Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
21
Þar stóð bær með burstir níu og var m.a. hægt að kaupa lopapeys-
ur, brennivín og ýsurúllur.
Erla Gísladóttir og Hólmfríður Valdimarsdóttir bjóða innfæddum
íslenskar krásir.
Þessi þýski heiðursmaður skellti sér á „frostlög" og lyfti staupi
íslenskum útflutningi til upphefðar.
mætti vera meiri. Lovísa segist
hafa verið beðin um að standa fyr-
ir sams konar kynningu á íslensk-
um vörum í Hamborg og Bremen
en fyrir hana sjálfa væri það of
tímafrekt því hún er í doktorsnámi
í hafsbotnsjarðfræði. Blaðamaður
varð ekki hissa þegar hann heyrði
síðar að borgaryfirvöld í Kiel legðu
ríka áherslu á það á hveiju vori
að íslenska búðin yrði á sínum stað
á Kielar-vikunni.
Menningin ástunduð
Undirritaður gerði tvær atlögur
að listsköþun í Kiel eða menning-
unni með stóru emmi. Annars veg-
ar var um að ræða gestaleikhús
frá Berlín. Leikritið var eftir Herb
Gardner og heitir í þýðingunni „Ich
bin nicht Rappaport". Bernhard
Minetti, einn frægasti leikari Þjóð-
veija, lék þar aðalhlutverkið. Min-
etti hafði ég áður séð í sjónvarpinu
í hlutverki Lés konungs og er hann
öldungis frábær skapgerðarleikari.
Það var því mikil upplifun afl sjá
kappann á sviði en hann er kominn
vet yfir áttrætt ef ég man rétt.
Framsögnin var því á lægri nótun-
um og þó ég væri á fjórða bekk
nam eyra mitt ekki meira en lágt
hvískur. En ég sætti mig líka fylli-
lega við að fylgjast með öllum svip-
brigðunum sem mannkertið getur
framkallað.
í hitt skiptið var steðjað á Sölu-
maður deyr í flutningi leikara við
Schauspielhaus í Kiel. Brösuglega
gekk að koma sviðsmyndinni sam:
an, í bókstaflegri merkingu. í
fyrstu senunni kom sölumaðurinn
heim hlaðinn ferðatöskum og gekk
inn um dyr á neðstu hæð húss síns.
Síðan fór hann út af sviðinu til að
ganga upp stiga upp á aðra hæð.
A meðan var tveimur fremstu hlut-
um sviðsins rennt saman til að
mynda efri hæð hússins. Hlutamir
tveir ætluðu aldrei að smella sam-
an, sviðsmenn hlupu í örvæntingu
fram og aftur og reyndu að loka
gapinu milli tveggja enda sviðsins.
Eftir þessa byijun voru áhorfendur
spenntastir yfir því hvort tækist
að setja efri hæðina saman eða
taka hana í sundur og þá sjaldan
það tókst án hávaða og bægsla-
gangs var klappað kröftuglega.
Að öðru leyti er leiksýningin, eða
menningarviðleitni mín, ekki í frá-
sögur færandi.
Háðuleg krárheimsókn
Fyrstu kynni mín af matargerð-
arlist í Kiel voru ekki síður sögu-
leg. Ég rölti niður í bæ til að fá
mér í svanginn og settist inn á
vinalega og þéttsetna krá. A mat-
seðlinum vakti forvitni mína réttur
sem hét „Matjes islánder Art“.
Þetta varð ég prófa; Matjes vissi
ég reyndar ekki upp á hár hvað
væri en taldi að þar væri silungur
á ferð. Gengilbeinan færði mér
hins vegar einar fjórar saltsíldar
með laukhringjum og bráðinni
svínafeiti. I sama mund settust við
borðið hjá mér tveir siglingakappar
á að giska fertugir sem pöntuðu
sér Bóndafrúkost án allra vífíl-
lengna eins og þeir höfðu gert ár-
lega síðastliðin tuttugu ár. Þeir
fylgdust kotrosknir með vand-
ræðalegum tilburðum mínum við
sæfangið því satt að segja hef ég
aldrei kunnað að (m)eta saltsíldina.
Þegar ljóst var að ég ætlaði að
leifa matnum spurðu þeir hvort
ekki smakkaðist. „Þetta er ekki
eins og heima,“ svaraði ég til að
leyna gikkshættinum. „Ekki eins
og heima nei, reynslan er harður
húsbóndi," sagði annar og svo
hlógu þeir tröllslega. „En hvar ertu
eiginlega heima?“
„Á Islandi," segi ég og í sömu
svifum kemur framreiðsludaman.
„Unga manninum fellur ekki við
saltsíldina að hætti íslendinga,"
þrumaði þá annar sjóarinn yfir
salinn. „Hvaðan er’ann eiginlega?"
sagði hún með þjósti. „Frá íslandi
auðvitað,“ sögðu sessunautar
mínir báðir í kór og þóttust aldeil-
is sniðugir. Skömmu síðar snautaði
ég á brott glorhungraður og
skömmustulegur.
Fjölmiðlar — völd —
skoðanir
Eins og áður sagði komu blaða-
menn saman á Kielar-vikunni til
að ræða fjölmiðlun í Evrópu. Þema
vikunnar að þessu sinni var nefni-
legá: Fjölmiðlar — Völd — Skoðan-
ir. Viðfangsefnið bar til dæmis að
skilja svo, samkvæmt yfirborgar-
stjóra Kielar, Karl-Heinz Luckardt,
að miðlun upplýsinga, pólitísk og
efnahagsleg völd og myndun og
tjáning þeirra skoðana sem mestu
ráða í þjóðfélaginu mættu ekki
vera á einni hendi eins og er í ein-
ræðisríkjum. Heldur þyrfti lýðræð-
ið þess með að fjölmiðlun og skoð-
anamyndun ættu sér stað án skað-
legra afskipta þeirra sem mestu
ráða í þjóðfélaginu, hvort sem það
eru stjómmálamenn eða viðskipta-
jöfrar.
Slésvík-Holtsetaland hefur ein-
mitt verið í sviðsljósinu undanfarið
ár vegna pólitísks hneykslis þar
sem birtist dæmaraus spilling vaid-
hafanna og samkrull fjölmiðlunar
og fylkisstjórnar.
Uwe Barschel, forsætisráðherra
Slésvíkur-Holtsetalands, réð sér
blaðamann frá Bild-Zeitung, einu
versta sorpblaði í Evrópu (sem
engu að • síður er upplagsmesta
dagblað álfunnar), til þess að
hjáipa sér í kosningabaráttunni.
Aðstoðin sú fólst í að sverta Björn
Engholm, mótframbjóðanda
Barschels, á allan mögulegan hátt;
bera honum skattsvik á brýn og
láta njósna um einkalíf hans til að
reyna að finna eigin ásökunum um
lauslæti og samkynhneigð stoð í
raunveruleikanum.
Barschel-málið var því aldrei
langt undan í þjóðfélagsumræð-
unni á Kielar-vikunni. Á fyrsta
degi beindi Ulrich Wilckens, biskup
norðan Elbu, vamaðarorðum til
þýskra fjölmiðla í prédikun sinni í
Nikolai-kirkjunni. Vissulega væri
hlutverk ijölmiðla að afhjúpa rang-
læti en þeir skyldu varast að ganga
í hið sjálfskipaða dómarahlutverk
faríseanna. „Á tímum hinnar svo-
kölluðu kreppu í Slésvík-Holtseta-
landi ræður úrslitum hvort við
komum auga á þátt okkar sjálfra
í hruni pólitískrar siðmenningar,"
sagði biskupinn.
Barschel-málið var nefnilega
miklu meira en óhreint mjöl í poka
í Húsinu við fjörðinn, þar sem fylk-
isstjórnin á sæti, eða lík í baðkari
á hótelherbergi í Sviss. Viðlíka
aðferðir og Barschel notaði hafa
alia tíð verið við lýði í valdabarátt-
unni í Vestur-Þýskalandi. Ekki síst
í Slésvík-Holtsetalandi þar sem
sami flokkurinn hafði farið með
völd í 38 ár, útilokað stjómarand-
stöðuna frá áhrifum og komið
sínum mönnum í allar áhrifastöð-
ur. Þetta gátu Kristilegir demó-
kratar ekki gert án stuðnings al-
mennings, almennings sem að
nokkrum hluta hefur enn ekki vilj-
að opna augun fyrir því sem gerð-
ist í Kiel á síðasta ári.
Kielar-vikan 1988 var því kjörið
tækifæri til að bijóta þjóðfélags-
mál til mergjar, bæta ímynd borg-
arinnar sem hafði verið vettvangur
skuggalegra atburða undanfarið
ár, lyfta sér á kreik og gleyma
daglegu striti eða atvinnuleysi.
Páll Þórhallsson
FLUGLEIÐIR
0
TILKYNNA
BROTTFÖR:
,SÓUN/
KÝPUR
Nýr sumleyfis-
staður í'áætlunarflugi
frá íslaná
Flogið allafimmtudaga
Möguleiki að hafa viðdvöl
í Luxemborg á leið í eða úr fríi.
Flogið er um Luxemborg
báðar leiðir.
Ferðapakkar eru seldir hjá
ferðaskrifstofunum:
ÚTStN
Feiiíasknfstofan l/tsýn /if
FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAÍ
FLUGLEIDIR