Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 Norræna kvennaþingið í Osló Texti: Þórunn Þórsdóttir Ljósm: Olafur K. Magnússon Grænlenskar konur fjölmenntu á kvennaþingið í Osló. Þær vöktu mikla athygli þegar þær stigu dans, íklæddar þjóðbúningum sínum. Konur koma tvíefldar heim NORRÆNU kvennaþingi í Osló lauk síðastliðinn sunnudag og kváðust konur sem komið var að máli við ánægðar með undan- gengna viku. Flestar sögðu einna eftirminnilegast að kynnast fjölda kvenna á þinginu en jafn- framt hafi verið ómetanlegt að heyra og taka þátt í ýmsu því sem fram fór. íslenskar konur koma tvíefldar heim, sagði ein þeirra sem rætt var við undir lok kvennaþingsins og eflaust geta fleiri tekið undir þau orð. Konum var farið að fækka um helgina á ráðstefnusvæðinu og and- rúmsloftið var afslappað. Margar sátu í tröppum, á bekkjum og gras- flötum, ræddu síðustu daga og nutu blíðviðrisins. Nokkrar drifu í að kaupa bók eða bol handa einhveij- um heima, sumar skrifuðu upp heimilisföng og símanúmer, aðrar fóru á síðasta fyrirlesturinn í þess- ari atrennu. Grete Knudsen, formaður undir- búningsnefndar kvennaþingsins, sagði að eftir þingið væri sér efst í huga hve ólíkar konur hefðu kom- ið til Osló. Mikil umræða hefði átt sér stað um ýmis mál og á stundum hefðu sjónarmið stangast á. Um helstu réttindamál kvenna hefði ríkt sterk samstaða. Konur hefðu nú í höndum sér að kynsystur þeirra sem ekki komust til Osló fýndu til þessarar samstöðu. Hver og ein færi ákveðnari en nokkru sinni til jafnréttisbaráttunnar í hvunndegin- um. \ fá . i 't mm 'í ■* ■ • • i v \ - ' ' f -• w' Kt , \ , I Konur tóku gjarnan lagið á kvennaþinginu. Hér hafa nokkrar komið sér fyrir í sólinni. Norskur kvenna- listi í undirbúningi HÓPUR norskra kvenna hyggst um miðjan september halda und- irbúningsfund að stofnun kvennalista í Noregi og fór þess á leit að íslensk kvennalistakona kæmi á fundinn til ráðgjafar að sögn þeirra Danfríðar Skarphéð- insdóttur og Kristinar Einars- dóttur. Kvennalistakonur luku síðastlið- inn laugardag fundaröð á norrænu kvennaþingi í Osló þar sem þær kynntu hugmyndafræði, stefnu og sögu Kvennalistans. Að sögn Danfríðar Skarphéðinsdóttur vildu konur af öðrum norðurlöndum spyija margs varðandi Kvennalist- ann. Sagði hún að komið hefðu fram spumingar eins og hvemig Kvenna- listakonur leystu innbyrðis ágrein- ing, hve margar væm virkar, hvort eingöngu væru ungar konur í hópn- um og hvað þær myndu gera yrði fylgi þeirra mun meira að loknum kosningum. Auk norsku kvennanna sögðust nokkrar færeysku kvennanna á þinginu hafa hug á að efna til kvennalista. Barátta fyrir jafn- rétti í fréttaflutn- ingi löng og erfið SIGRÚN Stefánsdóttir, fjöl- miðlafræðingur, flutti fyrirlest- ur á norrænu kvennaþingi á laugardag um hlut kvenna í fréttum, en talsvert hefur verið rætt um konur og fjölmiðla á þinginu. í samtali við Morgun- blaðið kveðst Sigrún telja æski- legt að Jafnréttisráð hafi sam- starf við fjölmiðla sem ráðgef- andi aðili um að auka hlut kvenna í fréttum. Sá háttur sé hafður á í ýmsum nágrannalöndum okkar því að rýr hlutur kvenna í frétt- um sé ekkert séríslenskt fyrir- bæri. Konur voru viðmælendur í aðeins 8,4% útsendra fréttaviðtala Sjón- varpsins á árunum 1966 til 1986, tæp 92% viðtala í fréttatímum voru við karla. Algengast var að talað væri við konur um jafnréttismál, umönnun barna og aldraðra. Rann- sókn Sigrúnar Stefánsdóttur sem gerð var fyrir ári á hlut kvenna í fréttatímum Sjónvarpsins leiðir meðal annars þetta í Ijós. Aðspurð um hveijar hún telji framtíðarhorf- ur segir Sigrún að baráttan fyrir jafnvægi milli kynja í fréttaflutningi verði líklega löng og erfið, það séu margir ánægðir með fjölmiðlana eins og þeir eru nú. Karlar og kon- ur sem starfí við fjölmiðla verði vitaskuld að vinna saman að aukn- um hlut kvenna. „Ég vona að kvennaþingið í Osló hafi gert konur meðvitaðri, þær sætti sig ekki lengur við fjarveruna úr fréttum og taki sig saman um að veita fjölmiðlum aðhald,“ segir Sigrún. „Konur mega ekki leyfa sér að segja nei þegar þær eru beðnar um viðtal. Fæstir blaðamenn nenna að standa í miklu stappi til að fá konu til að segja eitthvað sem auð- Dr. Sigrún Stefánsdóttir veldlega má fá karl til að segja. „Ég held raunar að konur geri sér grein fyrir þessu og vísi æ sjaldnar á hann Jón eða hann Sigurð. Fréttamennska var til skamms tíma karlastarf en það hefur breyst. Hins vegar er enn notast við frétta- ramma karla og honum verður að- eins breytt inni á fjölmiðlunum, með því að þeir sem þar vinna endur- skoði hugtakið frétt og fyrir þrýst- ing utan frá. Áherslur í fréttum hljóta að breytast ef hlutur kvenna í fjölmiðlum eykst enn. Átján konur og tveir karlar hafa skráð sig á námskeið í fjölmiðlafræði sem ég sé um við Háskólann næsta vetur. Gefi þetta vísbendingu um það sem koma skal hef ég ekki ýkja þungar áhyggjur." Hópakstur fom- bfla tfl Þingvalla FÉLAGAR úr fimm félögum bif- reiða- og ökutækjaáhugamanna tóku sig saman nú um helgina og óku Þingvallahringinn. Þarna voru á ferðinni Sniglarnir, Bif- reiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, Kvartmíluklúbburinn, Ferða- klúbburinn 4x4 og Fornbílaklúb- burinn, á alls 40 vélknúnum far- artækjum. Að sögn Kristins Snæland hjá Fornbílaklúbbnum var tilgangur ferðarinnar m.a. að undirbúa sam- eiginlegt helgamót þessara félaga næsta sumar og efla samstöðu og samvinnu „hestaflaáhugamanna“. Lagt var af stað frá Rafveituhús- inu við Suðurlandsbraut rétt fyrir kl.14 á sunnudag og ekið sem leið lá að Keldnaholti þar sem þátttak- endur skipuðu sér í þétta röð og óku hægt gegn um Mosfellsbæ. Á Þing- völlum var aff.ur numið staðar ofan- við vellina og mynduð skipuleg röð. Ekið var að Valhöll og aftur til baka að þjónustumiðstöðinni, þar sem ökutækin voru til sýnis í klukkutíma. Morgunblaðið/Þorkell Félagar í Fornbílaklúbbnum á leið til Þingvalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.