Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 27 Stúdentar mótmæla í Suður-Kóreu: Stjómvöld foanna fund með stúdentum frá N-Kóreu Seoul, Reuter. STÚDENTAR í Suður-Kóreu héldu uppi mótmælum í fimm borg- um landsins í gær. Var þetta annar dagurinn sem stúdentar mót- mæltu banni við því að suður-kóreskir stúdentar hitti stúdenta frá Norður-Kóreu í landamærabænum Panmunjom um miðjan ágúst. Yfir eitt þúsund lögreglumenn héldu aftur af sex hundruð stúd- entum við háskólann í Seoul. Reyndu stúdentamir ítrekað að yfirgefa háskólalóðina. Hrópuðu þeir slagorð gegn Bandaríkja- mönnum sem þeir kenndu um skiptingu Kóreu-skagans. Einnig sögðu stúdentamir að Roh Tae- woo forseti hefði gripið til ólög- legra aðgerða til að koma í veg fyrir að suður-kóreskir stúdentar gætu hitt félaga sína frá Norður- Kóreu í landamærabænum Pan- munjom-15. ágúst næstkomandi. Stúdentamir köstuðu gtjóti og bensínsprengjum að lögreglu sem svaraði með táragassprengjum. Á annan tug mótmælenda var hand- tekinn. Enginn slasaðist í átökun- um. Þijú hundruð stúdentar söfnuð- ust saman í miðborg Seoul á sama tíma og félagar þeirra reyndu að yfírgefa háskólalóðina. Lögregla hélt þeim í skefjum með táragas- sprengjum. Einnig kom til mót- mæla í Kwangju og þremur öðrum borgum landsins; Chonju, Suwon og Inchon. Stúdentar i Kwangju kröfðust þess að 40.000 manna herlið Bandaríkjamanna yrði á brott frá Suður-Kóreu þegar í stað. Á sunnudag særðust 22 lög- reglumenn í átökum við stúdenta. Yfír tvö hundruð stúdentar vom handteknir í átökunum á sunnu- dag. Mótmælin um helgina vom einnig vegna banns stjómvalda við að stúdentar ættu fund með norð- ur-kóreskum' stúdentum. Stjórn- völd hafa bannað þennan fund í Panmunjom á þeim forsendum að fundir fulltrúa þessara þjóða skuli vera að undirlagi stjómvalda en ekki einstakra hagsmunahópa. Sameining ríkjanna tveggja á Kóreu-skaga hefur verið eitt aðal- baráttumál róttækra stúdenta í mótmælum þeirra gegn stjóm- völdum að undanfömu. Stúdentar í Seoul hafa hótað að ef þeir fái ekki að fara til fundarins í Pan- munjom 15. ágúst næstkomandi muni þeir grípa til hefndaraðgerða á Ólympíuleikunum sem hefjast í Seoul 17. september. Líkklæðið frá Tórínó falsað? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÚ er lokið alþjóðlegum rannsóknum á líkklæðinu frá Tórínó, sem sagt hefur verið klæðið sem sveipað var um líkama Krists þegar hann var tekinn niður af krossinum. Páfasfóll mun til- kynna niðurstöðurnar i næsta mánuði eða í október. Dr. Robert Hedges, sem stjóm- kirkjuna af því. Miklar deilur hafa aði þeim hluta rannsóknanna, sem framkvæmdar voru við háskólann í Oxford segir í frétt The Sunday Times síðastliðinn sunnudag að skýrar og afdráttarlausar niður- stöður hafi fengist úr þeim til- raunum. Sambærilegar tilraunir voru gerðar í Ziirich í Sviss og í Tuscon í Arizona í Bandaríkjun- um. Að sögn blaðsins bjuggu full- trúar kirkjunnar sig undir það í síðustu viku að niðurstaða tilraun- anna yrði sú að klæðið væri fölsun frá 14. öld. Luigi Gonella, prófess- or og vísindalegur ráðgjafi við Páfastól, sagði í síðustu viku: „Kirkjan fór ekki fram á þessar tilraunir og við erum ekki bundn- ir af niðurstöðunum. Ef klæðið er aldursgreint frá miðöldum þá á enn eftir að svara því hvemig það varð tii." Hedges sagði að þótt niðurstöð- umar myndu útkljá þetta 600 ára gamla deilumál fyrir flesta, þá myndu þær að líkindum ekki sannfæra efasemdamennina né hina trúuðu. Páfastóll eignaðist klæðið árið 1983 þegar eigandi þess, fyrrver- andi konungur Ítalíu, arfleiddi staðið lengi um þetta klæði. Þeir sem trúa á það segja að á því séu blóðblettir Krists og í því megi greina mynd af líkama hans. Vísindamenn hafa blandast inn í deilur um klæðið frá Tórínó frá því á miðjum síðasta áratug. Þá uppgötvuðu vísindamenn frá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, að myndin á klæðinu hefði dularfulla þrívídd. Aðrir töldu að sárin á líkinu, sem myndin væri af, væru of raunveruleg og hefðu ekki getað verið máluð. En ráðgátumar eru fleiri. Sér- staklega þó að klæðisins er hvergi getið fyrr en á 14. öld og enginn kann sögu þess fyrir þann tíma. Þeirri aðferð sem nú er notuð á ekki að skeika um meira en 300 ár. En aldursgreiningar með kol- efni eru ekki óskeikular. Tilrauna- stofa í Tuscon aldursgreindi ný- lega kýrhorn frá víkingatímanum og sagði það vera frá 2006 eftir Krist, eftir 18 ár. Hedges segir að reynist klæðið falsað muni það ógna trúarskoðunum margra. Að þessu leytinu sé slæmt að vísindin geri tilraunir á helgum minjum. Það sé eins og að glata sakleysinu í aldingarðinum Eden. VEIÐIKASSAR OG STANGAHÓLKAR ■ Fást í nœstu sportvöruverslun. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ Reuter Óeirðalögregla í Seoul átti fótum fjör að launa undan bensínsprengj- um stúdenta, sem mótmæltu banni stjórnvalda gegn því að þeir ættu fund með norður-kóreskum stúdentum 15. ágúst næstkomandi. RJÓMATERTA Á REGINFJÖLLUM eða írskt kafíi niðrí í fjöru. Ekkert mál ef þú hefur beytirjómann meðferðis. gaffall duga til að þeyt'ann. Hvort þú snarar svo fram heilli rjómatertu eða írsku kaffi fer eftir tilefninu. Z»+OL*s _ ^ geymsluþolinn ■ VplkvS^ ^ ^ peytirifflmi G-PE YTIRJÓMI! - dulbúin ferðaveisla Vestur-þýskir vörulyftarar GlobusT LAGMULA 5 S 6ðr555 U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.