins Árnar í Þórsmörk voru í gærdag ekki færar nema stórum tveggja drifa rútubifreiðum. Litlir bílar lögðu ekki í ámar enda slíkt glæfra- spil við þessar aðstæður. I einni ánni flaut stór tveggja drifa rútubif- reið upp að aftan og þversum en komst klakklaust yfir. Mikil rigning var í gær á þessum slóðum, 17 stiga hiti og rok. -Sig. JÓns. FULLTRÚAR launadeildar fjármálaráðuneytisins, flugmanna Land- helgisgæslunnar og Félags íslenskra atvinnuflugmanna funda i dag um ágreining, sem kominn er upp vegna kjarasamnings FÍA við Flugleiðir, en flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa ferigið laun greidd samkvæmt þeim samningi. Launadeildin telur tvö atriði í samningnum bijóta í bága við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir frá því i vor. Indriði H. Þorláksson, formaður væru annars vegar 25 þúsund króna samninganefndar ríkisins, sagði að eingreiðsla til flugmanna og hins þau atriði sem samræmdust ekki vegar vemleg hækkun á svonefndu ákvæðum bráðabirgðalaganna „Jeppesens-gjaldi". Að hans mati væri um launauppbót að ræða. Hún hefði verið 5-7 þúsund, en sam- kvæmt samningnum hækkaði hún í 11-14 þúsund krónur. Deilt hefði verið á það að öryggismálum væri stefrit í hættu vegna þessarar launadeilu. Hin hliðin væri sú að öryggismál væm notuð til fram- dráttar mjög sérstæðum launakröf- um. Indriði benti á að samkvæmt Eignir lífeyrissjóðanna: 2-4% ávöxtun nægir að mati tryggingarfræðinga - segir Hinrik Greipsson, fulltrúi í stjórn Eftirlaunasjóðs Utvegsbankans greinargerð ríkislögmanns hefðu samningamir í álverinu í Straumsvík gengið lengra en bráða- bráðabirgðalögin heimiluðu. Engin viðurlög væm í lögunum og því væri erfítt að taka á brotum, en ríkið sem slíkt gæti ekki litið fram- hjá þeim lögum sem í gildi væm. Bogi Agnarsson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni, sagði að deil- an snerist um túlkun á kjarasamn- ingi FÍA og Flugleiða. Þessi samn- ingur hefði verið borinn undir Vinnuveitendasambandið og ekki talinn bijóta í bága við bráðabirgða- lögin. Auk þess væm dagpeningar flugmanna gæslunnar skattlagðir en ekki flugmanna Flugleiða. Þessi deila hefði valdið því að yfírflug- stjóri gæslunnar væri kominn í ársfrí og því aðeins tveir flugstjórar eftir. Það tæki tíma að þjálfa upp fleiri menn. Flugmenn Landhelgis- gæslunnar mættu ekki fara í verk- fall, en það væri deilt á þá fyrir að vinna samkvæmt kjarasamning- um og taka lögboðin frí sín. ÞÓ nú sé hávaxtatímabil hef ég ekki séð ástæðu til þess að eltast við það þar sem tryggingafræðingar hafa talið 2-4% ávöxtun á eign- um lífeyrisssjóðanna nægja fyrir skuldbindingum þeirra," sagði Hin- rik Greipsson, fulltrúi starfsmanna í eftirlaunasjóði Útvegsbankans, en í Morgunblaðinu fyrir helgi er skýrt frá því að nokkuð sé mismun- andi hvaða vexti lífeyrissjóðirnir taka af verðtryggðum lánum, þó flestir þeirra taki meðalvexti bankanna, sem hafa verið 9,5% á þessu ári. Lífeyrissjóðir Landsbanka og Seðlabanka, Úvegsbanka, Búnaðar- banka og Verkfræðingafélagsins hafa tekið 3,5% vexti, en Eftirlauna- sjóður Búnaðarbankans hækkaði vexti sína í 5% 1. júlí síðastliðinn. „Mér finnst það eins og að hengja bakara fyrir smið að hækka vexti hjá þeim sem hafa fengið verð- tryggð lán vegna hinna sem fengu óverðtryggð lán úr sjóðunum • og fengu lánin niðurgreidd að segja. Þeir sem fengu lán fyrir 10-15 árum eru komnir nær eftirlaunaaldrinum og ég hef því ekki séð knýjandi ástæðu til þess að hækka vextina," sagði Hinrik aðspurður um þá rök- semd að sjóðimir væru að bæta sér upp það tap sem varð þegar lífeyris- fé var óverðtryggt til þess að koma þurfí til minni skerðingar lífeyris. Hann sagði að eftirlaunasjóður Útvegsbankans hefði fylgt ríkis- bönkunum í ákvörðunum um vexti, en undanfarið hefði ríkt óvanalegt ástand í sjóðnum, þar sem ekki hefði verið skipað í stjóm hans eft- ir stofnun Útvegsbankans hf. Sigtryggur Jónsson hjá eftir- launasjóði Landsbanka og Seðla- banka sagði að ýmsar ástæður væm fyrir því að sjóðurinn hefði ekki tekið hærri vexti en 3,5%. Hins vegar væm þessir vextir nú til endurskoðunar. Ekki væri enn ljóst hver niðurstaða þeirrar endur- skoðunar yrði, en sér þætti ekki ólíklegt að vextimir ættu eftir að breytast innan tíðar. Aðspurður um hvort lífeyrissjóðurinn þyrfti ekki háa vexti til þess að skerðing lífeyr- is yrði minni en ella vegna áranna áður en verðtrygging gekk í gildi, sagði hann að ekki hefði reynt á það ennþá. Hann benti á að sjóðs- stjómir væm ekki bundnar af því að taka hámarksvexti. Hugsanlega væri hægt að líta á þetta sem kjara- atriði og önnur verðbréfakaup gætu vegið upp á móti þessum lágu vöxt- um til sjóðfélaga. Það hefði þótt eðlilegra að fara þá leið, en vera með vexti á lánum til sjóðfélaga í hámarki. Kjartan Páll Einarsson hjá eftir- launasjóði Búnaðarbankans sagði að vextir sjóðsins á lánum til sjóð- félaga hefðu verið hækkaðir 1. júlí í 5% og sú ákvörðun yrði endurskoð- uð aftur eftir 5-6 mánuði. Það færi eftir hvað gerðist í vaxtamálum á næstu mánuðum, hvort þeir vextir giltu áfram eða yrðu hækkaðir frek- ar. Hann sagði að þessir sjóðir hefðu staðið mjög vel miðað við marga aðra í gegnum árin og félag- ar þeirra nytu ákveðinna hlunninda, þar sem lánin hefðu ekki fylgt öðr- um lánum. Sjóðir ríkisbankanna hefðu haft með sér samvinnu hvað varðaði útlánareglur og vexti þang- að til nú að sjóður Búnaðarbankans hefði ekki talið sig geta beðið leng- ur með að hækka vextina eitthvað. 15 mánaða fangelsi fyr- ir nauðgun M AÐUR um þrítugt hefur í Saka- dómi Reykjavíkur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa hinn 23. apríl síðastliðinn elt unga konu inn á heimili henn- ar, ráðist þar á hana og nauðgað henni. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í skaðabætur auk alls sakarkostn- aðar. Maðurinn undi dómnum, sem Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp, og hefur þegar hafið af- plánun refsingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.