Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
33
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 8. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 44,00 43,50 43,93 3,676 161.451
Ýsa 78,00 44,00 52,00 3,707 192.747
Ufsi 22,00 20,00 21,74 4,057 88.199
Karfi 20,00 -18,00 19,50 1,318 25.712
Steinbítur. 24,00 24,00 24,00 1,337 32.088
Langa 18,00 18,00 18,00 0,062 1.107
Lúöa 120,00 65,00 110,76 0,390 43.198
Koli 44,00 40,00 40,56 0,732 29.666
Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,010 1.500
Undirmál 15,02 15,02 15,02 0,097 1.449
Samtals 37,51 15,384 577.117
Selt var aðallega úr Eini GK. ( dag verða m.a. seld 60 tonn af
þorski úr Sturlaugi H. Böðvarssyni AK og 50 tonn af ýsu úr
Gandí VE, Stokksey ÁR, Valdimari Sveinssyni VE og frá Hrað-
frystihúsi Stokkseyrar.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 43,50 38,00 41,94 45,262 1.898.084
Undirmál 19,00 19,00 19,00 0,386 7.334
Ýsa 86,00 38,00 63,36 15,502 982.217
Karfi 17,00 15,00 16,06 0,640 10.280
Ufsi 20,00 15,00 18,97 4,324 82.032
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,064 960
Hlýri 24,00 21,00 22,54 1,728 38.952
Langa 20,00 15,00 19,58 0,659 12.905
Lúða 170,00 115,00 132,37 0,175 23.165
Samtals 44,46 68,740 3.055.929
Selt var úr Geir RE, Krossvík AK og Bjarnarvík ÁR. ( dag verða
m.a. seld 90 tonn af þorski og 2 tonn af ýsu úr Ottó N. Þorláks-
syni RE.
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf.
Þorskur 43,50 36,00 38,08 20,052 763.626
Ufsi 26,50 14,00 25,47 28,543 727.015
Karfi 26,50 16,50 17,55 0,372 6.528
Langa 25,00 19,00 19,88 0,376 7.474
Steinbítur 26,50 26,50 26,50 0,184 4.876
Samtals 30,48 49,527 1.509.518
Selt var úr Þórunni Sveinsdóttur VE, Gandí VE og Erlingi VE.
Úr Greipi SH og Frá VE voru seld í sl. viku 333 kg af karfa fyr-
ir 26,50 króna meðalverö, 737 kg af ufsa fyrir 23,15 króna
meöalverö, 6.965 kg af þorski fyrir 48,50 króna meöalverð og
1.431 kg af ýsu'fyrir 58,28 króna meðalverð.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 47,50 38,50 - 39,51 72,797 2.876.257
Undirmál 20,00 17,00 17,16 8,878 152.389
Ýsa 77,50 51,50 54,14 10,817 585.662
Ufsi 22,00 7,00 20,71 1,161 24.042
Karfi 31,00 24,50 26,64 7,495 199.697
Steinbítur 23,50 20,00 22,37 0,464 10.380
Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,168 2.520
Hlýri+Steinb. 24,00 24,00 24,00 2,906 69.766
Skarkoli 41,00 30,00 34,87 1,817 63.365
Sólkoli 50,50 40,00 48,08 0,260 12.500
Langlúra 20,00 20,00 20,00 0,066 1.320
Lúða 179,00 55,00 120,00 0,685 82.198
Öfugkjafta 20,00 20,00 20,00 0,339 6.780
Skötuselur 150,00 71,00 137,36 0,025 3.434
Samtals 37,63 109,320 4.113.440
Selt var aöallega úr Aðalvík KE, Oddgeiri ÞH og Þresti GK. í
dag verða m.a. seld 15 tonn af ufsa úr Aðalvík KE og á morg-
un verða m.a. seld 35 tonn af þorski og ýsu úr Siguröi Þorleifs-
syni GK.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 1,- 5. ágúst.
Þorskur 74,32 476,220 35.392.520
Ýsa 95,28 64,675 6.162.223
Ufsi 28,53 12,275 350.231
Karfi 43,06 6,903 297.200
Koli 71,61 5,770 413.205
Grálúða 77,33 2,900 224.262
Blandaö 89,41 22,366 1.999.622
Samtals 75,86 591,108 44.839.264
Selt var úr Stapavík SH í Grimsby 1. ágúst, Ásgeiri RE í Hull
2. ágúst, Berki NK í Grimsby 4. ágúst og Sunnutindi SU i Hull
4. ágúst.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 1.- 5. ágúst.
Þorskur
78,63 476,925 37:499.990
Ýsa 101,23 149,420 15.126.285
Ufsi 26,03 24,810 645.822
Karfi 40,25 17,335 697.686
Koli 76,12 97,740 7.439.810
Grálúöa 89,76 1,120 100.530
Blandaö 92,56 43,329 4.010.628
Samtals 80,82 810,679 65.520.815
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi. 1 .- 5. ágúst.
Þorskur 84,79 1,880 159.402
Ýsa 66,11 1,176 77.748
Ufsi 56,38 6,252 352.517
Karfi 78,52 135,648 10.651.181
Blandaö 67,11 1,242 83.350
Samtals 77,46 146,198 11.324.198
Selt var úr Hauki GK i Cuxhaven 3. ágúst.
Grœnmetlsverð á uppboðsmörkuAum 8. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA ágúst.
Gúrkur 77,39 3,420 264.660
Sveppir 462,00 0,324 149.688
Tómatar 138,00 2,922 403.236
Paprika(græn) 261,05 0,845 220.585
Paprika(rauö) 348,28 0,760 264.690
Hvítkál 88,00 0,140 12.320
Gulrætur 173,91 1,630 283.470
Kínakál 138,25 2,418 334.290
Rófur Samtals 101,04 2,400 242.500 2.464.536
Einnig voru m.a. seld 10.050 stykki af salati fyrir 52,86 króna
meðalverð. Naesta uppboð verður i dag klukkan 16.30.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Leiðréttins:
Sclfossi. 0
í frétt hér í blaðinu á laugar-
dag var Björn Lárusson titlaður
hótelstjóri Hótels Arkar í Hvera-
gerði. Það er ekki rétt því Björn
starfar einungis sem aðstoðar-
maður eiganda hótelsins við
markaðsmál og fleira.
- Sig. Jóns.
Göngufólkið leggur af stað frá Sólheimum
Sólheimar:
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Góð þátttaka á íþróttahátíðinni
Selfossi. “*■
Reynir Pétur göngugarpur fór fyrir göngunni með fána.
GOÐ þátttaka var í íþróttahá-
tiðinni á Sólheimum sem haldin
var á sunnudag. Aðalgrein hátíð-
arinnar var Sólheimaganga og
var vel mætt i hana. Fólk lét rign-
inguna ekkert á sig fá og það
var iétt yfir göngunni og gaman-
yrðin flugu milli manna.
Það var Reynir Pétur göngugarp-
ur sem fór fyrir göngunni með fána,
sagði það ekki muna neinu að halda
á fánanum. Þátttakendur gátu valið
um þijár vegalengdir, 5 km, 10 km
og Sólheimahring, 24 km. Auk
göngunnar var keppt í boccia og
sundi.
Þátttakendur komu víða að og
greinilegt að fólk var ánægt með
þennan viðburð enda hátíðarbragur
á öllu. Eftir gönguna brugðu
göngumenn sér í sundlaugina og
heitu pottana til að láta göngu-
þreytuna líða úr ser. En áður var
boðið upp á risagrillveislu með öllu
tilheyrandi meðlæti. Loks var svo
slegið upp dansleik í íþróttahúsinu
þar sem dansað var af kappi.
Einn þátttakendanna í Sólheima-
göngunni, Axel Alexandersson,
lauk henni á reiðhjóli sínu sem hann
sagðist nota mikið. Aðrir þátttak-
endur sem rætt var við kváðust
margir hverjir vanir að ganga mik-
ið en sérstaklega væri gaman að
ganga í stórum og skemmtilegum
hópi.
— Sig. Jóns.
ísafjörður:
Komu Daníels faofnað
ísafirði.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Mikill mannfjöldi tók á móti björgunarbátnum Daníel Sigmundssyni
er hann kom til liafnar á ísafirði á sunnudag.
STÆRSTI björgunarbáturinn í
eigu björgunarsveitar á íslandi
kom til Isafjarðar á sunnudag
eftir siglingu frá Ulstensvik í
Noregi þar sem hann var smíðað-
ur. Mikill mannfjöldi tók á móti
bátnum og flutti fjöldi manna
ræður og árnaðaróskir auk þess
sem velunnarar slysavarnadeild-
anna sendu ávísanir á peninga
til greiðslu á bátnum, sem kostar
með öllum búnaði um 13 milljón-
ir króna. Séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson sóknarprestur
blessaði bátinn og Daníel Sig-
mundsson afhjúpaði nafnplötu
skipsins sem ber nafn hans.
Daníel Sigmundsson hefur starf-
að að slysavarnamálum hér um
áratugaskeið og má sjá verk hans
víða, svo sem í byggingu fjölda
slysavamaskýla á Homströndum
auk starfa fyrir Landhelgisgæsl-
una, en hann hefur verið einskonar
ópinber fulltrúi gæslunnar um
fjölda ára á ísafirði og líklega tekið
á móti svo til öllum skipum hennar
þegar þau leita þar hafnar.
Björgunarbáturinn Daníel Sig-
mundsson er tæplega 14 metra
langur, knúinn tveimur 300 hest-
afla Volvo Penta díselvélum. Vél-
amar knýja sitt hvort vatnsþrýsti-
drifið, en það kemur í stað hefð-
bundins skrúfu- og stýribúnaðar.
Auk þess knýja vélarnar 70
tonn/klst. vatnsdælu sem ætluð er
til slökkvistarfa eða til að dæla úr
lekum skipum.
Á skipinu verður þriggja manna
áhöfn en auk þess komast 15—20
manns fyrir í stýrishúsi, en hægt á
að vera að bjarga a.m.k. 50 manns
úr sjó samtímis ef þurfa þykir.
Báturinn getur siglt 240 sjómílur
án þess að taka eldsneyti og er
hámarksganghraði 30 mílur.
Skrokkur bátsins er úr áli, djúp-
rista er um 0,8 metrar og þar sem
vatnsþrýstibúnaðinum er komið fyr-
ir uppi í skrokknum er hægt að
sigla bátnum upp í fjöru án þess
að eiga í örðugleikum með vélar-
eða stýrisbúnað.
Skipstjóri á heimsiglingunni var
Guðjón A. Kristjánsson formaður
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands en auk hans voru í
áhöfn Jóhann Ólafsson vélstjóri og
formaður bátakaupanefndnar, Egg-
ert Stefánsson formaður björgunar-
sveitarinnar Skutuls á ísafirði og
Vagn Jóhannes Jónsson formaður
björgunarsveitarinnar Tinda í
Hnífsdal, en þessar tvær sveitir eiga
bátinn.
Morgunblaðinu var boðið að sigla
með bátnum síðasta spölinn á heim-
siglingunni frá Norðurfirði á
Ströndum til ísafjarðar, en það
hafsvæði er einmitt hluti af starfs-
svæði bátsins. Verður nánar sagt
frá bátnum og þeirri ferð síðar í
Morgunblaðinu.
- Úlfar